Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 9
I
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÖBER 1991.
9
I
I
I
►
>
>
>
>
>
I
I
F
i
í
I
i
Utlönd
Feimin risapanda í
dýragarði Lundúna
Nýjasta kínverska risapandan á
Bretlandi var heldur feimin þegar
hún kom fyrir almenningssjónir í
dýragaröinum í London í fyrsta sinn
í gær að viðstöddu miklu fjölmenni,
þar á meðal Edward Heath, fyrrum
forsætisráðherra.
Nokkur töf varð á því að Ming-
Ming stigi fram fyrir skjöldu á meðan
hún virti herskarann fyrir sér. Þá
gekk hún lítinn hring og sneri aftir
í bæli sitt þar sem hún gæddi sér á
bambusviði og fékk sér loks klukku-
tíma blund.
„Mér þykir fyrir þessari litlu töf,“
sagði Jo Gibb forstjóri sem hafði beð-
ið viðstadda að hafa hægt um sig til
að koma pöndunni ekki úr jafnvægi.
Ming-Ming kom til London frá Kína
fyrir þremur dögum og hún virðist
enn vera á Kína-tíma. Hún sefur á
daginn og vakir um nætur. Hún er
enn dálítið þreytt en virðist ætla aö
laga sig vel að nýjum kringumstæð-
um.
Næstu sex mánuði verður hún höfð
í einangrun en umsjónarmenn henn-
ar í dýragarðinum vonast til að hún
fái síðan karlfélaga.
Reuter
CRYSTALWATERS
OG DANSHÓPINN
(Gypsy Woman, Making Happy)
föstudagskvöldið
25. október.
PARTÍSTEMNING
HVERJUM MIÐA FYLGIR1
GLASAF
FREYÐIVÍNI.
BOÐIÐ VERÐURUPPÁ
SNITTUR, BLÖÐRUR OG
DÚNDUR DANSMUSÍK
30 V.I.P KORT GEFIN HEPPNUM GESTUM
FJÖR - FJÖR - FJÖR - FJÖR - FJÖR - FJÖR - FJÖR - FJÖR
FORSALA MIÐA
ÍÁRMÚLA 5.
UPPLÝSINGAR í SÍMA 677633.
Eyðmhneyksliö í Frakklandi:
Kennir stjórnvöldum
um dauða 200 manns
Fyrrum embættismaður í Frakk-
landi, sem hefur verið sakaður um
að hafa vísvitandi leyft notkun
eyðnismitaðs blóðs við blóðgjaflr,
kenndi ríkisstjórn sósíalista frá ár-
inu 1985 um dauða tvö hundruð
dreyrasjúklinga.
Jacques Roux, sem fór fyrir stjórn
heilbrigðismála, hefur verið ákærö-
ur fyrir glæpsamlega vanræksiu.
Hann sagði að hann hefði ekki ráðið
yfir þeim íjármunum sem þurfti til
að koma í veg fyrir smit.
í opinberri skýrslu, sem kom út í
siðasta mánuði, er því haldið fram
að franski blóöbankinn hefði tafið
fyrir því að tekin væri í notkun hita-
meðferö til að sótthreinsa blóð og
leyft aö nota gamlar blóðbirgðir sem
ekki höfðu verið kannaðar með tilliti
til eyðniveirunnar.
„Ég lýsi ábyrgðinni á hendur Laur-
ent Fabius, þáverandi forsætisráð-
herra, Georginu Dufoix (félagsmála-
ráðherra) og fjármálaráðherra sem
stöðvuðu fjárveitingarnar," sagði
Roux í útvarpsviötali.
Robert Netter, annar fyrrum emb-
ættismaður sem einnig hefur verið
ákærður, sagði að margir læknasér-
fræðingar, þar á meðal ráðgjafi Fab-
ius, hefðu vitað að notað væri blóð
sem ekki haföi verið skimað.
Reuter
Engisprettur á
borðum sælkera
Engisprettur voru til skamms tíma
plága á ökrum Tælendinga en nú eru
þær taldar til sælkerafæðis og njóta
vaxandi vinsælda. Sá gaili er þó á
gjöf Njarðar að þær eru dýrar og
ekki á færi almennings að seðja
hungur sitt með þeim.
Bændur hafa séð sér leik á borði
og rækta korn í þeim eina tilgangi
að laða að engisprettumar. Jafnvel
bankar em tilbúnir til að iána bænd-
um sem hyggjast glata allri upp-
skerunni í engisprettuplágu.
Kílóið af af þessum skorkvikindum
er selt á um 180 krónur og eiga bænd-
ur vart völ á ábatasamari búskap því
korn er í lágu verði. Engisprettumar
eru djúpsteiktar og kostar ein máltíð
allt að þúsund krónur.
Þrátt fyrir arðinn af þessari nýju
búgrein reyna yfirvöld enn að
stemma stigu við plágunni en verður
lítið ágengt því bændur eru tregir að
lát frá sér lífsbjörgina. Reuter.
Engispretturnar eru bornár tram
djúpsteiktar og þykja herramanns-
matur. Símamynd Reuter
Fjöldi bílasala, bíla-
umboöa og einstaklinga
auglýsa fjölbreytt úrval
bíla af öllum cjeröum og
í öllum veröflokkum meó
góöum árangri í DV-BÍLAR
á laugardögum.
Athugið aö auglýsingar í
DV-BÍLAR þurfa aö berast
í síöasta lagi fyrir kl. 17.00
á fimmtudögum.
Sniáauglýsingadeildin er
hins vegar opin alla daga
frá kl. 09.00tiI 22.00 nema
laugardaga frá kl. 09.00 til
14.00og sunnudaga frá
kl. 18.00 til 22.00.
Smáauglýsing í
HELGARBLAÐ veröur aó
berast fyrir kl. 17.00
á föstudögum.
Auglýsingadeild
t