Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsinaar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Betri í bridge en pólitík
Sigur íslenzkra bridgemanna í heimsmeistarakeppn-
inni í Japan sýnir, hvað hægt er að gera með því að
hafa viðfangsefnið í fókus. Keppnismennirnir eru ekki
eðlisbetri spilamenn en þeir voru í sumar, en hafa fetað
markvissa þjálfunarbraut, sem færði þeim mismuninn.
Heimsmeistararnir hættu í haust að spila bridge, sem
þeir kunnu fyrir. í stað þess lögðu þeir áherzlu á að
byggja upp aðra hluti, svo sem líkamlegt úthald, jákvæð-
an liðsanda og harðan aga af hálfu hðsstjórans. Þannig
mættu þeir til leiks án hins fræga Akkillesarhæls.
Hvort sem fólk spilar bridge í frístundum eða ekki,
þá gleðst það yfir sigrinum. Atburðir af þessu tagi eru
kærkomnir fámennri þjóð, sem er að reyna að sýna
sjálfri sér og öðrum fram á, að hún hafi tilverurétt út
af fyrir sig. Við fáum hreinlega meira sjálfstraust.
Bridge er leikur, sem krefst gífurlegrar einbeitingar,
rétt eins og skákin. Það er ánægjulegt, að einmitt þessir
tveir leikir eða tvær listgreinar hafa fest rætur í hugum
íslendinga. Það bendir til, að margir íslendingar geti
einbeitt sér, geti sett verkefni sín í fókus.
Við höfum á ýmsum öðrum sviðum séð ánægjuleg
merki einbeitingar. í atvinnuhfi og tækni hefur borið á
nýbreytni og uppfmningum, sem hafa skilað góðum
arði. Dæmi um það eru hin fjölmörgu tölvuforrit, sem
byggjast á einbeitingu og hugviti margra í greininni.
Ein grein hefur setið eftir hér á landi. Það er pólitík-
in, sem sjaldan er í fókus. Það er í henni, að framleidd-
ar eru hvítar bækur með endemis þvaðri um ímyndaða
stefnu og starfsáætlun ríkisstjórna, sem stangast fuh-
komlega á við raunveruleg verk þeirra frá degi til dags.
í pólitíkinni leyfa menn sér að skrifa með annarri
hendi hvítar bækur um, að nú eigi að stórefla neytenda-
mál, en efla með hinni hendinni einokun í flugi og skera
niður fjármagn til neytendamála um tugi milljóna. Þetta
er htið, einfalt og gott dæmi um íslenzka pólitík.
í pólitíkinni standa menn andspænis samdrætti í sam-
eiginlegri tekjuöflun landsmanna og byrja á að gefa sér
sem fjárlagaforsendu, að útgjöld til landbúnaðar þurfi
að aukast út yfir ahan þjófabálk, af því að lögmaður á
ríkiskontór segi fáránlegan búvörusamning friðhelgan.
í pólitíkinni byggist tilvera heils stjórnmálaflokks á
yfirlýsingum um nýskipan veiðileyfa í sjávarútvegi,
brottfah búvörusamninga og flutning umhverfisverk-
efna frá landbúnaðarráðuneyti th umhverfisráðuneytis,
sem svo er alls ekki fylgt eftir í ríkisstjórn.
Samt er engan veginn svo, að hæfileikar íslendinga
hggi svo eindregið í skák og bridge og tölvum, að ekk-
ert sé afgangs fyrir pólitík. Sem dæmi má nefna, að
góðir hlutir hafa verið gerðir í utanríkismálum, svo sem
frumkvæði í viðurkenningu á fuUveldi Eystrasaltsríkja.
Þá hefur verið haldið vel á málum íslands í viðræðum
við stóra kúgunaraflið í Evrópu. í viðræðum við Evrópu-
bandalagið um þátttöku íslands í evrópsku efnahags-
svæði hefur ekki verið vikið frá kröfum um sjálfsfor-
ræði og auðhndaforræði okkar og um gagnkvæman hag.
Góðir spUamenn í pólitík mundu bæta um betur og
setja í fókus, hvað við ætlumst fyrir utan evrópska efna-
hagssvæðisins; hvernig hægt sé að leggja niður verð-
mætabrennslu í landbúnaði og í atvinnuvegasjóðum;
og hvernig íslenzkt þjóðfélag verði samkeppnishæft.
