Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 23. ÓKTÓBER 1991.
Fréttir
Fyrrum eigendur Avöxtunar dæmdir í 2 ‘/2 og 2 ára fangelsi í Sakadómi í gær:
Sakfelldir fyrir 75 og
60 milljóna fjárdrátt
Frá blaöamannafundi hjá Ávöxtun tyrir gjaldþrot. Ármann Reynisson er
lengst til hægri, Pétur Björnsson í miöið en Reynir Ragnarsson endurskoð-
andi, sem var sýknaður í gær, situr lengst til vinstri. DV-mynd BG
Pétur Björnsson, fyrrverandi meö-
eigandi í Ávöxtun sf. og verðbréfa-
miölari, var dæmdur í 2 'A árs fang-
elsi í Sakadómi Reykjavíkur í gær,
meðal annars fyrir stórfelld auögun-
arbrot sem bitnuðu á fjölda sparifjár-
eigenda. Hann var sviptur réttindum
til verðbréfamiðlunar ævilangt. Ár-
mann Reynisson, einnig fyrrum
meðeigandi, var dæmdur í 2 ára fang-
elsi m.a. fyrir stórfelldan fjárdrátt.
Fyrrum endurskoðandi Ávöxtunar
sf., Reynir Ragnarsson, var sýknaður
af sakargiftum sem hann var ákærð-
ur vegna sama sakamáls, svo og
Hrafn Bachmann, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Kjötmiðstöövarinnar.
Pétur Guðgeirsson sakadómari var
dómsformaður en meðdómsmenn
Sigurður Stefánsson og Sigurður
Pálsson, löggiltir endurskoðendur.
Stórfelldur fjárdráttur
Pétur og Ármann voru ákærðir
fyrir stórfelldan íjárdrátt með því að
að hafa hagnýtt sér og fyrirtækjum
sínum milljónatugi úr verðbréfasjóð-
um Ávöxtunar sf. Skömmu fyrir
gjaldþrot nam skuld sameignarfélags
Péturs og Ármanns, Ávöxtunar sf.,
við hlutafélagið Veröbréfasjóður
Ávöxtunar hf., tæpum 53 milljónum
króna. Engar tryggingar voru settar
fyrir skuldinni. Féð úr hlutafélaginu
notuðu eigendur Ávöxtunar sf. til
ijárfestinga fyrir eigið sameignarfé-
lag. Skuldin var langt umfram það
sem stjórn sjóðsins samþykkti eða
„fjórfaldur yfirdráttur". Pétur og
Ármann voru með þessu dæmdir
fyrir fjárdrátt upp á 60 milljónir
króna á núvirði. Þeir hagnýttu sér
fé úr Verðbréfasjóðnum hf. til fyrir-
tækja sem þeir voru eigendur að -
Ávöxtun sf., Hjörtur Nielsen hf.,
Ragnarsbakarí og Kjötmiöstööin hf.
Pétur var einnig sakfelldur fyrir
15 milljón króna fjárdrátt á núvirði
sem sneri að peningafærslum hans
úr Verðbréfasjóði Ávöxtunar hf. yfir
til fyrirtækjanna Matvæli hf. og
Hersir hf. sem hann átti hlut í. Af
þeirri upphæð dró Pétur sér sjájfur
meðal annars 1,6 milljónir króna og
versluninni Karakter auk ráðstafana
úr hlutafélagssjóðnum til kaupa á
auknum hlut sínum í fyrirtækinu
ísleið hf. Pétur var því dæmdur fyrir
fjárdrátt upp á samtals 75 mfiljónir.
Málverkum skotið undan
Ármann var dæmdur fyrir að hafa
leynt bústjóra þrotabúsins 37 mál-
verkum um það leyti sem gjaldþrot
hans vofði yfir 1988. Fyrir dómi sagði
Ármann meðal annars að fjölmiðlar
og einstaklingar hefðu látið þannig á
þessum tíma að hann hefði talið
nauðsynlegt að koma málverkunum
í örugga geymslu. Dómurinn taldi
skýringarnar með „ólikindablæ" og
sakfelldi Ármann fyrir skilasvik.
Pétur og Ármann stofnuðu Brauð-
gerð Suðurnesja 11. apríl 1988. í til-
kynningu til hlutafgjagaskrár, und-
irritaðri af stjórnarmönnum daginn
eftir, var sagt að hlutaféð, 11 milljón-
ir króna, væri greitt. Ekkert af hluta-
fénu reyndist greitt. Pétur og Ár-
mann voru því dæmdir fyrir vísvit-
andi brot á hlutafélagalögum.
„Örugg fjárfesting“
Pétur og Ármann voru ákærðir
fyrir fiársvik með því að hafa lokkað
og blekkt almenning til viðskipta við
fyrirtæki sín, meðal annars meö aug-
lýsingaslagorðunum „Örugg fiárfest-
ing á óöruggum tímum“. 14-19,68
prósent ávöxtun var lofað umfram
verðbólgu og gengi bréfanna kynnt
með 4 aukastöfum. Þessar fullyrð-
ingar taldi sakadómur „hæpnar“.
