Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991. 33 Afmæli Anna Amadóttir Anna Áraadóttir húsmóðir, Mána- götu 16, Reykjavík, er níræð í dag. Fjölskylda Anna fæddist á Ytri-Rauðamel í Eyjarhreppi í Hnappadalssýslu. Hún giftist 7.6.1924 Páii Geir Þor- bergssyui, f. 29.6.1894, d. 17.5.1979, verkstjóra í Reykjavík, en hann var sonur Þorbergs Péturssonar, b. í Syðri-Hraundal í Álftaneshreppi, og konu hans, Kristínar Pálsdóttur ljósmóður. Börn Önnu og Páls Geirs eru Anna María Elísabet Pálsdóttir, f. 8.9.1925, húsmóðir í Reykjavík, gift Bergi Pétri Jónssyni flugumferðarstjóra og eignuðust þau fjögur böm, Rakel Ólöfu, f. 2.4.1951, d. 16.4.1952, Pál, f. 3.2.1953, sjúkraliða í Reykjavík, Rakel Ólöfu, f. 21.11.1956, tækni- teiknara í Reykjavík og nema í graf- ískri hönnun, og Önnu Gyðu, f. 27.4. 1965, nema í Fósturskóla íslands. Ámi Pálsson, f. 9.6.1927, sóknar- prestur á Borg á Mýrum, kvæntur Rósu Björk Þorbjarnardóttur, fyrrv. endurmenntunarstjóra KHÍ, og eiga þau flögur böm, Þorbjörn Hlyn, f. 10.3.1954, biskupsritara, Þórólf, f. 24.3.1957, verkfræðing í Reykjavík, Önnu Katrínu, f. 2.3.1963, MA í spænsku og kennara við HÍ, og Árna Pál, f. 23.5.1966, lögfræðing. Drengur, f. andvana 29.9.1931. Bjami, f. 18.7.1936, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, kvæntur Valborgu Þorleifsdóttur, kennara og meinatækni, og eiga þau fjögur börn, Þorleif, f. 24.10.1963, tölvunarfræðing í Reykjavík, Hrefnu, f. 14.7.1965, tölvunarfræð- ing í Kalifomíu í Bandaríkjunum, Önnu, f. 24.3.1971, stúdent í for- eldrahúsum, og Pál Geir, f. 31.7. 1972, menntaskólanema. Langömmuböm Önnu em nú níu talsins. Systkini Önnu: Ingunn, f. 25.1. 1895, d. 15.5.1977, húsmóðir í Reykjavík, var gift Kristjáni Einars- syni framkvæmdastjóra sem er lát- inn og eignuðust þau tvö börn; Þór- arinn, f. 8.8.1898, d. 8.8.1990, b. á Stóra-Hrauni, síðar fulltrúi í Reykjavík, kvæntur Rósu Láms- dóttur, sem lést 17.3.1987, húsmóður og eignuðust þau níu börn; Kristín, f. 15.1.1900, d. 21.5.1982, húsfreyja í Færeyjum og síðar í Reykjavík, var fyrst gift Hjálmari Waag, skóla- stjóra í Færeyjum, sem lést 1928 og eru börn þeirra tvö en seinni maður Kristínar var Sveinn Helgason yfir- setjari sem einnig er látinn; Þóra, f. 28.2.1903, húsmóðir í Reykjavík, var gift Eymundi Magnússyni, sem lést 1977, skipstjóra og eru börn þeirra fimm; Sigurður, f. 15.6.1904, d. 19.10.1978, fulltrúi í Reykjavík, en hann eignaðist eina dóttur með Kristínu Hólmfríði Markúsdóttur sem lést 1933 og kvæntist síðar Sig- rúnu Pétursdóttur húsmóður og eignuðust þau fjögur börn og eru tvö þeirra á lífi; Magnús, f. 11.5.1906, d. 12.5.1982, b. að Stóra-Hrauni og síðar húsvörður í Reykjavík, var kvæntur Ingibjörgu Georgsdóttur húsfreyju og eignuðust þau einn son; Ingibjörg Guðrún, f. 20.7.1908, húsmóðir á Sauðárkróki, var fyrst gift Hafliða Gíslasyni rafvirkja sem lést 1974 og eignuðust þau einn son en seinni maður Ingibjargar var Gunnar Guðmundsson, b. á Reykj- um á Reykjaströnd sem lést 1976 og eignuðust þau einn son; Guðmund- ur Snæbjöm, f. 24.9.1910, kaupmað- ur í Reykjavík, kvæntur Áslaugu Hrefnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn; Einar, f. 27.2.1913, pípu- lagningameistari í Reykjavík, kvæntur Vilborgu Sigurðardóttur og eiga þau fimm böm; Gyða, f. 12.5. 