Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Side 13
LAUGARDAGUR 10. 'ÁGÚST 1991
13
Stefán Dan á ísafirði:
Aðstoðar fólk við að grenna
sig og hætta að reykja
- með nálarstungum og rafmagnsnuddi
„Fólk kemur hingað frá öðrum
sveitarfélögum og jafnvel alla leið
að sunnan til þess að fara í þessa
meðferð og fá þannig aðstoð til þess
að grenna sig eða hætta að reykja,“
sagði Stefán Dan í samtali við DV,
en hann er eigandi heilsuræktar-
stöðvarinnar Studio Dan á ísafirði.
Stefán hefur rekið heilsuræktar-
stöðina síðastliðin fjögur ár, og í
dag er hún sannkallaður „heilsup-
ottur Vestfirðinga“.
Frá götunni séð lætur hún lítið
yfir sér, skilti sem á stendur
„Studio Dan“ og tvær tröppur upp
að dyrunum.
Þegar inn er komið kemst maður
að raun um að í þessu htla hús-
næði rúmast hreint ótrúlega mikið.
Þar er hægt að fá nudd, fara í
veggjatennis, eróbikk, heitan pott,
ljós og gufu.
Einnig er boðið upp á þjónustu
snyrtisérfræðings, mikið úrval af
heilsuvörum, og nú í seinni tíð,
meðferð í nálarstungu og raf-
magnsnuddi til þess að grennast
eða hætta að reykja.
6 kíló á
hálfum mánuði
„Ég er auövitað nuddari númer
eitt, tvö og þijú. Ég lærði það, en
svo hefur hitt bara þróast þannig
að smátt og smátt bætti ég hinu við
mig,“ sagði Stefán.
„Ég hugsa að ég sé búin að taka
á milli þijú og fjögur hundruð
manns í nálarstungu-megrunar-
prógrammið og árangurinn er
þetta frá sex og upp í fjórtán kíló á
hálfum mánuði," sagði Stefán.
„Fólk kemur hingað til mín á
þriggja til fjögurra daga fresti,
þannig að kúrinn kostar í kringum
2.500 krónur, og ég get ábyrgst að
það missa allir a.m.k. sex kíló á
hálfum mánuði," sagði Stefán.
Hann segir að megrunarpró-
grammið byggist á breyttu matar-
æði ásamt meðferð í nálarstungum
og rafmagnsnuddi.
„í rafmagnsnuddinu set ég blöðk-
urnar á þau svæði þar sem erfiðast
er að ná fitunni af. Einn tími af
rafmagnsnuddi er á við sjö til átta
leikfimitíma eða tækjaþjálfun."
„Nálarnar set ég svo á taugaenda,
í eyra eða annars staðar, til þess
að örva þau líffæri sem starfa ekki
nógu vel, t.d. líffærin sem sjá um
meltinguna. Þessi aðferð hefur gef-
ið mjög góðan árangur í megrun,“
sagði Stefán.
Varanlegra
en megrunarkúr
Aðspurður hvort þetta væri ekki
bara vökvatap frekar en varanlegt
. .
'
R’i'Á:
Stefán beitir hér sérstöku rafmagnstæki til þess að finna réttu taugaendana áður en hann stingi’. nálunum i.
Nálarnar eru hafðar i eyranu smástund, eða þar til þær hafa náð að
örva starfsemi viðkomandi líffæris. DV-mynd GVA
þyngdartap þverneitaði hann því.
„Þetta er ekki eins og megrunar-
kúr, þetta er miklu varanlegra.
Þetta er breytt mataræði og kol-
vetnasnauður matarkúr. Fólk
boröar hvorki grænmeti, ávexti,
brauð eða sykur heldur er kúrinn
byggður upp á kjöti og fiski. Líka
má borða egg, beikon, majones og
smjör, bara ekki kolvetni."
Stefán nefndi sem dæmi tvær
ungar konur sem byijuðu að koma
til hans á fóstudegi bg á þriðjudeg-
inum var önnur þeirra búin að
missa þrjú og hálft kOó en hin
fimm. Hann tekur þó fram að ár-
angurinn sé betri eftir því sem fólk
er yngra.
„Ef líkaminn fær ekki kolvetni
úr fæðunni breytir hann fitunni í
kolvetni. Þetta er nákvæmlega eins
og ef maður borðar of mikið þá
breytir líkaminn fæðunni í fitu sem
sest á þig. Þetta er bara á hinn veg-
inn,“ sagði Stefán.
90% hætta aó reykja
Stefán notar nálarstunguna líka
til að hjálpa fólki að hætta að
reykja og fullyrðir að 90% af þeim
sem koma til hans hætti. „En ég
get ekki ábyrgst að það endist, það
fer algjörlega eftir vilja viðkom-
andi,“ sagði Stefán.
Tækin fyrir náfarstunguna og
rafmagnsnuddið keypti hann í
Þýskalandi og hann fær reglulega
sendar nálar að utan. Þær eru ein-
nota svo fyllsta hreinlætis sé gætt.
„Ég er ekki að gera neina vit-
leysu, með sérstöku rafmagnstæki
finn ég nákvæmlega réttu tauga-
endana áður en ég sting nálunum
í þá. Þessi aðferð er hundrað pró-
sent örugg og hreinlætið er líka
hundrað prósent.“
Ekki viðurkennd
læknisaðferð
Aðspurður sagði Stefán að það
væri enginn með leyfi fyrir nálar-
stungum á íslandi, það væri ekki
viðurkennd læknisaðferð.
„En það hlýtur aUtaf að vera fólk-
ið sem velur. Þú getur farið til
læknis og látið minnka á þér mag-
ann og það er talið allt í lagi af því
að læknirinn gerir það. Skurðað-
gerð með öllu tilheyrandi sem ég
veit jafnvel til að fólk hafi farið illa
út úr. En ef verið er að tala um
eitthvað svona, sem er miklu eldra
en vestræn læknisfræði, þá er þetta
ekki viðurkennt," sagði Stefán.
Aðspurður hvenær hann hefði
fengið áhuga á þessu sagðist hann
upphaflega hafa ætlað að læra sál-
fræði en þar sem hann hafi verið
sjómaður með stóra fjölskyldu hafi
ekki komið til greina að fara í nám.
„Þetta var eins og einhver köllun.
Eiginlega frá því að ég byijaði fyllt-
ist allt hjá mér og það hefur ekkert
stoppað síðan. Ég tek upp í fimmtán
viðskiptavini á dag, þá annaðhvort
í nudd, nálarstungu eða rafmagns-
nudd. Ég hef aldrei þurft að aug-
lýsa mig, þetta spyrst svo vel út,“
sagði Stefán að lokum.
-ingo