Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 50
66 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991. Sviðsljós Söngferill Önnu Vilhjálms í þrjátíu ár: Frábær skemmtun í K-17, Keflavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjurri; Þaö var mikil stemning í veit- ingahúsinu K-17 í Keílavík þegar Anna Vilhjálms hélt upp á 30 ára söngferil sinn. Hún haföi nýlokið við aö syngja inn á sína fyrstu hljómplötu og í tilefni af því var sett saman söngdagskrá sem var frumflutt 6. september síöastliðinn. Dagskráin byrjaöi á rokkinu hjá Connie Francis, Brendu Lee og síö- an var farið yfir í tímabilið þegar Anna söng með Svavari Gest og Magnúsi Ingimars. Eftir þaö söng hún nokkur kántrílög og lög sem Janis Joplin gerði fræg. Þegar hún fór a syngja lög eins og „Crazy“ og „Stand by your man“ fóru gestirnir aö taka viö sér. Aö síðustu söng Anna lög af nýju plötunni „Frá mér til þín“, sem örugglega á eftir aö slá í gegn. Á plötunni eru meðal annars lög frá rokktímabilinu og kántrílög. Anna lauk dagskránni meö uppáhaldslagi sínu „My Way“ viö gífurlegan fognuð gesta. Anna var ekki eini skemmtikraft- urinn á þessu skemmtilega kvöldi. Hún söng með Einari Júlíussyni og Berta Möller nokkur lög en síö- an söngu þeir sín lög, einnig sungu þeir Bjarni Arason og Stefán í Lúdó. Dansararnir Jóhannes Bach- mann, Guðbjörg Jakobsdóttir, Ragnar Sverrisson og.Ólöf Björns- dóttir sýndu og skemmtu fólki með dansi. Hljómsveitin Lúdó spilaði undir og kynnir kvöldsins var Bjarni Dagur Jónsson og stóð hann sig mjög vel og á hrós skilið. Á þessu fyrsta skemmtikvöldi, sem haldið er í tilefni af 30 ára söng- ferli Önnu Vilhjálms, mættu yfir tvö hundruð manns sem skemmtu sér sér mjög vel og í lok sýningar- innar risu þeir úr sætum til að hylla hana og aðra er þátt tóku í sýningunni. Stefnt er að því að halda fjórar slíkar sýningar á skemmtistaönum K-17 í Keflavík og mun sú síðasta verða 28. sept- ember næstkomandi. Það var þétt setið og frábær stemmning þegar Anna Vilhjáims byrjaði á kántrisyrpunni með iögum eins og „Crazy“ og fleiri góðum lögum Gestir kvöldsins risu úr sætum og hylltu Önnu Vilhjálms og aðra skemmtikrafta kvöldsins ásamt þeim sem gerðu þessa sýningu að veru- leika og vilja öruggleg fá fleiri slikar sýningar i framtiðinni. DV-myndir Ægir Már Hér má sjá þau sem gerðu þessa sýningu að veruleika og eiga þau hrós skilið. Frá hægri Axel Jónsson, forstjóri og eigandi skemmtistaðar- ins K-17, Anna Vilhjálms, Kolbrún Hjartardóttir, umboðsmaður Önnu, en hún kom fram á sviðið og afhenti Önnu fyrsta eintakið af nýju hljóm- plötunni þeirra en Kolbrún er höfundur margra laga og texta á plöt- unni, og Valur Ármann Gunnarsson, framkvæmdastjóri staðarins. Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðingur mætti ásamt félögum sínum úr Skag- firsku söngsveitinni til þess að taka lagið fyrir afmælisbarnið. Haraldur á Hrafnkels- stöðum fimmtugur Það var glatt á hjalla þegar Harald- ur Sveinsson, bóndi á Hrafnkelsstöð- um og formaður Hrossaræktunar- sambands Suðurlands, varð fimm- tugur á dögunum. I tilefni af afmælinu buðu þau hjón- in Haraldur og Jóhanna Bríet Ing- ólfsdóttir til veislu í félagsheimilinu að Flúöum. Fjölmargir mættu til þess að heiðra afmælisbarnið, ræður voru fluttar, skrafað saman og glösum lyft, eins og hæfir á góðri stundu. Þá steig hluti Skagfirsku söngsveitar- innar upp á svið og flutti nokkur lög við góðar undirtektir gesta. Afmæhsbarninu bárust margar góðar gjaflr og heillaóskir á þessum tímamótum. Vafalaust hefur hesta og hestamennsku borið á góma i þessum hópi: F.v. Ingibjörg Áskelsdóttir, eiginmaður hennar, Kári Arnórsson, formaður Landssambands hestamanna, Helgi Eggertsson ráðunautur, Selfossi, Kristján Gunnlaugsson, sölustjóri hjá Sól hf., og Már Ólafsson bóndi, Dalbæ. Afmælisbarnið, Haraldur Sveinsson, ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu B. Ingólfsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.