Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 24
34
Hátíðahöld í Akraborg:
Hundrað ár frá
fyrstu flóaferðinni
Sigurður Svenisson, DV, Akranesi:
Eitt hundraö ár eru um þessar
mundir liðin frá því fyrstu skipulegu
siglingar á milli Akraness og Reykja-
víkur hófust. Hf. Skallagrímur, út-
gerðaraðih Akraborgarinnar, minn-
ist þessara tímamóta um helgina. Svo
vih til að aðstaöa Akraborgar í
Reykjavíkurhöfn verður á sunnudag
flutt frá Grófarbryggju, þar sem hún
hefur verið um áratugaskeiö, að
Faxagarði. Þar er aðkoma öh mun
auðveldari en við Grófarbryggju,
þannig að aukið hagræði ætti að af
skapast fyrir þá sem ferðast með
skipinu.
Það var árið 1891 að Sigfús Ey-
mundsson ljósmyndari keypti 20
tonna skip til siglinga um Faxaflóa í
samvinnu við fleiri aðila. Svo virðist
sem mikU vakning um úrbætur í
samgöngumálum haii átt sér stað
með þjóðinni á þessum tíma. Þetta
sama ár voru vígðar brýr yfir Ölfusá
og Barnafossa í Borgarfirði svo dæmi
séu tekin.
Þrjár vikur á leiðinni
Skip Sigfúsar, Faxi, var keypt frá
Skotlandi. Sighng þess til íslands tók
3 vikur og var til þess tekið hversu
vel það hefði reynst. Skipsins var
beðiö með mikiUi óþreyju en fólk var
ekkert yfir sig hrifið þegar það birt-
ist í Reykjavíkurhöfn. I bókinni „Á
ströndinni í hálfa öld“ þar sem ævi-
minningar Þórðar Guðmundssonar
skipstjóra eru raktar segir m.a. að
farkosturinn hafi þótt fremur óglæsi-
legur á að líta; „svartur og sótugur,
lítiU og ljótur".
Eigendum skipsins varð það ljóst
að úr þyrfti að bæta. Þeir máluðu
skipið, settu á það skjólborð og buðu
að svo búnu alþingismönnum í
skemmtisiglingu upp á Akranes.
Ferðin tókst vel og varð þess vald-
andi að Alþingi ákvað að veita 3000
króna styrk tU flóaferðanna.
Lífdagar Faxa á íslandi urðu aftur
á móti skemmri en efni stóðu tíl.
Skipulegar siglingar frá Reykjavík,
m.a. tU Akraness og á Brákarpoll,
hófust að vorlagi 1891. Örlög skipsins
réðust í aftakaveðri í nóvember sama
ár þar sem skipið sökk í Reykjavík-
urhöfn. Við tilraunir tU þess að lyfta
því úr sjó brotnaði það.
Neistinn kveiktur
Þótt Faxi væri aUur hafði neistinn
að því sem síðar urðu skipulegar sigl-
ingar á miUi Reykjavíkur og Akra-
ness þegar verið kveiktur. Vorið 1893
keypti Valdimar Fischer, kaupmaður
í Reykjavík, 50 rúmlesta gufuskip frá
Danmörku. Skipið hét upphaflega
Einigkeit en nafni þess var breytt í
EUn í höfuðið á nýju landshöfðingja-
frúnni.
Rekstur þess gekk vel og fyrsta
árið sem skipið var í ferðum tóku
2716 manns sér far með því. Siglt var
jafnt tU Suðumesja og til Akraness,
Borgamess og vestur á Mýrar. Skipið
hélt uppi áætlunarferðum allt fram
á haustið 1895 er örlög þess réðust í
vondu veðri þann'20. september. Það
shtnaði þá upp frá festum og sökk
síðan djúpt í leir í Straumfjarðar-
vogi, þaðan sem það átti ekki aftur-
kvæmt.
