Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Page 47
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. 59 Afrnæli Stefán Einar Stefánsson Stefán Einar Stefánsson rafverk- taki, Lækjarhvammi 2, Búðardal, verður sextugur á morgun. Starfsferill Stefán fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð en ólst upp að Fossi í Hofsárdal viö Vopnafjörð. Hann hefur starfað sem rafverk- taki í Búðardal frá 1964 og rekur þar nú verslun ásamt konu sinni. Stefán er formaður Félags raf- verktaka Vesturlands og hefur verið mjög virkur í öllum félagsmálum staðarins. Fjölskylda Stefán kvæntist 25.12.1954 Ásu Stefánsdóttur, f. 14.11.1935, verslun- armanni. Hún er dóttir Stefáns Ei- ríkssonar, d. 14.8.1978, og Guðnýjar Guðnadóttur. Þau bjuggu lengst af í Keskaupstað. Stefán og Ása eiga fimm dætur. Þær eru: Bergþóra, f. 10.11.1954, húsmóðir, búsett í Neskaupstað, gift Elmari Halldórssyni og eiga þau þrjú börn; Guðný, f. 31.3.1957, hús- móðir, búsett í Reykjavík, var gift Per Ola Skarstad, d. 2.10.1982, og átti með honum eina dóttur; Þuríð- ur, f. 28.7.1960, húsmóðir, búsett í Reykjavík, gift Birni Kristjánssyni og eiga þau þrjár dætur; Aldís, f. 31.5.1963, húsmóðir, búsett í Nes- kaupstað og á tvær dætur; og Þóra Stefanía, f. 24.12.1965, húsmóðir, búsett í Reykjavík, í sambúö með Karli Eggertssyni og eiga þau fjögur börn. Bróðir Stefáns er Sigurður, f. 20.9. 1925, kvæntur Dýrleifu Kristjáns- dóttur, búsettur í Kópavogi og á sjö börn. Foreldrar Stefáns voru Stefán Ágúst Stefánsson, f. 6.8.1886, d. 6.1. 1973, kennari, og Þóra Þórðardóttir, f. 27.8.1904, d. 15.7.1932, húsmóðir. Foreldrar Þóru voru Þórður Þórð- arson, f. 23.4.1874, d. 12.12.1934, frá Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, og Bergljót Gestsdóttir, f. 3.10.1872, d. Stefán Einar Stefánsson. 22.4.1968, frá Ormsstöðum í Valla- hreppi. Stefán Einar var sendur í fóstur til móðurforeldra sinna að Fossi í Vopnafirði er móðir hans lést. Afmælisbarnið verður að heiman á afmælisdaginn. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR auglýsir hér með eftir knattspyrnuþjálfurum til að þjálfa tvo af yngri flokkum félagsins. Umsóknir óskast sendar fyrir 15. október, merktar: Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild Hlíðarenda v/Laufásveg 101 Reykjavík TILBOÐ ÓSKAST Tilboð óskast í vörubifreið, Scania 85, árgerð 1971. Bifreiðin er tveggja hásinga, ekin ca 500 þús. km og er til sýnis í áhaldahúsi Selfossbæjar að Austur- vegi 52. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri áhaldahúss í síma 98-21388. Tilboðin verða opnuð í tæknideild Selfossbæjar, Austurvegi 10, fimmtudaginn 17. okt. kl. 14.00. Áhaldahús Selfossbæjar „Ólst upp við sönginn heima" - segir Móeiður Júníusdóttir, ung söngstjama á uppleið Móeiður Júniusdóttir, ný söngstjarna sem eflaust á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Ljósmynd Lárus Karl. „Ég söng víða í sumar og þá aðal- lega blús og djass á hinum ýmsu stöð- um. Ætli ég hafl ekki fyrst komið fram í söngvarakeppni framhalds- skólanna," segir Móeiður Júníus- dóttir, 19 ára menntaskólanemi, sem þykir hafa slegið í gegn í nýrri sýn- ingu á Hótel íslandi. Móeiður er ekki vel þekkt meðal almennings en engu að síður hefur hún sungið talsvert á veitingahúsum bæjarins. Móeiður hefur farið á milli þeirra með sitt eigið prógramm og flutt slagara og djasslög