Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991. Fréttir Sandkom dv Brosað útað eyrum Nú styttist skilafresturinn í ljós- myndasamkeppni DV og Tann- læknafélags Islands undir nafninu „Breiðasta brosið", hann rennur út þann 6. september næstkomandi. Leitað er að einhverri fallegri sum- armynd af breiðu og fallegu brosi eða brosum. Myndin má vera af fólki jafnt sem dýrum og ýmist svart/hvít eða í lit. Eina skilyrðið er að myndin sé glaðleg og minni á mikilvægi fall- egs bross sem lífgar upp á tilveruna. Vegleg verðlaun eru í boði. Fyrstu verðlaun eru stórglæsileg Canon Eos 1000 myndavél frá Hans Petersen að verðmæti 35 þúsund krónur. Önnur og þriðju verðlaun eru 15 og 10 þús- und króna vöruúttekt í einhverri af sjö verslunum Hans Petérsen. Auðvitað má senda inn fleiri en eina mynd en vandið valið og merkið myndina með nafni, heimihsfangi og símanúmeri og sendið umslagið til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt „Breiðasta brosið". Hafið myndavélina ekki langt und- an því það er aldrei að vita hvenær verðlaunabrosið lætur á sér kræla eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. vöggustofunni Ánýafstöðnu SUS-þingiá ísafirðidró heldurbetiu-til tíðindaþegar leiðaðstjórn- arkjöriá sunnudegin- um. Lætínbóf- usiþcgarlt: ungirogríkir sjálfetæðísmenn stormuðu inn á fundinn rétt fyrir kosmngar bemt úr leigufiugi. Þar fóru fremstir Vöku- mennirnir Andri Þór Guðmundsson og Hermann Hermannsson, sá er skipaði efsta sæti Vökulistans í vor. Hermann hafði marglýst því yfir að hann væri óflokksbundinn en í ljós kom að nú var hann skráður sem fulltrúi Kópavogsfélagsins. Þess má geta að kjörbréf á að hafa kostað 3000 krónur á manninn ogílugið 7000. Dýr kosningaþátttaka það. Ó víst er hver greiddi fyrir umrædda flugferð en hvað gerír maður ekki fyrir málstað- inn? Gárungarnir segja að þeir hafi flogið með SAS. Visað af þingi LíðsmetmJón- asar Friðriks Jónssonarog BirgisÁr- mannssonar fóruaöóttast aðSveinn AndriSveins- sonogfélagar stæðufyrir smoiunogsam- komulagiö um yfirstandandi stjórn- arkosningarnar væri fyrir bí og ætl- unin væri að koma í veg fyrir kosn- ingu Viktors B. Kjartanssonar. í ljós kom að frá Hellu voru aðeins tveir fulltrúar af þeim níu sem þaðan mega koma en samt var búiö að gefa út kjörbréf á alla níu fulltrúana.Eftir mikið japl, jaml og fuður tók Ámi Sigfússon af skarið og fariö var yfir öUkjörbréfin. Þarkom ýmislegt misgott i þós og þurfti að visa 14 full- trúum, þar af sjö frá Hellu, af þinginu og endurtaka þurfti kosníngamar. Það er einsdæmi að það sé gert og tafðist ftmdurinn því fram á kvöld. Nú deila menn um hvort lagabreyt- ingar og ályktanir, sem samþykktar voru fyrráþinginu, standist. Einnig telja margir að það heiði átt að visa mun fleiri aðilum af þinginu sem væmþar á vafasömum forsendum. Sem dæmi má nefna að kona Árna Sigfússonar kom sem íúUtrúi Dala- sý slu Blómarósirfyrir sjaufudrengina Ungirgálf- stseðismcnn Itöfðutmdir- : búiöþingiðvel ogkeyptalla HOOtniðanaá dansleik i Sjall anumþarsém Sdinhíins.Ións tníns lék fyrir dansi.200mið- ar seldust á þinginu en afgangnum var dreíft til helstu blómarósa ísa- íjarðar. Voru flestir þingmenn mjög hriöúr að tiltækinu enda hugsuðu blómarósirnar sér gott til glóðarinn- ar. Þess má geta að 90% þeirra sem þingið sátu voru og eru karlkyns. Thatcherismi í Framsókn A þinginu hélt Mattlna.'