Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Side 32
F R ÉTTASKOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í.síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991. Davíð Oddsson: Kirkjugarðs- gjald verður lagtniður „Viö höfum lýst því yfir aö á næsta fjárlagaári eftir þetta munum viö fella þetta gjald niður. Mér finnst það líka sjálfsagt." sagöi Davíö Oddsson forsætisráöherra við DV þegar hann var inntur etir ummælum biskups íslands um skerðingu kirkjugarös- gjalds. Á kirkjuþingi í gær sagðist Ólafur Skúlason biskup hafa orðið f\TÍr vonbrigöum með að skerðingin á kirkjugarðsskattinum frá í fyrra væri ekki leiðrétt í fjárlögum núver- andi ríkisstjórnar. Hann sagði að ein- ungis hluti þess fjár, sem kirkjunni bæri. skilaði sér til hennar. Þorsteinn Pálsson sagði ekki annað en að hann mundi t-^la á kirkjuþing- inu í vikunni. -hlh Þorsteinn Pálsson: Byrja loðnu- veiðarsem - allra fyrst „Ég er ekki búinn að fá fullnaðar- upplýsingar í málinu en bind vonir \ið að hægt vérði að gefa út bráða- birgðakvóta mjög fljótt eða um leið og ég hef fengið fullnaðarupplýs- ingar frá Hafrannsóknastofnun. Þær fæ ég væntanlega í dag eða á morgun en eins og fram hefur komiö hefur fundist verulegt magn af loðnu. Ég skil mætavel stöðu loðnusjómanna og tel mikilvægt að hægt verði að byrja loðnuveiðarnar sem allra fyrst," sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra í morgun um kröf- ur loðnusjómarina um efnis að loðnuveiðar verði hafnar strax þar ^ semmikiðafloðnuhefurþegarfund- ist. -hlh Akureyri: Sumartölur á hitamælum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sumarblíða var á Akureyri í gær, hitinn fór í 14,3 stig þegar hann var mestur, og það virðist vera lítið látá. í morgun kl. 6 var hitinn kominn í 11,4 stig að sögn lögreglu sem ann- ast veðurmælingar á Akureyri. Það —A er þvi við því að búast aö hitinn verði enn meiri í dag en f gær en jörð er orðin alauð upp í efstu fjallatoppa. LOKI Þá þurfa þeir ekki á Leigjendasamtökunum að halda! Sýslumaðurinn á Blönduósi greiðir 11 krónur í leigu: Margir prestar greiða 1 krónu Margir prestar á landinu greiða frá einni og upp í fjórar krónur á mánuði í leigu fyrir einbýlishús. Sýslumenn greiða yfirleitt hærri leigu. Þó greiðir Jón ísberg, sýslu- maður áBIönduósi, aðeins 11 krón- ur á mánuði í leigu. Algengt er að að sýslumenn greiði 3 þúsund og upp í 8 þúsund krónur á mánuði í leigu. Þetta kom fram hjá Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni í um- ræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi i nótt. „Ég tók það fram í umræðunni að ég gerði greinarmun á prestum og sýslumönnum enda um ólíka tekjuhópa að ræða. Samt taldi ég enga ástæðu til að liggja á þessum upplýsingum," sagði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður f sam- tali við DV. Kristinn las upp lista um hvað prestar og sýslumenn landsins greiddu í húsaleigu til ríkisins og nefndi dæmi. Hæsta húsaleiga sem sýslumaður eða bæjarfógeti greiðir er 19.988 krónur á mánuði. Það er í Vestmannaeyjum. Húsiö er 5 milljónir að fasteignamati. Lægsta leigan er aftur á móti á Blönduósi, 11 krónur á mánuði. Síðan nefndi Kristinn Hólmavík 3.336 krónur, Bolungavík 4.741 króna, Húsavík 4.741 króna, Höfn 4.307 krónur, Borgarnes 7.243 krónur, Akranes 7.926 krónur og ísafjöröur 7.910 krónur. Svo lækkar húsaleigan heldur betur þegar kemur að prestum landsins. Á Valþjófsstað greiðir sóknarpresturinn 1 krónu á mán- uði, á Eiðum 2 krónur, á Kolfreyju- stað 4 krónur, á Kirkjubæjar- klaustri 1 krónu, á Breiðabólsstað 2 krónu, í Hveragerði 16 krónur, að Holti í Rangárvallasýslu 2 krón- ur, í Saurbær í Hvalfirði l krónu, í Stafholti 1 krónu, að Hvoli á Snæ- fellsnesi 3 krónur, á Hofsósi 1 krónu