Mennirnir voru hins vegar sýknaðir
af þessum sakargiftum þar sem lýs-
ingar í ákæruskjali uppfylltu ekki
skilyrði til sakfellingar. Þeir voru á
hinn bóginn sakfeUdir fyrir brot á
lögum um verðlag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskiptahætti
fyrir „loforðaauglýsingar" sínar í
Morgunblaðinu.. Mennimir voru
sýknaðir af sakargiftum um mikla
bókhaldsóreiðu þó bókhaldið hefði
að vísu verið fært nokkuð eftir á.
Brot endurskoðandans fyrnd
Pétur, Ármann og Reynir endur-
skoðandi voru ákærðir fyrir að hafa
í sameiningu staðið að rangfærslu á
ársreikningi Ávöxtunar sf. fyrir árið
1987. Þannig áttu þeir að hafa viUt
um fyrir Bankaeftirliti Seðlabankans
og viðskiptavinum sínum um rekstr-
araíkomu félagsins.
Endurskoðandanum var gefið að
sök að hafa áritað ársreikning
Ávöxtunar sf. fyrirvaralaust. Saka-
dómur taldi áritunina hins vegar
hafa fahð í sér verulegan fyrirvara.
Gegn neitun þremenninganna taldist
ásetningur þeirra ósannaður um að
hafa í blekkingarskyni rangfært árs-
reikninginn og þeir því sýknaðir af
því atriQi. Ársreiknýigur endurskoð-
andans ýar þó taUnn hafa gefið mjög
vfilandi'mynd af afkomu Avöxtunar
sf. Sakadómur taldi að Reynir hefði
átt aö geta þess í áritun sinni að
reikningurinn væri vUlandi en ekki
að árita hann með fyrirvörum. Dóm-
urinn taldi ofsagt að ársreikningur-
inn hefði verið endurskoðaöur.
Reynir var þvi talinn brotlegur við
lög um endurskoðendur og bókhald
en þar sem rannsókn sakarefnisins
var sögð hafa falUð niður um óákveð-
inn tíma voru brot hans taUn fymd.
Þremenningamir voru einnig
ákærðir fyrir að hafa ekki gætt lög-
boðinna og viðurkenndra aðferða við
gerð ársreiknings Verðbréfasjóðs
Ávöxtunar hf. Gegn neitun þeirra
þótti ekki sannað að þeir hafi beinlín-
is vísvitandi gert ársreikninginn vUl-
andi og var vísað fil „herts ásetnings-
skilyrðis" laga um hlutafélög. Saka-
dómur taldi hins vegar endurskoð-
unarstörf Reynis verulega brotleg
varðandi Verðbréfasjóðinn með hUð-
sjón af fyrirvaralausri áritun. Brot
hans í þessu sambandi taldist fyrnt
af sömu ástæðu og gert var vegna
ársreiknings Ávöxtunar sf.
Vísað frá dómi
Pétri og Ármanni var gefið að sök
að hafa tekið við tugum milljóna
króna frá almenningi til geymslu í
bága við lög um sparisjóði og við-
skiptabanka. Þessum lið ákærunnar
var vísað frá dómi vegna framsetn-
ingar ákæruvaldsins í málshöfðun.
Hrafn Bachmann var ákærður fyr-
ir fiársvik fyrir að hafa ásamt Pétri
og Ármanni leynt kaupendur Veit-
ingamannsins því að ýmsir munir
fyrirtækisins væru bundnir kaup-
leigufyrirvara. Pétur og Ármann
voru sýknaðir þar eð þeir önnuðust
ekki daglegan rekstur sem við kom
sölunni. Hrafn var framkvæmda-
stjóri en gegn neitun hans þótti „ekki
alveg unnt að sakfella hann“ eins og
sagði í dóminum. Höfð var hliösjón
af því að Hrafn 1)ar persónulega
ábyrgð á efndum kaupleigusamn-
ingsins, fiárhæðin var aðeins brot af
heildarsöluandvirði og því að kaup-
endurnir hefðu getað haft hagsmuni
af því að bera sakir á Hrafn.
Armann og Pétur voru dæmdir til
að greiða 7/12 af 700 þúsund króna
saksóknaralaunum en ríkissjóður
5/12 af upphæðinni. Þeim er einnig
gert að greiða veijendum sínum 550
þúsund krónur hvor. Ríkissjóður
greiðir verjanda Reynis 450 þúsund
og verjanda Hrafns 120 þúsund.
