Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991.
Útgáfufélag: F.RJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri ög útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91J27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Eystrasaltsríkin
Það er fagnaðarefni að íslendingar skuli verða fyrstir
til að taka upp formlegt stjórnmálasamband við Eystra-
saltsríkin þrjú. Yfirlýsing um stjórnmálasamband er
gífurlega mikilvæg fyrir ríkin þrjú og jafnframt heims-
sögulegur atburður þegar í ljós kemur að aðrar þjóðir
ætla að fylgja í kjölfarið.
Frumkvæði íslendinga hefur ekki farið framhjá nein-
um við Eystrasaltið. Það mátti sjá og heyra á útifundi
í Vilníus fyrir helgina þar sem tveir íslenskir alþingis-
menn voru viðstaddir yfirlýsingar um stjórnmálasam-
bandið. Það er sömuleiðis engin tilviljun að utanríkis-
ráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháen skulu allir
hafa lagt leið sína hingað til lands af þessu tilefni.
Ástandið í Sovétríkjunum er enn mjög óljóst. At-
burðarásin er hröð. Nú síðast hefur Gorbatsjov sagt af
sér sem aðalritari Kommúnistaflokksins og Jeltsín hefur
látið loka flokksskrifstofum. Það sama er að gerast í
Eystrasaltsríkjunum. Kommúnistaflokkurinn í Sovét-
ríkjunum er búinn að vera. Á föstudaginn gerðu fulltrú-
ar Kremlarstjórnar lítið úr sjálfstæðisyfirlýsingum
Eystrasaltsríkjanna. Gorbatsjov lýsti þá yfir hollustu
við flokkinn. Á laugardag segir Gorbatsjov hins vegar
af sér sem aðalritari og á sunnudag segir Hvíta-Rússland
sig úr ríkjasambandinu. Sama kvöld berast þær fréttir
að fleiri vestrænar þjóðir vilji taka upp formlegt stjórn-
málasamband við Eystrasaltsríkin og nú heyrist ekki
lengur hljóð úr horni Kommúnistaflokksins eða Kreml-
arstjórnar. Þetta er dramatísk atburðarás.
Það er allsendis óvíst hvað við tekur í Sovétríkjunum.
Þegar herinn, flokkurinn og valdið geta ekki lengur
haldið sambandsríkinu við munu einstök ríki ganga á
lagið og engan þarf að undra þótt Eystrasaltsríkin séu
þar í fararbroddi. Þau eiga öll sína sögu sem sjálfstæðar
þjóðir og það var aðeins fyrir tilverknað heimsstyijald-
ar og yfirgangs Stalíns og Hitlers sem þær glötuðu sjálf-
stæði sínu. Eystrasaltsþjóðirnar tilheyra ekki gamla
Rússlandi og eiga í rauninni fátt sameiginlegt með
Moskvu, menningu eða miðaldarlífsháttum þeirra þjóð-
arbrota sem byggja austurhluta Sovétríkjanna.
Það er auðvitað ekkert markmið í sjálfu sér fyrir ís-
lendinga að stuðla að sundurlimun Sovétríkjanna. Enda
fáum við engu um það ráðið. íslendingar eru fyrst og
fremst að lýsa yfir stuðningi gagnvart þeim þjóðum sem
okkur eru næstar austur þar og sjálfar vilja endur-
heimta sitt fyrra sjálfstæði. Við styðjum þá viðleitni í
verki. Það frumkvæði virðist falla í góðan jarðveg.
Eystrasaltsríkin eru ekki fjölmenn í samanburði við
ymis önnur ríki Sovétríkjanna eða Evrópu. Það erum
við íslendingar ekki heldur. En við þekkjum þá lífs-
reynslu að vera nýlenda annarra og við skiljum þá sjálf-
stæðisþörf sem rekur Eystrasaltsþjóðimar áfram. Við
vitum af eigin reynslu að smáar þjóðir eiga sinn tilveru-
rétt og hafa sínu hlutverki að gegna í samfélagi þjóð-
anna.
Af þeim sökum eigum við samleið með Eistlending-
um, Lettum og Litháum og hikum ekki við að taka upp
stjórnmálasamband við þá. Á alþjóðavettvangi höfum
við barist fyrir rétti þeirra og málstað og það þrátt fyr-
ir að ýmsar stórþjóðir, sem telja sig í forystu fyrir frelsi
og lýðræði, hafi skellt skolleyrum við hjálparbeiðnum
frá Eystrasaltinu. Nú hafa þær snúið blaðinu við en
forysta íslendinga og einarður málflutningur frá upp-
hafi verður ekki minni fyrir það. Söguleg sjálfstæðisyfir-
lýsing er undirrituð í dag.
Ellert B. Schram
Menn hafa rætt um aö láta gengi
krónunnar fylgja sjálfvirkt „gjald-
eyrisvog". Þaö mundi gjörbreyta
forsendum verðtryggingar. Inn-
lendar fjárhæðir munu þá fylgja
breytingum á gengi gjaldmiðla á
borð við þýskt mark, enskt pund,
danska krónu og Bandaríkjadal.
Hagur sparifjáreigenda verður vel
tryggður og enginn grundvöllur
fyrir verðtryggingu. Eyða má sjálf-
virkni sem nú flytur verðhækkanir
frá einni atvinnugrein til annarrar
og viðheldur verðbólgu.
Sjáifvirkni
I efnahagslífinu er sjálfvirkt kerfi
verðtryggingar og verðhækkana
sem flytur verðhækkanir frá einni
atvinnugrein til annarrar. Víxl-
áhrif koma frr n þegar verðhækk-
un á einni vörutegund leiðir sjálf-
„Oll lán, sem tekin eru i erlendum gjaldmiðlum, eru gengistryggð.“
Ný gengisskráning
afnemur
verðtryggingu
krafa til hækkunar á verði ann-
arrar. Hið margfalda verðtrygging-
arkerfi leiðir verðhækkanir sjálf-
virkt út í óskyldustu þætti efna-
hagslífsins. Sífellt eru mörg hundr-
uð hækkanir samtímis á leiö í gegn-
um veitukerfi verðtryggingarinn-
ar.
Þegar grannt er skoðað kemur í
ljós að verðlag á mörgum vöru-
flokkum og þjónustu breytist sjálf-
virkt samkvæmt settum reglum.
íslenska efnahagslífið er meö inn-
byggða sjálfvirkni sem margfaldar
upp minnstu verðhækkanir. Verð-
trygging er ekki eingöngu fólgin í
notkun helstu vísitalna. Hún felst
einnig í því aö verð margra vöru-
tgegunda er ákveðið sjálfvirkt með
viðmiðun við einhvers konar verð-
lagsgrundvöll. Sama gildir um að-
ila sem hafa samráð um verðlagn-
ingu á þjónustu sinni. Ákvarðanir
þeirra fylgja meira eða minna sjálf-
virkum reglum sem virka eins og
verðtrygging.
Uppskerubrestur á kaffi
hækkar verö á eggjum
Til þess aö skýra hvemig verð-
hækkanir leiðast um efnahagslífið
má taka dæmi af afleiöingum upp-
skerubrests á kaffi í Suður-Amer-
íku. Við það dregur úr framboði
og heimsmarkaðsverð hækkar.
Verð hækkar einnig hér á landi.
Kaffið er í verðlagsgrundvelli vísi-
tölu framfærslukostnaðar sem
hækkar af þeim sökum. Vísitala
framfærslukostnaðar er ein þriggja
vísitalna sem lánskjaravísitalan
samanstendur af. Verðhækkun á
kaffi veldur því einnig hækkun á
lánskjaravísitölunni.
Hækkun lánskjaravísitölunnar
hefur víðtæk áhrif. Hún veldur því
til dæmis að skuldir þeirra sem
tekið hafa verötryggö lán hækka
og greiðsubyrði þyngist. Hækkun
lánskjaravísitölunnar hefur áhrif á
verðlagningu landbúnaðarafurða
þvi í verðlagsgrundvelli þeirra eru
hðir sem lýsa fjármagnskostnaði.
Verðlagsgrundvöliur landbúnaö-
arvara, sem lúta framleiðslustjóm,
hækkar af þessum sökum. Þannig
veldur uppskerubresturinn hækk-
un á eggjaverði þó hænurnar
drekki ekki kaffi.
Hvað er verðtrygging?
Verðtrygging felst í því að verð á
vöru, þjónustu eöa skuldbinding-
um er hækkað eftir fyrirfrajn
ákveðnum reglum, oftast vísitölum
reiknuðum af viðurkenndum aðil-
um. Allmargar ólíkar vísitölur em
reiknaðar út hér á landi. í riti
Seölabankans, Hagtölum mánað-
arins, eru birtar sjö vísitölur. Fleiri
vísitölur eru reiknaðar út reglu-
lega. - Einnig eru notaðar aðferðir
við verðtryggingu sem taka mið af
mörgum vísitölum.
1960-1961, 1968-1969 Og 1975-1976.
Nýja vísitaian hefði valdið helm-
ingi minna misgengi en hin og er
að þvi leyti hagstæðari launafólki.
Gengistrygging
Mikiar skuldbindingar em
bundnar gengi erlendra gjald-
miðla. Það er í raun ein tegund
verðtryggingar. Gengistrygging er
þó að því leyti frábrugðin annarri
verðtryggingu að hún fylgir ekki
hreytingum á innlendum kostnaði.
Öh lán, sem tekin eru í erlendum
gjaldmiðlum, em gengistryggð. Á
það hefur veriö bent aö gengis-
trygging sé óheppileg fyrir ein-
stakhnga. Það hefur oft gerst að
gengi krónunnar væri breytt fyrir
varalaust. Þegar það gerist hækka
skuldir einstakhnga samstundis
„Hagur spariQáreigenda í þessum lönd-
um er vel tryggður án verðtryggingar
og sama ætti að gilda um íslenska
sparifjáreigendur. - Enginn grundvöll-
ur verður lengur fyrir verðtryggingu.“
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
Th dæmis er algengt að miða verð
á viðhaldsþjónustu hátæknibúnað-
ar við gengi erlendra gjaldmiöla og
launavísitölu. Önnur tegund verð-
tryggingar hefur lengi þekkst í
landbúnaði. Leiguverð sumarbú-
staðalanda hefur til dæmis miöast
við verðmæti sauðfjárafurða. Ein
tegund verðtryggingar er að miöa
verðhækkanir við svonefndan
„verðlagsgrundvöll" eða að aöilar
hafi formlegt eða óformlegt samráð
um verðhækkanir.
Lánskjaravísitölur
Undanfarin ár hefur mikið áunn-
ist við að draga úr sjálfvirkum
verðhækkunum. Verðtrygging á
fjárskuidbindingum heldur þó enn
velli og byggist á lánskjaravísi-
tölunni. Vísitalan var upphaflega
sett saman úr tveimur gmnnvísi-
tölum, framfærsluvísitölu og bygg-
ingarvísitölu en launavísitölu síð-
an bætt við. Menn hefur frá upp-
hafi greint á um samsetningu visi-
tölunnar.
Þær „lánskjaravísitölur" sem
stungiö hefur verið upp á þróast
reyndar flestar svipað yfir langt
tímabil. Frá 1960 hefðu til dæmis
gamla lánskjaravísitalan, nýja
lánskjaravísitalan og byggingar-
vísitala hækkað svo til jafnmikið.
Vísitölurnar em hins vegar ólíkar
sé htið á skemmri tímabil. Sérstak-
lega á það við um misgengi gömlu
lánskjaravísitölunnar og launa.
Alvarlegt misgengi varð á milli
lánskjara og launa 1983-1984. Mis-
gengis hefði einnig gætt 1950-1951,
um nokkur prósent allt eftir því
hversu mikið genginu er breytt. Á
síðustu fjórum ámm hefur meðal-
gengi erlendra gjaldmiðla th dæmis
tvisvar hækkað yfir 5% í einum
mánuöi. Slíkt gæti haft óheppileg
áhrif fyrir launþega og fyrirtæki.
Niðurfelling verð-
tryggingar með breyttri
gengisskráningu
Menn hafa rætt um að breyta
gengisskráningunni. Gengi krón-
unnar fylgi sjálfvirkt gengi gjaid-
miðla helstu viðskiptalanda okkar.
Verði gengi krónunnar látið fylgja
„gjaldeýrisvog" heldur hún betur
verðmæti sínu. Þetta nýja form
gengisskráningar mundi gjör-
breyta forsendum verðtryggingar.
Fjárhæðir í íslenskum krónum
munu þá fylgja breytingum á gengi
helstu gjaidmiðla.
Það má orða svo að ahar fjár-
skuldbindingar verði gengis-
tryggðar og íslensk fyrirtæki og
einstakhngar taki lán á sömu for-
sendum og erlendir. Krónan mun
fylgja náið gengi gjaldmiðla í lönd-
um á borð við Þýskaland, England
og Bandaríkin. Hagur sparifjáreig-
enda í þessum löndum er vel
tryggður án verðtryggingar og
sama ætti að ghda um íslenska
sparifjáreigendur. Enginn grund-
vöhur verður lengur fyrir verö-
tryggingu.
Stefán Ingólfsson