Engar skipulagðar ferðir vom um
flóann árið 1896 en vorið eftir kom
þriðja skipið til sögunnar. Það var
norskt og hlaut nafnið Reykjavík. Sú
nýjung gerðist þetta sumar að Dala-
menn höfðu sérstakan sendimann í
feröum vikulega tU Borgarness sem
flutti póst. Reykjavík hélt uppi ferð-
um til 1907 er það slitnaði upp frá
festum í Reykjavíkurhöfn þegar
kolaskip rak á það. Reykjavíkina rak
upp í kletta og lauk ævi sinni þar.
Annað skip með sama nafni var feng-
ið í þess stað.
„Tuddinn"
Þetta sama sumar, 1907, var annað
skip einnig í Faxaflóaferðum, Hjálm-
ar. Þetta skip var hægfara og hlaut
viðumefnið „tuddinn“ sbr. Hjálmar
tudda. Skipið þótti hins vegar mjög
stöðugt og var vinsælt á meöal þeirra
sem alla jafna voru veikir á sjó. Sigl-
ing í Borgames tók oft 8-9 tíma.
Arið 1908 var tekinn á leigu gufu-
báturinn Geraldina. Skipstjóri þess
og einn eigenda var Akumesingur-
inn Jón Arnason frá Heimaskaga,
alkunnur sægarpur. Þetta skip ann-
aðist flóaferðir fram í maí er Breið-
firðingar misstu sinn flóabát. Var
Geraldína þá leigð þangað. Skipið
hvarf í hafið í aftakveðri um haustið.
Þar fómst þrír menn.
Tímamót
Tímamót í flóasiglingum urðu vor-
ið 1908 er Ingólfur kom til sögunnar.
Þetta var fyrsta skipið sem íslending-
ar létu smiða og ekki var ætlað til
fiskveiða. Ingólfur var smíðaður í
Björgvin í Noregi og kostaði-66 þús-
und krónur. Eigandi skipsins var
Gufuskipafélag Faxaflóa. Ingólfur
var fyrsta vélknúna farþega- og
flutningaskipið sem hafði bæði ís-
lenskan skipstjóra og áhöfn. Með
Ingólfí jukust mjög allir flutningar á
milli Borgarness og Reykjavíkur.
Vélarbilun varð í skipinu veturinn
1918 og í framhaldi af því var það
selt til Noregs og Gufuskipafélagi
Faxaflóa formlega slitið.
í kjölfarið var sighngum um Faxa-
flóa haldið uppi með ýmsum bátum
sem sumir vom lítt eða illa til þess
fallnir að annast umtalsverða fólks-
flutninga.
Árið 1919 keypti Eimskipafélag
Suðurlands 217 lesta danskt gufuskip
sem hlaut nafnið Suðurland. Því var
ætlað að sigla víða en endirinn varð
sá að skipið var nær einvörðungu í
siglingum á milli Reykjavíkur og
Borgarness. Skipið reyndist farsælt
að mörgu leyti þótt það þætti ekki
henta vel til mikilla fólksflutninga.
Stofnun Hf.
Skallagríms
Eimskipafélag Suðurlands var svo
lagt niður 1931 og Suðurlandið selt
Borgarneshreppi á 63 þúsund krónur
árið eftir í tengslum við stofnun nýs
hlutafélags, Hf. Skallagríms. Skipið
hélt nafni sínu og hóf þegar áætlun-
arferðir. Rekstur þess gekk ágætlega
en þar sem það var komið til ára
sinna, smíðað 1891, var farið að huga
að kaupum á nýju skipi. Suðurland
var þó í ferðum á vegum Hf. Skalla-
gríms allt fram til ársins 1935 er það
var selt.
Haustið 1934 var samþykkt að
semja við skipasmíðastöð í Álaborg
í Danmörku um smíði nýs skips.
