Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 55
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991.
71
Vísnaþáttur
Var Einar
Benediktsson
leirskáld?
Vísnaþáttur
Þáttastjóri var í þeirri andrá, sem
þetta er ritað, að lesa í dagblaði
frásögn af atkvæðagreiðslu og um-
sögnum menntamanna um nú-
tímabókmenntir, rithöfunda og
raunar líka um eldri skáld. Þar
segir um Einar Benediktsson að
hann sé „sennilega oflofaðsti leir-
hnoðari allra tíma“. Nýútskrifaður
bókmenntafræðingur, sem ég nefni
ekki velur atkvæðisbæra menn í
þessa skoðanakönnun. Ekki ætla
ég að benda á snjöllustu kvæði Ein-
ars. - Birti hér tvær vísur úr ís-
landsljóðum skáldsins sem í okkar
samtíma hlýtur ofannefndan dóm:
Ég ann þínum mætti í orði þungu,
ég ann þínum leik í hálfum
svörum,
grætandi mál á grátins tungu,
gleðimál í ljúfum kjörum.
Ég elska þig, máhð undurfríða,
og undrandi krýp að lindum
þínum.
Ég hlýði á óminn bitra, blíða,
brimhljóö af sálaröldum mínum.
Og dómarinn bætir við: „Sá stall-
ur, sem búið er að tylla Einsa upp
á sýnir best að enginn nennir að
ganga á hólm viö þennan „tyrfna,
þurra og stirðbusalega mikil-
mennskuvaðal."
Einhverjir þeirra, sem þarna
greiða atkvæði, hljóta að hugsa
ööruvísi, þeirra vegna er varla
kurteisi að biðja um kjörskrána.
En ekki vii ég að óreyndu trúa því
að þeir, sem gefa út félagsrit bók-
menntafræðinga, birti þessa fárán-
legu könnun athugasemdalaust. Þó
er aldrei að vita.
Lengi máttu íslenskir rithöfund-
ar búa við það að dómarar þeirra
væru ekki lærðari í fræðunum en
þeir sjálfir, sem skrifuðu og ortu,
lítt skólagengnir og höfðu flestir
sitt takmarkaða bijóstvit viö að
styðjast. Sumir biðu þess með
óþreyju að hinir lærðu vitringar
kæmu frá útlöndum eða innlend-
um menntastofnunum. Nú er sú
stund upprunnin. Efni í ný föt keis-
arans fæst nú kannski í næstu búð?
Skáldogbóksali
Á borði mínu hggur bók sem ber
nafnið Frá morgni til kvölds eftir
Hannes Jónasson, 1877-1957, sem
lengi var bóksali á Siglufirði, einn-
ig ritstjóri þar um hríð. Börn hans
gáfu bókina út 1957. Tveir synir
hans urðu þjóðkunnir á mennta-
og hstabrautum. Hér koma nokkr-
ar vísur og kvæði.
Haust
Vindur við gluggann gnauðar
genginn í norðurátt.
I garðinum rósir rauðar
roða sinn missa brátt.
Heimreið sína nú heldur
haustið og hvessir brýn.
Vorfagur árdagseldur
er mér sem gömul sýn.
Aðeins á efstu tindum
eyglóar bjarmi skín.
Lagið hjá dökkum hndum
lækkar og síðast dvín.
Veit ég, að vetur kaldur
veiklar minn kraft og þor.
Skyldi mér endast aldur
aftur að sjá þig, vor.
Sumri heilsað 1937
Þungt er skapið, á mér er
enginn gleðibragur.
Mig fýsir ei að fagna þér,
fyrsti sumardagur.
Vetrar liggur ennþá ís
yfir hjartans lindum.
Ennþá sól mér engin rís
yfir hugans tindum.
Þar er sífelld þoka og snær,
þýðir vindar fjarri,
sól, er björt í heiði hlær,
hvergi sýnist nærri.
Ótal mörg ég átt hef vor,
yndi mér sem færðu,
og þung mér léttu leiðarspor,
líf mitt endurnærðu.
Finn ég nú í fyrsta sinn,
feril þakinn hrími.
Víkur ekki veturinn
vors þó komi tími.
Sextugum, mér segja má,
sé nú tekiö að fatast,
fyrst sjónir festi ég ekki á
öðru en því, sem glatast.
Elhn sig við sætta má
svölun þeim úr brunni
einum, sem að eys hún frá
endurminningunni.
Ófarin mín ævispor
ekki skal ég kvarta.
Gleð ég mig viö gengin spor
og geisla þeirra bjarta.
