Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991. Meiming__________________ Rödd stórra tækifæra í listamiðstöðinni að Gerðubergi voru haldnir ljóða- söngtónleikar þeirra Gunnars Guðbjörnssonar tenórs og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara miðviku- dagskvöldið 25. júlí sl. Vonandi fréttu hinir Qölmörgu, er frá urðu að hverfa vegna húsfyllis, af endurteknu tónleikunum næsta kvöld á eftir í tæka tíð. „Vonandi" gefur tóninn. Og hann getur ekki verið annað en lof. Hvernig þessi varla hálfþrítugi piltur fer að því að syngja. svo að manni finnst hvað eftir annað maður hafa tekið sér far með tímavél aftur til þeirra tima er alvörutenórar voru til, er mér hulið. Og ekki spillir röddin. Maður lifandi! Á maður að voga sér fram með samlíkingu? Ég held það. Að svo miklu leyti sem ég þekki til. sem að vísu mætti vera meira á þessu sviði. þá dauðlangar mig að slá því fram, að önnur eins tenórrödd hefur varla sprottið af þessu skeri síð- an Stefán íslandi kvaddi sér hljóðs. Og hananú. Það fyrsta sem grípur mann eftir að tekist hefur að rifa sig upp úr dáleiðslunni, er hræðsla. Hræðsla um að eitthvað komi fyrir þessa rödd. að töfrar hennar leiði til þess að hún fái ekki nægilega tæknilega skól- un. eða þá hitt. að hún ofreyni sig og brenni upp fyrir aidur fram. Gunnar fór að vísu vel með hana um kvöld- ið og ofbauð hvergi, sem bendir til þess, að hann viti, hverju honum er trúað fyrir. Sem betur fer. En röddinni var líka vel stjórnað. Gunnar túlkar lag og texta ótrúlega vel fyrir ungan aldur, og hljómar að þessu leyti oft eins og söngvari með aldarfjórðung á bakinu. þrátt fyrir að því er virðist nokkuð öra skól- un. Textaframburður er til fyrirmyndar og gerist varla skýrari hér um slóðir: það heyrist hvert einasta orð. Gunnar hafði greinilega nokkurt dáiæti á að sýna ofur- veikan söng á einhverju er líktist falsettu, og láir hon- um enginn. meðan slíkt er ekki daglegt brauð hjá te- nórum. en það hefði kannski mátt brúa þessa barokk- legu þrepadýamík frá pp yfir í f aðeins betur á stund- um með millistyrkleika. En þó að hendingamótun og styrkbeiting væri stund- um eilítið varfærnisleg, þá duldist engum, að í þennan silfurlúður blési gegnummúsíkalskur maður, sem bíð- ur stórra tækifæra. Nú var efnisskráin að vísu mótuð af árstíðinni; ann- ars vegar vinsæl íslensk sönglög eins og Draumaland- iö, Gígjan, tvö lög Páls ísólfssonar, reyndar afburðalög Tónlist Ríkarður Ö. Pálsson (í dag skein sól og Sáuð þið hana systur mína). í fjar- lægð o.fl.; hins vegar vinsæl útlend lög eftir Lehár og aðra minna þekkta höfunda, aríurnar Ecco ridente og II mio tesoro intanto eftir Rossini og Mozart og ein lumma - Granada - eftir Lara. Þar urðu því engin átök af stærri gerðinni. Eftir allt að því vammlausa frammistöðu í sautján lögum, var það nokkurs konar annarlegur léttir að uppgötva, að á þessu stigi er Gunnar enginn kóloratúr- söngvari; það gerðist í Rossini-aríunni, og mátti fljótt heyra, að megintími söngvarans hefur ekki farið í flú- ræfmgar undanfarin misseri. Að sama skapi varð ljóst, að piltur er aö verða fullfleygur í Mozart, þá hann söng Don Giovanni-aríuna með bravúr, er hefði getað orðið enn meiri, hefði hann ekki haldið aftur af sér. Þeir félagar voru klappaðir upp í þrjú aukalög, Fugl- inn í fjörunni Jóns Þórarinssonar, 0 sole mio, þar sem ítalskan sýndi fegurstu hliðarnar á fagurri rödd, og Bí bí og blaka, eina pianisissimó-æfinguna enn, en flestum fremri. Jónas Ingimundarson kom á óvart með að vera ekki óaðfmnanlegur í tveimur lögum, Rossini