Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991.
5
Fréttir
Magnús Gunnarsson, forstjóri SÍF, um samningurinn um evrópska efnahagssvæðiö:
Samningurinn er áf angi
að algeru tollfrelsi
„Þegar viö lögöum af staö í þessar
viöræður viö Efnahagsbandalagið
(EB) báöum viö um fríverslun en
fengum ekki. Þá báðum við um toll-
frelsi eri þeir féllust ekki heldur á
það. Nú hefur bandalagiö aftur á
móti samþykkt verulega tollalækkun
á flestum þeim afurðum sem við höf-
um þörf fyrir tollalækkun á. Ég lít
því á þennan samning um evrópska
efnahagssvæðið sem áfanga í því að
við fáum fullt trollfrelsi fyrir okkar
afurðir. Einnig vona ég að við fáum
áhka samkeppnisskilyrði og þau
lönd sem við keppum við á mörkuð-
um og þar á ég við þá styrki sem sjáv-
arútvegurinn nýtur í þeim löndum,"
sagði Magnús Gunnarsson, forstjóri
Sölusamtaka íslenskra fiskframleið-
enda, í samtali við DV í gær um
samninginn um evrópska efnahags-
svæðið.
Einstakar tegundir
Magnús var beðinn um að skýra
hvað þessi samningur hefði að segja
fyrir íslenska fiskvinnslu á Evrópu-
mörkuðunum. Hann sagðist að vísu
ekki hafa séð endanlegan samning
en eftir því sem hann vissi best væri
útkoman þessi:
Flattur blautverkaður saltfiskur:
Þorskur: 1. janúar 1993 algert toll-
frelsi en nú er°13 prósent tollur á
honum.
Þurrkaður saltfiskur:
Tollur lækkar frá 1. jan. 1993 til 1997
um 70 prósent og verður þá 5,4 pró-
sent, er nú 13 prósent.
Söltuð flök:
Þorskur - langa - keila - ufsi: 1. jan-
úar 1993 algert tollfrelsi en er nú 18
prósent .
Flattur ufsi - langa - keila:
Tollur lækkar um 70% frá 1. jan.
1993 til 1997, er nú 13 prósent.
Ferskur fiskur:
Þorskur og ýsa: algert tollfrelsi 1.
janúr 1993, er nú 3,7%.
Fersk flök:
Þorskur - ýsa - ufsi, algert tollfrelsi
1. jan. 1993, er nú 18 prósent.
Ferskur karfi:
Nú er 2% tollur, lækkar um 70% á
tímabilinu 1993-1997
Fersk karfaflök:
Á þeim er 18% tollur, lækkar um 70%
á tímabilinu 1993-1997.
Saltsíldarflök:
Tollur nú 12%-16% en lækkar 1. jan-
úar 1993 niður í núll.
Þetta er sá ávinningur sem við höf-
um af þessum samningi.
Ekki fékkst tollaeftirgjöf fyrir lax
og humar en tollur á þessum tegund-
um er nú 10 prósent. Magnús sagði
að sérstaklega laxinn skipti umtals-
verðu máli.
*
Jákvæð útkoma
Hann sagði að tollur á íslenskum
saltfiski til Evrópu hefði verið á bil-
inu 700 milljónir króna og upp í 1
milljarð á ári reiknað á núvirði. Það
hefur að sjálfsögðu farið eftir því hve
mikið hefur verið flutt út á ári. Síðan
hefur það farið eftir því hvað SÍF
hefur getað nýtt sér stóran hluta af
hinum svonefnda tollfrjálsa kvóta í
upphafi hvers árs og hve lengi hann
hefur enst á hverju ári.
Magnús sagði að íslendingar hefðu
greitt, reiknað á núvirði, um 2 millj-
arða króna á ári í tolla fyrir allan
fiskútflutning til Evrópubandalags-
landanna. Hér væri því um umtals-
verðar upphæðir að ræða. Lækkun
tollanna myndi lækka verð á íslensk-
um sjávarafurðum til neytenda í EB
löndunum og gera þær samkeppnis-
hæfari í samkeppni við sjávarfang
þeirra þjóða sem notið hefðu lægri
tolla en við höfum gert. Hann sagði
að menn hefðu verið farnir að hafa
áhyggjur af því hve verð til að mynda
fyrir saltfisk var orðið hátt. Neytend-
ur réðu ekki orðið við það nema á
tyllidögum.
„Við sem vinnum að útflutningi
sjávarfangs erum. sammála um að
þessi samningur er jákvæður. Hann
mun skapa allnokkuð af tækifærum
fyrir íslendinga sem er mikilvægt
viðfangsefni fyrir okkur að takast á
við og búa okkur undir. Tækifærin
breyta miklu og menn þurfa að
vanda sig til að ná því jákvæðasta
út úr samninghum," sagði Magnús
Gunnarsson. -S.dór
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
Samningurinn er vega-
bréf inn í næstu öld
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra átti varla nógu sterk
orð til að lýsa ágæti þess samnings
um evrópskt efnahagssvæði, sem
gerður var í fyrrinótt, fyrir okkur
Islendinga þegar hann lýsti honum á
fréttamannafundi í gær. Hann var
eiginlega eins og í dægurlagatextan-
um segir: „Syngjandi sæll og glaður,
til síldveiða nú ég held...“
Jón Baldvin sagði þetta mesta og
merkasta milhríkjasamning sem ís-
lendingar hefðu gert. Hann væri
vegabréf okkar inn í 21. öldina. Við
hefðum nánast fengið allt fyrir ekk-
ert. í honum væri sá vaxtarbroddur
sem við íslendingar þyrftum á að
halda. Fullvinnsla fisks og aðrir
möguleikar til stórstigra framfara
væru nú fyrir hendi.
