Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Side 26
26 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. Brostum að öllu á hverju sem gekk: Leikurinn við Pól- verj a var ólíkur öll - um öðrum á mótinu - segir Guðmundur Páll Amarson, einn heimsmeistaranna ísak Öm Sigurösson, DV, Yokohama: Guðmundur Páll Arnarson, ný- krýndur heimsmeistari, var sæll á svipinn þegar blaðamaður DV tók hann tali í Yokohama eftir sigurinn mikla á Pólverjum. „Við tókum upp þá reglu fyrir leik- inn gegn Pólverjum, að mínu frum- kvæði, að brosa stöðugt, án tillits til þess hvað var að gerast við borðið," sagði Guðmundur. „Ég held að ef við hefðum farið að stilla okkur upp sem einhverjum óvinum Pólverjanna hefðu þeir ein- faldlega verið betur undir það búnir heldur en við. Þeir eru margir í þeirra sveit dálítið þungir og fúlir. Það hefði bara sett aukna pressu á okkur ef við hefðum reynt að svara í sömu mynt. Bridge ísak Sigurðsson Ef maður er alltaf léttur og brosir við borðið slakar maður betur á og er betur undir það búirm að taka við áfóllum. Við höfum iöulega lent í vondum spilum í beinni útsendingu, spilað niður siemmum eða eitthvað í þá áttina. En með því aö skælbrosa að öllu saman getur enginn grætt á því nema maður sjálfur. Við erum heldur ekki vanir, pörin í sveitinni, að skammast mikið svo þetta var ekki svo erfitt. Andstæðing- arnir veröa einnig svo hissa á þessu öllu saman aö þeir fara úr jafnvægi. Leikurinn við Pólverjana var ólík- ur öllum öðrum leikjum á mótinu. í öllum öðrum leikjum var góður mór- all við spilaborðið og allt fór fram í mesta bróðerni. Það á sérstaklega við um leikinn við Svíana. Þar höfðum við heppnina með okkur því munur- inn var svo lítill að sigurinn gat lent hvorum megin sem var. Það var öðruvísi með Pólverjana. Þeir höfðu áður í mótinu verið með láeti, einkum gegn Brasilíumönnun- um í undanúrslitum. En við tókum á móti þeim með mikilli leikgleði en engri fýlu. Leikgleðin var okkur mik- ils virði því án hennar spilar maður alls ekki nógu vel. Það er þáttur sem hjálpaði okkur en leikgleðin var ekki mikil hjá pólska liðinu. Mótsblaðið lesið milli leikja. Örn Arnþórsson, Helgi Jóhannsson og Guðlaugur Jóhannsson. Fjær ræðir Þorlákur Jónsson við hina bandarísku eiginkonu sína, Jacqui McGreal. Símamynd ísak Styrkur okkar svipaður og hjá efstu þjóðum Styrkur okkar er ekkert endilega meiri en hinna þjóðanna. Ég tel að við séum í svipuðum styrkleika- flokki og fjórar efstu þjóðir, eða jafn- vel átta efstu. Við höfum hins vegar nokkra yfirburði í sögnum og einnig mjög vel rædd kerfi. Við erum ekk- ert verri en aðrar toppþjóðir í vörn og úrspili. Síðan höfum við þennan markvissa undirbúning og á honum vinnum viö þetta mót, ásamt því að hafa heilladísirnar meö okkur. Hinu má ekki gleyma að við höfum lengi verið í hópi sterkra þjóða. Við náöum ágætis árangri í Brighton 1987 og höfum náð ágætis árangri síðan. Árangur okkar er mikið hrós til allra íslenskra bridgespilara. Það að við vinnum mót eins og þetta og getum síðan komið heim og verið malaðir af öðrum íslenskum spilur- j um sýnir hvað við höfum mikla breidd í bridge á íslaníi. Björn Eysteinsson hefur staðið sig aldeilis frábærlega hérna úti. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Hann stóð fastur fyrir sem klettur í öllum málum og gætti hags- muna okkar. Við þurftum aldrei að hafa nokkrar áhyggjur af neinu nema spilinu sjálfu. Við berum mikla virðingu fyrir honum og það gerðu reyndar allir aðrir keppendur héma. Ég held að þeir hljóti að vera sam- mála okkur um að við höfðum besta fyrirliðann í öllu mótinu," sagði Guð- mundur Páll að síðustu. í lokalotunni í úrslitaleiknum við Pólverja, síðustu sextán spilunum, þurfti Guðraundur Páll oft að taka erfiðar ákvarðanir. Hér er ein sem hann leysti með mikilli prýði. Það var í spili nr. 147. Suður gaf. AV á hættu. * 9732 V 109863 ♦ 94 + 98 * ÁG8 V K ♦ ÁG1073 + ÁDG7 * KD1065 V ÁD2 ♦ D86 4- 43 Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður 1* dobl 34 4? pass 6* p/h Guðmundur Páll vissi að Pólverjam- ir voru með einhverjar blekkisagnir fyrst Þorlákur Jónsson gat sagt íjög- ur hjörtu á spil austurs eftir stökk- sögn norðurs í spaða. Hann skaut á 6 tígla og það reyndist vel. Norður spilaði út spaða og Guðmundur Páll drap drottningu suöurs með' ás. Trompaði spaðaáttu í blindum. Tók tígulkóng og svínaöi síðan tigulgosa. Þegar það heppnaðist tók hann tígul- ás og átti alla slagina. Það gerði 1390 fyrir hálfslemmuna. Á hinu boröinu komust Pólverj- arnir einnig í slemmu á spilið - spil- uðu sex lauf í vestur. Noröur spilaði út spaða. Vestur drap á ás, tók tromp- in og spilaði siðan upp á að ná sveiflu í spilinu enda vom Pólverjar mikið undir - og vissu af því - þegar spilið kom fyrir en sveiflan féll til íslands. Vestur tók sem sagt tígulás, spilaði síðan gosanum og svínaði. Aðal- steinn Jörgensen átti slaginn á drottninguna og var fljótur að taka slag á hjartaásinn. 100 til íslands á þessu borði og samtals 1490 fyrir spil- ið eða 16 impar. ísak öm Sigurösson, DV, Yokohama: Þeirri taktík hefur verið beitt áður í bridgekeppni að brosa að öllu, á hverju sem gengi. Þegar Björn Ey- steinsson, fyrirliði íslensku sveitar- iimar sem sigraði í heimsmeistara- keppninni hér í Yokohama, var fyrir- liði íslensku kvennasveitarinnar, sem spilaði á Norðurlandamótinu í Færeyjum 1990, sagði hann konun- um okkar að brosa að öllu. Það gafst vel - íslenska kvennasveitin varð Norðurlandameistari, sigraði á mót- inu í Færeyjum - og kom sá sigur nýög á óvart. Björn hefur einnig ver- ið fyrirliðí í landsliöum yngri spilara okkar við góðan orðstir. Greinilega er hann kjörinn maður í starfið - fæddur sigurvegari. ' Þjóðsöngurinn Allir sannir fyrirliðar treysta mönnum sínum - eru vissir um að þeir nái árangri. Björn Eysteinsson er í þeim hópi. Þegar íslenska lands- liðssveitin hélt til Yokoharaa í Japan í heirasmeistarakeppnina kom Bjöm við í fríhöfninni á Keflavíkurflug- velli. Allur er varinn góður, hugsaði hann og keypti spólu með íslenska þjóðsöngnum. Ekki var víst að Jap- anir ættu hann ef íslendingar sigr- uðu í keppninni. Styrkt afNEC Heimsmeistarakeppnin um Bermúdaskálina í bridge í opna flokknum er styrkt af tölvufyrirtæk- inu NEC. Opinberlega gekk keppnin í Japan undir nafninu NEC Bermuda Bowl. Fyrsta heimsmeistarakeppnin í opnum flokki var haldin á Bermúda-eyjum 1950. Keppnin í kvennaflokki, þar sem önnur sveit Bandaríkjanna varð heimsmeistari, var kölluð NEC Venice Cup. Fyrsta heimsmeistarakeppni kvenna var haldin í Feneyjum á Ttalíu. Banda- ríska sveitin nú vann þá austurrísku með talsverðum yfirburðum 1 úr- slitaleiknura í Yokohama. Bermuda-skálin sem keppt hefur verið um fra 1950. Bridgespilurunum bárust margar kveðjur að heiman á heimsmeistara- mótið í Japan. Ein var frá Hand- knattleiksambandi fslands, undirrit- uö af Jóni Hjaltalín Magnússyni formanni. Þar sagði m.a.: „Kæri Helgi. Ég vil fyrir hönd Handknatt- leikssambands íslands og landsliös- manna okkar í handknattleik óska þér persónulega og stjóm Bridge- sambands íslands til hamingju meö góða og markvissa afreksstarfsemi í fþróttum og biðja þig að færa heims- meisturunum okkar hjartanlegustu hamingjuóskir með fyrsta heims- meistaratitil fslendinga í flokka- íþróttum og þar með besta alþjóðleg- an árangur okkar í íþróttum," LÁUGARDAÖUR 12. OKTÖBER 1991. 39 Bridge á íslandi í áttatíu ár: Unnum Evrópumeistarana en töpuðum fyrir Pólverjum - Hallur Símonarson, margfaldur íslandsmeistari, rifjar upp sögu bridge á íslandi Á Evrópumeistaramótinu í bridge, sem haldið var í Dublin 1967, voru íslendingar í öðru sæti fram á síðasta dag en þá töpuðu þeir fyrir Pólverj- um. Einn af spilurum íslensku sveit- arinnar var Hallur Símonarson, margfaldur íslandsmeistari í bridge. Það kemur því ekki á óvart þótt Hall- ur hafi síðustu daga fylgst spenntur með heimsmeistaramótinu í Japan og þótt ástæða til að láta Pólveija fá að kenna á því. „Fréttir af árangri íslendinga síð- ustu daga Evrópumeistaramótsins 1967 voru fyrsta frétt í Ríkisútvarp- inu þá og það ríkti mikil spenna hér heima. Við sem vorum að spila úti vissum reyndar ekki af því,“ rifjar Hallur upp. Aðrir í sveitinni voru Eggert Benónýsson, Símon Símonar- son, Stefán Guðjohnsen, Þorgeir Sig- urðsson og Þórir Sigurðsson. „Við möluðum Evrópumeistara Frakka með 8-0 samkvæmt þáverandi stiga- tölu en töpuðum fyrir Pólverjum á lokadegi mótsins. Það voru svo Frakkar sem ásamt ítölum unnu sér rétt til þátttöku á heimsmeistaramót- inu sem haldið var árið eftir.“ Bridge á íslandi í áttatíu ár Hallur er manna fróðastur um ís- lenskan bridge og í leikskrá, sem gefin var út í tilefni heimsóknar enskrar bridgesveitar, segir Hallur frá áttatíu ára sögu bridgeins hér á landi og hverfur aftur til ársins 1905: „Þá sigldi ungur íslendingur, Björn Kalman, síðar hæstaréttarmála- flutningsmaður, vestur um haf og dvaldist þar næstu þrjú árin. Björn stundaði blaðamennsku vestra, vann m.a. við Lögberg, og i Vesturheimi lærði hann nýtt spil sem var að ryðja sér til rúms, bridge. Björn Kalman kom heim til íslands um áramótin 1908-1909 og nokkru eftir heimkomuna kenndi hann þremur félögum sínum spilið og árið 1910 hófu þeir að spila bridge reglu- lega, einu sinni til tvisvar í viku. Félagar Björns í hinni fyrstu bridge- sveit voru Andrés og Lárus Fjeldsted lögfræðingur og Kristján Linnet. Spiluðu þeir af miklu kappi og gleymdu oft öllu nema spilunum og áttuðu sig stundum ekki fyrr en nýr dagur rann. Andrésar naut ekki lengi við því hann lést á besta aldri og tók Sveinn Björnsson hæstaréttarlögmaður, síð- ar fyrsti forseti íslands, sæti hans í' sveitinni. Þá hvarf Kristján Linnet úr bænum og gerðist sýslumaður úti á landi og kom Ólafur Thors, síðar forsætisráðherra, þá í félagsskapinn. Fleiri merkir menn voru viðriðnir þessa fyrstu bridgesveit á íslandi og má þar nefna Pétur Zóphóníasson ættfræðing og Tryggva Þórhallsson forsætisráðherra, svo nokkrir séu nefndir, og þessir menn allir kenndu mörgum spilið.“ Byrjaði innan við fermingu Það er greinilegt að bridge var í fyrstu heldri manna spil á íslandi eins og annars staðar úti í heimi. Sjálfur segist Hallur, sem er 64 ára, reyndar hafa verið komungur þegar hann byrjaði að spila. „Ég var innan við fermingu. Það var spilað heima hjá mér og ég horfði á. Þegar fjórða mann vantaði tók ég þátt.