Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991. 25 LífsstOl Leyfilegur innflutn- ingur ferðamanna - nauðsynlegt að þekkja reglumar til að forðast sektir Fæstir ferðalangar sem fara til útlanda vita hvað er leyfilegt að flytja tollfrjálst með sér til íslands. DV-mynd BG Hvaða ferðamaður hefur ekki lent í því þegar hann er staddur í útlönd- um að fara að velta fyrir sér hvað hann megi flytja tollfrjálst með sér heim. Flestir ferðamenn vita hvaða magn má taka með sér af áfengi eða tóbaki en siðan nær þekkingin ekki lengra. Hér á eftir fylgir yfirlit yfir það sem ferðamaður má flytja með sér að utan af tollfrjálsum varningi. Heimilt er að flytja inn tollfrjálst almennar verslunarvörur sem fengnar eru erlendis, um borð í flug- vél eða skipi eða í tollfrjálsri verslun hér á landi fyrir allt að 24 þúsund krónur miðað við smásöluverð þar sem vara er fengin hverju sinni. Andvirði hvers hlutar má þó ekki nema hærri upphæð en 12 þúsund krónum og andvirði matvæla, þar með talið sælgæti, má ekki vera meira en 4 þúsund krónur. Magn þeirra má að hámarki vera 3 kg að þyngd. Börn yngri en 2 ára eiga rétt á helmingi þeirra friðinda sem að framan greinir. Framsal toll- fríðinda er óheimilt Tollvörður getur óskað eftir að ferðamaður sýni fram á innkaups- verð einstakra hluta sem hann hefur meðferðis, til dæmis með því að framvísa reikningi. Ferðamenn skyldu því halda upp á reikninga þar til heim er komið. Ef verðmæti versl- unarvara í farangri er umfram toll- frjáls mörk er sá hluti sem umfram er toOskyldur og ber að greiða af honum aðflutningsgjöld. Gæta skal að því að framsal toU- fríðinda er óheimilt og geta ferða- menn ekki framselt sinn rétt tO ann- arra. TO dæmis geta hjón ekki lagt saman réttindi sín tO að flytja inn tollfijálst verðmætari hlut en að and- virði 12 þúsund krónur. Um áfengi og tóbak gOda eftirfar- andi reglur: möguleikamir að há- marki em 1 lítri af sterku áfengi, 1 lítri £if léttvíni og 200 sígarettur eða 250 grömm af öðru tóbaki. í stað létt- víns er hægt að kaupa 6 lítra af er- lendum bjór eða 8 lítra af íslenskum. Einnig er mögulegt að flytja inn 1 lítra af léttvíni og fyrrgreint magn af bjór og tóbaki. Eða 2 lítra af létt- víni og framangreint tóbaksmagn. Sex lítrar af bjór jafngilda 12 stk. af /i 1 bjór eða 18 stk. af 33 cl bjór. 8 lítrar af bjór jafngilda 16 stk. af 'A 1 af bjór eða 24 stk. af 33 cl einingum. Sterkt áfengi má ekki vera yfir 50% að styrkleika og léttvín telst vera áfengi undir 22% að styrkleika. Einkasölugjald fyrir meira magn Lágmarksaldur tO að flytja inn áfengi er sá sami og gildir hjá ÁTVR, 20 ár, en lágmarksaldur fyrir tóbak er 16 ár. HeimOt er að flytja inn meira Neytendur magn af áfengi og tóbaki en þá þarf að greiða einkasölugjald í ríkissjóð samkvæmt gjaldskrá fjármálaráðu- neytisins. Sú heimild er takmörkuð við þrefalt það magn sem heimilt er að flytja inn tollfrjálst. Ef sú heimild er nýtt leggst einka- sölugjald á sem hér segir; 650 krónur á rauðvín, hvítvín, ljós rauðvín og freyðivín. Á portvín, sérrí, madeira, vermút, líkjöra og lystauka leggst 870 króna gjald en 1.120 krónur á ly- stauka með meira en 22% styrkleika. Krónur 2.050 leggjast á koníak, brandí, viskí, vodka, gin, genever, romm og sterkari líkjöra. Einkasölu- gjald á 24 dósir umfram leyfilegt toU- frjálst magn af bjór er 2.145 krónur. Einkasölugjald á tóbak er 1.010 fyrir hvert karton af sígarettum umfram tollfrjálst magn, 110 krónur fyrir hver 10 stykki af smávindlum, 470 krónur