Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Page 32
44
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991.
★
Menning
Síðustu ljóða-
þýðingar Geirs
Geir Kristjánsson lést nú á dögunum, tæplega sjötug-
ur. Þar hvarf sérkennilegur höfundur og vandvirkur.
Það er leitt að hann skyldi ekki senda frá sér fleiri
smásögur eftir að Stofnunin birtist fyrir þrjátíu og
fimm árum, þar var ýmislegt afar vel gert.
Geir var annars kunnastur fyrir ljóðaþýðingar úr
rússnesku. Skömmu fyrir andlát hans birtist þessi bók
með tæplega þrjátíu ijóð, flest eftir Rússa. Anna Ak-
hmatova á þrjú þau fyrstu en hér eru líka Esénín,
Majakovski og Pasternak. Einnig núhfandi skáld: Ev-
úsjenko (+ ljóð), Voznésénskí, Holín, Sabgín. Tvö þau
síðustu eru neðanjarðarskáld, svo sem frá segir í gagn-
legum eftirmála um skáldin. En hér eru einnig ljóð
eftir Garcia Lorca, Rafael Alberti og fleiri, m.a. einn
Canto og hluti annars eftir Ezra Pound.
Það yrði helst fundið að þessu kveri hve lítiö það er
og þó dreift, þessi ljóð eiga svo lítið sameiginlegt. En
kverið nýtur sín vel sem viðbót við aðrar bækur Geirs,
flest skáldin hér eru þau sömu og í þýðingasafni hans,
Undir hælum dansara, sem birtist 1988. Ekki er ég læs
á rússnesku en það litla sem ég gat hér borið saman
við frumtexta var afar vel þýtt. Flestu er skilað af
mikilli nákvæmni, með þeirri einkennilegu undan-
tekningu þó að kalla „hard luck stories" grobbsögur,
þettar merkir hrakfallasögur. „A curtain of cloud“ er
hér á eftir þýtt sem „veggur úr skýi“ og fer ekki illa
á. En hér er líka haldið hrynjandi frumtextans og
umfram allt stílblænum. Það er sérstaklega heillandi
í Kantóum Ezra Pound og leitt að Geir skyldi ekki
þýða fleiri.
Lítum hér á 49. söng Pounds. Sviðið er einhvers stað-
ar í Kína. Erfiðara yrði að segja hvenær því það skipt-
ir ekki máh. Mér virðist meginatriði þessa ljóðs að
afneita hefðbundinni túlkun á mannkynssögunni eins
Bókmenntir
Örn Ólafsson
og reyndar víðar í þessu mikla ljóðasafni. Hvað eftir
annað er þar rifjað upp eitthvert sögulegt skeið, ljóðið
gerist á tímum Dantes eða annarra kunnra persóna í
mannkynssögunni, ekki síst í Suður-Frakklandi eða á
Ítalíu. En í stað þess að skapa minnisstæða persónulýs-
ingu eöa þjóðlífsmynd eða fylgja framsetningu sagn-
fræðibóka eru útmáluð hversdagslegustu fyrirbæri,
að ekki sé sagt lágkúrulegustu; erindisleysa og þvæl-
ingur. Útkoman verður áhersla á tíðindaleysi og eilíft
bjástur mannlífsins. Þannig hefur þessi kunni fasisti,
Pound, skapað einhveija alþýðlegustu mannlífsmynd
umliðinna alda sem kunn er og hefðu margir sósíalist-
ar mátt öfunda hann af.
í þessu ljóði er lýst ferð en alveg er óljóst hver er á
ferð, hvert eða til hvers. Því ríkir hér hið sammann-
lega. Einmitt við það að nefna sögulega persónu, Tsing,
og ártal verður hið ósögulega enn meira sláandi því
að lesandi getur ekki tengt þetta við neitt, þessi sögu-
legi fróðleikur verður honum því einskisverður og
sama má segja um óljósar vísanir til sögu Kína í næsta
erindi. Út yfir tekur þegar heilt erindi er á kínversku,
skýringalaust. En þetta er dæmigert fyrir Pound, þótt
oftar séu svona tilvitnanir á fornpróvensölsku eða ein-
hverri forriri ítalskri mállýsku þá er undir hælinn
lagt hvort nokkur lesandi skilur. Þetta er sams konar
tillitsleysi við lesendur og endalausar romsurnar um
htilvæg atriði en allt er þetta þó einkennandi fyrir
stund og stað, þannig verður ljóðasafnið þeim mun
víðfeðmara um mannkynssöguna.