Hátttilfjalla
Hátt til íjalla hægur blær
hrekur burt öll drungaský.
Þangað for ég flýtti í gær
og fer í dag á ný.
Kom þú meö mér, kæri sveinn,
kom þú með mér, unga snót.
Af því skaðast ekki neinn,
þó ögn sé bratt við fót.
Göngu loks þá lokið er,
htum við af fjallsins tind
íslands dali, eyjar, sker,
þá undurfogru mynd.
Kveðja að lokum
Lífsins þegar leik ég finn
hða að endamótum,
hafðu þakkir, heimur minn,
hjartans innst frá rótum.
Mér þú hefur mikið kennt,
má það síðar gagna.
Yndi, sorgir, allt er sent
andans þrek að magna.
Hér skal ekki hermt um, hvort
hefi ég þroskast látið.
Lifað hef ég, lítið ort,
leikið, hlegið, grátið.
Bætum loks við tveimur stökum:
Nú er úti og inni kalt,
engar fást þess bætur,
á mig stöðugt andar svalt
alla daga og nætur.
Er það huggun eina mín,
allar kaldar stundir,
sól mér aftur síðar skín,
sem ei gengur undir.
Þá kveðjum við að þessu sinni.
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi.
Sviðsljós
Naktir
karlar
ekkert
fyrir
Ameríkana
Umslagið utan um breiðskífu
hljómsveitar David Bowies, Tin
Machine, kemur út í tveimur útgáf-
um. Á umslagið hafði verið fyrir-
hugað að setja mynd af fjórum
grískum höggmyndum af nöktum
körlum. í Bandaríkjunum þótti
þetta svo djarft að tahð var að yfir
helmingur plötuverslana myndi
neita að selja plötuna.
Það var sem sé búið til nýtt um-
slag fyrir Ameríkumarkaðinn og
séð til þess að ekki sæust nein kyn-
færi.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
bandarískum almenningi er bann-
að að virða fyrir sér klassískt hsta-
verk,“ er haft eftir einum úr hljóm-
sveitinni:
TfreeMMl£
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI • 653900
EFSTÁBAUGI:
Al is .l:\ska LFRÆ] ÐI
ORDABOKLX
íslenska álfélagið hf.
ÍSAL: hlutafélag þar sem öll
hlutabréfin eru í eigu Swiss
AJuminium Ltd.; stofnað
1966 til að byggja og reka
álverksmiðju á ísl. Verk-
smiðjan er í Straumsvík við
Hafnarf. og starfræksla
hennar byggist á samningi
milli ríkisstjórnar ísl. og
Swiss Aluminium Ltd. og
skv. honum skipar iðnaðar-
ráðh. tvo stjórnarmenn fé-
lagsins 0 ísland.
Veður
I dag verður suðaustan- eða austankaldi eða stinn-
ingskaldi og rigning um mestan hluta landsins, mest
þó sunnan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 6-13
stig, hlýjast i innsveitum norðaustanlands en einna
svalast á Vestfjörðum.
Akureyri skýjað 7
Egilsstaðir úrkoma 10
Keflavíkurflugvöllur rigning 10
Kirkjubæjarklaustur þoka 11
Raufarhöfn rigning 7
Reykjavík rigning 11
Vestmannaeyjar súld 10
Bergen skýjað 12
Helsinki skýjað 13
Ósló léttskýjað 17
Stokkhólmur léttskýjað 16
Þórshöfn alskýjað 13
Amsterdam skýjað 17
Barcelona mistur 27
Berlín skýjað 17
Chicago léttskýjað 2
Feneyjar þokumóða 24
Frankfurt léttskýjað 20
Glasgow skýjað 15
Hamborg skýjað 16
London léttskýjað 19
LosAngeles þoka 16
Lúxemborg skýjað 18
Madrid skýjað 29
Gengið
Gengisskráning nr. 179. - 20. sept. 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 59,990 60,150 61,670
Pund 103,498 103,774 103,350
Kan. dollar 52,852 52,993 54,028
Dönsk kr. 9,1651 9,1895 9,1127
Norsk kr. 9,0401 9,0642 8,9944
Sænsk kr. 9,7181 9,7440 9,6889
Fi. mark 14,5766 14,6155 14,4207