- Bjarnason ræðuvfirlut- degisverðmum, Hannþóttifara á kostum og reyttiafsér brandarana. Hins vegar voru nokkrir eldri og reyndari fundarmenn sem voru alltaf einni eða tveimur setning- um á undan Matta, svo vel kunnu þeir ræðuna og brandarana. Unglið- um i stuttbuxnadehdinni brá heldur en ekki í brún þegar Matti fletti ofan afMargrétiThatcher. Hann sagði Möggu vera framsóknarmann og sá flokkur mætti eiga hana. Umsjón; Pálmi Jónasson Endurvinnslan hf.: Hagnaðurínn því meiri sem viðskiptin eru minni - ef umbúðum er ekki skilað fer það í rekstrarfé fyrirtækisins Endurvinnslan fær greiddar 6 krónur fyrir allar umbúðir, gler, plast og dósir, sem framleiddar eru eða fluttar til landsins. Innheimt skilagjald Endurvinnslunnar fyrstu 6 mánuði ársins er 170 milljónir og á ári er það því um 350 milljónir. Páll Grétar Steingrímsson hjá End- urvinnslunni segir að skil á umbúð- um sé um 77%. Samkvæmt því end- urgreiða þeir um 270 milljónir en halda eftir 80 milljónum árlega. Sú upphæð fer í rekstrarkosnað fyrir- tækisins og hagnað þess. Endur- vinnslan rekur eina móttökustöð í Reykjavík og aðra á Akureyri en auk þess þarf hún að flytja það sem til fellur annars staðar á landinu. Fjórð- ungur af hagnaði fyrirtækisins á að renna til Náttúruverndarráðs. Fyrsta starfsárið var ekki hagnaður, enda var verið aö koma rekstrinum af stað. - Þið hafið því hag á aö sem minnst skili sér. „Já, það má segja það en markmið fyrirtækisins er umhverfisvernd og að safna að sér umbúðum. Þaö mundi stríða gegn markmiðum fyrirtækis- ins ef það yrði farið að sporna við skilum. Ég held að menn reyni aö halda uppi svona hæfilegum skil- um,“ sagði Páll Grétar Steingríms- son. Þaö hefur verið gagnrýnt talsvert aö aðeins ein móttökustöð er á Reykjavíkursvæðinu. Hún er ekki á áberandi stað og opnunartíminn skammur. Því skapast oft miklar hiðraðir og hamagangur. Aðeins er opið á virkum dögum, frá tíu til flmm, nema á fóstudögum þegar aö- eins er opið til klukkan fjögur. í endurvinnslunni í Knarrarvogi HLUUSlh Því færri sem safna einnota umbúðum og leggja leið sína inn í Knarrarvog því meiri verður hagnaður fyrirtækis- ins. Endurvinnslan fær greitt fyrir allar umbúðir sem framleiddar eru og fluttar inn en greiðir til baka fyrir þær sem skila sér inn í Knarrarvog. Fjórðungur skilar sér aldrei eða um 80 milljónir. DV-mynd JAK eru allar plast- og álumbúðir press- aðar í bagga og fluttar út. Álið fer til Englands þar sem það er brætt upp til endurnotkunar. Plastið fer til Ir- lands þar sem það er hreinsað og tætt niður. Síðan er búin til gerfiull sem notuð er sem fóður í úlpur og svefnpoka. Glerið er mulið hér heima og notað sem uppfyllingarefni í vegi og annaö. Starfsemi Endurvinnslunnarinnar hófst í júlí 1989. í grófum dráttum eru eigendur þess eftirtaldir: Ríkissjóður á nærri 20%, ÁTVR á 20%, kaup- mannasamtökin eiga 20%, gos- drykkjaframleiöendumir, Vífilfell, Ölgerðin, Sól og Sanitas, eiga jafnan hlut, samtals 20% og Jámblendifé- lagið, ÍSAL og Sindrastál eiga sam- tals nærri 20%. Örlítinn hlut eiga Stálfélagið, Bandalag skáta, Gúmmí- vinnslan og Samtök sveitarfélag- anna. -PÍ Brautglas áhöffðinu áungrikonu 23 ára kvenmaðux- var harinn í höfuðið með glasi innandyra á Hótel Borg um klukkan þrjú aðf- aranótt sunnudagsins. Konan var á leið út meö systur sinni þegar atvikið varö. Eftir einhver orðaskipti við systurnar veittist karlmaöur að annarri þeirra og barði niður, að sögn hínnar sem ætlaði að koma systur sinni til hjálpar er hún lá niðri. í þeim svifum barði maður- inn hina systurina í höfuðið með glasi. Varö hún mjög blóöug á höföinu. Lögreglan var látin vita og stúlkan flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Að sögn konunnar sem slasað- ist vita menn deili á árásarmann- inum og var lögreglu gert við- vart. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var árásarmaður- inn ekki færöur í fangageymslur umrædda nótt en málið er í rann- sókn. -ÓTT Blönduóslögreglan: Tókutíuökuþóra áklukkutíma Lögreglan á Blönduósi tók tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur á aðeins einni klukkustund á föstudag. Á milli klukkan 17 og 18 var um einn tugur ökumanna tekinn. Langflestir þessara öku- manna óku á 120-130 kílómetra hraða á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 136 km hraða. Tíumenningamir voru teknir í Langadal. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.