Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 56
f ETT Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- Ieyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Ásk .rift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991. LOKI Gæti Inga Jóna ekki orðið fastafulltrúi hjá SÞ? TVÖFALDUR1. vinningur til samsetningar á tölvum og dreiímgar á Evrópumarkað Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráöherra mun um helgina hitta að máli fUlltrúa bandarísks stórfyrirtækis i tölvuviöskiptum sem hefur lýst áhuga sínum á þvi að fá aöstöðu til starfsemi sinnar á Keflavíkurflugvelli. „Þeir hafa óskað eftir að fá til umráða fríiönaðarsvæði til sam- setningar á tölvum og dreifingar á EB- og EETA-markaði á tölvum. Þetta stórfyrirtæki hefur verið í viðrseðum við íslenska aðila all- lengi. Beiðni um formlegar samn- ingaviðræður barst okkur hins vegar fyrir hálfum mánuði.“ Jón Baldvin segist að svo stöddu ekki geta greint frá því um hvaða fyrirtæki sé að ræða. Hann segir að samkvæmt íslenskum lögum sé ekki til neitt sem heiti fríiðnaðar- svæði. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu frá Karh Steinari Guðnasyni og fleirum um myndun slíks svæðis. „Miöað við þeirra áform yrði um umtalsverðan rekstur að ræða. í þessu tilfelli yrði um eins konar tilraun að ræða sem draga mætti lærdóma af,“ segir Jón Baldvin en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Karl Steinar Guðnason, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur, segist fagna því ef tii þessa kæmi. „Ég fékk á sínum tíma sam- þykkta tillögu á Alþingi um fríiðn- aðarsvæði á Keflavíkurflugvelli og að sá möguleiki yrði kannaður ítar- lega. Ég veit að menn eru i þeim farvegi en hvað þessu máli líður þessa stundina veit ég ekki þótt ég viti um ákveðinn áhuga. En ég myndi taka því mjög fagnandi ef af þessu yrði vegna þess að at- vinnutækifærum hefur fækkaö mjög verulega á svæðinu og viö þurfum ný og fleiri tækifæri," sagði Karl Steinar. Um hversu mörg atvinnutæki- færi myndu skapast, ef af þessum áformum yrði, vildi Karl Steinar ekki segja og vildí heldur ekki tjá sig frekar þar sem málið væri á viðkvæmu stigi. -kaa/ns FastafuUtrúi hjá SÞ: Stjórnmála- maður á þar vel heima - segir Jón Baldvin Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hver verði skipaður fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í stað Benedikts Gröndals sem lét af þeim starfa ; 1. vor. Fram á vor mun Helgi Gíslason varafasta- fulltrúi gegna starfi fastafulltrúa. „Menn með stjórnmálareynslu eiga vel heima í salarkynnum Sam- einuðu þjóðanna. Það sem þar fer fram er pólitík," segir Jón Baldvin Hannibalsson. kaa Veðrið á sunnudag og mánudag: Skúrir víða um land Á morgun verður norðaustanátt á Vestíjörðum og Norðurlandi, vestlæg átt sunnanlands en breytileg átt á Austurlandi. Rigning um mestallt land og fremur hlýtt. Á mánudag verður austlæg eða breytileg átt og lítið eitt kaldara. Skúrir víða um land. Það verður ekki hjá þvi komist að trén fari senn að skipta um lit og skrýðast haustlitunum. Sumarið var með eindæmum gott og berjaspretta víðast hvar aldrei meiri. Enn má sjá fullþroska reyniber víða á höfuðborgarsvæð- inu því að fuglarnir virðast vera þeir einu sem kunna að meta þau. DV-mynd GVA Seyðisijörður: Hreindýr úr nánast friðaðri hjörð skotin Inga Jóna segirafsér Inga Jóna Þórðardóttir hefur sagt af sér formennsku í útvarpsráði. Inga Jóna sagði í viötali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi að ákvörðun hennar væri tilkomin vegna trúnaðarbrests í samskiptum hennar við mennta- málaráðherra vegna ráðningar í __(stöðu útvarpsstjóra. Guöni Guð- mundsson rektor mun gegna for- mennsku í ráðinu þar til ráðherra skiparannanformann. -ÓTT Gíslisinnir ieikhúsmálum Veiðimenn frá Fljótsdalshéraði hafa verið kærðir til lögreglunnar á Seyðisfirði fyrir veiðiþjófnað á hrein- dýrum. Grunur leikur á að mennirn- ir hafi fellt hreindýr úr staðbundinni hjörð í Austdal í sunnanverðum Seyðisfirði. Stór hluti af um það bil tíu hreindýra hópi, sem þar heldur reglulega til, hefur ekki fundist. Hjörðin, sem leitar gjarnan til Seyð- isfjarðar á veturna, hefur verið álitin nánast friðuð. Hin ólöglega veiði uppgötvaðist í vikunni þegar komið var að haus- lausum dýrum í víðavangi. Talið er að dráttarvél hafi átt að nota til að flytja dýrin yfir í Fljótsdalshérað um Fjarðarheiðina. Hvorki veiðieftirlits- maður á Seyðisfirði né sveitarstjóm hefur heimilað öðrum veiðimönnum að fella dýr á þeirra svæði. -ÓTT Gísli Alfreðsson, fráfarandi þjóð- leikhússtjóri, hefur verið ráðinn til starfa í menntamálaráðuneytinu. Ráðningin er tímabundin, gildir til áramóta. Gísla er ætlað að sinna sér- stökum verkefnum sem tengjast leik- húsmálum. -hlh ÁL^ ÞJÓFAVARNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI Vönduð og viðurkennd þjónusta 91-29399 Allan sólarhringinn _____ Öryggisþjónustc. wÆRI síðan 1 9Ó9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.