Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 17
16
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991.
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991.
17
íþróttir
Iþróttir
Sport-
stúfar
m
Eftirvænting ríkir fyr-
ir leik Atletico Madrid
og Manchester United
í 2. umferð Evrópu-
keppni bikarhafa í kvöld. Bæði
félögin eru taplaus í deildar-
keppnum heimalanda sinna og
eru í efsta sæti. „Við herum virð-
ingu fyrir Manchesterliðinu og
ég veit að þeír hræðast okkur
einnig," sagöi Juan Vizcaino, sem
skoraöi sigurmark Atletico gegn
Oviedo á sunnudaginn var.
Varúðarráðstafanir
vegna komu Arsenal
í Lássabon í Portúgal eru miklar
varúðarráðstafanir vegna leiks
Benfica við ensku meistarana
Arsenal í Evrópukeppni meist-
araliða. Um eitt þúsund stuðn-
ingsmenn fylgja Arsenal og þeir
verða sóttir í rútum á flugvöllinn
tveimur tímum íyrir leik, skilað
beint á völlinn og fluttir beint
þaðan út á flugvöll að leik lokn-
um. Þá eru forráðamenn Benfica
áhyggjufullir vegna slakra leikja
liðsins að undanfömu. George
Graham, stjóri Arsenal, segir
hins vegar að sér vírðist sem
Benfica hafi að undanfömu veriö
aö spara sig fyrir slaginn við sína
menn.
Papin líklega með
Jean-Pierre Papin, franski
markakóngurinn, verður vænt-
anlega með Marseille sem mætir
Sparta Prag í Evrópukeppni
meistaraliða. Papin fékk bjór-
flösku í höfuðið fyrir leik Mar-
seille um síðustu helgi og var
fluttur á sjúkrahús með vægan
heilahristing. „Ég er enn með
höfuðverk en vona það besta,"
sagði Papin í gær. Hann hefur
æft meö Uði sínu en sleppt því aö
skalla boltann.
Micicferaustur
Júgóslavneski knattspyrnumað-
urinn Goran Micic hefur veriö
ráðinn þjálfari 3. deildar liðs
Þróttar frá Neskaupstaö og mun
hann jafnframt leika meö liðinu
næsta sumar. Micic hefur leikið
hér á landi í þrjú ár, tvö ár með
Víkingi og síðasta sumar með
Þrótti úr Reykjavík.
Fjórir leikir í
handboita í kvöid
Fjórir leikir fara fram
í 1. deild karla í hand-
knattleik í kvöld og
með þeim lýkur 4. um-
*
ferðinni. Fram og Grótta mætast
í Laugardalshöllinni, FH og Sel-
foss í Kaplakrika, Valur og HK
að Hlíðarenda og Haukar mæta
BreiðabUki í Strandgötuhúsinu í
Hafnarfirði. AlUr leikirair hefjast
klukkan 20.
Vetrardagsmót
unglinga i badminton
Vetrardagsmót ungl-
inga í badminton verð-
ur haldið i húsum TBR
dagana 26.-27. október
og hefst klukkan 14 á laugardag.
Keppt veröur í öllum greinum og
flokkum unglinga. Þátttökutil-
kynningar skulu berast til TBR í
síöasta lagi klukkan 18 á fimmtu-
dag. Hægt er að myndsenda þær,
faxnúmer TBR er 91-687622.
OómaranámskeiÖ i
boccia á sunnudag
Dómaranámskeiö í boccia á veg-
um íþróttasambands fatlaðra
verður haldið sunnudaginn 27.
október kl. 13-16.30 í nýja íþrótta-
húsi ÍFR, Hátúni 14. Allir þeir
sem áhuga hafa á að kynna sér
þessa sérstöku íþrótt eru hvattir
til þess áö sækja námskeiðið.
Tekið er á móti skráningum á
skrifstofu ÍF í síma 686301 og á
skrifstofú ÍSÍ í sima 813377. Þátt-
tökugjald er kr. 300.
Keflvíkingar léku frábæran körfuknattleik gegn Valsmönnum í Valsheimilinu í gærkvöldi og
unnu stóran sigur. Gátu Keflvíkingar leyft sér að hvíla lykilmenn sina nokkru fyrir ieikslok.
Hér sjást þeir frá vinstri, Brynjar Harðarson, Birgir Guðfinnsson, Sigurður Ingimundarson,
Jonathan Bow og Jón Kr. Gíslason. Bow skoraði 31 stig, Sigurður 16, og Jón Kr. 19. DV-mynd GS
Stórkostlegir
Keflvíkingar
- gersigruðu slaka Valsmenn, 85-108, að Hlíðarenda
„Þetta var góður leikur af okkar
hálfu og góð nýting okkar í 3ja stiga
skotum var það sem gerði gæfumun-
inn,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari
og leikmaður ÍBK, eftir auðveldan
sigur Keflvíkinga á Val í úrvalsdefid-
inni (Japisdeildinni) í körfuknatt-
leik, 85-108.
