Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991.
Spumingin
Gætirðu hugsað þér tilver-
una án fjölmiðla?
Örn Árnarson nemi: Nei, alls ekki.
Maður getur ekki farið í skólann án
þess að hafa lesið Morgunblaðið.
Bergur Kristinsson: Nei.
María Arnarsdóttir nemi: Nei. Mað-
ur verður að fá upplýsingar.
Ólafur Egill Egilsson: Nei, þá hefði
maður engar fréttir. Hvorki innlend-
ar né erlendar.
Ægir Þór Kristinsson: Nei, maður
verður að vita hvað er að gerast í
heiminum.
Karla Jónsdóttir: Já. Þeir gegna að
vísu mikilvægu hlutverki en geta
bæði verið til þarfa og óþarfa.
I Lesendur________
Skautaíþróttin
á íslandi
„Sum mannvirki hafa verið mjög dýr og eru því miður ekki notuð sem
skyldi því þau eru aðallega ætluð keppnisfólki...“
Helgi Geirsson skrifar:
Hvernig stendur á því að skauta-
íþróttin fær svo lítinn skilning
stjómvalda og hjá forsvarsmönnum
íþróttahreyfingarinnar? Það má með
sanni segja að skautaíþróttin henti
íslendingum einkar vel. Hér er um
að ræða íþrótt sem býður upp á feg-
urð jafnt sem hörku - þátttöku ein-
staklinga og hópa fólks á öllum aldri.
Skautaíþróttin hentar jafnt keppnis-
mönnum sem tómstundaiðkendum
og er best iðkuð innanhúss, í veöur-
fari sem okkar, en þó er hægt að njóta
hennar i hvaða veðri sem er, árið um
kring.
Listskautun er ein alfegursta íþrótt
sem keppt er í og engin keppnis-
íþrótt er jafn spennandi og íshokkí.
íslendingar hafa skapað mjög góðar
aðstæður til að þjálfa ýmsar aðrar
íþróttir. Sum mannvirki hafa verið
mjög dýr og eru því miður ekki notuð
sem skyldi því þau eru aðallega ætl-
uð keppnisfólki, þetta er synd því það
kostar mikið að halda þeim við. Það
hljóta að vera kostir við að fjárfesta
í mannvirkjum sem almenningur
jafnt sem keppnisfólk getur haft not
af. Auðvitað er ekki ætlunin að upp-
hefja skautaíþróttina á kostnað ann-
arra íþrótta, þvi allar heilbrigaðar
íþróttir eiga rétt á sér. Ég er aðeins
að benda á nauðsyn þess að íjárfesta
rausnarlega í skautaíþróttamann-
virkjum fyrir keppnismenn og al-
menning. Sá sem skrifar þetta var á
sínum tíma formaður Skautafélags
Reykjavíkur og veit vel hversu mik-
ill áhugi er á þessari íþrótt.
Það sem að er er skilningsleysi
stjórnmálamanna og þeirra sem hafa
vahst í forustu íþróttahreyfingarinn-
ar. Það er ekki vegna þess að þeir séu
vondir menn eða að þeir vilji ekki
gera skautaíþróttinni vel, heldur
skilja þeir einfaldlega ekki sem
skyldi verðleik skautaíþróttarinnar
og telja því fé sem þeir hafa til reiðu
betur Á'erið annars staöar. Einnig
má vel vera að þrýstihópar og pólitík
innan íþróttahreyfmgarinnar hafi
sitt að segja.
Ég skora á þá menn sem ráða að
athuga þetta mál vel og drengilega.
Ef þeir gera svo þá efast ég ekki um
að þeir munu komast í skilning um
að rausnarleg fjárfesting í mann-
virkjum í þágu skautaíþróttarinnar
er öllum til heilla...
Markviss viðbrögð
Guðjón Petersen skrifar:
í lesendadálki DV fimmtudaginn
17. október skrifar V.V. undir fyrir-
sögninni „Ruglingur í boöröð". Þess-
um skrifum er hér með svarað þar
sem þau eru röng að því leyti sem
að Almannavörnum snýr.
