Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Page 13
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. 13 Fámennur hópur stóð þögull í kirkjugarðinum. Kaþólskur prest- ur var að jarða konu. Enginn grét enda voru engir ættingjar við- staddir. Ekki hafði verið unnt að tilkynna þeim um látið því enginn vissi hvað hún hét látna konan sem yrði nú lögð til hinstu hvíldar. í raun voru þeir sem til jarðarfarar- innar höfðu komið allir úr lögregl- unni í Bergen í Noregi. Þeim hafði ekki tekist að upplýsa hver hin látna var en nú, tveimur áratugum síðar, er taiið að loks kunni að tak- ast að varpa ljósi á hver hún var konan sem fékk nafnið „Ungfrú L“. Skelfileg sjón Þann 29. nóvember 1970 fór mað- ur einn með böm sín þrjú í göngu- ferð í ísdalnum við Bergen. Margir ferðamenn leita inn í dalinn en það eru ekki margir sem leggja leið sína alveg inn í dalbotninn. Og það á sér eðlilega skýringu. Margir óttast hann því sögur ganga um yfirnátt- úrleg fyrirbæri þar og að auki hafa margir stytt sér þar aldur. Snar- brattar brekkur eru beggja vegna dalbotnsins og í þeim hafa ýmsir hrapað til bana, af hreinni slysni. Saga ísdalsins er því allt annað en falleg. Faðirinn, sem þarna átti leið um með bömin sín þennan sunnudag, í nóvember kom skyndilega að lík- inu af konu og það var svo illa leik- ið að honum brá afar mikið og flýtti sér að snúa bömunum frá. Konan lá þar sem logað hafði eld- ur. Andlitið var svo illa brunnið að ekki var nein leið að sjá hvernig hún hafði htið út í framan í lifanda lífi. Þá vom föt hennar að hluta brunnin. Það eina sem heillegt var voru stígvéhn. Lögreglan gerði nákvæma leit í dalnum. Við eldinn fannst veski, silfurskeið, plastflaska sem bensín- lykt var af, tóm líkjörsflaska og talsvert af töflum sem reyndust vera svefntöflur. Dánarorsökin Það sem fannst nærri hkinu varpaði þó ekki neinu ljósi á hver konan var. Hafi verið einhver þau skhríki í veskinu sem greindu frá nafni hennar varð ekkert lengur af þeim lesið því það var svo mikið brunnið að í því var ekkert heillegt. „Er þetta enn eitt sjálfsvígið í ís- dalnum?“ var spurning sem lög- reglan varpaði fram. Rannsókn við Gadesstofnunina leiddi í ljós að dánarorsök konunnar var svefn- töfluofneysla, bruni og eiturlofts- köfnun. Hvernig á því stóð að kon- an hafði hafnað á eldinum var hins vegar ekki hægt að skýra. Tvennt kom þó augljóslega til greina. Ann- ars vegar að hún hefði sofnað á eldinum og hins vegar að hún hefði verið lögð á hann sofandi eða með- vitundarlaus. í fötunum fundust ummerki eftir bensín. En hver var hún þessi kona? Var hún ef til vill njósnari sem haföi verið tekinn af lífi? Rannsókninni stjómaði Oskar Horden, en hann er nú lögreglu- stjóri í Bergen. Hann reyndi að komast að því hver andhtslausa konan var. Réttarlæknar sögðu að hún heföi verið ung. Hún var þó ekki norsk. Hins vegar gat hún annaðhvort verið frá Asíu eöa Austur-Evrópu því hún haföi geng- ið til tannlæknis sem beitti aðferð- um sem eru notaðar þar en ekki á Vesturlöndum. „Ungfrú Leehouwer er ekkitil" Aldrei hefur verið skýrt frá því hvort norska leyniþjónustan fékk máhð til meðferðar en ýmsir telja þó að svo hafi verið því alllangur tími leið þar til lögreglan í Bergen fór að dreifa teiknuðum myndum af konunni th að kanna hvort ein- hver kannaðist við að hafa séð hana. Var myndin byggð á niður- stöðum réttarlækna en teiknari í Bergen, Audun Hedland, vann úr þeim. Meö mismunandi hárkollur. , ,Ungfrú L' Þannig var „Ungfrú L“ talin hafa verið klædd daginn sem hún hvarf. ísdalurinn. örin visar á staðinn þar sem líkið fannst. 20 M. 23 MO 23 M. 31 mB O 22 O 28 P 0 29 PS. O 29 S (etc) O 30 BN 5, N. 6 7 8 T. N9N 18 S N 18. B Dulmálið í vasabókinni. Ekki leið á löngu frá því að tekið var aö dreifa myndunum uns leigu- bhstjóri gaf sig fram. Kvaðst hann hafa ekið konunni frá gistihúsi í Bergen til jámbrautarstöðvarinn- ar þann 23. nóvember, eða tæpri viku áður en líkið fannst í ísdaln- um. Gistihúsið hét Hordaheimen og þar var skýrt frá þvi að konan hefði tekið á leigu herbergi þann 18. nóv- ember en að morgni þess 23. heföi hún skyndhega thkynnt brottför sína og beðið um leigubíl. Lögreglan í Bergen leitaði th Int- erpol í París meö nafniö sem konan haföi gefið upp í gistihúsinu, Eliza- beth Leehouwer, en vegabréf henn- ar haföi sýnt að hún væri frá Belg- íu. Fljótlega gat Interpol skýrt frá því aö kona með þessu nafni væri ekki til í þjóðskrá Belga og væri því ljóst að vegabréfið, sem hún heföi lagt fram, væri falsað. Viðtöl við starfsfólk járnbrautar- stöðvarinnar í Bergen leiddu í ljós að hún hefði engan farmiða keypt þar því enginn kannaðist við að hafa_ selt henni hann. Flest benti hins vegar th að konan í ísdalnum væri sú sem búið haföi í Horda- heimengistihúsinu. Öll spor afmáð Ein af spurningunum, sem svar haföi ekki fengist við, var hvað orð- ið heföi af farangri látnu konunn- ar. Var ákveðið að opna öll geymsluhólf á jámbrautarstöðinni í Bergen og þegar hólf númer 29 var opnað kom í ljós farangur. Vaknaði nú von um að eitthvað það fyndist sem leitt gæti nafn og upp- runa konunnar í ljós. En þegar tek- ið var að skoða föt hennar sást að allir merkimiðar höföu verið khpptir af. í töskunum fundust hins vegar norskir og erlendir pen- ingaseðlar, allmargar hárkollur, regnhlíf og skópoki. Rannsókn leiddi síðar í ljós að regnhlífina hafði keypt „erlend kona“ í verslun Bjarne Lunde og skópokinn var kominn frá verslun í Stavanger. Hann haföi líka „erlend kona“ keypt. Hún hafði talað ensku en slett þýskum orðum. Það sem mesta athygli vakti þó af því sem í ferðatöskunum fannst var líth, svört minnisbók. í henni var ekkert nema nokkrir bókstafir og tölur. Þeim var raðað í níu línur og þaö var ekki fyrr en dulmálssér- fræðingar höföu rýnt lengi í þær að þeim tókst að sýna fram á að um væri að ræða dagsetningar og staöanöfn. í raun var skráð á dul- máli ferðasaga konunnar. í mars 1970 haföi hún verið í Osló, síðan í Bergen, Stavanger, Krist- ianssand, Hirtshals, Frankfurt og loks í Basel í Sviss. Þangað haföi hún komið annan apríl. Þetta stað- festi Interpol en gat svo ekki sagt til um dvalarstaði konunnar fyrr en 23. október, en þá var hún kom- in th Parísar. Viku síöar var hún aftur komin til Noregs. Hún var einn dag í Stavanger, viku í Berg- en, nokkra daga í Þrándheimi en hélt síðan á ný til Bergen þar sem hún hvarf 23. nóvember. „Ungfrú L" Eftir því sem lengur.var reynt að upplýsa málið komu í ljós æ fleiri nöfn sem konan hafði gengið und- ir. Hvergi hafði hún búið undir réttu nafni. Mörg eftirnafnanna byrjuðu hins vegar á „L“ og því fór svo að lokum að rannsóknarlög- reglumennirnir gáfu henni nafnið „Ungfrú L“. Öllum sem hana höföu hitt bar saman um að hún heföi verið afar hlédræg. Hún var mest ein, forðað- ist að kynnast öðru fólki og kom sjaldan eða aldrei í matsali gisti- húsanna sem hún bjó í. Engar heimsóknir virtist hún hafa fengið og síma notaði hún ekki svo vitað væri. En mörgum bar saman um að hún heföi virst bíða eftir ein- hverjum. Öh þessi langa og mikla rann- sókn, sem fór ekki aðeins fram í Noregi heldur líka erlendis, reynd- ist árangurslaus. Var leigubílstjór- inn, sem ók henni á járnbrautar- stöðina í Bergen, sá síðasti sem sá hana á lífi? Fór hún þaðan ein síns liðs upp í ísdahnn, tók svefntöflur, drakk ofan í þær, hellti á sig bens- íni, kveikti eld og lagðist til svefns á hann? Eða var hún myrt af óþekktum aöila? Margir hafa dregið í efa að út- lendingur hefði leitað inn í ísdal- inn. Og var ekki líklegra að erlend kona, heföi hún verið orðin þreytt á lífinu, hefði stytt sér aldur á ann- an hátt? Opinber niðurstaða lögreglunnar varð þessi: „Ekki tókst að bera kennsl á konuna. Dánarorsökin virðist vera sjálfsvíg. Rannsókn málsins verður haldið áfram.“ Ný rannsókn Nú eru tveir áratugir síðan líkið af „Ungfrú L“ fannst í ísdalnum. Nýjar upplýsingar hafa komið fram. Lögreglustjórinn í Bergen, Oskar Hordnes, sem stjórnaði rannsókninni forðum, telur hins vegar ekki að þær séu þess eðlis að þær réttlæti nýja rannsókn. Saksóknarinn í Hörðalandi, Walter Wangberg, er aftur á annarri skoð- un. Nýju upplýsingarnar komu með- al annars frá hjúkrunarkonu sem er nú komin á eftirlaun, Klöru Tveit. Hún segist hafa séð konu, sem svari til lýsingarinnar á látnu konunni, með manni í Minde skömmu áður en líkið fannst í ís- dalnum. Segist Klara hafa séð þau oft saman, en fyrst vorið 1970. Hafi maðurinn ahtaf verið með mynda- vél í ól um hálsinn. Þá gengur um það orðrómur að veggirnar í íbúð- inni, sem hann bjó í, hafi verið þaktir nektarmyndum. Klara seg- ist muna vel eftir manninum og hafi hún síðast séð hann í miðborg Bergen í desember í fyrra. Leigubílstjórinn sem áður segir frá segir að óþekkta konan hafi ekki verið ein í bílnum hjá sér á leið th járnbrautarstöðvarinnar þann 23. nóvember 1970. Með í bíln- um hafi verið maður og hafi ekki verið sagt eitt einasta orð á leið- inni. Leigubhstjórinn segist hafa skýrt lögreglunni frá því árið 1970 að konan hafi ekki verið ein í bíln- um hjá sér. Það er þó fyst að verða opinbert núna. Lögreglan í Bergen býr sig nú undir að „blása rykið“ af þessu tveggja áratuga gamla sakamáli. Enn er mörgum spurningum ósvarað. Verða upplýsingar hjúkr- unarkonunnar og leigubílstjórans th að upplýsa hver „Ungfrú L“ var og hvemig hún dó? Var hún njósn- ari eða sat hún íyrir hjá manni sem tók nektarmyndir? Eða var hún eitthvað annað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.