Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Page 18
%
Veiðivon dv
Makalaus fengur í Eyrarvatni:
Bóndinn landaði laxi
sem eiginkonan missti
tveimur dögum áður
- einhver ótrúlegasta veiðisaga seinni tíma
Þaö átti ekki fyrir sex punda laxi
í Eyrarvatni í Svínadal aö liggja aö
sleppa frá hjónunum Brynju Jó-
hannsdóttur og Magnúsi Ebeneser-
syni frá Akranesi. Brynja setti í lax-
inn sl. föstudag en missti síðan.
Tveimur sólarhringum síðar
krækti eiginmaöur hennar í sama
fisk og landaði honum þrátt fyrir að
tugir annarra veiðimanna væru við
veiðar við vatnið.
Brynja beitti maðki við veiðina og
notaði bæði sökku og flotholt. Laxinn
sleit hins vegar línuna ofan við flot-
holtið og hvarf á braut með hvort
tveggja í sér eftir stutta rimmu.
Hjónin voru aftur við veiðar á laug-
ardeginum en urðu ekki vör frekar
en fjölmargir aðrir veiðimenn.
Það var svo á sunnudaginn að
hjónin fóru enn til veiða við vatnið.
Þar sem fyrri veiöistaður var þétt-
skipaður áhugasömum veiðimönn-
um rölti Magnús á annan veiðistað
og viti menn! Öngullinn hjá honum
kræktist í sökkuna, sem enn var fóst
í fiskinum ásamt flotholtinu, og á
land fór laxinn.
Sennilega gerast þær ekki öllu
ótrúlegri veiðisögurnar þetta sumar-
ið!
Sigurður Sverrisson, Akra-
nesi/G.Bender
Bent á laxa í Birgishyl i Leirvogsá sem lágu þar nokkrir en tóku illa.
1...............
Guðmundur Stefán Maríasson kastar flugu fyrir lax á Vatnasvæði Lýsu um
helgina sem ekki tók.
LALGAjlDAGUE 10. ÁGÚST 1991.
Þjóðar-
spaug DV
Áferðalagi
íslenskur ferðamaður í Madríd
hugðist panta sér steik og sveppi
á veitingahúsi einu þar í borg.
Hann talaöi ekki spænsku og
þjónninn skildi hvorki íslensku
né ensku svo okkar maður brá á
það ráð að teikna mynd af kú og,
sveppi þannig að hann fengi ör-
ugglega draumamáltíðma.
Skömmu eftir að þjómiinn hafði
móttekiö myndina kom hann aft-
ur skælbrosandi til mannsins
með regnhlif og aðgöngumiða að
nautaati.
Kallað á konu
Maður nokkur sem ferðast
hafði víða um heiminn hélt einu
sinni boð heima hjá sér. Vitan-
lega sagði hann gestum sínum
feröasögur og greindi þeim einnig
frá dýrum sem hann hafði séö á
flakki sínu erlendis.
„í Kongó," sagði hann, „ rakst
ég á órangútan sem um fengitím-
ann rekur upp ferlegt öskur þeg-
ar hann þarfnast kvendýrs.
Öskrið er eitthvað í likingu við
þetta.“
Því næst rak maðurinn upp fer-
legt öskur svo að viðstaddir
hrukku í kút. Þegar öskrunura
linnti kom kona mannsins hlaup-
andi úr eldhúsinu, stillti sér upp
fyrir framan hann og sagði:
„Varstu nokkuð að kalla á mig,
Sæmundur minn?“
Ágætlög, en...
Lítil stúlka í Reykjavík fór í
fyrsta sinn til kirkju fyrir stuttu.
Þegar hún kom heim spurði móð-
ir hennar hvernig hefði verið í
kirkjunni.
„Lögin voru ágæt,“ sagði sú
stutta, „en auglýsingarnar voru
allt of langar.“
Aðeinsböm
Vestmannaeyingur átti eitt
sinn erindi til Húsavíkur. Þegar
hann var búinn að koma sér fyrir
á hótelinu rölti hann niður í bæ
og spurði þar fyrsta mann sem
hann hitti:
„Hafa einhver mikilmenni
fæöst hér?“
„Nei, bara kornaböm," svaraði
Húsvíkingurinn og gekk í burtu.
Finnur þú fimm breytingai? 116
Er það hér sem er herbergi til leigu fyrir hljóðlátan og reglusaman Nafn:.............
mann...?
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaítu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
2. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
Bækurnar sem er í verðlaun
heita: Á elleftu stundu, Flugan
á veggnum, í helgreipum hat-
urs, Lygi þagnarinnar og
Leikreglur. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiðl-
un.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 116
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundruð-
ustu og fjórtándu getraun
reýndust vera:
1. Jóhanna Pálsdóttir
Hofteigi 22,105 Reykjavík.
2. Haukur Kristófersson
Spóarima 15, 800, Selfossi.
Vinningarnir verða sendir
heim