Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Síða 4
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST .1091. Fréttir ________DV Eftir aflasamdráttinn: Landsframleiðslan minnkar um hálft prósent næsta ár Þjóðhagsstofnun spáir nú, að fram- leiðslan í landinu dragist saman um hálft prósent á næsta ári, 1992. Þetta er útkoman eftir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um aflasamdrátt. Þetta verður dýrt spil, þótt óhjákvæmilegt sé. Heimildir DV herma, að gert sé ráð fyrir, að kaupmáttur launa vaxi um eitt prósent í ár, en minnki um eitt og hálft prósent árið 1992 í kjölfar aflasamdráttarins. Þetta sýnir, að krónutöluhækkanir launa munu einungis keyra upp verðbólgu og valda gengisfellingu á næsta ári, með öðrum orðum brenna á báli verðbólgunnar. Samkvæmt heimildum DV mun halla mjög á okkur í viðskiptum við önnur lönd, þannig að viðskiptahallinn verði 13 milljarðar í ár og 17 milljarðar á næsta ári. Gert er ráð fyrir, að þjóöartekjur dragist saman um tvö próent á næsta Brúttó landsframleiðsla 1945-1996 20% 1992 lýkur, að mati hagfræðinga Þjóðhagsstofnunar. Landsfram- leiðslan ætti þannig aö vaxa um 5 Sjónarhom Haukur Helgason prósent 1993, þegar undirbúnings- framkvæmdir vegna álvers ættu að koma til sögunnar. Síðan gæti lands- framleiðslan vaxið um 7 prósent 1994. En eftir það minnkar fram- leiðslan um fjögur og hálft prósent 1995 samkvæmt spám og vex svo um tvö og hálft prósent 1996, eftir því sem DV kemst næst. ári. Þar bætast versnandi viöskipta- verður þá fimmta árið í röð, sem un sé að ræða. kjör við samdráttinn í afla. Árið 1992 segja má, að um efnahagslega stöðn- Staðan mun heldur skána, eftir að Bogi Melsted segir Sogn fullnægja kröfum um réttargeðlækningar: Þarf ekki réttar- geðlækni að Sogni - starfsemin getur haíist 1. nóvember „Með þeim breytingartillögum sem arkitektinn hefur komið með ætti hiklaust að vera hægt að stunda rétt- argeðlækningar á Sogni á viðunandi hátt,“ sagði Bogi Melsted í samtali við DV. Bogi Melsted hefur verið yf- irlæknir á réttargeðdeild í Sviþjóð í 20 ár. - Er það frumskilyrði að yfirlækn- ir hafi menntun í réttargeðlækning- um? „Nei, erlendis er það þannig að rétt- argeðlæknar gera bara rannsóknir en sjá ekki um meðferðina. Almenn- ir geðlæknar sjá síðan um meðferö og meðhöndlun á sjúklingunum.“ - Lára Halla Maack hefur sagt að teikningarnar sýni fangelsi en ekki geðdeild. Ertu sammála því? „Nei, ég er það nú ekki. Ég hef skoðað húsið og þetta eru bara þokkalegustu herbergi þarna, ekki minnir það mig neitt á fangelsi." - Hún hefur einnig sagt aö stigarnir séu fyrirstaða og það þurfi 27 starfs- menn til að vakta þá. „Ég er nú ekki sammála henni um það, ég hef reynslu af svona stigum og það er til ákaflega einfóld lausn á Bogi Melsted sagði að erlendis væru yfirlæknar ekki réttargeðlækn- ar, þeir sæju aðeins um rannsóknar- þáttinn. DV-mynd JAK því, nefnilega að setja hurðir í báða enda stigans." - Hve marga og hvemig starfsmenn þarf að Sogni? „Á daginn ætti að vera nóg að hafa 7-8, þar af einn hjúkrunarfræðing. Á kvöldin 5 ogá næturnar 3. Sú mennt- un, sem við höfum, er greinilega ekki til á íslandi og ég hef boðist til að taka fólk, lækna og sjúkraliða, út til þjálfunar." Bogi sagði að þarna væri verið að leysa miðlungsgæslustigið en ekki það hæsta. Þeir þrír íslendingar, sem hann hefði til meðferðar erlendis, gætu allir vistast að Sogni en hann gæti ekki fullyrt um þá sem hann hefði ekki skoðaö. Á blaðamannafundi í gær kom fram að meðferðarheimilið að Sogni ætti aö geta tekið til starfa 1. nóvemb- er og kostnaðaráætlun hljóðar upp á 25-30 milljónir. Landlæknir sagði að hver sjúklingur mundi kosta ríkið um 10 milljónir á ári, en það er svip- að og greitt er með þeim sjúklingum sem fara utan. Á síðustu 23 árum hafa 17 verið dæmdir til öryggis- gæslu. -pj Árleg umferðarkönnun Umferðarráðs: Notkun bflbelta í aftur- sætum