Þegar Lufthansa-véhn 457 lenti á
Keflavíkurflugvelli 12. október sl.
eftir að thkynnt hafði verið um eld
um borð voru alhr þeir sem bregðast
eiga við samkvæmt skipulagi Al-
mannavarna, þ.e. varnadiðssveitir,
lögreglusveitir, björgunarsveitir og
Rauðakrossveitir, í viðbragsstöðu.
Enginn „ruglingur" var í boðun.
Sá hluti lækna og björgunarliðs
sem átti að vera til taks innan Kefla-
víkurflugvallar til að annast björgun
og meðferð slasaðra ef slys hefði orð-
ið þar var allur til staðar þegar vélin
lenti.
Sá hluti björgunar-, lækna- og
hjúkrunarhðs, sem vera átti til taks
á vissum stöðum á Reykjanesi ef slys
yrði utan flugvallarins, var allur th-
búinn til sinna starfa þegar véhn
lenti.
I neyðarskipulagi Almannavama
vegna Keflavíkurflugvahar eru það
læknar og hjúkrunarfólk frá fimm
sjúkrahúsum sem mynda greining-
arsveit á söfnunarsvæði slasaðra þar
sem fram fer fyrsta meðferð. Þessir
læknar ákveða forgangsrööun slas-
aðra en ekki björgunarsveitarmenn.
Það gleymdist engin björgunar-
sveit í útkallinu vegna þessa atburð-
ar.
Virkjun neyðaráætlunarinnar
tókst með ágætum í umræddu tilviki.
Skrítin samkeppni
... starf allra björgunarsveita í landinu ætti að sameina undir einn hatt.'
Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson
skrifar:
Eiginlega er réttast að segja að ég
hafi orðið í aðra röndina hissa og
hina ánægður yfir svari Örlygs Hálf-
dánarsonar, forseta SVFÍ, th mín í
DV þann 15. otkóber sl. Undrun mín
var mest vegna þess að honum skyldi
takast að lesa hótanir, beinar eða
óbeinar; út úr greinarstúf mínum.
Annaðhvort skhjum við orðið hótun
á mismunandi hátt eða þá aö Örlygur
hefur misst þarna ofurlitla stund
stjórn á skapi sínu. Ég ætla að
minnsta kosti að hta svo á að hann
hafi skrifaði þetta óvart. í sambandi
við sht á sameiningarviöræðum fyrr
á árinu uggir mig að það sé verið aö
gera hlutina fuheinfalda með því að
gefa í skyn að afstaða þátttakenda
SVFÍ í þeim hafi engin áhrif haft á
viðræðushtin. Það sem hins vegar
vakti ánægju mína í bréfi Örlygs var
hreinskihn yfirlýsing hans um að
starf ahra björgunarsveita í landinu
ætti að sameina undir einn hatt. Það
hygg ég að sé að vilja alls almenn-
ings, því þaö hefur ítrekað komið
fram að gefnum tilefnum að fólk hef-
ur haft áhyggjur af þeirri skrítnu
tegund af samkeppni sem ríkt hefur
á þessu sviði. Spurningin er e.t.v. sú
með hvað hætti það á að bera að og
hvað á að kalla þær aö lokinni sam-
einingu. Vissulega hefði verið gott
að nota nafn Landsbjargar í það sem
og SVFÍ en úr þessu er ólíklegt að
þaö takist. Bæði mér og fleirum hefur
dottið í hug að þetta mætti gera und-
ir merki Rauða krossins en að sjálf-
sögðu á ekki aö loka á neina hug-
mynd fyrirfram í þessu sambandi.
Að svo mæltu vonast ég th að menn
horfi hér eftir fram á veginn og leggi
það sem ég kalla sögulega þijósku til
hhðar og vinni markvisst að þessu
verkefni og læt skrifum af minni
hálfu um þetta hér með lokið.