1915, d. 19.10.1964, húsmóðir í Reykjavík, var fyrst gift Einari Eyj- ólfssyni, sem lést 1959, kaupmanni í Reykjavík, og áttu þau fjögur böm en seinni maður Gyðu var Björn Friðgeir Björnsson, fyrrv. sýslu- maðuráHvolsvelh. Foreldrar Önnu voru Ámi Þórar- insson, f. 20.1.1860, d. 3.2.1948, pró- fastur á Stóra-Hrauni í Kolbeins- staðahreppi, og kona hans, Anna María Elisabet Sigurðardóttir, f. 22.2.1877, d. 22.5.1958, húsfreyja. Ætt Meðal fjölda systkina Árna pró- fasts má nefna Bjama, prófast á Prestbakka á Síðu, Þuríði, móður Þórarins Guðmundssonar tón- skálds, og Þóru Rannveigu, langömmu Önnu Ólafsdóttur Bjömsson alþingismanns. Árni var sonur Þórarins, garðyrkjumanns á Stóra-Hrauni á Eyrarbakka, Árna- sonar, b. í Fíflholti, Jónssonar. Móð- Anna Arnadóttir. ir Árna prófasts var Ingunn, systir Helga, b. í Birtingaholti, afa Jó- hanns Briem listmálara og langafa Ólafs Skúlasonar biskups. Ingunn var dóttir Magnúsar, alþingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar og Katrínar Eiríksdóttur, dbrm. á Reykjum á Skeiðum og ættföður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Elísabet var dóttir Sigurðar Kristj- ánssonar, b. í Syöra-Skógamesi í Miklaholtshreppi, og Guðríðar Magnúsdóttur. Anna tekur á móti gestum milli 15.00 og 18.00 í Safnaðarheimilinu Borgum en bílastæði eru við Kópa- vogskirkju. Til ham- ingju með afmælið 26. júlí 90 ára Jóhanna Daníelsdóttir, Æsufelli2, Reykjavík. 85 ára Ólafía Steingrímsdóttir, Hraunbæ 166, Reykjavík. 80 ára Steinunn Ólafsdóttir, Grenimel3, Reykjavík. 70 ára Hólmfríður Þorláksdóttir, Mánahlíð 10, Akureyri. 60 ára Helga Árnadóttir Bachmann, Eskihlíð22a, Reykjavik. Margrét Ingimarsdóttir, Safamýri 53, Reykjavík. JóhannaMargrét Óskarsdóttir, Eskihvammi 4, Kópavogi. OddurJ. Jónsson, Stórateigi 1, Mosfellsbæ. 50 ára Kristján Haukur Lúðvíksson, Hjallavegi 8, Reyðarfirði. Hanna Eiríksdóttir, Bergstaöastræti 80, Reykjavík. Óli Jóhannes Jónsson, Fjarðarvegi 1, Þórshöfn. Guðmundur Sveinn ólafsson, Hólabraut22, Akureyri. 40 ára Guðmundur Baldursson, Grænuvöllum5, Selfossi. Sigurbjörg Sigurbjörnsson, Álfaskeiði 99, Halharfirði. Kristín Geirsdóttir, Lauískálum 10, Hellu. Guðrún Bjartmarz, Hrísmóum 7, Garðabæ. Helgi Bergmann Ingólfsson, Vesturási41, Reykjavik. Karólína F. Hallgrímsdóttir Karólína Friörika Hallgrímsdóttir húsfreyja, Laugarvegi 33, Sigluflrði, ersjötugídag. Starfsferill Karólína fæddist á Akureyri og ólst þar upp til átta ára aldurs en síðan á Siglufirði hjá fósturforeldr- um sínum. Hún lauk gagnfræða- prófi 1938 og verslunarskólaprófi frá VÍ1942. Karólína starfaði við Apótek Siglufjarðar 1938-42 og vann á skrif- stofu Síldarverksmiðja ríkisins 1942^46. Fjölskylda Eiginmaður Karólínu er Haraldur Árnason, f. 4.5.1922, umboðsmaður Skeljungs á Siglufirði, en hann er sonur Árna Kristjánssonar frá Lambanesi í Fljótum, skipstjóra á Siglufirði, og konu hans, Guðbjarg- ar Kristinsdóttur ljósmóður. Böm Karólínu og Harcdds eru Ólöf Þórey, f. 21.6.1943, bankastarfsmað- ur í Reykjavík; Helga, f. 12.4.1951, sjúkraliði í Reykjavík, gift Erlingi Björnssyni vélvirkja en dætur þeirra em íris Rut, f. 17.8.1972, og Karólína, f. 14.2.1977; Ragnheiður, f. 6.12.1956, háskólanemi í Toulouse, en sonur hennar og Guðmundar Þorsteinssonar er Ámi Þór, f. 6.1. 