Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Qupperneq 20
20 FÖ3TUÐAGUR- -2. ÁGÚST 1991. Myndbönd DV-listinn Þaö er varla ástæöa til þess aö fara mörgum eða fjálglegum orðum um breytingar á listanum. Tvær nýjar myndir skreiöast upp í þriöja og fjórða sæti. Þar eru Selir sjó- hersins á ferö eða Navy Seals, hressileg átakamynd meö átrúnaö- argoðinu Charlie Sheen í aðalrull- unni. Fast á hæla henni er Havana með Redford (gamla). Ójá. En hvaöa fólk er það eiginlega sem grúfir sig yfir myndböndum nú um hábjargræðistímann. Spyr sá sem ekki veit. Nú er bara að draga gamla tjaldið fram, stela svefnpok- anum hennar mömmu, pakka lopa- peysunni og lýsisflöskunni og demba sér í stuðiö á næstu útihá- tíð. 1 (1) My Blue Heaven 2 (2) Narrow Margin 3 (-) Navy Seals 4 (■) Havana 5 (4) Presumed Innocent 6 (-) Don’tTellHerlt’sMe 7 (3) Kill Me Again 8 (5) Quick Change 9 (8) Ghost 10 (-) BirdonaWire ★★ M1 ífótsporAmolds DEATH WARRANT Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Deran Sarafian Aóalhlutverk: Jean-Claude Van Damme, Robert Guillaume, Cynthia Gibb, Ge- orge lckerson og Patrick Kilpatrick Amerisk - 1990 Sýningartími 90 minútur Bönnuó innan 16 ára Síðan Arnold Schwarzenegger komst á toppinn hafa vöðvafjöll og slagsmálahundar viöa um heim farið að dæmi hans og reynt að VK l'fililll- A °0°P FIÖHT. ttVííliitL'1 m. ýstui - . matm m tm wm mw. : WKm "• '-:ai£355«Ell - OftMSöYífi . MftBSfciE :mmm hasla sér völl á hvíta tjaldinu. Einn þeirra er Jean-Claude Van Damme sem mér skilst að sé af hollensku bergi brotinn og hefur iðkað slags- mál sér til framfærslu um árabil. Hann mun og hafa leikið í evrópsk- um áflogamyndum við góðan orðstír en reynir nú fyrir sér vest- anhafs. Hér leikur hann lögreglumann sem sendur er í duiargervi inn í fangelsi til þess að upplýsa morð. í fangelsinu ræður karlmennskan ríkjum og betra að kunna eitthvað fyrir sér í ryskingum. Van Damme þarf oft að taka til hendinni og má margur sterahlunkurinn bíta í gras af hans völdum. Van Damme er ekki verri en Arn- old og hollenski hreimurinn er heldur viðkunnanlegri en austur- rísk stirðmælgi Arnolds. Van Damme verður helst smæðin að fótakefli en bætir það upp með sæmilegum leikhæfileikum. Á aöra leikara er tæplega vert að eyða orö- um en áflogasenur, sem eru bak- fiskur myndarinnar, eru vel svið- settar og eru vanmáttugum skrif- stofuflykkjum nokkur skemmtan. Það er hægt að láta sig dreyma um að berja mann og annan undir stíl- færðum spörkum og limlestingum. Góða skemmtun. -Pá Framtíðarhetja CYBORG Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Albert Pyun. Aðalhlutverk: Jean-Claude Van Damme, Deborah Richter og Vincent Klyn. Bandarisk, 1989 - sýnlngartími 86 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Jean-Claude Van Damme er að verða ókrýndur konungur B- mynda. Hann hefur leikiö í hverri myndinni á fætur annarri þar sem hann hefur lítið gert annað en aö státa af sæmilegum tilburðum í slagsmálum, enda verðlaunaður slagsmálahundur. í Cyborg fer hann út fyrir sitt sérsvið, enda er hér um að ræða kvikmynd sem gerist í framtíðinni. Eins og gefur að skilja er erfitt að halda slíkri mynd úti ef uppistaðan er eingöngu slagsmál og því er myndin hálf- gerður vanskapningur þar sem sæmileg tæknivinna ej kaffærð í fáranlegum söguþræði. Myndin gerist einhvern tímann á næstu öld og er siðmenningin út- dauð. Ofbeldi ríkir á jörðinni í kjölfar alvarlegs sjúkdóms sem fest hefur