Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991. 13 Sviðsljós Jón Eiríksson sjötugur Afmælisbarnið, Jón Eiríksson, ásamt eiginkonu sinni, Emelíu Krist- björnsdóttur. Jón Eiríksson, bóndi og fyrrum oddviti á Skeiðum í Árnessýslu, hélt upp á sjötugsafmæli sitt um síðustu helgi og var þar margt um manninn, hátt í tvö hundruð manns. Veislan var haldin í Inghóli á Selfossi milli klukkan 17 og 19 og notuðu ýmsir tækifærið og fluttu ræður í tilefni dagsins. Þeirra á meðal var Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakka- hrepps, en hann vildi ólmur endur- gjalda Jóni greiöa sem hann taldi hann hafa gert þeim á Eyrarbakka þegar þeir urðu fyrir áfalli. Magnús sagði að þá hefði Jón gefið þeim fisk og í þakklætisskyni fyrir greiðann var afmælisbarninu færður heill kassi af saltflski í af- mælisveislunni, eitthvað sem alltaf kemur sér vel! Jón tekur hér við salttiski úr hendi Magnúsar Karels Hannessonar, oddvita Eyrarbakkahrepps. DV-myndir EJ Hér ræðast þeir við, f.v.: Agúst Eiríksson garðyrkju- bóndi, Guðni Ágústsson alþingismaður, Sigurður Björgvinsson, fyrrv. alþingismaður, og Bjarni Þórðar- son, bóndi á Skeiðum. Hér eru svo starfsmennirnir saman komnir. F.v. við hljóðnemann: Inger Anna Aikman, Þórdís Ósk Brynjólfsdóttir, Böðvar Bergsson, Guðriður Har- aldsdóttir, Ólafur Þórðarson, Guðrún Björg Ketilsdóttir, Guðlaugur Kristján Júlíusson, Ólafur Haukur, Jóhannes Backmann, Baldvin Jónsson, Þuriður Árnadóttir, Ásgeir T ómasson og Margrét Björnsdóttir. DV-myndir RASI Aðalstöðin tveggja ára Starfsmenn Aðalstöðvar- innar héldu upp á tveggja ára afmæli stöðvarinnar síðastliðinn laugardag með tertum og tilheyrandi. Gestir og gangandi fengu líka að njóta kræsinganna en töluverður gestagangur var þar allan daginn. Einn starfsmannanna, Ás- geir Tómasson, var einnig kvaddur þennan dag en hann er að flytja sig yfir á fréttastofu Útvarps. Asgeir hefur starfaö á Aðalstöðinni frá fyrsta degi og eru því nákvæmlega tvö ár síðan hann byrjaði. Baldvin Jónsson (t.v), hinn nýi eigandi Aðal- stöðvarinnar, kveður Ásgeir Tómasson hér með kærleikum. 20-35% AFSLÁTTUR Á 40 NOTUÐUM BÍLUM SEM TEKNIR HAFA VERIÐ UPP í NÝJA ÞETTA EINSTAKA TILBOÐ STENDUR AÐEINS í FÁA DAGA OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17 BÍLASALA SÆVARHÖFDA 2 ® 674848 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.