Fra. franki 10,3915 10,4192 10.3473
Belg. franki 1,7177 1,7223 1,7074
Sviss. franki 40,5393 40,6474 40,3864
Holl. gyllini 31,4043 31,4880 31,1772
Þýskt mark 35,3955 35,4899 35,1126
It. líra 0,04730 0,04743 0,04711
Aust. sch. 5,0296 5,0430 4,9895
Port. escudo 0,4122 0,4133 0,4105
Spá. peseti 0,5636 0,5651 0,5646
Jap. yen 0,44521 0,44640 0,44997
írskt pund 94,643 94,896 93,893
SDR 81,2235 81,4401 82,1599
ECU 72,5309 72,7244 72,1940
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
20. september seldust alls 92,223 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Blandað 0,192 41,70 10,00 44,00
Gellur 0,059 315,00 315,00 315,00
Háfur 0,022 5,00 5,00 5,00
Humarhalar 0,049 795,92 600,00 1200,00
Karfi 11,235 41,43 33,00 49,00
Keila 0,129 39,00 39,00 39,00
Langa 0,385 58,88 57,00 59,00
Lax 0,322 115,42 100,00 130,00
Lúða 0,586 326,53 170,00 440,00
Lýsa 0,400 48,00 48,00 48,00
Skarkoli 0,304 84,08 84,00 85,00
Sólkoli 0,051 82,00 82,00 82,00
Steinbitur 0,524 86,00 86,00 86,00
Tindabikkja 0.032 5,00 5,00 5,00
Þorskur, sl. 14,237 98,03 76,00 114,00
Ufsi 56,473 63,59 40,00 69,00
Undirmál. 2,551 65,36 39,00 71,00
Ýsa, sl. 4,664 121,14 54,00 134,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
20. september seldust alls 18,164 tonn.
Lax 0,951 156,98 100,00 330,00
Smárþorskur 0,014 30,00 30,00 30,00
Lýsa 0,090 55,00 55,00 55,00
Ufsi 1,607 72,26 32,00 75,00
Ýsa 3,791 116,00 50,00 147,00
Þorskur 5,902 91,52 76,00 112,00
Steinbítur 0,140 93,00 93,00 93,00
Lúða 0,089 400,82 350,00 415,00
Langa 0,230 62,00 62,00 62,00
Koli 0,094 51,60 35,00 87,00
Keila 0,014 31,00 31,00 31,00
Karfi 5,234 38,00 38,00 38,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
20. september seldust alls 104,685 tonn.
Lýsa 0,118 40,00 40,00 40,00
Blandað 0,125 24,36 15,00 28,00
Steinbítur 0,232 122,00 122,00 122,00
Ýsa 2,406 99,45 92,00 107,00
Skata 0,016 110,00 110,00 110,00
Ufsi 0,126 40,32 40,00 41,00
Þorskur 2,322 80,79 76,00 96,00
Keila 3,888 48,42 46,00 50,00
Blálanga 0,063 66,00 66,00 66,00
Langa 1,575 64,36 60,00 69,00
Undirmál 0,345 54,70 54,00 57,00
Ufsi 56,946 66,69 46,00 70,00
Þorskur 26,416 101,36 80,00 128,00
Steinbítur 0,317 96,84 94,00 100,00
Sólkoli 0,094 79,00 79,00 79,00
Skarkoli 0,057 71,12 71,00 72,00
Lúða 0,157 516,50 400,00 590,00
Karfi 8,590 38,27 35,00 50,00
Blálanga 0,216 60,00 60,00 60,00
Ýsa 5,709 105,71 75,00 122,00
Humar 0,050 656,50 555,00 700,00
Fiskmarkaðurinn i Þorlákshöfn
20. september seldust alls 39,944 tonn.
Blandað 0,067 34,78 20,00 50,00
Háfur 0,054 2,00 2,00 2,00
Karfi 1,702 35,42 34,00 46,00
Keila 1,329 43,00 43,00 43,00
Langa 0,642 67,63 64,00 72,00
Lúða 0,013 353,86 300,00 400,00
Lýsa 0,080 16,00 16,00 16,00
Skata 0,159 105,00 105,00 105,00
Skötuselur 0,066 286,31 200,00 455,00
Steinbitur 0,704 56,91 55,00 59,00
Þorskur.sl. 15,682 85,92 80,00 .100,00
Ufsi 15,834 62,32 62,00 63,00
Ýsa,sl. 3,610 108,21 95,00 116,00
Fiskmarkaður Isafjarðar
20. september seldust alls 5,533 tonn.___
Þorskur 2,322 80.79 76,00 96,00
Ýsa 2,407 99,46 92,00 107,00
Lúða 0,441 389,18 360,00 430,00
Steinbitur 0,232 122,00 122,00 122,00
Ufsi 0,126 40,32 40,00 41,00