og Mozart, sem komu fyrir líkt og skorti ögn upp á samæfingu, enda hendingaskil hikandi á köflum og óákveðin. Salur Gerðubergs er góður kammersalur, en kirkju- hljómburð hefur hann ekki, hvað þá viö húsfylli. Ekki að þess þurfi, en gaman væri nú samt að heyra Gunn- ar í góðri kirkju. Mikið vill meira. Og víst ætti hróður mörlandans að aukast í óperu Wiesbaden-borgar í haust, er Gunnar bætist við fulltrúa okkar þar fyrir, Kristin Sigmundsson og Viðar Gunnarsson. Þvílíkt þríeyki! Það vantar þá bara D’Artagnan... Sviðsljós Tískuhönnuður sýnir hönnun sína María Ólafsdóttir, sem lauk námi í fatahönnun frá einum virtasta tískuhönnunarskóla í Bandaríkj- unum, Parson’s School of Deseign, nú í vor hélt sýningu á hönnun sinni í Naustkjallaranum síðastlið- inn fóstudag. Sýndi hún haustlín- una 1991-1992 en þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir hér á landi. Sýndur var sérhannaður fatnað- ur sem hún hefur sjálf teiknað og saumað og stúlkur úr Módelsam- tökunum sýndu. Fatnaðurinn var í haustlitunum og leggur Maira mikla áherslu á mjúkar línur og þægilegan fatnað. María hannar og sýndi bæði stutta og síða kjóla, buxur, jakka og dragtir. María sagði í viðtali við DV: „Ég vinn haust- og vetrarflíkur mest úr ull því að það er gott að vinna með hana og auk þess er hún mjög falleg. Nú eru haustlitimir í mest- um metum hjá mér, litir eins og á Þingvöllum aö hausti til. Ég blanda mikið saman litum. í kvöldkjóla nota ég afur á móti mikið krep- efni.“ Sýningin var mjög vel sótt og virtist fólk kunna vel að meta þessa nýju haustlínu Maríu. Að lokinni sýningu var Maríu Ólafs færður blómvöndur og var henni óspart fagnað af áhorfendum. DV-myndir GVA María hannar haust og vetrarföt úr ull og má hér sjá smekklega dragt í haustlitunum. fram í tískufatnaðinum og klöppuðu áhorfendur þeim lof í lófa. Andlát Guðmundur Sigurjónsson, Háaleitis- braut 15, lést þann 23. júlí. Ágústa Sigurðardóttir, Túngötu 9, Áiftanesi, andaðist þriðjudaginn 23. júlí. Sigurjón Jóhannesson, Fálkagötu lOa, Reykjavík, lést þann 24. júlí sl. Tarðarfarir Þorsteinn Jónsson,Úlfsstöðum í Hálsasveit, sem lést 18. júlí, verður jarðsettur í dag, fostudaginn 26. júlí, frá Reykholtskirkju kl. 14. Þorsteinn fæddist 5. apríl 1895 og átti heima á Úifsstöðum mestaUa ævi sína. Þor- steinn var mikill fræðimaður og skrifaði fjölda greina um heimspeki- leg mál og orti ljóð. Þorsteinn hóf sambúð með Áslaugu Steinsdóttur árið 1936. Þau áttu 4 böm. X Y Dr. Jón Steffensen,sem lést 21. júlí verður jarðsunginn í dag, fostudag, frá Fossvogskirkju kl. 15. Jón Stef- fensen fæddist 15. febrúar árið 1905 í Reykjavík. Hann nam læknisfræði frá HI og stundaði framhaldsnám erlendis í mörg ár. Jón tók við pró- fessorsembætti við iæknadeild HÍ árið 1937 og gegndi því emætti óslitið til 1973. Jón kvæntist Kristínu Björnsdóttur 1930. Fjöldi fræðirita hefur komiö út eftir Jón og fjalla þau m.a. um fornleifar og sagnfræði. HÍ sæmdi prófessor Jón nafnbótum dr. med. og dr. phil. honoris causa og einnig var hann heiðursfélagi í Dansk medicinsk. Barði Páll Óskarsson, sem lést 13. júlí sl„ verður jarðsunginn frá Eyr- arbakkakirkju á morgun, laugardag- inn 27. júlí, kl. 14. Eiríkur Þorsteinsson, Glitsstöðum, verður jarðsunginn frá Borgarnes- kirkju á morgun, laugardaginn 27. júlí, kl. 14. Kærar þakkir til allra þeirra mörgu sem sýndu mér og fjölskyldu minni vinarhug með heimsóknum, gjöfum, símtölum og skeytum á sjötugsafmæli mínu þann 22. júlí sl. SVEINN MAGNÚSSON Hvítingavegi 10 Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.