-ÓTT
I dag mælir Dagfari___________________
Indriði og líkið
Þjóðinni er kunnugt um erfiðleika
Tímans og Þjóðviljans. Steingrím-
ur Hermannsson er formaður út-
gáfustjórnar Tímans og hefur látið
hafa eftir sér að Tíminn muni ekki
koma út í óbreyttri mynd á næsta
ári. Þjóðviljinn hefur fengið gálga-
frest í einn mánuð eftir að hafa
safnaö fiórtán hundruð nýjum
áskrifendum til að halda lífi. Þeir
á Þjóðviljanum voru búnir að segja
aö þeir þyrftu tvö þúsund nýja
áskrifendur en þessir sex hundruð
sem upp á vantar hafa ekki fund-
ist, hvemig sem blaöið hefur leitað,
og munu þó um tvö hundruð fiöru-
tíu og sjö þúsund íslendingar af tvö
hundruð og fimmtíu þúsund ís-
lendingum ekki hafa beðið um
blaðiö í áskrift.
Ekki ætlar Dagfari að fara að
skemmta sér yfir þessu bága
ástandi gamalgróinna dagblaða.
Þau hafa lengi þjónaö því erfiða
hlutverki að halda uppi málstað
þeirra flokka sem minnst eiga er-
indi til þjóðarinnar. Þau hafa lengi
verið ljómandi sýnishom um það
hvemig dagblöð eigi ekki að vera
skrifuð. Raritet af þessu tagi þarf
þjóðin að varðveita og Dagfari legg-
ur að minnsta kosti til að eintök
af Tímanum og Þjóðviljanum verði
varðveitt á Landsbókasafninu og
Árbæjarsafninu öðmm þeim til
viðvöranar sem hyggja á blaðaút-
gáfu í framtíðinni. Svo kemur auð-
vitað til grein að friöa þau eins og
gert er um fugla og dýrategundir
sem eru að deyja út.
Annars er ekki við því að búast
að Þjóðviljinn fái fólk til að gerast
áskrifendur í ljósi þess að forsvars-
menn blaðsins hafa staðfest þann
orðróm að til standi að stofna nýtt
blað á rústum Þjóðviljans. Hvers
vegna skyldi fólk gerast áskrifend-
ur að blaði sem er að leggja upp
laupana? Hver vill kaupa vöra sem
seljandinn lýsir yfir fyrirfram að
sé ekki lengur boðleg?
Nýja blaðið, sem þeir á Þjóðvilj-
anum vilja gefa út, er hugsað sem
arftaki bæði Þjóöviljans og Tímans.
Það á sem sagt að sameina þessi tvö
blöð í dauöateygjunum. Það verður
ljóta blaðið þegar þeir ætla að sam-
eina það versta í fari beggja. Dell-
urnar verða tvöfaldar, pólitísku
gleraugun verða með tvöföldu
stækkunargleri og blaðamenninrir
munu margfaldast í mistökum sín-
um til að þjóna tveim herram í stað
eins áður. Þaö verður félegur bast-
arður.
Indriði G Þorsteinsson rithöfund-
ur er ritstjóri Tímans. Indriði hefur
margar fiörarnar sopið og veit sínu
nefi í blaðamennskunni. Hann líkir
þessari sameiningu við þá fárán-
legu hugmynd að sameina Fram-
sóknarflokkinn og Alþýðubanda-
lagið. Indriði segir orðrétt í blaöa-
viötali: „Ég held að menn vaöi í
villu og svíma og ragli út og suður
án þess að hafa nokkum skapaðan
hlut í höndunum."
Þetta er álit ritstjóra Tímans á
þeirri hugmynd að gera Tímann
að Þjóðvilja og Þjóöviljann að
Tíma. „Annars þýðir ekki að tala
við mig um þetta. Ég sit héma bara
og annast líkið,“ bætir hann við og
daesir.
Ástandið er ekki gott. Annars
vegar safnar Þjóðviljinn áskrifend-
um til þess að geta lagt niður blað-
iö og hins vegar lítur ritstjóri
Tímáns á blaðið sem hann gefur
út sem lík! Og svo ætla þeir aö sam-
eina þessi tvö lík og búa til úr því
lifandi blað! Vekja sem sagt líkin
upp frá dauðum.
Það er gott og blessað að rembast
við að gefa út blöð sem ekki seljast
og karlmannlegt að viðurkenna
það, áður en síðasti áskrifandinn
segir upp. Það þarf líka nokkra
þrautseigju til að skrifa í blöð og
greiða útgáfukostnað af dagblaöi
sem ekki er lesið. Þetta allt hefur
verið hlutskipti þeirra sem standa
að Tímanum og Þjóðviljanum, enda
era þeir famir að líta á sig sem
kirkjugarðsverði eða líkgrafara.
Hitt er verra þegar líkgrafaramir
taka upp á því að reyna að blása
lífi í líkin í þeirri von að tvö lík
geti sameinast í einu líki og lifnaö
við. Það þarf pólitískan kjark og
ímyndunarafl til aö þráast við með
þeim hætti að grafa sér fyrst sína
eigin gröf og vakta svo sitt eigið lík
í þeirri von að það vakni upp.
Annars ætlar Dagfari ekki að
leggja dóm á það hvort Tíminn og
Þjóðviljinn geti vaknað til lífsins.
Ókunnugir eiga ekki að abbast upp
á annarra manna lik.
Dagfari