rætur. Uti í heimi eru verur vinveittar jarðarbúum að búast til að hjálpa og er ein þeirra í líki kvenmanns send til jarðarinnar með uppskrift að meðali sem á geta læknað þá sýktu. Á jörðinni eru flokkar ribbalda sem lifa og nærast á þeirri óstjóm sem ríkir og eru svokallaðir Hold- ræningjar meðal þeirra. Þeir ná VRN ORMME staw or ‘mðopawRr ano -kickboxen” rv JJÍ U 'f . sendiboðanum á vald sitt. Þá kem- ur til sögunnar hetjan okkar sem á skuld að gjalda foringja Holdræn- ingjanna og tekur málið í sínar hendur... Það er fátt sem gleður augað þeg- ar horft er á Cyborg, stirnaður svipurinn á Van Damme er leiðin- legur til lengdar og sú dramatíska frásögn sem byggð er í kringum tilveru hans er jafnspennandi og símaskráin. Það er helst aö tækni- menn fái einn í plús fyrir nokkrar brellur sem gera sig en bæta þó litluviðslakaheild. -HK ★★ Vz Frankenstein í fortíð og framtíð TCIU I ILIDAI Ikin iiv» v-v-v 1 nt/vlri nl n A m v»lrln FRANKENSTEIN UNBOUND Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Roger Corman. Aðalhlutverk: John Hurt, Raul Julia og Bridget Fonda. Bandarísk, 1991 -sýningartími 82 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Roger Corman er orðinn goðsögn í lifanda lífi. Þessi ókrýndi konung- ur hryllingsmynda á sjöunda ára- tugnum hefur á undanfórnum árum nær eingöngu framleitt kvik- myndir og þær í hundraðatali en látið aðra um að leikstýra og hafa margir þekktir leikstjórar og leik- arar stigið sín fyrstu skref undir leiösögn hans. Það var því með mikilli forvitni og eftirvæntingu sem Frankenstein Unbound var skoðuð og þótt ekki sé hún á við klassískar hrollvekjur Cormans, eins og The Masque of Red Death, The Raven, Tales of Terror og The Tomb of Ligeia, sýnir Corman gamla takta í einstökum atriðum. Helsti galli myndarinnar er að Corman ætlar sér of mikið. Að tengja fortíð og framtíö tilveru Frankensteins læknis gengur ekki ★★ fl Örlagarí kt rán TEN MILLION DOLLAR GETAWAY Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: James A. Contner. Aðalhlutverk: John Mahoney og Tony Lo Bianco. Bandarisk, 1991 - sýningartími 90 mín, Bönnuö börnum innan 16 ára. Eftir að hafa horft á The Ten Million Dollar Getaway er manni efst í huga aö handritiö er byggt.á sönnum atburðum, slík verða örlög flestra þjófanna að maður hélt aö slíkt gæti aðeins gerst í skáldsögu. Myndin segir frá frægu ráni árið 1978, svokölluðu Lufthansa-ráni þar sem flokkur þjófa hafði á brott með sér tíu milljónir dollara. Aldr- ei hefur lögreglan fundið þjófana og aldrei var réttað í þessu máli en samt fengu flestir ræningjarnir mun haröari refsingu heldur en þeir hefðu fengið ef þeir hefðu kom- ið fyrir dómstól. Ránið var skipulagt af snilld og hver sérfræðingurinn af öðrum fenginn til starfa en þegar mafiu- foringi komst í máhð áttu fáir ræn- ingjanna undankomu auðið. Frá því hvernig Mafían fór að eyða þjófagenginu segir frá í þessari ágætu spennumynd um ránsferð sem var feigðarför. The Ten Million Dollar Getaway er sjónvarpskvikmynd og líður nokkuð fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð. Er ég viss um aö það hefði verið hægt að gera mun betri mynd úr þessum forvitnilega efni- við, þá eru leikarar frekar slakir með fáeinum undantekningum. -HK Frcm the grand n-aster of horror... Classic terror is now state-oí-the-art shock. SÍE UrdBOUIVID f'joÁ upp og því lendir hann í vandræð- um með að enda myndina sem satt best að segja endar alls