minni en í fyrra Færri fullorönir spenna bíibelti í aftursæti bifreiða í ár heldur en í fyrra, þrátt fyrir að þaö hafi verið lögbundið í október. Beltanotkun ökumanna er þó svipuð og í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umferðarráðs eftir árlega umferðar- könnun meö aðstoð lögreglunnar. Sú áhersla sem lögð hefur verið á að spenna bömin í aftursætinu eða setja þau í bílstól virðist hafa haft áhrif því í rúmlega 90% tilvika voru bömin spennt. Sjö börn voru laus í framsæti sem er lægsta talan til þessa. í könnuninni kom einnig fram að Karlar nota bílbeltin síður en konur og ungir ökumenn á aldrinum 17-25 ára nota bílbeltin minnst. Athygli vakti að aldursdreifing ökumannanna var nokkuð jöfn og að mikill meirihluti ökumanna voru karlar eða 69,5% þeirra sem stöðvað- ir voru. Undanfarið hefur Umferðarráð staðið fyrir umferðarátaki undir nafninu Komum heil heim og er í því sambandi lögð mikil áhersla á jafnan ökuhraða. Ökumenn eru einnig hvattir til að sýna sérstaka tillitsemi í umferðinni um verslunarmannahelgina, velja sér Bakkus ekki sem ferðafélaga og fara vel útbúnir af stað. Umferðarráð og lögregla um allt land starfrækja upplýsingamiðstöð á skrifstofu Umferðarráðs um helgina þar sem hægt verður að fá upplýs- ingar um umferö, ástand vega og fleira gagnlegt. Síminn þar er 91-27666. -ingo Lögreglan í Reykjavík kemur til Vesturlandi og Vestfjörðum. með að herða til muna eftirlit með Mótorhjól og bílar munu fylgjast hraöaksfi'i um helgina, ásamt því með umferð á Suöur- og Vestur- að fylgjast náið með ástandi bíla landsveginum og þyrlur verða not- og ökumanna. aöar til að fylgjast með helstu veg- Sérstakt eftirlit verður á leiðinni um á hálendinu. frá Reykjavík og upp í Hvalfjarðar- Menn eru heðnir að gæta sérs- botn en einnig verður lögreglan takrarvarúðaríumferðinnienslys með bíla úti á landsbyggðinni, á í sumar hafa verið verið óvenju Austurlandi og á Austfjörðum og á mörg. -ingo FÍB með vegaþjónustu um helgina Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, verður með sérstaka vegaþjón- ustu í gangi fyrir bifreiðaeigendur um verslunarmannahelgina. Þjónustan felst fyrst og fremst í því að aðstoða menn við að koma bílum sínum á verkstæði en einnig hefur félagið samið við nokkur verkstæði, bifreiðaumboð og varahlutasala um að útvega ökumönnum þá varahluti sem vantar. Skrifstofa FÍB, sem hefur milli- göngu um að útvega mönnum þessa aðstoð, er opin frá fóstudegi til mánu- dags á milli klukkan 10 og 18. Síminn er 91-629999. Ef hringt er utan þess tíma gefur símsvari upp númer bakvaktar sem tekur við aðstoðarbeiðnum. -ingo Útgerðarfélag Akureyringa hf: Góð aflabrögð og nægur kvóti eftir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Aflabrögð togara Útgerðarfélags Akureyringa hf. hafa verið góð að undanfömu. Sem dæmi má nefna löndun Harðbaks á 186 tonnum í síðustu viku eftir 11 daga veiðiferð og löndun Svalbaks á 172 tonnum eftir 7 daga ferð. Kaldbakur hefur verið í slipp hjá SUppstöðinni síðan í byijun júní en á skipinu er unnið aö miklum endurbótum á þilförum og á vinnslulínu. Áætlað er að þessum endurbótum ljúki um miöjan ág- úst. Til að vinna upp aflamissi vegna þessa hefur ÚA selt togaran- um Baldi frá Dalvík kvóta en Bald- ur hefur landað þeim afla hjá ÚA til vinnslu. Afli ísfisktogara ÚA fyrstu 6 mán- uði ársins var um 8100 tonn og frystitogararnir tveir lönduðu á þessum tíma um 3000 tonnum. ÚA fékk úthlutað fyrstu 8 mánuði árs- ins 15000 tonnum en með kvóta- kaupum hefur félagi.ð á þessum tíma yfir að ráða um 16800 tonnum. Er þvi sýnt að kvótaleysi mun ekki há togurum ÚA á þessum tíma. í sumar hefur ekki verið gripið til þess ráðs að senda allt starfsfólk félagsins í sumarleyfi á sama tíma en það hefur verið gert undanfarin ár og skipum félagsins þá verið lagt og vinnslusölunum í landi lokað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.