1975; Ámi, f. 11.1.1959, fasteignasali í Reykjavík, en kona hans er Ásdís Bjömsdóttir BA; Eyþór, f. 29.6.1960, bifreiðarstjóri í Reykjavík. Systur Karólínu: Sigríður Ingi- björg, f. 14.5.1920, gift Ólafi Bene- diktssyni, fyrrv. forstjóra á Akur- eyri, og Halla Kristjana, f. 1.5.1925, BA, gift Óla Kr. Guðmundssyni lækni. Fósturforeldrar Karólínu voru Eyþór Hallsson, f. 4.8.1903, d. 4.2. 1988, skipstjóri á Siglufiröi, og kona hans, Ólöf Jónsdóttir, f. 16.5.1900, d. 13.2.1984, frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Foreldrar Karólínu voru Hall- grímur Þorvaldsson, f. 27.9.1894, d. 8.12.1925, ökumaður á Akureyri, og kona hans, Ragnheiður Maren Söe- bech, f. 10.3.1894, d. 22.7.1977, kaup- kona. Ætt Systir Hallgríms var Jóhanna, móðir Birgis Snæbjörnssonar, prests á Akureyri. Hallgrímur var sonur Þorvalds, keyrara á Akur- eyri, Helgasonar, b. á Jódísarstöð- um, bróður Halldórs, langafa Sig- urðar Guðmundssonar vigslubisk- ups. Annar bróðir Helga var Guð- mundur, langafi Jóhönnu, móður Pálma Matthíassonar, prests í Bú- staðaprestakalli. Móðir Helga var Helga Jónsdóttir, systir Guðlaugar, ömmu Jónasar Jónassonar, prests á Hrafnagili. Móðir Þorvalds var Þór- unn Sigurðardóttir, b. í Leyningi, Randverssonar, b. á Naustum, Þórð- arsonar, ættfoður Randversættar- innar og langafa Amgríms Jónsson- ar, prests í Háteigsprestakalli, og Ingólfs Davíðssonar grasafræðings. Móðir Hallgríms var Kristjana Hallgrímsdóttir, b. á Merkigili, Hall- grímssonar, b. á Grísará, Helgason- ar. Móðir Hallgríms á Grísará var Sigríður Hallgrímsdóttir, systir Gísla, langafa Sigríðar, ömmu Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Gísli var einnig langafi Valdimars Briem skálds, afa Jóhanns Briems listmálara. Þá var Gísli langafi Bjarna, langafa Vésteins Lúðvíks- sonar rithöfundar. Móðir Kristjönu var Sigurbjörg ljósmóðir Kristjáns- dóttir á Ósi Nikulássonar og konu hans, Sigríðar Sigurðardóttur. Ragnheiður var dóttir Friðriks Söebech, beykis í Reykjarfirði, Jó- hannssonar Söebech, beykis frá Hleiðru á Sjálandi. Móðir Ragnheið- ar var Karólína, systir Jakobs, fóður Jakobs Thorarensen skálds. Karó- hna var dóttir Jakobs Thorarensen, kaupmanns í Kúvíkum, Þórarins- sonar, kaupmanns í Skjaldarvík, Stefánssonar, amtmanns á Möðru- völlum, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund, ættíoður Thorarensens- Karólína F. Hallgrimsdóttir. ættarinnar Jónssonar. Móðir Jakobs var Katrín Jakobs- dóttir Havsteen, systir Péturs amt- manns, fóður Hannesar Hafsteins, skálds og ráðherra. Móðir Karólínu var Guðrún Óladóttir Viborg, beyk- is í Ófeigsfirði, Jenssonar. Móðir Friðriks Söebech var Steinunn, systir Guðríðar, ömmu Símonar Jóh. Ágústssonar prófessors og langömmu Skúla Álexanderssonar, fyrrv. alþingismanns. Móðir Stein- unnar var Helga Hjálmarsdóttir, b. í Kjós, Jónssonar, bróður Einars, langafa Ragnheiðar, móður Snorra