Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 17
na, í baráttu við Valsmenn á Hliðarenda I DV-mynd GS Gylfi Kristjánason, DV, Aknreyn: Jón S, Árnason, ungur piltur í GolfMúbbi Akureyrar, gerði sér lítiö í'yrir í opna Mitsubishi-mótinu fyrir norðan og fór holu í höggi, Afrekið vann Jón á 14. holu vallarins og í draumahöggið notaði hann 5-járn. Þess má geta að ef Jón hefði fengiö draumahöggiö á 18. braut vallarins hefði ný og glæsileg Mitsubishi-bifreið orðið hans. íþróttir • Halldór Áskelsson skoraði fyrsta • Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, mark Þórs I gærkvöldi. var að vonum ánægður. Bikardraumur KR varð að martröð Þórsarar miklu betri og unnu fyliilega verðskuldaðan 4-2 sigur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er í góðu lagi enda lékum við mjög vel og ég er auðvitað mjög ánægður með sigurinn. En við þurf- um strax að ná okkur niður á jörð- ina, við eigum leik á mánudagskvöld- ið og ég er hræddur um að það geti orðið erfitt að ná upp einbeitingunni þar. Nú snúum við okkur að 2. deild- inni aftur,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, eftir að lið hans sló KR-inga út úr mjólkurbikarkeppn- inni á Akureyri í gærkvöldi. Úrslitin í bikarkeppninni eru oft óvænt, það sýna úrslitin úr þessum leik best enda KR-ingar á toppi 1. deildar en Þór í 2. deild. En í gær- kvöldi voru Þórsarar einfaldlega betra liðið. Þeir spiluðu mun betri knattspymu og fengu ótal færi til að skora fleiri mörk. Baráttan var mikil í liðinu og vesturbæingunum engin virðing sýnd. „Það þarf að hafa fyrir sigrum en mínir menn voru óhemjuslakir og áhugalausir. Eftir að Þór hafði jafnað var liðið einfaldlega miklu betra liðið á vellinum,“ sagði Guðni Kjartans- son, þjálfari KR, eftir leikinn, skiljan- lega vonsvikinn. Bjarni með tvö mörk Ragnar Margeirsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR á 18. mínútu með góðum skalla eftir sendingu Bjarka Péturssonar utan af kanti. En það var samkvæmt gangi leiksins að Þór jafnaði á 26. mínútu. Halldór Áskelsson átti þrumuskot sem kom við KR-ing og boltinn breytti um stefnu og fór í markhornið. Þegar menn voru farnir að búa sig undir framlengingu var hins vegar komið að Bjarna Sveinbjörnssyni. Hann fékk stungusendingu á 78. mín- útu, stakk varnarmennina af og skoraði af öryggi framhjá Ólafi Gott- skálkssyni. Þremur mínútum síðar var Bjami aftur á ferðinni. Þorsteinn Jónsson átti þá gríðarfast skot sem Ólafur varði en missti boltann frá sér og Bjarni var á réttum stað fyrir Þór til að setja boltann upp í þaknetið. Lokaorðið fyrir Þór átti svo Júlíus Tryggvason er hann skoraði 4-1 á 86. mínútu eftir hornspyrnu en Atli Eð- valdsson klóraði í bakkann fyrir KR undir lokin með marki úr vítateign- um. Það var mikið fagnaö á Akureyrar- velli í gærkvöldi. Það var ekki nóg með að sigurinn væri sætur heldur lék Þórsliðið mjög góða knattspyrnu lengst af. Erfitt er að tína leikmenn út úr Þórsliðinu, liðiö lék allt mjög vel en KR-ingar voru að sama skapi daufir og hafa e.t.v. haldið að það væri einungis formsatriði að fara norður og tryggja sig í undanúrslitin. Slíkur hugsunarháttur gengur hins vegar ekki eins og sannaðist í gær. „Mjög ánægður með strákana - sagði Oskar Ingimundarson eflir sigur Víðis á Stjömunni Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: „Ég er rnjög ánægður með strákana „Við töpum ekki svona í KR- búningunum," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari KR, eftir tapið gegn Þór í bikarnum í gær- kvöldi. Keppnistreyjur KR-inga skil- uðu sér einhverra hluta vegna ekki með liðinu til Akureyrar í gærkvöldi. Þá var farið í