“ Hallur var tíu ára þegar fyrsta bridgekeppnin var háð á íslandi 1937. Hallur Símonarson, blaðamaður og margfaldur við vinnslu frétta af heimsmeistaramótinu í Yokohama fyrir DV. Sveinn Björnsson forseti og Ólafur Thors forsætisráðherra voru báðir fyrstu bridgesveitinni á íslandi. Sigurvegari í keppninni var sveit Lámsar Fjeldsted og segir Hallur það ánægjulegt að brautryðjendurnir skyldu bera sigur úr býtum í fyrstu bridgekeppninni hérlendis. Fyrsta tvímenningskeppnin var háð í ársbýijun 1938 og sigruðu systkinin Kristín og Óskar Norð- mann í henni. Kona fyrsti bridgefræðingurinn Að sögn Halls var Kristín, eigin- kona Páls ísólfssonar tónskálds, fyrsti íslendingurinn sem lagði stund á bridgefræði. „Hún fór á námskeið annaðhvort i Danmörku eða Eng- landi og kynnti sér þar sagnreglur Bandaríkjamannsins Culbertson, sem var frægasti bridgespilari heims á millistríðsárunum, og fleira bridge- inu viðkomandi. Þegar hún kom heim fór hún að kenna bridge, auk þess sem hún skrifaði um bridge í Frá Evrópumeistaramótinu í Dublin 1967 þegar sveit íslendinga malaði Frakka. islendingar voru í öðru sæti fram á síðasta dag en töpuðu þá fyr- ir Pólverjum. Til vinstri á myndinni má sjá Hall Símonarson í úrspili en fyrir aftan Hall situr Hörður Þórðarson bankastjóri. Kona Harðar, Ingibjörg Oddsdóttir, fylgist með við hornið á spilaborðinu. Hinum megin við hana er einn frægasti bridgespilari Frakka gegnum árin, Henry Svarc. Spilafé- lagi Halls var Þórir Sigurðsson veðurfræðingur. dagblaðið Vísi. Síðar gaf hún út kennslubók um bridge." Til gamans má geta þess að Kristín var amma Guðmundar Páls Arnar- sonar heimsmeistara sem er í hinum frækna landsliðshópi í Japan. Guð- mundur er skólastjóri Bridgeskólans og ritstjóri Bridgeblaðsins. Hallur segir að um 1940 hafi bridge- ið fariö að færast í það form sem við þekkjum nú. Bridgekeppni innan- lands hafi orðið daglegur viðburður eftir að Bridgefélag Reykjavíkur var stofnað og árið 1947 hafi verið ráöist í það mikla fyrirtæki að bjóða hingað erlendri bridgesveit. Stórsigur íslendinga „Besta bridgesveit Englands varð fyrir valinu en hún beið lægri hlut fyrir bestu spilurum okkar, þeim Arna M. Jónssyni, Benedikt Jó- hannssyni, Einari Þorfinnssyni, Gunnari Pálssyni, Herði Þórðarsyni og Lárusi Karlssyni. Þetta var stór- sigur fyrir íslenska bridgemenn. Þessi enska sveit, með Harrison- Grey í broddi fylkingar, varð Evr- ópumeistari í bridge 1948 til 1950.“ Að sögn Halls varð Harrison-Grey mjög hrifinn af íslenskum bridgespil- urum og það var mest fyrir hans áeggjan að íslensk sveit var send á Evrópumeistaramótið í Kaupmanna- höfn 1948. Síðan hafa íslenskar sveit- ir oft farið utan til keppni. Minnis- stæðast segir Hallur það hafa verið þegar sveit Harðar Þórðarsonar náði þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu í Brighton 1950. Islendingar í Evrópusveit „Það varð til þess að tveir menn úr sveitinni, Einar Þorfinnsson og Gunnar Guðmundsson, voru valdir í Evrópusveitina sem spilaði um fyrsta heimsmeistaratitilinn á Bermúda árið eftir. Evrópusveitin varð í öðru sæti á eftir Bandaríkja- mönnum og þótti hlutur íslensku spilaranna þar einna mestur. Sveit Stóra-Bretlands varð í þriðja sæti en þessar þrjár sveitir tóku þátt í fyrstu keppninni um Bermúda-skálina sem íslendingar hampa nú. Eftir þessa keppni skrifaði Harrison-Grey um íslensku spilarana og lauk grein sinni með þeim orðum að ísland og öll Evrópa gætu verið stolt af þeim.“ Hallur segir að þó að keppni í bridge hafi farið fram á íslandi síðan 1937 hafi íslandsmót ekki verið háð fyrr en á Akureyri 1949. Þá spiluðu aðeins fjórar sveitir og sigraði sveit Lárusar Karlssonar frá Reykjavík. Auk Lárusar skipuðu hana Guðlaug- ur Guðmundsson, Ingólfur Isebam og Torfi Jóhannsson. Árið 1958 varð Hallur fyrst íslands- meistari. Fimmtán ár eru síðan hann hætti keppni að mestu. Grunnt hefur þó verið á keppnisskapinu undan- fama daga. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.