Ef við værum eins góð í póhtík og við erum í bridge,
mundum við ekki gefa út fókuslausar hvítbækur, fuUar
af þvaðri um góð áform, sem varða veginn th vítis.
Jónas Kristjánsson
Menn Sharons
reyna að sökkva
friðarráðstefnu
Um síðustu helgi létu forseti
Egyptalands, utanríkisráðherra
Frakklands og talsmaður forsætis-
ráöherra ísraels, nær samtímis í
ljós þá skoðun að horfur væru á
að ráðstefna ísraels og arabaríkja
um friðargerö í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs og réttindi Pal-
estínumanna gæti hafist um mán-
aðamótin næstu. Fregninni frá
París fylgdi að Roland Dumas utan-
ríkisráðherra gerði því skóna að
sameiginleg boð stjórna Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna til ráð-
stefnusetu yrðu send hlutaðeigend-
um um miðjan mánuðinn.
Fréttamenn í Washington fengu
tækifæri til að bera þessi ummæli
undir George Bush Bandaríkjafor-
seta sem svaraði því til að hann
teldi fullsnemmt að tiltaka dagsetn-
ingar miðað við sína vitneskju um
gang mála. En um miðja vikuna
kunngerði hann enn eina för James
Bakers utanríkisráðherra til ísra-
els og arabaríkja til ráðstefnuund-
irbúnings. Var látið í veðri vaka í
Hvíta húsinu að þetta yrði væntan-
lega lokayfirreið Bakers þessarra
erinda.
Á fundi í Algeirsborg fyrir hálf-
um mánuði tókst Jasser Arafat að
fá samþykkta í Palestínska þjóðar-
ráðinu, útlagaþingi Palestínu-
manna, stuðningsyfirlýsingu við
að fyrirhuguð friðarráðstefna verði
haldin en þannig orðaða að sam-
tökin geta staðið að þátttöku ásamt
sameiginlegri sendinefnd Jórdaníu
og Palestínumanna af herteknu
svæðunum. í framhaldi af þessari
samþykkt er sendinefnd þriggja
Palestínumanna komin til Was-
hington aö ræða við Baker utanrík-
isráðherra fyrir austurför hans.
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, féllst loks á þátttöku
í friðárráðstefnunni með þeim skil-
málum að Frelsissamtök Palestínu,
PLO, kæmu þar hvergi nærri, að
Palestínumenn af hernumdu svæð-
unum væru í sameiginlegri sendi-
nefnd með fulltrúum Jórdaniu og
meðal þeirra yrði enginn frá Aust-
ur-Jerúsalem sem ísraelsmenn
hertóku 1967 eins og Gazasvæðið
og Vesturbakkann en ísraelsstjórn
telur sig hafa innUmað endanlega
í ísrael. Fyrir sitt leyti ályktaði
fyndur PLÓ í Algeirsborg um rétt
sinn til aö skipa sendinefnd á frið-
arráöstefnu, bæði úr útlegð og af
herteknu svæðunum, þar á meðal
Austur-Jerúsalem, en sagöi ekkért
um hve fast yrði staðið á þeim rétti.
Nú er það meginverkefni James
Bakers aö finna í þessu efni leið
milli skers og báru, þannig að bæði
ísraelsstjórn og PLO telji sig geta
Erlend tídindi
■
Magnús Torfi Ólafsson
við unað. Enginn vafl er á að allir
málsmetandi Palestínumenn á her-
teknu svæðunum myndu telja sér
skylt að halda fram þeirri stefnu
sem PLO hefur markað en væru
þeir ekki úr samtökunum sjálfum
gæti Shamir látið svo sem PLO
hefði verið skákað til hliðar.
Vaxandi horfur á að friðarráð-
stefna komi saman hefur vakið
hörð viðbrögð hægri manna í ísrael
sem ekki vilja ljá máls á neinu sem
orðið gæti til að hindra innlimun
herteknu svæðanna smátt og smátt
með landnámi ísraelsmanna og
jafnvel brottrekstri allra Palestínu-
manna í fyllingu tímans. Fulltrúar
þessara skoöana á þingi veita
stjórn Shamirs meirihluta og skipa
sum ráöherraembætti.
