Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 12..0KTÓBER 1991.
Lesendakönnun Önnu Maríu Urbancic viðskiptafræðings:
DVþjónar
lesendum
sínum vel
- nær helmingur áskrifenda kaupir ekki annað blað
Innlendar fréttir og helgarblaö DV
eru það efni sem mestrar hylli nýtur
hjá lesendum DV. í kjölfarið fylgir
síðan umfjöllun um dagskrár út-
varps og sjónvarps, sakamál og er-
lendar fréttir, spurning dagsins,.veð-
urkort, ýmis aukablöð, sandkom og
smáauglýsingar. Loki nýtur og mik-
illa vinsælda þar sem þrír fjórðu les-
enda kíkja á athugasemdir hans dag-
legá.
Þetta kemur fram í lesendakönnun
sem Anna María Urbancic viðskipta-
fræðingur hefur gert fyrir Frjálsa
íjölmiðlun á lesvenjum neytenda DV.
í könnuninni var leitað til 1400
manna á aldrinum 18 til 75 ára af
landinu öllu. Úrtakið var slembiúr-
tak úr þjóðskrá. Svarendum var
skipt í þrjá hópa, þ.e. þeirra sem eru
áskrifendur DV, þeirra sem kaupa
blaðið í lausasölu og loks þeirra sem
ekki kaupa blaðið.
Gottblað
í könnun Önnu Maríu kemur fram
að nær 70 prósent lesenda telja DV
gott blað. Um 28 prósent lesenda telja
blaðið sæmilegt og um 3 prósent
segja það iélegt.
Innlendar fréttir eru með yfir 90
prósent lestur og helgarblað DV vei
yfir 80 prósent lestur og þeir efnis-
þættir sem nefndir vom að auki í
upphafi greinar eru allir lesnir af
meirihluta lesenda á degi hverjum.
Þeir þættir sem næstir koma í vin-
sældaröðinni eru lesendabréfin,
blaðauki um útvarp og sjónvarp,
DV-bílar, auglýsingar, laugardags-
pistill, sviösljós, viðtalið, neytenda-
síða, kynning á helgaratburðum,
Dagfari, kjallaragreinar, íþróttir,
teiknimyndasögur, ættfræði og kvik-
myndir.
Helmingur
kaupir
aðeins DV
Ef fyrst er litið á áskrifendur DV
kemur í ljós að kynferði áskrifenda
er nokkuð jafnt. Karlar í hópi þeirra
eru 54 prósent á móti 46 prósent
kvenna. Búseta áskrifenda endur-
speglar búsetudreifmgu landsins.
DV er þannig í jafnri sölu um land
allt. í könnuninni sést að á heimilum.
tæpra 48 prósent áskrifenda eru ekki
önnur dagblöð en DV keypt.
Jafntmilli
starfsstétta
Til samanburðar við könnun Önnu
Mariu er Gallupkönnum frá því í
mars sl. þar sem lesendum er skipt
eftir starfsstéttum. Þar kemur fram
hlutfall þeirra sem einhvern tíma á
tímabilinu frá 15.-28. mars lásu DV.
í þessari Gallupkönnum kemur fram
að um þaö bil þrír íjórðu allra starfs-
stétta hafa lesið DV á þessum tíma
að undanskildum bændum en tæp-
lega helmingur þeirra las blaðið.
Flestir úr hópi sjómanna lásu blaðið
á þessu tímabih eða 85 prósent.
Afstaða
áskrifenda
Áskrifendur eru upp tii hópa
ánægðir með blaðið. Þannig telja
rúmlega 84 prósent áskrifenda að
engu sé ofaukið í DV. Þeir sem nefna
efnisþætti sem ofaukið er tilgreina
íþróttir, æsifréttir og viðkvæm mál,
auglýsingar, póhtík, árásir á lands-
byggð, fréttaskot, teiknimyndir og
erlent efni. Á sama hátt telja rúmlega
74 prósent áskrifenda að ekkert vanti
í DV. Þeir sem tiigreina efnisþætti
sem vantar nefna sjávarútvegsmál,
málefni landsbyggðar, fræðsluefni,
framhaldssögu, fleiri viðtöl við fólk,
hannyrðir og uppskriftir, menningu,
íþróttir og umfjöllun um hesta.
Aldursskipting áskrifenda er nokk-
uð jöfn en þó eru aldurshópamir 19
til 48 ára mest áberandi. Þetta á raun-
ar einnig við um lausasölukaupend-
ur. Nær 94 prósent áskrifenda lesa
blaðið heima en tæp 6 prósent í vinn-
unni. Rúmlega 61 prósent áskrifenda
byija fremst á blaðinu, tæplega 26
prósent aftast og um 8 prósent byija
á ákveðnu efni blaðsins. Tæplega 30
prósent lesa aUt blaðið, rúmlega 30
prósent lesa meira en helming þess,
tæplega 35 prósent lesa minna en
helming blaðsins og tæplega 6 pró-
sent fletta því. Eins og fram hefur
komið kaupir nær helmingur áskrif-
enda DV ekki annað blað. Þeir sem
kaupa annað biað kaupa flestir
Morgunblaðið, þá Dag, Þjóðviljann
og loks Tímann.
Afstaða
lausasölu-
kaupenda
Lausasölukaupendur DV eru í
meirihluta konur eða um 54 prósent.
Langflestir lausasölukaupendur eru
í Reykjavík og á Reykjanesi. Stærsti
hluti þeirra sem kaupa DV í lausa-
sölu er heimavinnandi fólk. Þá koma
iðnaðarmenn og næst á eftir verslun-
arfólk, verkafólk og skrifstofufólk.
Lausasölukaupendur eru flestir
ánægðir með DV likt og áskrifendur.
Þannig teija 83 prósent þeirra engu
ofaukið í biaðinu. Þeir sem nefna efni
LfÍflfSt'
§§$Jmy§§-t§iM§M
11% 28% 25% 36%
St ALDREI STUNDUM
OFT ALLTAF
IS FLETT
MINNAEN HELMINGUR
MEIRAEN HELMINGUR
MESTALLT LESIÐ