Keflvíkingar fóru á kostum í Vals-
heimilinu í gærkvöldi og lengstum
var hrein unun að horfa á leik liös-
ins. Frábær hittni Keflvíkinga ein-
kenndi leikinn öðru fremur og ekk-
ert íslenskt lið hefði staðist ÍBK
snúning í gærkvöldi. Gífurlegur
hraði í leik liðsins og vörnin dágóð
mestan part leiksins. Keflvíkingar
skoruðu 18 3ja stiga körfur gegn 6 frá
Valsmönnum og skoruðu leikmenn
ÍBK því nákvæmlega helming stiga
sinna úr 3ja stiga körfum. Ef Jón Kr.
og lærisveinar hans leika svona
körfuknattleik til loka mótsins verð-
ur íslandsbikarinn í varðveislu Kefl-
víkinga að mótinu loknu. Bow var
stórkostlegur í leiknum og Hjörtur
Harðarson kom verulega á óvart með
góðri hittni. Jón Kr. var einnig frá-
bær og stjórnaði sínu liði af snilld.
„Við vorum að leika í kvöld gegn
liði sem var betra en við á öllum
sviðum körfuknattleiksins. Við
þessu er ekkert að gera nema að æfa
betur," sagði Tómas Holton, Vals-
maður, eftir leikinn. Valsliðið virkaði
þungt og silalegt í leiknum og Booker
á langt í land. Án hans, í mun betri
æfingu, gera Valsmenn ekki rósir í
vetur eins og margir bjuggust við.
Booker átti ótal skottilraunir í gær-
kvöldi en nýting hans var afar léleg
og hefði hann mátt reyna að spila
félaga sína meira uppi þegar skot
hans geiguðu hvað eftir annað.
-SK
Valur f ór á kostum
- þegar Tindastóll vann Skallagrím örugglega, 107-85
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
„í fyrri hálfleik sýndum við okkar
Valur Ingimundarson skoraði 35 stig
gegn Skallagrími í gærkvöldi.
rétta andlit og lékum vel. I þeim síð-
ari slökuðum við á og náðum ekki
að hrista af okkur slenið en sigurinn
var öruggur og það var fyrir mestu,"
sagði Kristinn Baldvinsson, bak-
vörðurinn knái í liði Tindastóls, við
viö DV eftir að Tindastóll hafði borið
sigurorð af Skallgrím í úrvalsdeildini
í körfuknattleik í gærkvöldi.
Heimamenn tóku leikinn strax í
sínar hendur og náðu öruggri for-
ystu. Tindastólsliðið lék af miklum
krafti, sérstaklega eftir miðjan hálf-
leikinn og skoraði liðiö þá hverja
körfuna á fætur annarri.
í síðari hálfleik komu Borgnesing-
ar grimmir til leiks og með mikilli
baráttu náðu þeir að minnka muninn
niður í 13 stig. Lengra komust leik-
menn Skallagríms ekki. Tindastóll
keyrði upp hraðann á lokakaflanum
og öruggur sigur liðsins var innbyrt-
ur á frekar auðveldan hátt.
í jöfnu liði Tindastóls áttu Valur
Ingimundarson, Ivan Jonas og Har-
aldur Leifsson bestan leik og þá gerði
Einar Einarsson góða hluti.
í hði Skallagríms voru þeir Krúpa-
tsjev og Birgir Mikaelsson bestir og
þá komust Elvar Þórólfsson og Þórð-
ur Helgason ágætlega frá sínu.
„Það var sama upp á teningum í
þessum leik og öðrum hjá okkur í
vetur. Viö byijuðum leikinn illa og
lékum illa í fyrri hálfleik. í þeim síð-
ari lékum við betur en forskotið var
orðið þaö mikið. Við erum samt
ákveðnir í að berjast áfram og mun-
um taka hressilega á móti Val í næsta
leik okkar," sagði Birgir Mikaelsson,
þjálfari og leikmaður Skallagríms,
við DV eftir leikinn.
Patrekur Jóhannesson skorar fyrir Stjörnuna i gærkvöldi.
DV-mynd GS
Brynjar frábær
- þegar Stjaman vann KA, 29-21
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur og einn sá besti sem ég hef leikið í langan
tíma. Við náðum okkur vel á strik og raenn gáfu sig i leíkinn. Við höfum byrjað vel
en þetta er rétt að byija og við eigum erfiðan leik næst á Selfossí," sagöi Brynjar
Kvaran, markvörður Stjömunnar, og besti maöur líðs síns í gærkvöldi þegar
Garðbæingar unnu auðveldan sigur á KA-mönnum, 29-21.
Stjörnumenn komust þar með á topp 1. deildar og verða þar alla vega þar til í
kvöld en þá lýkur 4. umferð. Leikurinn i gærkvöldi var hraður og hart barist á
báöa bóga eins og 11 brottvísanir í leiknum sýna fram á.
Lið Stjörnunnar sýndi góðan leik og leikmenn hðsins virtust hafa gaman af hlutun-
um. Brynjar var mjög góður í markinu og þeir Magnús Sigurðsson og Patrekur
Jóhannesson ásamt Hafsteini Bragasyni léku allir skínandi vel. Eins var Guömund-
ur Þórðarson öflugur í vörainni.
KA-liðið var slakt og vantaði aha leikgleði. Stefán Kristjánsson var atkvæðamest-
ur en hefur oft leikiö betur. Alfreð Gíslason náði sér engan veginn á strik og mun-
ar um minna. Þetta var þriðji tapleikur hðsins í jafnmörgum leikjum og liðiö er á
botninum.
-RR
Friðríkfer
í mark ÍBV
í gærkvöldi var gengið frá því að Frið-
rik Friðriksson mun standa í marki Eyja-
manna í knattspyrnu á næsta keppnis-
tímabili. Friðrik hefur varið mark Þórs-
ara frá Akureyri undanfarin tvö keppn-
istímabil en flytur nú suður yfir heiðar.
Eyjamenn voru með nokkur járn í eld-
inum hvað markvörð varðaði. Birkir
Kristinsson, markvörður Fram, var
lengi vel inni í myndinni, enda Eyjamað-
ur, en hann gaf Eyjamönnum afsvar í
gær. Einnig kom Júgóslavinn Vukadin
til greina hjá Eyjamönnum.
Ingram rekinn
frá Þórsurum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það varð einfaldlega ekki hjá
þessu komist. Það voru allir óánægð-
ir með leikmanninn, jafnt leikmenn
sem áhorfendur," sagði Helgi Sig-
urðsson, formaður körfuknattleiks-
deildar Þórs, í samtali við DV í gær-
kvöldi en þá ráku Þórsarar banda-
ríska leikmanninn Michael Ingram
frá félaginu.
Ingram var rekinn af leikvelli í síð-
asta leik Þórs gegn Val er hann rak
fingur á loft og sú framkoma hans
fyllti mælinn. Þórsarar reyndu að fá
David Grissom, sem leikur með
Breiðabliki í 1. deild, til liðs við sig
en hann benti Þórsurum á leikmann
sem væri honum langtum fremri. Sá
er 2,06 metrar á hæð og er nýdottinn
út úr leikmannahópi NBA-liðsins
Indiana Pacers. Nýi leikmaðurinn er
væntanlegur til landsins á fóstudag
og leikur að öllum líkindum með Þór
gegn KR um næstu helgi.
Michael Ingram.
Sigurður sagði nei
- neitaði að fara með Arsenal til Portúgals sem áhorfandi
Sigurður Jónsson, landsliðsmaður
í knattspyrnu og leikmaður Arsenal,
neitaði að fara með félaginu th Portú-
gals en Arsenal leikur í kvöld gegn
Benfica í Evrópukeppninni í knatt-
spyrnu.
„Ég var valinn í hópinn sem 17.
maður sem þýðir að ég hefði þurft
að fylgjast með leiknum úr áhorf-
endastúkunni. Ég neitaði því að fara
með hðinu enda hef ég meiri metnaö
en að þvælast alla þessa vegalengd
til þess eins að horfa á leikinn af
pöhunum," sagði Sigurður Jónsson
í samtali viö DV í gærkvöldi.
Eins og komið hefur fram hefur
Sigurður farið fram á sölu frá Arse-
nal. Sigurður sagði í gær að hann
hefði ekki enn getað rætt við George
Graham framkvæmdastjóra um
hugsanlegan áhuga annarra hða.
-GH
Hroðaleg útreið hjá Bayern Munchen
Hrakfarir þýska liðsins Bayem
Munchen halda áfram. í gær var
svartur dagur í sögu félagsins þegar
liðið fékk hroðalega útreiö gegn
danska liðinu B1903 í fyrri leik liðanna
í UEFA-keppninni í knattspymu í
Kaupmannahöfn. Lokatölur urðu 6-2
eftiraö staðan í hálfleik varjöfn, 1-1.
Þetta var þriðja tap Bayern
Miinchen í röð undir stjóm Danans
Sören Lerby og víst er að sæti hans
er farið að hitna.
Úrslit í UEFA-keppninni urðu þessi:
Xamax-Celtic 5-1, B1903-Bayern
Munchen 6-2, Xamax-Celtic 5-1,
Gent-Frankfurt 0-0, HSV-CSKA Sofia
2-0, Cannes-Dynamo Moskva 0-1, Os-
asuna-Stuttgart 0-0. í Evrópukeppni
bikarhafa: Norrköping-Mónakó, 1-2.
-GH
Steinar.
Dervic.
Steinar og Dervic til Vals
Steinar Ingimundarson og Izudin Dervic munu leika með bikarmeistur-
um Vals í knattspyrnu á næsta keppnistímabili.
Steinar, sem er 22 ára gamall, hefur leikið með Víði úr Garði síðustu
tvö árin og þá hefur hann leikið með KR og Leiftri í 1. dehd. Júgóslavinn
Dervic, sem er 28 ára, kemur til Vals frá FH en áður hefur hann leikið
með Selfyssingum í 2. deild. Þeir Steinar og Dervic eru báðir framhnu-
menn.
-GH
Valur (44) 85
Keflavlk (54) 108
Gangur leiksins: 2-0, 4-13, 4-16,
8-18, 13-20, 17-22, 19-27, 22-33,
27-43, 32-43, 41-49, (44-54), 44-59,
46-62, 52-64, 52-71, 58-87, 66-93,
77-101, 85-108.
Stig Vals: Franc Booker 31,
Magnús Matthíasson 15, Tómas
Holton 11, Matthías Matthiasson
11, Ragnar Jónsson 7, Símon Ólafs-
son 6, Gunnar Þorsteinsson 2, Ari
Gunnarsson 2.
Stig IBK: Jonathan Bow 31,
Hjörtur Harðarson 19, Jón Kr.
Gíslason 19, Sigurður Ingimundar-
son 16, Nökkvi Már Jónsson 7,
Kristinn Friðriksson 6, Brynjar
Harðarson 6, Birgir Guðfinnsson
2, Júlíus Friðriksson 2.
3ja stiga körfur: Valur 6, ÍBK18.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Helgi Bragason, sæmilegir.
Áhorfendur: Úm 200.
UMFT (64)107
UMFS (38)85
Gangur leiksins: 13-4, 23-12,
29-20, 39-25, 53-34, (64-38), 72-50,
76-63, 86-68, 93-76, 107-87.
Stig Tindastóls: Valur Ingimund-
arson 35, Einar Einarsson 20, Ivan
Jonas 19, Haraldur Leifsson 15,
Kristinn Baldvinsson 8, Karl Jóns-
son 8 og Hinrik Gunnarsson 2.
Stig Skallagríms: Maxim Krup-
atsjev 33, Birgir Mikaelsson 15,
Þórður Helgason 12, Hjalti Þóris-
son 7, Elvar Þórólfsson, Eggert
Jónsson 4, Gunnar Jónsson 4, Guö-
mundur Guðmundsson 2, Bjarki
Þorsteinsson 2.
Dómarar: Kristján Möller og
Víglundur Sverrisson, dæmdu vel.
Ahorfendur: um 370.
Stjarnan (12) 29
KA (10)21
Gangur leiksins: 0-2, 3-4, 6-6,
8-8, (12-10), 17-11, 18-14, 23-15,
25-18, 29-21.
Mörk Stjörnunnar: Magnús 9/4,
Patrekur 6, Skúli 4, Hafsteinn 4,
Hilmar 3, Einar 3/2.
Varin skot: Brynjar 17/1.
Út af í 10 mín.
Mörk KA: Stefán 7, Alfreð 5, Sig-
urpáll 4/2, Erlingur 3, Jóhann 1,
Ámi 1.
Yarin skot: Axel 12, Björn 1.
Út af í 12 mín.
Dómarar: Erlendur ísdal og
Hafliði Maggason og komust
þokkalega frá mjög erfiðum leik.
Áhorfendur: 420.
ÍR á toppnum
í 2. deild
Á Varmá var toppleikur í 2.
deild karla þegar Afturelding tók
á móti ÍR. ÍR hafði betur og sigr-
aði, 15-20, og hðiö er eitt taplaust
á toppi dehdarinnar.
Stórsigur Víkingsstúlkna
Víkingur vann stórsigur á KR í
I. deild kvenna á íslandsmótinu
í handknattleik í gær. Lokatölur
urðu, 30-19, eftir að staðan hefði
verið jöfn í leikhléi, 13-8.
Mörk Víkings: Halla Helgadótt-
ir 7, Heiða Erhngsdóttir 7, Svava
Sigurðardóttir 5, Andrea Atla-
dóttir 4, SvaVa Baldursdóttir 3,
Valdís Birgisdóttir 2, Inga Lára
Þórisdóttir 1 og Matthhdur Hann-
esdóttir 1.
Mörk KR: Sigríöur Pálsdóttir
II, Sigurlaug Benediktsdóttir 2,
Anna Stefánsdóttir 2, Laufey
Kristjánsdóttir 2, Nehý Pálsdóttir
1 og Sara Smart 1.
-GH/BÓ