og á Skútustöðum 1 krónu. Hæsta húsaleiga, sem prestur greiðir, er á Sauðárkróki, 9.915, og í Bolungarvík greiðir presturinn 4.481 krónu í húsaleigu. „Ég tel óeðlilegt að slíkt misræmi sé á leigu margra embættismanna og þeirra sem búa á viðkomandi stöðum og njóta engra fríðinda. Fj ármálaráðuneytið hefur þegar lagt drög að því að kalla fram upp- lýsingar um þaö hverjir búi í emb- ættisbústööum ríkisins og á hvaða kjörum svo mögulegt sé i framhald- inu að taka ákvörðun um hvort breyta eigi þessu fyrirkomulagi," sagði Friðrik Sophusson við DV í morgun. -S.dór/hlh Opnim Austurstrætis: Ákvörðun um tíma frestað „Borgarráð frestaði ákvörðun sinni um tímasetningu á opnun Austurstrætis. Hins vegar á öllum framkvæmdum vegna opnunarinnar að vera lokið þann 1. desember næst- komandi," sagði Hjörleifur Kvaran, framkvæmdastjóri lögfræði- og stj órnsýsludeildar Rey kj a víkurborg- ar. Borgarráð fjallaöi um væntanlega opnun Austurstrætis fyrir umferð á fundi sínum í gær. Hjörleifur sagði að borgarráð hefði samþykkt tillögu um frágang göt- unnar. Hins vegar hefði tímasetning- in ekki verið samþykkt. í samþykkt borgarstjórnar á sínum tíma hefði verið gert ráð fyrir því að Vallar- stræti yrði gert áð göngusvæði á sama tíma og umferð yrði leyfð um Austurstræti til reynslu. Á fundinum í gær hefði verið upp- lýst að hægt væri að opna Vallar- strætið sem göngusvæði strax en ekki í þeirri mynd sem gert hefði verið ráð fyrir. Hefði borgarverk- fræðingur gert ráð fyrir að hitalagnir yrðu lagðar í þá götu á þeim sex máönaða tíma, sem Austurstrætið yrði opið til reynslu. Þetta hefði borg- arráðsmönnum þótt of mikið rask á tveim götum í senn. Hjörleifur sagði að ekið yrði inn í Austurstræti frá Bankastræti. -JSS Ölvaður maður í Hafnarfírði í gærkvöldi: Skaut úr hagla- byssu í lög- regluumsátri Arnbjörn Leifsson, aðstoðarvarðstjóri í Hafnarfirði, við tvihleyptu haglabyss- una sem ölvaður maður skaut úr í gærkvöldi þegar lögreglan umkringdi húsnæði sem hann hefur aðstöðu í. í innfelddu myndinni sést önnur byssa sem maðurinn hafði einnig í fórum sínum. DV-mynd S Rúmlega þrítugur maður skaut einu haglabyssuskoti þegar lögregl- an gerði umsátur við íshús Reykdals í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lögregl- unni tókst að handtaka manninn tæpri klukkustund síðar en þá var víkingasveit lögreglunnar í Reykja- vík á leiðinni á staöinn. Félagi mannsins var með honum í gærkvöldi inni í verkstæðisbyggingu þar sem byssumaðurinn hefur leigt og haft íverustað. Fór félaginn að óttast um manninn, sem var ölvað- ur, er hann fór að handleika tví- hleypta haglabyssu innandyra. Fór félaginn þá út og tilkynnti lögreglu um athæfið klukkan 20.37. Lögreglan kom stuttu síöar á staðinn og gerði ráðstafanir til að loka svæðinu. Fólk Veðriö á morgun: Súld vestan- lands Á morgun verður suðvestan kaldi, skýjaö og sums staðar súld vestanlands en annars þurrt. Hlýtt verður í veðri, hiti á bilinu 8-12 stig. var um þetta leyti að koma til vinnu í hinum enda hússins og var því snú- ið til baka. Um kíukkan 20.45 hleypti maður- inn af einu skoti og er talið að það hefði farið út um op á húsinu. Beðið var um aðstoð víkingasveitar lög- reglunnar. Um þremur stundarfjórð- ungum síðar fór maðurinn út út hús- inu óvopnaður. Tókst þá lögreglu- mönnum í Hafnarflrði að handtaka manninn og færa í fangageymslur. Þá var liðin ein klukkustund frá þvi tilkynningin kom. Byssumaðurinn var ölvaður og verður yfirheyrður síðdegis í dag. Hann hefur áður komið við sögu lög- reglunnar vegna ölvunar. -ÓTT ORUGGIR-ALVORU PENINGASKAPAR VARI - ÖRYGGISVÖRUR tpt ® 9I-J93M W Öryqqisþjónusta VARI síðan 1 969 Allan sólarhringinn TVOFALDUR1. vinnmgur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.