Verð þess var 290 þúsund krónur
danskar. Hlutafé Hf. Skallagríms var
stóraukið og m.a. gerðist ríkið hlut-
hafi auk þess að leggja fram ábyrgð-
ir. Það var þó bundið þeim skilyrðum
að hlutafé úr heimabyggð næmi 100
þúsundum króna. Það gekk eftir.
Laxfoss til landsins
Nýja skipið hlaut nafnið Laxfoss
og kom til Reykjavíkur aðfaranótt
11. júlí 1935. Fjöldi ipanns beið komu
skipsins. Laxfoss var 278 rúmlesta
skip. Þar var boðið upp á 1. og 2. far-
rými og m.a. einkaklefa. Á þilfari var
rúm fyrir flmm bifreiðar. Skipið gat
tekið alls 180 farþega í hverri ferð.
Ganghraði þess var 12 sjómílur.
Laxfoss hóf þegar áætlunarferðir á
milli Reykjavíkur og Borgarness
með viðkomu á Akranesi. Ekki voru
þó allir sáttir víð að farþegarými
væri skipt í 1. og 2. farrými. Var því
ákveðið að leggja þessa skiptingu af.
Við komu skipsins var gefln út föst
ferðaáætlun. Siglt var alla daga vik-
unnar nema mánudaga. Samhliða
Laxfossi hélt Fagranesið, 80 lesta
skip í eigu nokkurra Akurnesinga,
úti föstum feröum á milli Akraness
og Reykjavikur.
Fyrir dómstóla
Alvarlegar vélarbilanir tóku að
gera vart við sig í Laxfossi strax á
fyrsta ári. Stóð í stappi við skipa-
smíðastöðina vegna þessa um langa
hríð án þess að samningar tækjust
um úrbætur. Að endingu fór málið
fyrir dómstóla í Kaupmannahöfn ár-
ið 1939. Þar var kröfum Hf. Skalla-
gríms hafnað.
Þrátt fyrir vélarbilanir gekk rekst-
ur Laxfoss allvel. Flutningar á fólki
og varningi jukust ár frá ári. M.a.
var siglt vikulega til Vestmannaeyja
í fyrsta sinn árið 1940. Frátafir vegna
þeirra ferða sköpuðu hins vegar
óánægju í Borgarnesi. Fagranesið
var selt frá Akranesi 1942 og í fram-
haldi af því var Akumesingum boðin
hlutdeild í Hf. Skallagrími. Ekkert
varð þó úr því þá.
Örlagarík ferð
Laxfoss fór örlagaríka ferð þann
10. janúar 1944. Lagt var upp frá
Borgarnesi með viðkomu á Ákra-
nesi. Er skammt var til hafnar í
Reykjavík tók skipió niðri við Ör-
firisey. Öllum farþegum var að end-
ingu bjargað en erfitt var um vik,
m.a. vegna veðurs og myrkurs.
í kjölfar þessa óhapps spunnust
miklar umræður um framtið rekst-
urs skipsins og sýndist sitt hverjum.
Eftir nokkrar tilraunir tókst loks að
ná Laxfossi af strandstað og var
ákveðið að láta gera við skipið. Það
var aðeins tryggt fyrir 240 þúsund
krónur en viðgerð kostaði hálfa aðra
milljón króna. Jafnframt var skipið
lengt. Hlutafé var stóraukið, m.a. til
þess að standa undir viðgerðarkostn-
aði.
Eftir strand Laxfoss og á meðan á
viðgerð stóð var notast við ýmis skip
við flóasiglingar en um miðjan júlí
1945 var Laxfoss klár í slaginn að
nýju. Reksturinn gekk áfallalaust
næstu árin allt þar til 1952, að skipið
strandaði öðru sinni, nú við Kjalar-
nes. Mannbjörg varð. Versta veður
var þegar óhappið átti sér stað og svo
voru vegir snjóþungir að fá varð
snjóbíl til þess að flytja farþega til
Reykjavíkur. Við tilraunir til þess að
bjarga skipinu brotnaði það í tvennt.
Stjórn Hf. Skallagríms hóf þegar