ekki. John Hurt leikur vísindamann í framtíðinni, Buckhanan, sem hef- ur mistekist að virkja atómeindir með þeim afleiðingum að lífi á jörðu er ógnað. Myndast hefur ský á himni þar sem hann starfar og dag einn lendir vísindamaðurinn í eldingu frá skýinu og hverfur í gegnum tímann til ársins 1812. Þar á kaffíhúsi hittir hann sjálfan dr. Frankenstein og takast kynni með þeim. Frankenstein á í vandræðum með ófreskju sína sem ekki lætur að stjórn. Þá verður Buckhanan ekki síður hissa þegar hann kemst að því aö nágrannar Frankensteins eru skáldin Lord Byron og Mary Shelley. Ekki er vert að fara meira út í söguþráðinn sem er í senn flókinn og afstæður. Auk John Hurt fara með stór hlutverk í myndinni Raul Julia sem leikur Frankenstein og Bridget Fonda sem leikur Mary Shelley. Þótt margt megi finna að Frankenstein Unbound hefur myndin einnig nokkuð skemmt- anagildi fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af blöndu af hryllingi og vísindaskáldskap og er ágætlega leikin. -HK ★★‘/2 MM Kappakstur í köldu stríði RED END Útgefandi: Kvikmynd Leikstjóri: Jeannot Szwarc Aðalhlutverk: Tom Skerrit, John Philbin, Gabrielie Lazure og Gene Davis Sýningartími 90 mínútur. Bönnuð innan 12 ára Sögusviðið er við landamæri Aust- ur- og Vestur-Þýskalands. Banda- ríkjamenn missa gervihnött og verða því að fylgjast með umsvifum sovéskra á landi. Eitthvert dular- fullt óhapp gerist og sprengjusér- fræðingur, sem fer á staðinn ásamt bílstjóra sínum, er umsvifalaust skotinn. Bílstjórinn kemst undan en er ekki sáttur við málalok og fer á stúfana til að rannsaka málið. Eins og sjá má er þetta að mörgu leyti heföbundinn kaldastríðsreyf- ari og því dálítil timaskekkja. Það sem bjargar myndinni fyrir hom er góður leikur aðalleikara þrátt fyrir slakt handrit. Myndin heldur því athygli manns ágæta vel. Akstursatriði eru afar vel útfærð og prýða mjög myndina. Glæfra- akstur af margvíslegu tagi er iðk- aður og ekiö á tveimur hjólum og ekið í kapp við skriðdreka og bryn- vagna. Þeir sem hafa gaman af bílabrellum ættu því að taka mynd- ina á leigu þó ekki væri nema til annars en að sjá Lödur í kapp- akstri viö BMW og herþyrlur í bland. Góða skemmtun. -Pá ★★ 3 1 Bryndrekar og blómarósir IRONCLADS Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Delbert Mann Aðalhlutverk: Virginia Madsen, Alex Hyde-White og Reed Edward Diamond. Amerisk, 1991 - sýningartimi 90 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára VfJíl.i.VM MADSÍ.N * <XL& HV!IK WI)I|t Áferðarfalleg en daufleg ástarsaga meö sögulegum undirtón. Þræla- stríöið geisar og stríðandi öfl kepp- ast um að verða fyrri til að sjósetja brynvarið skip. Njósnara að norð- an er plantað í skipasmíðastöð sunnanmanna með aðstoð ungrar Suðurríkjastúlku. Hún reynist síð- an vera ástfangin af foringjanum á bryndreka sunnanmanna og leikur tveimur skjöldum allan tímann, tvístígandi milli fóðurlandsástar og jarðbundinnar ástar. Bryndrekarnir Merrimack og Monitor leika stór hlutverk í myndinni en bardagasenur þeirra í milli eru frekar klunnalegar. Njósnasagan, sem á að halda öllu saman á floti í bland við ástina, sekkur hægt og rólega og þó mynd- in sé oftast í meðallagi hvað varðar leik og annað þá er eins og sagan renni út í sandinn og nauðsynlegan hápunkt vanti tilfinnanlega. Á heildina litið er myndin í góðu meðallagi en laus við allan metnað. -Pá í 4 W» l»*»W 13'tivis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.