Þetta ljóð er mjög myndrænt, hér birtist vítt svið í
ljósi og skuggum, lit, hreyfingu og sérkennileg fyrir-
bæri. Ekki fæ ég séð neinn kjarna í þessu sem einstök
atriði sameinist um. Enda er það niðurstaða ljóðsins
í næstsíðasta erindi; lífið er meiningarlaust. Margt ber
Geir Kristjánsson.
hér heldur kuldalegt yfirbragð: „eyðilegt, frosnu, aus-
andi regn, gráti, hvassir reknaglar, kaldur söngur"
o.s.frv. En töluvert er líka af hinu taginu; „Bátur hverf-
ur í silfur; sól glampar, dimmrauð veifa grípur sólsetr-
iö“ o.s.frv. Sameiginlegt er aðeins meiningarleysið.
Út af vötnunum sjö og höfundarlaus þessi stef:
Regn; eyðilegt íljót; bátsferð.
Eldur úr frosnu skýi, ausandi regn í ljósaskiptunum
Undir káetuþaki logaði lukt.
Sefið er þungt; svignar;
og bambusviöurinn talar eins og hann gráti.
Kvöldið er eins og veggur úr skýi,
mistur yfir gárum; og í gegnum það
hvassir langir reknaglar kaneltrésins,
kaldur söngur í seft.
Úr hæðunum bjólluhljóð múnks
berst um með vindi.
Segl fór hér hjá í apríl; kann að koma á heimleið í október
Bátur hverfur í silfur; hægt;
Sól glampar ein á fljótið.
Þar sem dimmrauð veifa grípur sólsetrið
Rjúka skorsteinar strjálir í tvílýsinu
Kemur svo snjór snerrinn á fljótið
Og heimur grefst undir jaða
Smár bátur flýtur líkt og lukt,
Ólgandi vatnið kekkjast eins og af kulda. Og við San Yin
eru þeir makráöastir manna.
, Villigæsir hópast niður á sandrifið
Ský safnast saman kringum rof ljórans
Opið vatn; gæsir hefja oddaflug meö haustinu
Blákrákur garga yfir luktum fiskimannanna.
Ljós þokast hægt með sjónarröndinni í norðri;
þar sem litlir drengir prika í steina eftir kampalömpum.
Ár sautján hundruö kom Tsing til þessara vatna uppi í
ásunum.
Ljós þokast hægt með sjónarröndinni í suðri.
Ríki sem malar gull ætti með því að komast í skuldir?
Þetta er höfuðskömm; þetta er Geryon.
Þessi skipaskurður liggur ennþá til TenShi
þótt gamli kóngurinn léti gera hann sér til yndisauka
KEI MEN RAN KEI
KIIU MAN MAN KEI
JITSU GETSU KO KWA
TAN FUKU TAN KAI
Sól upp; vinna
sólarfall; hvílast
grafa brunn og drekka af vatninu
pæla akur; eta af kominu
Heimsríki er? og okkur, hvað er það?
Hið fjórða; vídd kyrrðarinnar.
Og tryggt vald yfir villidýrum.
Geir Kristjánsson:
Dimmur söngur úr sefi.
Ljóöaþýðingar.
Hringskuggar 1991. 45 bls.
Johnny Utah (Keanu Reeves) og Utah (Patrick Swayze) i fallhlífarstökki.
Bíóhöllin - Þrumugnýr ★★★
Orkanbrun
Kathryn Bigelow er færasta kvikmyndakona Hollywood og þeir eru
heldur ekki margir karlmennirnir sem slá henni við i hasarmyndagerð.
5 ára gömul vampíruhrollvekja hennar, Near Dark, er ein besta mynd
hennar en hefur aldrei sést hér og tryllirinn Blue Steel var vægast sagt
öðruvísi.
Brimbrettamenn eru nýjasta viðsfangsefni hennar og í þessu tilfelli eru
þeir adrenalínsfíklar með of mikil karlhormón í sífelldri leit að hinu end-
anlega „kikki“, hvort sem er á láði, legi eða lofti. Þetta er líka löggumynd
og FBI grunar að á meðal brimbrettaranna leynist hópur bankaræn-
ingja. FBI sendir því einn úr röðum sínum í hóp þeirra.
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Kathryn gerir ekki neina venjulega löggumynd heldur leggur meiri
áherslu á áhrifin sem Zen-goð brimbrettaranna, Bodhi, hefur á hinn unga
og óreynda FBI-mann, Utah og þær breytingar sem verða á honum. Sál-
rænt stríð þeirra er miskunnarlaust og gerir myndina matarmeiri en
dæmigerða spennumynd.
Hasarinn er samt aldrei langt undann og hann er sviðsettur á kröftug-
an hátt og geysivel myndaður og klipptur. Brettabrun, fallhlífarstökk,
eltingaleikir og byssubardagar koma með jöfnu millibili og grípa athyg-
lina þegar sagan fer að gliðna. í raun hefur við gerð myndarinnar verið
færst of mikið í fang og ekki tekist að vinna nægilega vel úr öllu efninu
sem farið var af stað með. Þetta kemur mest niður á persónum Utah og
Bodhi. Keanu Reeves hefði mátt vera betri Utah en Patrick Swayze er
fínn Bodhi.
