Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991. Fréttir_____________ Heimta þjóðar- atkvæði „Samstaða ítrekar aðvaranir slnar vegna þessa samnings og hvetur landsmenn til að skrifa undir kröfu samtakanna um aö hann verði borinn undir þjóðar- atkvæði," segir í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum Samstööu um óháö ísland sem gefm var út vegna EES-samninganna sem náöust í Lúxemborg í fyrrinótt. Segir að flskveiðimálin ein og sér heföu aldrei réttlætt þennan samning þótt allar kröfur íslend- inga hefðu náð tram aö ganga á því sviði, Segir að ef samningur- inn um EES verði staðfestur á Alþingi muni hann hafa afdrifa- ríkar afleiöingar fyrir ísland. Ennfremur segir: „Með samnlngnum munu ís- lendingar afsala sér verulegum hluta af sijórntækjum sínum í efnahags- og atvinnumálum og hluta af sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Það yrði mikiö óheillaspor." -hlh Jóhannes Gunnarsson: Aukinsam- keppni til góðs fyrir budduna „Ég hef engan samning séð. Þaö er enn verið að ganga frá ákveðn- um þáttum í rammasamningi. Þess vegar er erfltt að tjá sig um þessa samninga. Ég hef hins veg- ar sagt að út frá þröngum neyt- endasjónarmiðum sé ljóst að þátttaka íslands í þessu Evrópu- samstarfi muni leiða af sér að ; neytendalöggjöf verði betrum- bætt hér á landi. Við erum á eftir öðrum Evrópuþjóðum. Við verð- um að taka okkur tak í þessum efnum ef við ætlum að vera með í þessu Evrópusamstarfi. Þama er strax komínn ávinningur fyrir neytendur í kjölfar EES-samn- inga," sagði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna, um samninginn um evr- ópskt efnahagssvæði, EES. „Víð sjáum fyrir okkur vaxandi samkeppni hér á landi, sem og í allri Evrópu, um vörur og þjón- ustu. Við sjáum fyrir okkur að verð á ýmissi vöru og þjónustu muni væntanlega lækka við sam- keppnina og koma sér vel fyrir almenning. Það er til dæmis talað um að bankar og tryggingafélög taki mikið til sín. Með samning- unum er verið að opna dyr hvað það varðar. Þama er að tvennu leyti ávinningur fyrir neytendur en aö sjálfsögöu er verið aö gera samning um miklu stærra og meira mál sem hver og einn verð- ur að gera upp við sig.“ Jóhannes sagöi að þó auövelt væri aö sjá ákveðínn ávinning fyrir neytendur í EES-samning- um væri hins vegar spuming hvort einvörðungu væri um skammtímaávinning að ræða. Þannig væri ekki til bóta ef at- vinnulíf hér hryndi í kjölfar EES-samninga. -hlh Lánskjaravísitala: Hækkun um 4,2prósent Lánskjaravísitala fyrir , nóv- ember hefur verið reiknuö út. Veröur hún 3205. Er um aö ræða 0,34 prósent hækkun frá lán- skjaravísitölu óktóber. Ef hækk- unin er umreiknuð til árshækk- unar nemur hækkunin frá. sið- asta mánuði 4,2 prósentum. Hækkunin síðustu 12 mánuði nemurþá9,lprósenti. -hlh Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið: Verður ekki borinn undir þjóðaratkvæði - segja Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson Margir aðilar hér á landi haida því fram að hluti samningsins um evr- ópska efnahagssvæðið sé ákveðið fullveldisafsal fyrir okkur íslend- inga. Þar er einkum bent á tvennt. Annars vegar evrópska dómstólinn, sem hægt er að senda ágreiningsmál þjóðanna til, og hins vegar þann möguleika útlendinga að kaupa jarð- ir hér á landi. Þess vegna voru þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin utanríkisráöherra spurðir aö þvi hvort ríkisstjómin ætlaöi aö efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um samninginn. „Það er misskilningur varðandi dómstólinn að hann sé fullveldisaf- sal. Dómstóllinn fjallar eingöngu um það hvort menn brjóti þá samninga sem gerðir eru milli EFTA, sem við eram aðilar að, og Evrópubandalags- ins. Hann er því ígildi gerðardóms. Hann breytir því engu um okkar full- veldi. Það má segja að um leið og við gerum slíkan samning skeröum við okkar fullveldi eitthvað eins og þegar við gerðum samning um aöild að Sameinu þjóðunum og Atlantshafs- bandalaginu og aðiid að Mannrétt- indadómstólnum. Ég held aö engin ríki, sem eru aöilar að þessum samn- ingi, ætli að hafa þjóðaratkvæöa- greiðslu og þess vegna er engin ástæða til að láta fara fram þjóðarab kvæöagreiðslu. Ef við værum að ganga í EB myndi ég leggja til þjóðar- atkvæðagreiðslu," sagöi Davíð Odds- son. „Hér er um að ræða venjulegan milliríkjasamning. Hann felur ekki í sér nokkurt afsal á einu né neinu hvað þá fullveldisafsal. Þess vegna er engin ástæða til að láta þjóðarat- kvæðagreiðslu fara fram um hann,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Því má bæta við að ekki er gert ráð fyrir að samningurinn komi til af- greiðslu Alþingis fyrr en eftir ára- mót. -S.dór Þykist þú svo eiga bilinn? Þessi köttur hafði komið sér vel fyrir á húddinu þegar Ijósmyndari DV hafði lokið leiðangri sinum. Kisi var ekkert á því að gefa hvildarstaðinn eftir. DV-mynd JAK Ari Skúlason um erlent vinnuaíl: „Norræna“ ákvæðið náðist ekki fram „Ég held að þessi samningur um evrópska efnahagssvæðið muni ekki hafa mikil áhrif á íslenska verkalýös- hreyfingu," sagði Ari Skúlason, hag- fræðingur Aiþýðusambands íslands, í samtali við DV. Hann benti að vísu á að fólk frá þessu svæði þyrfti ekki að sækja um atvinnuleyfi hér á landi eftir 1. jan- úar 1993. Nú erum við meö tvískipt kerfi í þessum efnum. Við erum með sameiginlegan norrænan vinnu- markað þar sem hver getur komið og farið eins og hann vill. Fólk frá öllum öðrum löndum þarf að sækja um atvinnuleyfi og þarf að leita um- sagnar stéttarfélaga á því. Þar er því ákveðin fyrirstaða. „Það sem gerist núna er að öll Vest- ur-Evrópa fer inn í norræna samn- inginn eftir 1993. Það þýðir að Port- úgali eða Spánverji hefur alveg sama rétt til vinnu hér á landi og Dani eöa Norðmaður hafa í dag, svo að dæmi sé tekið. Þaö má svo aftur spyrja sig hvort maður búist við að hér fyllist allt af erlendu fólki sem vill fá vinnu. Það er vissulega möguleiki og þá vaknar spurningin hvaöa möguleika við höfum til að stöðva slíkt inn- streymi fólks. í norræna samningn- um höfum við einhliða möguleika á að stööva innstreymi vinnuafls frá Norðurlöndum. Það var lagt af stað með slíka kröfu í samningana um evrópska efnahagssvæðið. Það hefur hins vegar ekki náöst fram. Aftur á móti er í samningnum almenn örygg- isklásúla, ef til kemur félagsleg eða efnahagsleg röskun af völdum samn- ingsins, þá er möguleiki á að þjóð geti gripið í taumana og það einhliða ef brýna nauðsyn ber til. Þá um leiö getur sú þjóð sem slíkt myndi bitna á lokað á vinnuafl frá íslandi eða með öðrum orðum svarað í sömu mynt,“ sagöi Ari. Hann sagði aö enda þótt-ef til vill væri lítil hætta á að hér fylltist allt af útlendingum yrðu fyrrnefnd varn- aðaratriði að vera í lagi. íslensk verkalýðshreyfing myndi aldrei sætta sig við annað en að svo væri. Hann sagðist viss um að Vestur- Evrópubúar myndu koma til lands- ins í atvinnuleit. Pólverjar, sem þurfa atvinnuleyfi, yrðu ef til vill að víkja fyrir Portúgölum sem ekki þurfa atvinnuleyfi eftir 1993. Þess vegna sagöi Ari aö nauðsyn- legt væri að ganga þannig frá hnút- unum að það fólk sem hingað kemur vinni á algerlega sömu kjörum og íslendingar en færu ekki aö undir- bjóða sig í launum. Verkalýðshreyf- ingin myndi aldrei samþykkja slíkt. Þetta atriði er ekki inni í samningun- um um evrópska efnahagssvæðiö og það yrði því að tryggja með löggjöf hérálandi. -S.dór Dómur Hæstaréttar yfir 21 árs karlmanni: Dæmdur í f angelsi í eitt ár fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt 21 árs karlmann, Sigurjón Gunnar HaU- dórsson, í eins árs fangelsi fyrir að hafa nauögað stúlku á heimili sínu í íbúðarhúsi í Hafnarfirði aðfara- nótt sunnudagsins 2. desember 1990. Hæstiréttur staðfesti dóm Sakadóms Hafnarfjarðar sem kveðinn var upp af Höllu Back- mann Ólafsdóttur 11. júní 1 sumar. Maðurinn og stúlkan höfðu þekkst í um einn mánuð þegar at- burðurinn átti sér stað. Höfðu þau -hist nokkrmn sinnum á þeim tíma en vom þá ávaUt með öðra fólki. Maðurinn bjó þá í Hafnarfirði en átti lögheimiU á SnæfeUsnesi. Aðfaranótt sunnudagsins 2. des- ember voru maðurinn og stúlkan í boði með öðru fólki og var áfengi haft um hönd. Hann bauð henni síðan heim til sín og hélt stúlkan að fleiri myndu koma þangað. Síð- an kom í ljós að fleiri komu ekki. Við svo búið kom maðurinn fram vUja sínum við stúlkuna með of- beldi. Stúlkan yfirgaf heimUi hans eftir ódæðisverkið snemma um morguninn og kærði atburðinn samdægurs til lögreglu. Maðurinn viðurkenndi að hafa þröngvað stúlkunni tíl samræðis við sig og var honum sleppt að loknum yfirheyrslum hjá lögreglu án þess að til kæmi úrskurður um gæsluvarðhald. Maðurinn beitti stúlkuna ofbeldi og hélt meðal ann- ars fyrir munn hennar er hún ætl- aði að kalla á hjálp. Stúlkan barðist um af öllu afli tU að forðast ágengni mannsins. í niðurstöðu Sakadóms Hafnaríjarðar segir meðal annars: „Þegar litið er til framburðar ákærða og vitnisins, sem er í meg- indráttum samhljóða, og niöur- stööu úr almennri skoðun kven- sjúkdómalæknis . . . þykir vera sannað aö ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir.“ Hæstiréttur taldi að með vísan tíl forsendna hins áfrýjaða dóms bæri aö staðfesta hann. Sigurjón Gunnar var dæmd- ur í eins árs fangelsi. Hann var einnig dæmdur tíl að greiða 100 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Ekki var farið fram á skaðabætur 1 málinu. Dóminn í Hæstarétti kváðu upp hæstaréttardómararnir Guörún Erlendsdóttir, Bjarni K. Bjamason, Gunnar M. Guðihundsson, Harald- ur Henrysson og Þór Vilhjálmsson. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.