Fyrir harðlínumönnum er þó
Ariel Sharon, aö nafninu til flokks-
bróðir Shamirs en í raun helsti
keppinautur hans um völdin. Shar-
on var frumkvöðull innrásarinnar
í Líbanon og er nú húsnæðismála-
ráðherra.
Aðfaranótt miðvikudags réðst
hópur ísraelskra hægri öfgamanna
inn í hús Palestínumanna í þorpi
rétt við borgarmörk Gömlu borgar-
innar í Jerúsalem, með búsetu-
heimildir frá húsnæðismálaráðu-
neyti Sharons í höndum auk vopna
og gaddavírs í víggirðingar. í fylgd
með hústökumönnum voru þing-
menn flokka á þeirra bandi sem
höföu það hlutverk að verja mál-
staö þeirra fyrir lögreglu sem
kvödd var á vettvang. Við lá að í
bardaga slægi þegar palestínskar
fjölskyldur, sem hraktar höfðu ver-
iö af heimilum sínum, fengu lið-
sinni nágranna. Endirinn varð að
hústökumenn rýmdu heilu húsin,
nema tvö, sem staðið höfðu auð.
Verður búseturéttarmál fyrir dóm-
stólum látið snúast um þau.
Fréttamenn í ísrael eru ekki í
vafa um að þessi atburður er upp-
hafið að aðgerðum sem hægri
menn hafa boðað til að skapa slíkt
ástand í landinu að ógerlegt verði
með öllu að koma saman fyrirhug-
aðri friðarráðstefnu. Þykir ljóst að
Sharon og hans menn muni ekki
skirrast við aö leitast við aö fella
stjórn Shamirs, dugi ekki annað til.
Forsætisráðherrann og hans
menn í Likudbandalaginu eru hins
vegar að takast á um miðjufylgið í
ísraelskum stjórnmálum við
Verkamannailokkinn, sem vill
teygja sig öllu lengra við friðargerö
en forsætisráðherrann. Þess hefur
gætt að undanfömu að málstaöur
Verkamannaflokksins á vaxandi
hljómgrunn. Einkum eru uppi efa-
semdir um ágæti landnámsins á
herteknu svæðunum sem Sharon
hefur knúið áfram af öllum mætti
síðan hann fékk yfirstjórn hús-
næðismála.
Það atriði varð tilefni harðrar
rimmu milli stjórna ísraels og
Bandaríkjanna fyrir skömmu.
Bush forseti hafði óskað eftir að
Shamir frestaði fram eftir vetri að
bera fram ósk við Bandaríkjaþing
um ríkisábyrgð á tíu milljarða doll-
ara lánum á fimm ára tímabili til
að byggja yfir innflytjendur frá
Sovétríkjunum. ísraelski forsætis-
ráðherrann haföi þessi tilmæli að
engu og treysti á þrýstihópa banda-
rískra gyðinga til að koma málinu
fram á þingi.
Bush lýsti þá yfir að hann myndi
beita neitunarvaldi við þingsam-
þykkt um slíka ábyrgð ísrael til
handa þar sem hún gæti torveldað
friðarráðstefnu. Með því að tryggja
bandarískt fé í svo ríkum mæh til
að byggja yfir innflytjendur væri
ísraelskt fjármagn losað til að reisa
landnemabyggðir á herteknum
svæðum.
Niðurstaðan varð samkomulag
forseta og þings í Washington um
aö fresta máUnu fram í febrúar.
Þrýstihóparnir höfðu beðið sinn
stærsta ósigur til þessa.
Málið vakti feikna athygli í ísrael
og eru menn þar enn að melta meö
sér þýöingu úrslitanna. Það þykir
til merkis um að Bandaríkjastjórn
sé alvara að þrýsta af afli á um frið-
argerð í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs og vel geti farið svo að
hún bindi endanlegan stuðning við
ábyrgðarbeiöni ísraelsstjórnar
þeim skilmála að stofnun landn-
ámsbyggða á herteknum svæðum
verði hætt meðan friðarumleitanir
standa yfir.
Magnús T. Ólafsson
Palestínsk kona með barn sitt hrökklast undan ísraelskum landamæravörðum úti fyrir einu húsanna sem
ísraelskir ofstopamenn tóku á sitt vald í palestínska þorpinu Silwan. Simamynd Reuter