Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 3
MIÐVlkÚtíÁGUR 23. ’ÓKT'ÓÖER'íðW. 3 InntökuprófíHÍ: inn af þess- um hug- myndum - segir Guðni rektor „Ég hef satt að segía ekki kynnt mér þetta mál til fullnustu en persónulega er ég satt að segja ekki hrifinn af þessum hugmynd- um. Ég vil bara að stúdentsprófið standi fyrir sínu,“ sagði Guðni Guðmundsson, rektor Mennta- skólans í Reykjavík, aðspurður um hvernig honum litist á hug- myndir um inntökupróf í Há- skóla íslands. Háskólayfirvöld íhuga nú að taka upp inntökupróf í Háskóla Íslands. Yrði einkum prófað í lestrargetu, orðaforöa, rökhugs- un og kunnáttu í íslensku. „Það er alveg Ijóst að þeir eru með þessu að segja að það sé ekki nógu góður undirbúníngur í menntaskólunum. Hvað viðkem- ur Menntaskólanum í Reykjavík þá er ég þvi alls ekki sammála. Vitaskuld er verulegur munur á 3. einkunnar manni og hinum sem hlýtur 1. ágætiseinkunn. Þannig hefur það alltaf veriö og þannig heldur það áfram að vera. Þetta er ekki samstæður hópur á þekkingarsviðinu. Það fer alltaf eftir einkununum." Guðni sagði að framhaldsskól- arnir fengju engar upplýsingar um nemenduma eftir að þeir væru komnir í Háskólann. „Ég hef minnst á það við hina ýmsu rektora í Háskólanum í gegnum árin að slíkar upplýsingar væru nauðsynlegar. Eg veit að þetta væri talsvert umfangsmikið, auk þess sem samanburðurinn við fyrrí ár yrði erfiður þar sem tölvuvæðingu var tiltölulega ný- komið á, Þetta yrði aldrei nema beinn samanburður á einkunn- um. En það sæist þó hvaða menntaskólar undirbyggju nem- endur sína best og hverjir þeirra myndu Ijúka háskólanámi. Þama gæti veriö um prósentu- upplýsingar að ræða þannig að ekki væri gengið of nærri per- sónulegum högum viökomandi. Ef það reyndist augljóst að ákveðnar greinar stæðu sig ekkí í háskólanámi væri lafhægt fyrir okkur að reyna að breyta áhersl- um.“ -JSS V-Húnavatnssýsla: Riðuveiki staðfestá Læjamóti Júlíus Guðni Antonsson, DV, V-Húrt: Staðfest hefur verið riðuveiki í sauðfé á Lækjamóti í Vestur- Húnavatnssýslu og hefur verið ákveðið að skera niður allt fé þar í haust. Þá hefur öllu fé verið slátrað frá Þómkoti og Víðidalstungu þótt þar haii ekki komiö upp riðu- veiki. En þar sem þessir bæir stóðu aöeins tveir eftir þar sem riðuveiki heiúr heijað þótti ekki annað ráðlegt en að siátra þar til að fyrírbyggja eins og frekast er kostur að veikin berist til þeirra sem skipt hafa um fé á svæðinu. Þarna er um að ræða um 1100 kindur. Benedikt Axelsson, formaður riðunefndar Þorkelshólshrepps, vill ráðleggja bændum að halda fé sínu sem mest heima og forð- ast fjárkaup milli bæja í hreppn- um. Bendir hann á að menn ættu frekar að nota sér sæöingar eða fá hrúta af Ströndum heldur en kaupa hrúta t nágrenninu. Fréttir Mesta gjaldþrot íslandssögunnar: Kröf ur í Álafoss um 2300 milljónir það er varla til fyrir skiptakostnaði, segir Ólafur Birgir Amason bústjóri ✓ Kröfur íþrotabú Alafoss — upphæð alls 2,3 milljarðar króna Aðrir 603 Iðnþróunarsj. 53 Islandsbanki 57 Stéttars. bænda 73 Ríkissjóður 214 Allar tölur í milljónum króna Landsbankinn 400 Framkvæmdasj. 363 Byggðastofnun 272 Iðnlánasjóður 265 Gylfi Rristjánsson, DV, Akureyri: „Það eru komnar fram allar kröfur í þrotabúið og upphæð þeirra nemur rúmlega 2,3 milljörðum króna. Ef mig misminnir ekki varðandi tölur um gjaldþrot Hafskips, sem talið hef- ur verið stærsta gjaldþrotið hér á landi, þá er þetta gjaldþrot Álafoss miklum mun stærra,“ segir Ólafur Birgir Árnason, lögmaður á Akur- eyri, en hann er einn bústjóra í þrota- búi Álafoss. Almennar kröfur í búið nema um 1,7 milljörðum króna en forgangs- kröfur, sem eru launakröfur og fleira þeim tengt, nema um 80 milljónum og þær kröfur mun ríkissjóður greiða. Af stærstu kröfuhöfum má nefna Landsbanka íslands með rúmlega 400 milljónir, Framkvæmdasjóður er með 363 milljónir, Byggðastofnun 272 milljónir, Iðnlánasjóður með 265 milljónir, ríkissjóður er með 214 og af öðrum kröfuhöfum má nefna Stéttarsamband bænda með 73 millj- ónir, íslandsbanka með 57 og Iðnþró- unarsjóð með 53 milljónir. Aðrar kröfur skiptast í fjölmarga liði. Af þeim má nefna kröfur laun- þega, sem innleystar höfðu verið af ríkissjóði viö lok kröfulýsingar- frests, upp á 19 milljónir, samþykkt- ar forgangskröfur lífeyrissjóða sem nema 13 milljónum, kröfur vegna slita á ráðningarsamningi 480 þús- und, kröfur utan skuldaraða, for- gangskröfur sem hefur verið hafnað sem slíkum. „Það er ekkert til upp í þessar kröf- ur, það er varla til fyrir skiptakostn- aði,“ sagði Ólafur Birgir. „Nú tekur við skiptafundur og það þarf að kom- ast að því hvers vegna fyrirtækiö er jafn illa statt og raun ber vitni. Var það í raun og veru gjaldþrota löngu áður en það var gefrð upp sem slíkt í sumar? Menn geta svo sem velt því fyrir sér þegar svona er komið,“ sagði Ólafur Birgir Árnason. SOLUHÆSTIBILLINNIEVROPU NU A FRABÆRU VERÐIAISLANDI FRÁ KR. 982.000 5 DYRA - 3 ÁRA ÁBYRGÐ HEKLA LAUGAVEG1174 SlMI695500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.