Myndbirting
Þ.Þ. skrifai-:
Nú er búið að sleppa úr haldi
manninum sem réðst á stúlkuna
í Þverholtinu fyrir tíu árum.
Komið hefur fram í fjölmiðlum
að maöurinn er ekki heih á geðs-
munum og þyrfti að vera undir
eftirliti en enginn virðist vhja
taka ábyrgð á honum. Maðurinn
hefur hótað að taka upp fyrri iðju
þegar hann losnaði úr fangelsinu
en samt er ekkert aðhafst. Mér
finnst hræðhegt th þess að vita
að geðveikur maður, sem þegar
hefur hótað að fremja annað ód-
æði, gangi laus. Slíkir menn ættu
að vistast á stofnun og stjórnvöld-
um hlýtur að vera skylt að binda
þannig um lmútana að meðlimir
þessa samfélags séu óhultir fyrir
geðsjúkum afbrotamönnum. Ef
ekki er hægt að vista hann á
stofnun þá tei ég nauðsynlegt að
birta mynd og nafn þessa manns
svo að fólk geti varað sig á hon-
um. Ég skora þvi á fjölmiðla að
birta mynd af honum sem allra
fyrst, áður en skaðinn er skeður.
Óréttmæt
gagnrýni
Jóhanna hringdi:
Ég er ekki sammála þeim sem
ritaði á lesendasiðu DV nýlega
aö eitt af því leiðinlegasta sjón-
varpsefni sem boðið væri upp á
væri umræður um stefhuræðu
forsætisráðherra á Alþingi. Mér
finnst þetta eitt af því skemmti-
legasta sem ég horfi á og hlakka
mikið til þessa efnis. En það sem
setti nokkum skugga á þessar
umræður var árás Olafs Ragnars
Grímssonar í Þuriði Pálsdóttur.
Mér fannst þetta, vægast^ sagt,
mjög ósmekklegt því Ólafur
Ragnar vissi mætavel að Þuríður
gat ekki staðið upp og svarað fyr-
ir sig. Mér finnst sjálfsagt að
menn gagnrýni hver annan, sér-
staklega þegar ráðherrar eiga í
hlut og menn standa síðan upp
og veija gerðir sínar, þannig á
þetta að vera. En að vera með
eitthvert skítkast í þann sem ekki
getur varið sig finnst mér ekki
rétt.
Meira íslenskt
efni
P.S. sjónvarpsáhorfandi skrifar:
Þann 16. október síðastliðinn
voru sýndar í Sjónvarpinu nýjar
myndir um Marel og ísaga í þætt-
inum Nýjasta tækni og vísindi.
Þessar myndir sýndu það að
framþróun á sér ekki síður stað
hér á landi en erlendis. Er
ánægjulegt th þess að vita að ís-
lenskt hugvit sé gjaldgeng mark-
aðsvara.
Ég vil þakka Sigurði Richter
fyrir að sýna þessar myndir því
ahtaf vantar gott íslenskt efni -
efni sem okkur kemur viö.
Kaupum ís-
lenska vöru
Sigurjón hringdi:
Nú er mikið ijahað um við-
skiptahaha þjóðarbúsins. Eftir
því sem fjölmiðlar greina frá spá-
ir Félag íslenskra iönrekenda þvi
að viðskiptahallinn verði um 20
mhljarðar á næsta ári eða 4-5
milljörðum króna meiri en gert
var ráð fyrir. Innflutningur hefur
aukist til mikhla rouna en sam-
dráttur er í útflutningi og ef fram
fer sem horfir mun enn draga úr
útflutningi því mikhl samdráttur
er fyrirhugaður í sjávarútvegi.
Hvernig væri nú að þessi þjóö
tæki sig saman og keypti íslenska
vöru til að stemma stigu við þess-
ari uggvænlegu þróun? Nú er
rétti tíminn fyrir iðnrekendur aö
gera átak í að auglýsa íslenska
vöru eins og gert var hér fyrir
nokkrum árum með góðum ár-
angri. Ég skora á aha íslendinga
að kaupa fyrst og fremst islenska
vöru.