Bigelow og eiginmaður hennar, James Cameron, áttu bæði mikil ítök
í handritinu en fengu það ekki metið á endanum.
Point Break (Band - 1991) Leikstjórn: Kathryn Bigelow (The Loveless) Leikarar:
Keanu Reeves (Parenthood, I Love You to Death), Patrick Swayze, Lori Petty,
Garey Busey (Predator 2, Carny), John C. McGinley (Wall Street).
Kvikmyndahátíð í Reykjavík - Launráð ★★
Vonlaustmál
Nokkuð spennandi mynd um pólitískt leynimakk í gamla heimsveld-
inu. Góðir leikarar hjálpa mikið.
Morðið á amerískum mannréttindafrömuði á N-írlandi hrindir af stað
lögreglurannsókn sem á eftir að leiða í ljós ýmislegt misjafnt. Kona fröm-
uðarins og aðalrannsóknarmaðurinn leggjast á eitt en þegar böndin fara
að berast að háttsettum mönnum fer að hitna í kolunum.
Leikstjórinn Loach hefur unnið mikið við heimildarmyndir og ef hand-
ritshöfundurinn segir satt og rétt frá, eins og hann heldur fram, er þetta
nokkurs konar heimildarmynd líka. Þetta er nokkuð spennandi mál en
frásögnin er ekki æsileg og það fer meiri tími í að predika pólitískt en í
skotbardaga og eltingarleiki. Handritshöfundurinn hefur ekkert verið að
leggja sig í líma viö að gera söguna sölulega eða krydda hana. Hún er
líka látlaust gerð og treyst á handritið. Góður leikhópur sér um að halda
uppi fjörinu. Brian Cox leikur lögguna en hann var fyrstur rnanna til aö
leika mannætuna víðfrægu Hannibal the Cannibal í kvikmyndinni Man-
hunter. Hann er stórgóður hér líka. Francis McDormand (Darkman) leik-
ur konuna, en Brad Douriff mann hennar. Sænski leikstjórinn og leikkon-
an Mai Zetterling (The Witches) fer með lítið hlutverk.
Hidden Agenda
Bresk - 1990, islenskur texti.
Handrit: Jim Allen. Leikstjórn: Ken Loach.
Stökur og ljóð
Bók þe9si er um 90 bls. og ljóðin eru litlu
færri því flest eru þau stökur. Ekki eingöngu
ferskeytlur, einnig limrur. En þetta er ámóta
lífvænlegt og algengt er um stökur, nær allt
frá stiröbusalegum barningi upp í venjulega
hagmælsku. Betri stökur birtast um hverja
helgi í DV. Fyrsta stakan lýsir bókínni því á
tvennan hátt vel:
Ég hóa saman oröum eins og
hjarðmaður sá fé
sem hefur á gaddinn beitt.
Honum þykir vænt um þaö þótt
horgemlingar sé
og hnífur hans komist ekki í feitt.
Nú er þetta dæmi ekki af betra taginu en
ástæðulaust væri að minnast á þessa bók ef
Bókmenntir
Örn Ólafsson
ekki kætni til 4. bálkur hennar af fimm, það
eru tíu ljóð. Lengst er „Fimm tilbrigði um
kvöldblæinn" og í fleiri ljóðum reynir skáld-
iö að fanga hugblæ andartaks á mörkum, í
breytingu. Þar koma fyrir skondnar líking-
ar, svo sem í eftirfarandi ljóði, þar sem fjalli
l kvöldrökkri er lýst eins og mannvera væri
að hátta sig. Annað í náttúrumyndinni fellur
inn í þá líkingu, skarður máni minnir á
snaga, jökull á rekkjulín og fyrst skyggir
neðst í fjallshlíðinni:
Náttmál
Fjallið hengir skýjahattinn sinn
á snaga tunglsins
dregur nóttina upp fyrir enni
og hverfur á vit
jökultærra drauma.
Næsta ljóð gerir hversdagslega sýn annar-
lega með því aö lýsa tunglinu sem leifum
horfinnar framandlegrar veru. Andstæöan
við þaö sem var dregur skarpt fram eyðilegt
tóm kyrrs sviðsins þar sem fullt tunglið
drottnar:
Máninn
Máninn er hrímgaður skjöldur
skilinn eftir
á himneskum vígvelli
herguðinn sem bar hann
löngu fallinn.
Spjaldvisur II
Ijóð eftir Hallberg Hallmundsson
Brú 1991.