við undirieik jafnaldra síns, píanóleikarans Karls Olgeirs 01- geirssonar. Móeiður segist alla tíð hafa haft áhuga á söng enda sé mikið sungið í fjölskyldunni. Móðir hennar, Guö- rún Guðlaugsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, var í söngnámi áður fyrr og söng öll þau lög sem Móeiður syngur á Hótel íslandi um þessar mundir fyrir hana sem barn. „Þess vegna þekkti ég þau svona vel,“ út- skýrir hún. Systir Móeiðar, Ásgerð- ur, er í Söngskólanum þar sem hún er að læra óperusöng og bræður hennar tveir eru í bílskúrshljóm- sveitum. Móeiður er sjálf að læra söng hjá Guðmundu Elíasdóttur og hefur lært á píanó frá bamsaldri. „Fyrir þremur árum tók ég þátt í undankeppni söngvarakeppni fram- haldsskóla og sigraði fyrir MR. Það ár fór aldrei fram aðalsöngkeppni þannig aö ég tók aftur þátt ári síðar, sigraði aftur fyrir MR, og hafnaði í öðm sæti keppninnar með laginu Bláu augun þín,“ segir Móeiöur. í þessari sömu keppni varð Páll Hjálmtýr Hjálmtýsson í þriöja sæti og kynntust þau Móeiður allvel. Þau komust að því að áhugi þeirra á tón- list fór saman og varð úr að þau stofnuðu Jassband Reykjavíkur sem hélt nokkra tónleika. Þar á eftir ákvað Móeiður að fara ein af stað með píanóleikara og syngja sín uppá- haldslög. Það var síðan Jón Ólafsson Bítla- vinur sem óskaði eftir að Móeiður yrði með í sýningunni á Hótel ís- landi. „Ég þurfti talsverðan umhugs- unarfrest í fyrstu en vegna þess að mér þykir gaman að syngja ákvaö ég að slá til. Viðtökumar hafa verið frábærar og fólkið í salnum cdveg æðislegt,“ segir þessa unga söng- kona. Móeiöur er á síðasta ári í Mennta- skólanum í Reykjavík og hefur hug á aö halda áfram söngnámi þó ekki hafi hún hug á að leggja söng fyrir sig. Hún segist hafa áhuga á öllum tegundum tónlistar og ekki síst klas- sík þar sem hún hafi lært á píanó. „Það má segja að áhuginn sé allt frá rappi upp í klassík," segir Móeiður Júníusdóttir sem eflaust á eftir að láta aö sér kveða í framtíðinni á sviði tónhstar. -ELA KÁNTRÝ KRÁIN BORGARVIRKINU Laugardag: Borgarsveitin með Bjarna Ara Sunnud: Borgarsveitin með Önnu Vilhjálms Snyrtilegur klæðnaður Aldurstakmark 23 ár BORGARVIRKIÐ Þingholtsstræti 2, sími 13737 Styrkir til háskólanáms í Noregi og Svíþjóð 1. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til framhaldsnáms við háskóla í Noregi skóla- árið 1992-93. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Um- sóknir skal senda til: Norges almennvitenskapelige forskningsrád, Sandakerveien 99, N-0483 Oslo 4, fyrir 1. mars nk., og lætur sú stofnun í té um- sóknareyðublöð og frekari upplýsingar. 2. Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám í Sví- þjóð námsárið 1992-93. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlað- ir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Sérstök athygli er vakin á því að umsækj- endur þurfa að hafa tryggt sér námsvist við sænska stofnun áður en þeir senda inn umsókn. Styrkfjár- hæðin er 6.440 s.kr. á mánuði námsárið, þ.e. í 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Umsóknir um styrkina skulu sendar til Svenska Institutet, Enheten för utbildnings- och forskningsutbyte, box 7434, S-103 91 Stock- holm, og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknareyðu- blöð fram til 1. desember nk. Menntamálaráðuneytið 11. október 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.