það að finna búninga fyrir liðið og þar sem Magni á Grenivík leikur í sams konar búningi og KR-ingar var leitað til þeirra. En KR-ingar fundu sig ekki í Magna-treyjun- um og eru úr leik í bikarnum eins og Magni sem leikur í 3. deild. og það er ljóst að með svona baráttu getum við unnið hvaða lið sem er. Mér er alveg sama hvaða lið við fáum Þórsarar áfram órakaðir „Ég hef engan áhuga á að raka af mér þetta skegg fyrr en ein- hvern tíma í lok ágúst," sagði Sig- urður Lárusson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn gegn KR í gær- kvöldi. Sigurður og leikmenn hans, ákváðu það þegar mjólkurbikar- keppnin hófst að skera ekki skegg sitt fyrr en keppninni væri lokið eða þeir hefðu verið slegnir út úr henni. Þórsstrákarnir ganga því um þessa dagana alskeggjaðir en sennilega leiðist þeim það bara ekki neitt. í undanúrslitunum," sagði Óskar Ingimundarson, þjálfari Víðis, eftir að liö hans hafði sigrað Stjörnuna, 3-2, í 8 liða úrslitunum í Garði í gær- kvöldi. Víöismenn höfðu betur á blautum og þungum grasvellinum sem var mjög erfiður yfirferðar. Stjörnumenn byrjuðu betur fyrstu mínúturnar en það voru Víðismenn sem náöu forystunni á 19. mínútu þegar Bjöm VUhelmsson skoraði eft- ir sendingu frá Vilbergi Þorvalds- syni. Kristinn Lámsson var nálægt því að jafna fyrir Garðbæinga nokkr- um mínútum síðar þegar hann vipp- aði boltanum yfir Jón Örvar Arason, markvörð Víðis, en í þverslána fór knötturinn og þaðan björguðu Víðis- menn í horn. Heimamenn bættu öðm marki við á 42. mínútu þegar Grétar Einarsson skoraði meö fostu skoti í stöng og inn og staðan 2-0 í leikhléi fyrir Víði. Stjörnumenn náðu undirtökunum í síðari hálfleik og náðu að jafna metin á skömmum tíma. Fyrst skor- aði Valdimar Krtistófersson eftir góða sendingu frá Sveinbirni Hákon- arsyni og síðan jafnaði Láms Guð- mundsson metin með skalla. Víðis- menn gáfu hins vegar ekkert eftir og á 73. mínútu skoraði Guðjón Guð- mundsson sigurmarkið eftir varn- armistök Stjörnumanna. Víðismenn börðust geysivel að vanda og eiga hrós skilið fyrir bar- áttuandann. Liðsheildin var jafn- sterk og enginn sérstakur stóð upp úr. Leikur Stjörnunnar batnaði mikið eftir að Lárus og Bjarni Benediktsson komu inn á í síðari hálfleik og Garðbæingar voru að vissu leyti óheppnir að tapa leiknum því sigur- inn gat endað hvomm megin sem var. „Liðið, sem gerði færri mistök, fór með sigur af hólmi en leikurinn var erfiður enda völlurinn hrikalega þungur," sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Ágætur dómari leiksins var Guð- mundur Maríasson. KR í Magnabúningum Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri: I A-stúlkur skoruðu sjö Síðasti leikurinn í 8 liöa úrslitum bikarkeppni kvenna fór ur komu hins vegar knettinum sjö sinnum í net Þróttara. Laufey Sig- fram á Akranesi í gær. ÍA sigraði Þrótt, Neskaupstað, 7-0, urðardóttír skoraði þijú mörk, Júlía Sigursteinsdóttir, Friðgerður • j í leik þar sem Skagastúlkur höföu öll völd. Jóhannsdóttir, Anna Liija Valsdóttír og Jónína Víglundsdóttir eitt Leikurinn fór fram klukkan 14 í gærdag en þrátt fyrir mark hvor. leiktímannogúrhellisrigninguámeðanáleiknumstóð varallnokkur Dregið verður til undanúrslita í bikarkeppninni í dag kl. 12:45 á fjöldi áhorfenda á vellinum. Leikmenn Þróttar, sem vom að leika sinn skrifstofu KSÍ. Þau fjögur liö -sem enn eru eftir í keppninni eru ÍA, annan leik á einum sólarhring, áttu aldrei möguleika gegn sterku liði Valur, ÍBK og Þór Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (26.07.1991)
https://timarit.is/issue/193546

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (26.07.1991)

Aðgerðir: