Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991.
Fréttir
Einn fyrrum viðskiptanianna verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf.:
Stef nir bankaeftirlit-
inu fyrir vanrækslu
- einstaklingar og fyrirtæki urðu fyrir um 500 milljóna króna tjóni
Bankaeftirlit Seðlabankans hefur verið kært fyrir vanrækslu.
Einstaklingur í Reykjavík hefur
stefnt bankaeftirliti Seðlabankans og
viðskiptaráðherra fyrir Bæjarþingi
Reykjavikur fyrir að vanrækja eftir-
lit meö verðbréfasjóði Ávöxtunar hf.
Sjóðurinnn fór í þrot í september
1988 ásamt Ávöxtun sf. og rekstrar-
sjóði Ávöxtunar. Ammundur Back-
man hæstaréttarlögmaður sækir
Fréttaljós
Óttar Sveinsson
málið fyrir hönd skjólstæðings síns.
Gjaldþrotin höfðu það í for með sér
að viðskiptavinir sjóðanna, mest ein-
staklingar, töpuðu hundruðum millj-
ónum króna. Hér er um prófmál eins
viðskiptamanna verðbréfasjóðs
Ávöxtunar að ræða.
Ríkissaksóknari sækir um þessar
mundir sakamál á hendur forsvars-
mönnum Ávöxtunar sf. í Sakadómi
Reykjavíkur. Þar er um annars kon-
ar dómsmál að ræða. Þar er forsvars-
mönnum sjóðanna géfið að sök að
hafa brotiö hegningarlög með ýms-
um hætti, bókhaldsbrot og fleira.
Ábyrgð bankaeftirlitsins
í prófmálinu fyrir Bæjarþingi
Reykjavíkur verður fjallað um allt
aðra hlið málsins en í sakamálinu.
Hún snýr ekki að forsvarsmönnum
ávöxtunarsjóðanna heldur opinber-
um eftirlitsaðilum - bankaeftirhti
Seölabankans. Aðaleigendur Ávöxt-
unar sf., þeir Ármann Reynisson og
Pétur Bjömsson, eru gjaldþrota og
því ljóst að þeir geta ekki bætt fyrr-
um viðskiptavinum sínum það tjón
sem þeir urðu fyrir. Þama var um
að ræða eitt viðamesta gjaldþrot ein-
staklinga í íslandssögunni. Kröfur í
þrotabúið vom um hálfur milljarður
en mjög lítill hluti þeirrar upphæðar
hefur fengist greiddur upp í þær.
Meö prófmálinu hefur þannig sú
spuming vaknað hver staða banka-
eftirhtsins sé varðandi bótakröfur -
þeirrar opinberu stofnunar sem átti
að hafa eftirlit með því að verðbréfa-
fyrirtæki, eins og verðbéfasjóður
Avöxtunar sf., stæði á nægilega
sterkum granni, og viðeigandi starfs-
hættir væra viðhafðir til að hægt
yrði að efna þau loforð sem sjóðurinn
gaf viðskiptamönnum sínum. Með
prófmálinu mun því væntanlega
verða úr því skorið hvort bankaeftir-
litið, sem opinber eftirlitsaðili, beri
bótakröfu fyrir hugsanlega van-
rækslu á eftirlitsskyldum sínum.
Einkennilegur samningur rík-
issaksóknaraembættisins
Árið 1985 kærði bankaeftirhtiö
Ávöxtun sf. Fyrirtækið var tahö
stunda ólöglega móttöku á innlánsfé.
Ákveðnum vöxtum var lofað fyrir-
fram. Meö því taldi bankaeftirhtið
að Ávöxtun sf. væri að brjóta á einka-
rétti banka og annarra innlánsstofn-
ana. Eftir meðferð Rannsóknarlög-
reglu ríkisins á málinu sá ríkissak-
sóknari ekki ástæðu til aö sækja
Ávöxtun sf. til saka. Margir sem til
þekktu töldu meðferð ríkissaksókn-
ara á máhnu einkennilega. Þeir vext-
ir sem Ávöxtun sf. lofaði viðskipta-
mönnum sínum vora miklu hærri
en hjá innlánsdeildum bankanna,
nánast okurvextir.
Embætti ríkissaksóknara gaf for-
svarsmönnum Avöxtunar sf. fyrir-
mæli og gerði eins konar samning
við þá um að málið yrði látiö niður
falla ef fyrirtækið breytti um vinnu-
brögð. Skilyrðið var að stofnaður
yrði sérstakur bakhjarlssjóður eins
og hjá öörum verðbréfafyrirtækjum.
Ljóst var að traustan bakhjarl á bak
við stóra ávöxtunarloforin vantaði.
Grundvallarmunur var á bakgranni
umsvifa Ávöxtunar sf. og öðram
ávöxtunarfyrirtækjum. Kaupþing
hafði til að mynda sparisjóðina á bak
við sig. Fjárfestingarfélagið hafði,
Verslunarbankann, Eimskip og Líf-
eyrissjóð verslunarmanna sem bak-
hjarl og Verðbréfamarkaður Iðnað-
arbankans hafði sjálfan Iðnaðar-
bankann á bak við sig.
Afgreiðsla ríkissaksóknara var um
margt einkennileg. Einhvers konar
samningur var gerður við ákveöna
aðila um atriði sem bankaeftirhtið,
önnur opinber stofnun, átti í raun
að hafa umsjón með.
„Samningurinn“ sem ekki
var fylgt eftir
Daginn eftir að afgreiösla ríkissak-
sóknara lá fyrir var Pétri Björnssyni
veitt leyfi til veðbréfamiðlunar hjá
viðskiptaráðuneytinu. Tveimur
áram síðar var allt komið í óefni.
Málsóknin í umræddu prófmáh
byggist einmitt á þessu tímabih, það
er árunum 1986 og 1987, þegar við-
skipti og loforð Ávöxtunar sf.
„blómstruðu" en án þess að viðeig-
andi bakhjarl og sjóður væri fyrir
hendi til að standa undir hinum háu
ávöxtunarloforðum fyrirtækisins.
Veröbréfasjóðurinn tók til starfa í
ársbyijun 1987 og hætti rekstri í sept-
ember 1988.
Einmitt á þessum tíma telur stefn-
andinn í prófmálinu að bankaeftirlit-
ið hafi ekki sinnt skyldum sínum og
haft verulega lítil afskipti af hinum
vafasömu umsvifum Ávöxtunar
þrátt fyrir „samninginn" sem ríkis-
saksóknari geröi. Almenningur og
reyndar fyrirtæki stóðu í góðri trú
um að Ávöxtun sf., og sjóðirnir, sem
auglýsti tveggja stafa ávöxtunarpró-
sentu umfram verðbólgu, gæti staðið
við sitt. Vísitalan var nákvæmlega
auglýst með fjórum aukastöfum
þrátt fyrir að ekkert haldbært lægi
til grundvallar þessari miklu ná-
kvæmni. Þessi nákvæmu loforð
gengu ekki eftir eins og kom á daginn
í september 1988 þegar eigendurnir
voru úrskuröaðir gjaldþrota.
Tvö aðskilin dómsmál
Af þessum sökum er bankaeftirht-
inu stefnt fyrir Bæjarþingi Reykja-
víkur - fyrir að sinna ekki eftirlits-
hlutverki sínu. Þar er um einkamál
að ræða vegna fjárhagslegra hags-
muna. Viðskiptavinir Avöxtunar sf.
voru í rauh varnarlausir í þessu
máli. Þeir gátu ekki reitt sig á neitt
annað en traust sitt á verðbréfafyrir-
tækinu - auk þess að treysta því að
bankaeftirlit Seðlabankans hefði átt
að hafa umsjón með umsvifum og
vinnubrögðum þess, sérstaklega út
af fyrri kærum og samningi ríkissak-
sóknarans. Hin hlið málsins er í
Sakadómi Reykjavíkur. Þar eru
Ávöxtunarmenn sóttir til saka í
refsimáli. Þar er fangelsisrefsinga
krafist af ríkissaksóknaraembætt-
inu, meðal annars vegna hegningar-
lagabrotanna. Þar er um að ræða
hreint og klárt sakamál.
Jón Baldvin ávarpar aUsherjarþing S.Þ. á mánudaginn:
Þjóðir heims axli
ábyrgð í Júgóslavíu
- menn standa andspænis þvi aö viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt þjóða
Hvammstangi:
Bráðvantar
konurí
skelina
ÞórtiaJhir Asmundsaon, DV, NLvestra;
Skelveiöar eru hafnar á
Hvammstanga. Bjarmi fór í sinn
fýrsta róöur á þriöjudag. Næg
vinna er einnig í rækjunni hjá
Meleyri og bráðvantar nú kven-
fólk í vinnu hjá fyrirtækinu.
Tveir bátar stunda skelveiðar
frá Hvammstanga í vetur. Auk
Bjarma Siggi Sveins sem fer á
veiðar innan skarams. Að sögn
Guðmundar Sigurössonar, eins
aöaleigenda Meleyrar, mun skel-
in veita allt aö tíu manns vinnu.
Rækjuvinnslunni berst mikið
hráefhi frá 8 bátum. Unniö er frá
kl. 4 á morgnana til 17 á daginn
og veitir ekki af. Rekstrarskilyrði
rækjuvinnslunnar hafa heldur
lagast að undanfórnu aö sögn
Guömundar.
„I ræðunni mun ég fjalla um lýð-
ræöisbyltinguna í Rússlandi og Aust-
ur-Evrópu og þá nýju heimsmynd
sem blasir við. Eg mun leggja áherslu
á nýtt hlutverk Sameinuðu þjóðanna
og nauðsyn þess aö staðið verði við
þaö upphaflega markmiö aö fyrir-
byggja stríð og halda frið. í tengslum
við þetta vík ég að árangurslausum
friðartilraunum EB í Júgóslavíu. Ég
mun benda á að nú standi menn and-
spænis þeirri grundvallarreglu að
viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt
þjóða og hafna án skilyröa að þjóðum
sé haldiö í spennitreyju sem þær
ekki una. Sú stund kann að vera
runnin upp að þjóðir heims eigi ekki
annarra kosta völ en að viðurkenna
sjálfstæði Slóveníu og Króatíu,“ segir
Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin hélt utan í gær til að
ávarpa allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna. Ræðuna flytur hann á
mánudaginn.
Jón Baldvin segist ekki ætla að
leggja fram ákveðana tillögu um
lausn mála í Júgóslavíu. Hins vegar
segist hann ætla að hvetja allsheijar-
þingið til aö efla Sameinuðu þjóðirn-
ar þannig að þær hafi styrk og bol-
magn til aðgerða í Júgóslavíu á sam-
bærilegan hátt og í Persaflóastríöinu.
Varðandi beinan tillöguflutning
kveðst hann ætlast til aö Genscher,
utanríkisráðherra Þýskalands, hafi
forgöngu um það.
Jón segist í ræðu sinn ætla að ræða
ítarlega um hafréttarsáttmálann og
nauðsyn þess að hann fái lagagildi
sem alþjóðasáttmáli um vemdun á
lífríki hafsins. Til þess þurfi fleiri
þjóðir að staðfesta hann og það muni
hann hvetja þjóðir heims til að gera
á þinginu. í tengslum viö þetta ætlar
hann að víkja að undirbúningi al-
þjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Ríó
á næsta ári og tillöguflutningi ís-
lands þar.
„í ræðunni mun ég einnig ræða
alþjóðaheimsviðskipti og þá sérstak-
lega böl forpokaðrar verndarstefnu
og nauðsyn fríverslunar. í því sam-
bandi mun ég deila hart á EB fyrir
framsóknarmennsku." -kaa
Viðtalið dv
Nafn: Kristján Guðmundsson
Slarf: Skóiastjóri Skákskólans
Aldur: 38 ára
„Þetta leggst bara mjög vel í
mig, við erum í því nuna að setja
af stað fyrstu námskeiðin sem
byrja í þessari viku,“ sagöi Krisfj-
án Guömundsson en hann er
skólastjóri Skákskóla íslands
sem settur var í síðustu viku.
„Við munum leggja áherslu á
að koma skipulagi á skákkennslu
í landinu og reyna að standa und-
ir nafni, að vera Skákskóli ís-
lands og sinna landsbyggðinni
vel.
Það gæti þó reynst erfitt fyrir
litinn skóla með lítinn fjárstuðn-
ing,“ sagöi Kristján.
Kristján sagði að ennfremur
væru þeir með bréíaskóla í gangi
og að þeir hefðu í framtíöinni hug
á að tengja skólann við tölvunet
sem tengir yfir 50 skóla á landinu
viö skákþjónustu.
„Svo þurfum við að koma af
stað miklum gagnabanka um
skák í tölvutæku formi en tölvan
getur gert skákrannsókn aö há-
vísindalegu starfi."
Egvarðfyrir
áhrifumfrá
Sókratesi
Háifgerð þekkingarmella
Kristján lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíö
árið 1974 og hóf strax sálfræði og
heímspekinám við HÍ. Þaðan út-
skrifaðist hann með BA-próf áriö
1978 og skellti sér þá til Kanada
þar sem hann tók doktorspróf í
vísindaheimspeki frá University
of Western Ontario árið 1983.
„Þá fór ég að kenna í Kvenna-
skólanum og hef kennt þar til
dagsins í dag. Það má segja aö ég
sé hálfgerð þekkingarmella því
ég hef eiginlega alla tíð verið að
fást við eitthvað sem ég hef ekk-
ert vit haft á og ekki vitaö í hvorn
fótinn ég ætti að stíga.
Ætli ég haíi ekki orðið fyrir það
miklum áhrifum frá Sókratesi aö
ég vilji endalaust vera að læra.
Mér líöur td. ekki vel nema ég
sitji fyrir framan tölvuna og þaö
sé kveikt á henni.
Ég heflengi safhað gögnum um
skák, svo hef ég gefiö út bók um
auglýsingasálfræði og þijár bæk-
ur um námstækni í grunnskólum
ásamt öðrum höfundum, og jafn-
framt sinnt kennslunni.
Árið 1985 varð ég námsráðgjafi
viö Kvennó og starfa nú við það
í hálfu starfi. Líklega veröur
starfiö við Skákskólann lika hálft
starf.“
Kristjánerfædduroguppalinn
í Reykjavik, sonur Guðmundar
Jónatans Kristjánssonar málara
og Jónu Laufeyjar Hallgrímsdótt-
ur húsmóður. Hann á tvær systur
og eina hálfsystur.
Kona Kristjáns er Margrét Jó-
hannsdóttir hárgreiöslumeistari
og eiga þau þijúbörn.
heimspeki og skák. Svo er ég
mikill fótboltamaöur, en ég til-
heyri 30 manna hópi fótbolta-
manna, „Lunch United," sem all-
ir heföu einhvern tímann átt að
slá í gegn og era enn að reyna,“
sagöiKristján. -jngo