Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991. 15 Hamlet í Háskólabíói Háskólabíó hefur verið að sýna Hamlet aö undanfórnu. Þegar ég fór núna um daginn að sjá sýning- una, reyndar í annað sinn, var sal- ur 5 nær fullur og þó búið að sýna leikritið lengi. Mér fannst athyglisvert hversu margt ungt fólk var á sýningunni. Enn á Shakespeare erindi til fólks- ins með 400 ára gömul leikrit sín. Kynngimögnuð verk snillingsins eru hafin yfir tíma. Nútímamaður- inn fmnur sjálfan sig í hinum fjöl- þættu persónum Shakespeares. Mörgum kann að fmnast borið í bakkafullan lækinn að rita kjall- aragrein um sýningu á Hamlet. Um Hamlet hefur meira verið ritað en nokkurn mann sem lifað hefur á jörðinni og vafalaust er Hamlet frægasta leikrit snillingsins Shakespeares. Núna þegar íslendingar vinna hvern stórsigurinn á fætur öðrum á hinum ýmsu sviðum kemur mér í hug að líklega sé Hamlet íslenskur að uppruna. Kvöld eitt fyrir nokkr- um árum, þegar ég sá Shakespeare- leikrit í Barbican leikhúsinu í Lon- don, þar sem The Royal Shake- speare Company sýnir, greip ég leikskrá í hönd. Þar var þess getið aö Hamlet ætti uppruna sinn að sækja í íslensku þjóðsöguna um Amlóða. Hugmyndin um að látast geggjað- ur vegna aðsteðjandi ytri hættu er gömul. Sýningin Mér fannst sýningin að mörgu leyti frábær. Leikritið er að vísu stytt og atburðarás og orðræðum vikið við. Fyrir nokkru ritaði Shakespeare- þýðandinn mikli, Helgi Hálfdánar- son, stuttan ritdóm um þessa kvik- mynd og taldi hana afleita. Fáir þekkja og skilja Shakespeare betur en Helgi. Mest lét hann fara í taug- ar sér aðlögun Páls Heiðars að Kjállarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur texta í þýðingu, þar sem hann blandar saman þýðingu Helga og þýðingu Matthíasar Jochumsson- ar. Ef til vill hefur meistara Helga sést nokkuð yfir túlkun myndar- innar vegna þess hversu starsýnt honum varð á þýðinguna. Það er auðvelt að skilja. Meistar- inn, sem þýddi öll leikrit Shake- speares, 37 að tölu, Eyðiland T.S. Eliot, grísku harmleikina og svo margt, margt, margt annað. Um ritstörf hans segir í Lyfjafræðinga- talinu: „Ritstörf: Einkum þýðingar á nokkrum ljóðum og leikritum." Að fornu var sagt „verkið lofa meistarann“. Þau eru auðvitað betri vitnisburður en allt annað. Það er vandasamt að sýna leikrit Shakespeares sem kvikmynd. Mér fmnst það takast vel í þessari mynd. Og ég verð að játa að mér finnst myndin koma vel til skila öllum aðalatriðum Hamlets. Stytting verksins dregur úr gagnsæi. Vel kemur fram hversu Hamlet óttast að fregnin um vofuna spyrj- ist út. Of snöggt er komið að því að Hamlet læst vera geggjaður og það í raun fyrst sýnt í samtali hans við Ófelíu. Frá því leikritið var fyrst sýnt hafa lærðir menn velt fyrir sér spurningunni hvort Hamlet hafi í raun verið vitskertur. Þessum þætti hefði þvi mátt gera betri skil. Leiksýningin, músagildran, þar sem Hamlet hyggst sannreyna hvort vofan hafi í raun sagt satt, tekst vel og áhorfendum verður alveg ljóst hvað vakir fyrir Hamlet. Mér fannst einkar vel til fundið aö láta hann flytja hina frægú ræðu: „Að vera eða vera ekki...“ í grafhýsinu. Efni ræðunnar verður nær áhorf- andanum í þessu umhverfi. Klaustursenan veröur í reynd engin klaustursena. Hamlet er lát- inn segja Ófelíu að fara í klaustur í tveggja manna tah þeirra tvisvar og fyrst við leiksýninguna. Þarna fær þessi setning allt aðra áherslu og annað vægi en í leikrit- „Atriðin, þar sem Hamlet ræðir við og um móður sína, eru með þeim hætti að auðveldlega vekur upp hugmyndina um Ödipusarduld.“ „Mér fannst athyglisvert hversu margt ungt fólk var á sýningunni. inu sjálfu, klaustursenunni, þar sem ljóst er að Hamlet veit að hlust- að er á þau. Þá fær setningin um klaustrið aöra merkingu vegna þess að henni er ekki síður beint til konungshjónanna og Póloníusar sem liggja á hleri. Erfiðara er að skilja atriðið eins og það er sett fram í kvikmyndinni. Póloníus er undarlega samsettur. Raunar frnnst mér hann ein af fáum per- sónum Shakespeares sem er ill- skiljanleg. Ödipusarduld Hamlets í myndinni er Póloníus, sem er ráðgjafl konungs, eins konar hirð- fífl. Undarlegt ósamræmi er í leik- ritinu sjálfu milli þeirrar visku og speki, sem Póloníus býr yfir, og hirðfíflsframkomu hans. Margt hefur verið ritað um þung- lyndi Hamlets. Leikritið lætur því ósvarað af hverju Hamiet verður ekki konungur aö föður sínum látnum. Telja verður að hluta þunglyndis hans megi rekja til þessa atriöis. Margir hafa lagt megináherslu á giftingu móður hans, hversu fljótt hana ber að. Réttirnir frá erfi- drykkjunni voru ekki kólnaðir er þeir voru reiddir fram í giftingar- veislunni. Þannig hafa ritgerðir verið skrifaðar um Ödipusarduld Hamlets. Mér fínnst þessi kvik- mynd vekja þann skilning sterkt upp. Atriðin, þar sem Hamlet ræðir við og um móður sína, eru með þeim hætti að auðveldlega vekur upp hugmyndina um Ödipusar- duld. Þangað ber því, samkvæmt myndinni, að mínum skilningi að sækja þunglyndi Hamlets að hluta í upphafi leikritsins. Auðvitað túlka menn leikrit Shakespeares á mismunandi hátt og leggja mismunandi áherslur. Um það er ekki nema gott eitt að segja. Kjarninn í leikritinu Hamlet er hins vegar dulúðugur og honum verður að koma til skila, ef menn ætla að sýna Hamlet. Það fínnst mér takast í þessari mynd. Guðmundur G. Þórarinsson Hvers vegna verða svo margir gjaldþrota? „Starf banka og lánastofnana á að vera fyrirbyggjandi...“ A undanfórnum árum hefur gjaldþrotum einstaklinga í Reykja- vík fjölgað mjög mikið. Á árinu- 1984 voru skráð gjaldþrotaskipti 119 en á árinu 1990 voru þau 695, eða nærri sex sinnum fleiri, og stefnir í álíka fjölda á þessu ári og í fyrra. Gjaldþrot einstakhnga hafa verið nokkuð til umræðu að undanfórnu og eru flestir sammála um að vandamálið sé mjög alvarlegs eðlis. Þeir sem hvað harðast hafa tekið til orða hafa sagt að stefna ætti að því að útrýma gjaldþrotum með öllu. Þá er ljóst að stórt verkefni er fyrir höndum. Skýringar á gjaldþrotum Til að háégt sé að vinna mark- visst að því að fækka gjaldþrotum á næstu árum er nauðsynlegt að vita hvers vegna einstaklingar og heimili verða gjaldþrota. Ekki er til nein einföld skýring á gjaldþrotum. Allt umhverfí bæði lántakenda og lánveitenda er þess eðlis að búast má við að fólk lendi í erfiðleikum fjárhagslega. Greiðslugeta fólks er oft ofmetin ef hún er á annað borð metin. Tek- in hafa verið alltof há lán til of skamms tíma, misgengi hefur verið á þróun lánskjaravisitölu og launa, óvæntur tekjumissir hefur verið nefndur sem ástæða gjaldþrots, fólk hefur gengist í ábyrgð fyrir ættingja og vini sem síðan hafa ekki reynst borgunarmenn og svona mætti lengi telja. Aðalatriðið er kannski að alltof margir hafa ekki þann stuðpúða í afkomu sem KjáUarinn Sólrún Halldórsdóttir þarf til að óvæntir útgjaldaliðir setji ekki allt úr skorðum. Hvaðertil ráða? Þegar um margþætt vandamál er að ræða duga engar einfaldar lausnir. Nauðsynlegt er að koma á aukinni samvinnu milli þeirra að- ila sem hlut eiga að máli. Þetta eru til dæmis bankar og lánastofnanir, lántakendur og ráðgjafaraðilar. Starf banka og lánastofnana á að vera fyrirbyggjandi, þannig að greiðslugeta einstaklinga sé alltaf metin áður en lán er veitt. Lántak- endur ættu þá skriflega að gera grein fyrir tekju- og skuldastöðu sinni. Verkefni ráðgjafaraðila, til dæmis þeirra sem fást við fast- eignasölu, eru í raun svipaös eðlis og banka og lánastofnana; þeir ættu aldrei að ofmeta greiðslugetu fólks. Mikil ábyrgð liggur hjá þess- um aðilum þegar um er að ræða þá stærstu fjárfestingu sem flestir fara út í á ævinni, þ.e. húsnæðis- kaup. Verkefni Neytendasamtakanna eru í þessu sambandi að minnsta kosti þrenns konar. í fyrsta lagi að gera kannanir á fjármagnsmark- aðnum og kostnaði samfara lán- töku, í öðru lagi upplýsingamiðlun til einstaklinga og heimila og í þriðja lagi fjárhagsráðgjöf fyrir heimili. Fjárhagsráðgjöf fyrir ein- staklinga og heimili hefur verið á boðstólum um nokkurt skeið hjá Neytendasmtökum annars staðar á Norðurlöndum. Litið er á fjárhags- ráðgjöf sem öfluga leið fyrir heim- ili til úrlausnar á greiðsluerfiðleik- um. Einkunnarorð fjárhagsráð- gjafar er „hjálp til sjálfshjálpar". Neytendasamtökin hafa í hyggju að efla starfsemi sína á þessum vettvangi. Einstaklingar verða aö gera sér grein fyrir því að einungis er skynsamlegt að taka lán fyrir því sem telja má fjárfestingu og gefur af sér arð i framtíðinni. Lán- tökur fyrir daglegri neyslu og mun- aði er óráðsía sem aúlir sjá eftir þegar þeir eru komnir inn í víta- hring lántöku og kostnaðar sem fylgir henni. Fundur Neytenda- samtakanna Neytendasamtökin hafa veruleg- ar áhyggjur af þeirri þróun sem hefur átt sér stað á fjárhag heimila í landinu og efna því til opins fund- ar til að ræða gjaldþrot heimila, ástæður og úrbætur. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 26 október kl. 13 að Borgartúni 6 og er öllum opinn. Viljum við hvetja sem flesta til aö mæta. Sólrún Halldórsdóttir hagfræðingur Neytendsamtakanna „Ekki er til nein einföld skýring á gjald- þrotum. Allt umhverfi bæði lántak- enda og lánveitenda er þess eðlis að búast má við að fólk lendi 1 erfiðleikum fjárhagslega.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.