Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Qupperneq 13
LMJGARDAGUR 12. OKTÓBRR 1991. .
13
Vísnaþáttur
Heyri ég
kaldan hausts-
insóm
„Þið vitið öll hvemig haustið kem-
ur og þó er aldrei hægt að segja
hvenær það kemur né hvaðan. Það
kemur svo hljóðlega og hægt, læðist
á tánum og andar á gróður jarðar.
Það raular angurblítt og svæfir litlu
jarðarbömin. Það breiöir yfir þau
og biður svo móður mold aö gæta
þeirra og varðveita á komandi vetri.
Það hvíslar síðustu kveðjunni sinni
að þeim áður en moldin tekur við
þeim, eins og nærgætin móðir. Svo
þegar allt er orðið kyrrt og hljótt
hopar það á hæh þegar hinn gustm-
ikh gestur kemur úr norðurvegum.
- Já, haustið hvíslar aðvörunarorð-
um að öllu sem lífsanda dregur: Bú
þig undir veturinn. Og allir hlýða.
Aht frá minnsta fræinu í moldinni
og upp til auðugasta bóndans í sveit-
inni. Aht haustið er mótað af þessu
viðhorfi til vetrarins: Að skapa sér
og sínum öryggi þegar vetur leggst
að með öllum sínum þunga og mis-
kunnarleysi. Þá var fárra kosta völ
þeim er ekki höfðu hlýtt kalli og
viðvörun haustsins."
Svo lýsir Hannes J. Magnússon,
skólastjóri á Akureyri, komu
haustsins í bók sinni Hetjur hvers-
dagslífsins. Og þótt lífsskilyrðin í
sveitum landsins og aöbúnaður
hafi verið með öðrum hætti og
óvægnari en flestir þekkja nú gildir
enn sú gamla og góða regla aö allur
sé varinn góður. Hannes, ásamt
þrem öðrum, lýsir horfunum á eft-
irfarandi hátt:
Kuldinn næðir nístingssár,
nú eru gæði á fórum.
Grund og flæði fella tár,
frjósa kvæði á vörum.
En svo eru þeir sem telja kærleik-
ann geta haft sín áhrif, því miður
veit ég ekki hvaða bjartsýnismaður
er höfundur næstu vísu:
Yfir tíma, yfir rúm,
ástin leiöir finni.
Um þig vefji haustsins húm
hlýju og mildi sirini.
Hjörtur Gíslason á Akureyri seg-
ir svo í kvæði sem hann nefnir
Munaðarleysingi:
Þegar haustið hélugrátt
heim að garði læðist,
finnst mér hljóma úr ýmsri átt
óður, sem ég hræðist.
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Því er haustsins hélunál,
hert í kuldagjósti,
meiri ógnun minni sál
en móðurjarðar brjósti.
Jón Jónsson Skagfirðingur hefur
haft bjartsýnina að leiðarljósi þeg-
ar hann kvað:
Ég vil heyra hetjuraust
- helst það léttir sporin -
þess, sem yrkir undir haust
eins og fyrst á vorin.
Og Jóni Rafnssyni erindreka hef-
ur verið eitthvað svipaö innan-
brjósts þegar hann yrkir:
Heimsinsveður, haust og kveld
hrjá ei meðan eigum
vorsins gleði, innri eld
og við kveða megum.
En það tekst ekki öllum að kveða
kvíðann burt úr brjósti sér. Hörður
Hjálmarsson frá Hofi:
Heyri ég kaldan haustsins óm,
húmið yfir gengur.
Fölna strá og blikna blóm,
brestur hjartans strengur.
Steingrímur Thorsteinsson skáld
virðist hafa haft meiri mætur á
haustinu en öðrum árstíðum þegar
hann kvað:
Vor er indælt, eg það veit,
þá ástar kveður raustin,
en ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin.
Fagra haust, þá fold ég kveð,
faðmi vef mig þínum,
bleikra laufa láttu beð
aö legstað verða mínum.
' Haustkomunni lýsir Hallgrímur
Jónasson, kennari og ferðamaður,
þannig:
Ýhr vindur upsum hjá
undir komu dagsins,
hann er. að kynna haustið á
hörpu veðurlagsins.
í siðasta Vísnaþætti sem ég tók
saman og kom í DV 17. ág. sl. leit-
aði ég að höfundi þess sem ég taldi
vera stöku en reyndist vera upphaf
þriðja erindis kvæðis sem Guö-
mundur Friðjónsson orti til konu
sinnar. Bestu þakkir til G.S. fyrir
ábendinguna. En þar sem erindiö
var ekki alls kostar rétt, eins og það
birtist, finnst mér skylt að birta það
eins og þaö er í raun og veru:
Engi getu þinnar þreytu
þunga lagt á vogarskál,
engi getur andvökurnar
álnað - það er vonlaust mál.
í næsta vísnaþætti á undan (í
muna streymir minning hlý) voru
4 stökur eftir Braga Björnsson frá
Surtsstööum, nú á Egilsstöðum.
Hann hefur óskað eftir leiðrétting-
um á þrem villum sem í þeim voru,
tvær þeirra má skrifa á minn
reikning, þriðja villan prentvilla.
En þær eru þessar: 1. í þriðju ljóð-
línu fyrstu vísu skal standa: „út í
glamurglaða önn“ (þannig í mínu
handriti). 2. Fyrsta ljóðlína annarr-
ar vísu er rétt svona: „Oft er um
hálan æviveg" (er vantaði). 3. Og
svo ekki komma eftir fyrstu ljóð-
línu síðustu vísu (það þó e.t.v.
umdeilanlegt og ekki saknæmt)
segir Bragi Bjömsson og bætir viö:
Vísurnar vora fjórar,
villurnar reyndust þrjár,
ekki samt allar stórar.
Allt skal þó rétt sem stár.
Og það verða lokaorðin að þessu
sinni.
Torfi Jónsson
Það er peningur
i Egils gleri!
Allar glerflöskur frá Ölgerðinni eru
margnota með 10 króna skilagjaldi.
Ekki henda verðmœtum, hafðu tómt Egils gler
meðferðis þegar þú endurnýjar Egils birgðirnar
í næstu verslunar- eða sjoþþuferð.
Þad er drjúgur peningur!
A\
LAUGAVEGUR 26
FYRIR 15 ÁRUM OPNUÐUM VIÐ FYRSTU HLJÓMPLÖTUVERSLUN SKÍFUNNAR
NÚ HÖFUM VIÐ OPNAÐ STÆRSTU
HLJÓMPLÖTUVERSLUN
LANDSINS
MEIRI HÁTTAR OPNUNARTILBOÐ ALLA HELGINA
ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR
OPIÐ ALLA HELGINA
LAUGARDAG 10-16
SUNNUDAG 11-17
S*K* l*F*A*N