fyrir 25 stykki af meðalstór- um vindlum og 605 krónur fyrir stóra vindla. Einkasölugjaldið virðist ansi hátt og slagar í flestum tilfellum upp í verð vörunnar hér á landi. Þó þarf svo ekki að vera fyrir dýrari áfengis- tegundir. Lifandi dýr fara í sóttkví ToUívilnanir ferðamanna veita ekki undanþágu frá innflutningstak- mörkunum eða innflutningsbanni sem ýmsar vörutegundir eru háðar samkvæmt lögum. Vörutegundir sem háðar eru innflutningstakmörk- unum eru tU dæmis ýmiss konar símar og fjarskiptatæki en innflutn- ingur slíkra tækja er háður leyfi Póst- og símamálastofnunar. Því skyldu ferðamenn kynna sér slíkt fyrirfram, ef ætlunin er að fjárfesta í þannig tækjum, hvort leyfi fæst fyr- ir þeim. OheimUt er að flytja til landsins veiðitæki og veiðibúnað nema fram- vísað sé fullnægjandi vottorði frá erlendum yfirvöldum um sótthreins- un. Skotvopn, skotfæri og sprengi- efni eru háð takmörkunum um inn- flutning sem háður er leyfi frá lög- reglustjóra. Margir hafa hug á að flytja hingað til lands lifandi dýr, svo sem hunda. Þá þarf að fá tUskilin leyfi hjá land- búnaðarráðuneytinu og skilyrði eru þau að stranglega sé fylgt fyrirmæl- um um einangrun. Ef uppvíst verður um innflutning dýra í heimUdarleysi ber að lóga þeim. Innflutningur blóma og plantna er einnig háður takmörkunum og leyfum frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og þarf að auki heilbrigðisvottorð við- komandi erlendra stjórnvalda ef leyfi fæst. Matvæli ýmiss konar er bannað að flytja inn en það mun vera algengt að ferðamenn viti ekki hvers kyns matvæli er leyfilegt að flytja inn og hver ekki. Meginreglumar eru þess- ar; ósoðnar kjötvörur hvers konar, til dæmis flesk, pylsur (salami, spægipylsur og reyktar ósoðnar pyls- ur) svínahryggi, læri, fuglakjöt og fleira er óheimilt að flytja inn. Það er skilyrði fyrir innflutningi kjötvöru að hún sé soðin eða niður- soðin, en reyking, söltun eða þurrk- un án suðu er ófullnægjandi. Sömu- leiðis má ekki flytja inn ósoðna mjólk eða egg. Til viðbótar því sem að fram- an greinir er óheimilt að flytja inn bitvopn með lengra blaði en 12 cm, fjaðrahnífa, kasthnífa, högg- og stuð- vopn, svo sem hnúajárn, ýmiss kon- ar kylfur, lásboga og handjárn. Undirbúið garðinn fyrir veturinn Það er mikUvægt fyrir garðeigend- ur að ganga vel frá öUum gróðri og undirbúa fyrir veturinn. Blaðamað- ur Neytendasíðu leitaði leiðbeininga hjá Jóhanni Pálssyni, garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar. „Umfram aUt ber að taka inn alla lausamuni tengda garðyrkjunni, sem hætta er á að fjúki eða verði fyrir skemmdum af snjó eða öðram orsök- um. Fyrir haustið verður að vera búið að koma niður haustlaukum áður en frýs. Sumar jurtir þarf að taka inn, þær sem eru viðkvæmari, svo sem dalíu- lauka, gladíólulaukar og fleiri teg- undir sem þarf að kom í hús og geyma á þurrum og hlýjum stað. Síð- an er mjög gott að hirða aUt affaU úr garðinum. TU dæmis kUppa ofan af flestum fjölærum jurtum og leggja þá annaðhvort í safnhaug eða gott er að leggja það ofan á beð til hlífð- ar. Breiða þá jafnvel netstubb, akrýldúk eða eitthvaö yfir og halda því vel fostu. TijákUppingar tíðkast yfirleitt ekki að haustinu. Það er oft heppUegra að kUppa trén þegar vexti er alger- lega lokið og jafnvel rótarvexti. Plöntur geta verið að bæta við sig töluvert fram eftir vetri en hafa ber í huga að rótarvöxtur stendur oft lengur yfir heldur en vöxtur ofan- Nauðsynlegt að klippa greinar, sem geta sligast undan snjóþyngslum. jarðar. Yfirleitt ér þetta ágætis vetrar- vinna og það er óþarfi að eyða tíma í það að haustinu. Ekki nema þar sem hætt er við að greinar sláist saman og skemmi hverjar aðra í roki. Þar verður að kUppa til þess að koma í veg fyrir það. Gæta verður að því að kUppa þau tré þar sem hætta er á að snjóþyngsli geti sUgað greinamar. Þar sem ekki er hætta á því, til dæm- is þegar laga þarf Umgerði, lætur maður kUppinguna oftast nær bíða fram undir vorkantinn. Það er oftast nær skemmtilegra upp á útiit, að hafa Umgerði eða tré í fullri stærð. Viðkvæmur gróður eins og til uæmis ágræddar rósir, þarf umönn- un að vetri tU. Einnig viðkvæmur fjölær gróður og runnar. Það þarf að skýla þannig gróðri og gæta þess að hann verði ekki fyrir snjóbroti eins og oft kemur fyrir undir þakskeggj- um. Þá þarf að setja kassa yfir, eða einhvers konar stuðningsgrind. Gott er að hlúa að rósum með mold, laufi, mosa eða einhverju sem er ekki of þungt og einangra þannig fyrir verstu kuldum og kuldabreyt- ingum. Það er einnig hægt að pakka þeim inn í striga. Það er aldrei of vel gert í þessu efni. Á síðasta vetri kom mikið rok í febrúarmánuði á bera jörð. Þá fuku skýh burtu hjá mér og hafa eflaust gert það hjá fleirum. Best er að leyfa grasflötum að vera nokkuð loðnum því það veitir heil- mikla einangrun og kemur í veg fyr- ir kal. Grasflatir mega vera óslegnar síðustu 5-6 vikumar á vaxtartíman- um“ sagði Jóhann. Þess ber að geta að affall, svo sem lauf og alls kyns annar úrgangur, getur verið töluvert. Samkvæmt reglum er bannað að fleygja garðaúr- gangi í ruslatunnur. Það ætti að vera einfalt mál að fara eftir því, sérstak- lega þar sem affall af þvi tagi getur komið að góðum notum við einangr- un eða sem næring fyrir jarðveginn. -ÍS íbúar á höfuðborgarsvæöisins og síma verðum að velja á miUi bæklingffá Pósti og síma með leið- þess að senda þennan bækling út beiningum um skil á jólapósti til mjög snemma og þá rayndu allar útlanda. Aftan á þeim bæklingi er dagsetningar nægja til þess að hægt sett upp tafla um skil á böggla- og sé að senda jólapóst til allra staöa bréfpósti til heimshluta. Það vekur í heiminum í tíma og ltins aö senda athygli að böggla- og bréfapóst með hann á þeim tima sem viö gerum skipi til annarra landa en Evrópu nú. og Bandaríkjanna þarf að póst- Ef við sendum bæklinginn út Ieggja fyrir 15. október, bögglapóst- mjög snemma yrði hami í rauninni inn reyndar fyrh-12. október. Það of snemma á ferðinni og misti verður að teljast frekar stuttur marks. Fólk raundi týna honum frestur til skila á pósti þar sem áður en að því kæmi að það sendi hann var útrunninn þegar bækl- út jólapóstinn. Flestir senda póst ingurinnkominnumbréfalúguna. til Evrópu eða Bandaríkjanna og Blaðafulltrúi Pósts og síma er þær dagsetningar eru nægjanlega Hrefna Ingólfsdóttir. „Það er mjög snemma á ferðinni, hvort som um fátítt hér á landi að póstur sé send- er að ræða skipa- eða flugpóst. Það ur meö skipi. íslendingar eru nú er heldur ekki ol' seinl að senda yflrleitt þannig að þeir eru á síð- flugpóst til annarra heimshluta. í ustu stundu og nota þá flugpóst sjálfu sér hefði bæklingurinn átt frekar en skipapóst. að vera borinn út í síðustu viku en En auðvitað er það alltaf miklu þá hefði þetta sloppið 'formsins ódýrari möguleiM að senda með vegna. Ég held að bæklingurinn skipi og sjálfsagt fyrir fólk að nota hafi tafist lítillega í prenti,“ sagði þann möguleika ef menn eru Hrefna. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.