í samningnum væri öryggisatriði
Vilja kaupa tækniþekkingu
sér að tækniþekkingu og þannig
gætum við komið inn í þetta mál.
Við höfum yfir að ráða þekkingu
sem við getum selt þessum mönn-
um og það er tilvalið að þessi þekk-
ing sé flutt frá Akureyri. Hér eru
öflug útgerðar- og fiskverkunarfé-
lög, SUppstöðin og sjávarútvegs-
deild við Háskólann hér,“ sagði Sig-
urður G. Ringsted.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Jón Hjaltalín Magnússon verk-
fræðingur og Þórhallur Bjarnason,
yfirtæknifræðingur SUppstöðvar-
innar á Akureyri, eru nýlega
komnir frá arabaríkinu Oman en
svo gæti farið að Oman-búar
keyptu tækniþekkingu á sviði sjáv-
arútvegs frá Akureyri.
Að sögn Siguröar G. Ringsted,
forstjóra SUppstöðvarinnar, hefur
þetta mál verið athugað af atvinnu-
málanefnd Akureyrar, sænska fyr-
irtækinu Rectus Elas, SUppstöð-
inni og Útgerðarfélagi Akur-
eyringa. „Þær athu'ganir leiddu til
þess að ákveðið var að senda tvo
menn þangað suður eftir til að
kanna þetta nánar.
Mér skilst að í Oman sé að hefj-
ast sjávarútvegsátak á vegum
stjómvalda og á að efla bæði fisk-
veiðar og vinnslu. Þeir eru að leita
Jón Baldvin Hannibalsson segir
EES-samninginn vegabréf inn í
næstu öld.
hvað varðar straum erlends vinnu-
afls til landsins. Hægt væri að stöðva
hann ef hann yrði of þungur. íslensk
stjórnvöld gætu komið í veg fyrir það
með löggjöf ef forstjóri Kóka kóla
ætlaði að kaupa upp Laxárdal í Þing-
eyjarsýslu, eins og hann komst að
orði.
íslendingar hefðu því haft fullan
sigur og öll okkar aðalhagsmunamál
væru í höfn.
Hvergi í samningnum væri neitt
afsal á einu né neinu, hvað þá full-
veldisafsal.
Nú væri það verk að vinna að
kynna þjóðinni samninginn sem best
og án allrar brenglunar. Jón sagðist
myndi byrja á því að gefa Alþingi
skýrslu um samninginn í dag.
-S.dór
Þóröur Örn Sigurðarson, Flugmálastjórn:
Engin byltmg
í f argjöldum
- leiguflug til útlanda allt árið
„Þessir samningar þurfa ekki að „ Jú, maður skyldi ætla það þegar
tákna það að flugfélög fari að fljúga áætlunarleiðir fara að skila meiru.
hingað í meiri mæli en áður. Loft- Hins vegar hefur Evrópa verið
ferðasamningar okkar eru gagn- vandræðagripur í fluginu þar sem
kvæmirhvaðsnertirflugáþessum fargjöld eru almennt of há. Því á
Ieiðum og samningarnir breyta ég ekki von á neinum byltingum í
ekki stöðunni á þessum leiðum. lækkun fargjalda."
Hins vegar fáum við aukin flugrétt- Þórður sagðist eiga von á að frelsi
indi í Evrópu sem þýðir betri nýt- í leiguflugi myndi aukást hérlend-
ingu á flugleiöum sem skapar is, eins og það hefði gert í Evrópu.
aukatekjur og þá mögulega lækkun -Nú hefur Atlantsflug boðið upp á
fargjalda í kjölfarið þegar til lengri mjög ódýrar feröir til nokkurra
tíma er litið,“ sagði Þórður Örn borga í Evrópu sem Flugleiöir
Sigurðarson, framkvæmdastjóri fljúga áætlunarflug til. Það flug
flugsamgangna og alþjóðamála hjá takmarkast hins vegar við háanna-
Flugmálastjórn, vegna EES-samn- tímann, maí-október. Fær Atlants-
inganna. flug að fljúga allt árið um kring
- En eru þessir samningar ekki eftirgildistökuEES-samninganna?
gagnkvæmir, fá eriend flugfélög „Við verðum að gera allar þær
ekki aukinn rétt til að fljúga hing- reglur sem Evrópuasamfélagið hef-
aö? ur gefið út að okkar og samkvæmt
„Þetta getur þýtt það aö þýskt þeim er ekkert sem hindrar Atl-
flugfélag getur flogiö tfl Glasgow antsflug í að fljúga svona leiguflug
og síðan lringað. Eg sé þó ekki í allan ársins hring. Iiins vegar geta
hendiméraðerlendflugfélögrjúki strangar reglur um hávaðatak-
upp til handa og fóta vegna þess.“ markanir og fleira, sem einnig
- Hefur almenningur beinan hag munu taka gildi, neytt Atlantsflug
af EES-samningum í lægri flugfar- til aö endumýja flugvél sína.“
gjoldum? -hlh