Hjartarsonar skálds. Móðir Hjálm- ars var Þuríður Ólafsdóttir, systir Eggerts í Hergilsey, afa Ástríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar, Theoróru Thoroddsen skálds og Muggs. Guðjón Ó. Hansson Guðjón Ólafur Hansson frá Barði í Ólafsvík, ökukennari ogleiguhíl- stjóri, Hverfisgötu 40A, er sjötugur ídag. Starfsferill Guðjón fæddist í Ólafsvík. Hann var tveggja ára er hann missti móð- ur sína en ólst hjá ömmu sinni, Ingi- björgu Pétursdóttur, og síðar einnig hjá Konráði Benónýssyni, skip- stjóra í Ólafsvík, og konu hans, Jón- ínu Pétursdóttur húsmóður. Guðjón fór tólf ára að Grímars- stöðum í Borgarfirði til Símons Teitssonar og Unnar Bergsveins- dóttur þar sem hann var í eitt ár en var síðan á Stað í Borgarhreppi hjá Guðbimi Helgasyni en þar var Guð- jón til 1941. Guðjón stundaði almenn sveita- störf í Borgarfirðinum. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann í Reyk- holti 1938-41 og flutti síðan til Reykjavíkur þar sem hann hefur búið síðan. Guðjón var m.a. í Bretavinnunni fyrstu árin í Reykjavík en hóf leigu- bílaakstur hjá Litlu-Bílastöðinni 1944 og hefur keyrt hjá Hreyfli frá 1950. Hann hefur auk þess veriö ökukennari frá 1955. Á yngri árum stundaði Guðjón frjálsíþróttir hjá Glímufélaginu Ár- manni. Hann sat í stjóm frjáls- íþróttadeildar Ármanns og síðar í aðalstjóm Ármanns. Guðjón keppti á bridgemótum fyrir Hreyfil. Hann sat í varastjórn Hreyfils nokkur ár og hefur starfað í fjölda nefnda á vegum félagsins. Þá var hann í stjórn Frama, félags leigubifreiðar- stjóra í mörg ár, sat í stjóm Öku- kennarafélags íslands, var formað- ur þess í tólf ár og er nú heiöursfé- lagi þess. Þá hefur Guðjón starfaö mikið á vegum Sjálfstæöisflokksins. Hann sat í stjóm Óðins í mörg ár og var gjaldkeri félagsins, hefur ver- ið í verkalýðsráði flokksins og full- trúaráðinu; áratugi og setið marga landsfundi. Fjölskylda Guðjón kvæntist 1950 Guðrúnu Brynjólfsdóttur, f. 24.3.1931, hús- móður, en hún er Brynjólfs Guð- mundssonar, b. í Sólheimum í Hrunamannahreppi, og konu hans, Líneyjar Elíasdóttur húsfreyju. Guðjón og Guðrún skildu. Böm Guöjóns og Guðrúnar eru Kristbjörg, f. 4.7.1950, kaupmaður í Reykjavík, gift Einari Hjartarsyni byggingameistara og eiga þau tvö böm, Rúnar og Líneyju; Brynjólfur, f. 14.8.1953, viðskiptafræðingur og heildsali í Reykjavík, kvæntur Val- gerði Jónsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau eina dóttur, Ólöfu, en dóttir Brynjólfs og fyrrv. sambýlis- konu hans, Elínar Jóhannesdóttur kennara, er Guðrún Björk; Guðjón Birgir, f. 30.10.1962, markaðsfræð- ingur í Reykjavík, en unnusta hans er Hanna Ólafsdóttir verslunar- kona; Gunnar, f. 28.5.1966, prentari í Reykjavík, og á hann eina dóttur, Guðjón Ó. Hansson. Bertu. Sambýliskona Guðjóns er Lára Guðmundsdóttir húsmóðir. Móðir Guðjóns var Kristín Bjarnadóttir frá Barði í Ólafsvík, húsmóðir. Guðjón og Lára taka á móti gest- um í Hreyfilssalnum við Fellsmúla á afmælisdaginn milli klukkan 18.00-21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (26.07.1991)
https://timarit.is/issue/193546

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (26.07.1991)

Aðgerðir: