Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991.
Afmæli
Marí a Ásgrímsdóttir
María Ásgrímsdóttir húsmóöir, síð-
ast til heimilis aö Hrafnagilsstræti
31, Akureyri, en sem dvelur nú á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri,
er níutíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
María fæddist að Barði í Fljótum
í Skagafirði. Hún ólst upp til ellefu
ára aldurs hjá fósturforeldrum sín-
um, Sveinsínu Sigurðardóttur og
Guðbrandi Jónssyni að Steinshóli í
Fljótum. Þá flutti hún til foreldra
sinna að Dæli í sömu sveit og átti
þar heima þar til hún fór að vinna
fyrir sér og hóf sjálf búskap. María
gifti sig 1922 og bjuggu þau fyrsta
áriö á Illugastöðum í Flókadal en
síðan í sjö ár, eöa til 1930, að Sigríð-
arkoti í Flókadal. Þá fluttu þau hjón-
in að Illugastöðum í Austur-Fljótum
um eins árs skeið en fóru þaðan að
Minni-Reykjum og bjuggu þar sín
aðalbúskaparár til ársins 1960. Þau
hjuggu að Ókrum til 1973 en brugðu
þá búi og fluttu til Akureyrar.
María starfaöi með kvenfélagi
sveitarinnar þegar stundir gáfust til
félagsstarfa.
Fjölskylda
María giftist 1922 Guðvarði Pét-
urssyni, f. 2.8.1895, d. 11.12.1987,
bónda og verkamanni. Foreldrar
hans voru Pétur Pétursson, b. í
Keldnaholti í Sléttuhhð í Skagafirði,
síðast í Fljótum, og Hólmfríður Guð-
varðardóttir húsfreyja.
María eignaðist tólf börn og eru
tíu þeirra á lífi. Elstu dótturina eign-
aðist hún fyrir hjónaband. Afkom-
endur Maríu eru nú hundrað tutt-
ugu og níu talsins en þrír þeirra eru
látnir.
Systkini Maríu urðu tólf og á hún
eina systur á lífi, Dagbjörtu, sem
búsetteráDalvík.
Foreldrar Maríu voru Ásgrímur
Sigurðsson, f. 8.12.1856, d. 23.6.1936,
b. og smiður að Dæli í Fljótum, og
kona hans, Sigurlaug Sigurðardótt-
ir,f. 21.12.1861, d. 4.4.1952.
Ætt
Ásgrímur var sonur Sigurðar, b. í
Hvammi í Fljótum, Pálssonar, b. á
Miklahóli í Viðvíkursveit, Sigfús-
sonar, b. í Dæli í Svarfaðardal,
Rögnvaldssonar, b. á Hóli á Ufsa-
strönd, Jónssonar, b. og hreppstjóra
á StóruHámundarstöðum á Ár-
skógsströnd, Rögnvaldssonar.
Móðir Ásgríms var Guðný Bjama-
dóttir, b. í Sigríðarstaðakoti, Þor-
leifssonar. Móðir Guðnýjar var
Helga Guðmundsdóttir, b. í Sigríö-
arstaðakoti, Helgasonar.
Sigurlaug var dóttir Sigurðar, b. á
Minni-Þverá í Austur-Fljótum, Sig-
mundssonar, b. á Krossi á Akra-
nesi, Snorrasonar, b. í Andakíl,
Magnússonar. Móðir Sigurðar á
Minni-Þverá var Guðríður, systir
Helgu, ömmu Þorbjarnar skálds
„þorskabíts“. Guðríður var dóttir
Þorleifs, b. á Hæli í Flókadal, Auð-
unssonar.
Móðir Sigurlaugar var Ingiríður
Grímsdóttir, prests á Barði í Fljót-
um, Grímssonar, græðara á Espi-
hóli í Eyjafirði, Magnússonar. Móð-
ir Gríms prests var Sigurlaug Jó-
sefsdóttir, b. í Ytra-Tjarnarkoti í
Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði, Tóm-
assonar. Móðir Ingiríðar var Ingi-
björg Jósefsdóttir, b. í Hvammi í
Eyjafirði, Jósefssonar, b. Ytra-
Tjarnarkoti, Tómassonar og vom
Maria Ásgrímsdóttir.
þau hjón systkinaböm. Bróðir Jós-
efs Tómassonar var Jónas, b. á
Hvassafelli, afi Jónasar Hallgríms-
sonar skálds.
Móðir Sigurlaugar Jósefsdóttur,
Ingibjörg Hallgrímsdóttir, var systir
Gunnars, prests á Ufsum, fóður
Gunnars, prests í Laufási, afa Hann-
esar Hafsteins ráðherra.
Sæmundur Breiðfjörð Helgason
Sæmundur Breiðfjörð Helgason vél-
stjóri, Álfaskeiði 49, Hafnarfirði, er
sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Sæmundur fæddist í Kvíindisfirði
í Austur-Barðastrandarsýslu en
flutti þriggja ára á Svínanes þar sem
hann ólst upp í foreldrahúsum.
Hann lauk vélstjóranámi 1941 og
stundaði sjómennsku fyrir stríð,
einkum á Suðurnesjum og frá
Reykjavík, en bætti til sjós 1951
vegna veikinda.
Sæmundur vann hjá Rafha í Hafn-
arfirði í ellefu ár og hjá Ofnasmiðj-
unni í Hafnarfiröi í sautján ár.
Fjölskylda
Sæmundur kvæntist 1.2.1947
Ragnhildi Þorgeirsdóttur, f. 1.2.
1922. Foreldrar hennar voru Þorgeir
Þórðarson, f. 12.5.1891, d. 16.5.1971,
frá Stóra-Saurbæ í Ölfusi, og Anna
Magnúsdóttir, f. 12.8.1892, d. 28.1.
1988, frá Villingavatni í Grafningi.
Sæmundur og Ragnhildur eiga tvo
syni. Þeir eru Þorgeir Sæmundsson,
f. 2.11.1947, húsgagnasmíðameist-
ari, kvæntur Margréti Guðmunds-
dóttur, f. 19.5.1946, og eiga þau þrjár
dætur: Ragnhildi Önnu, f. 29.9.1970,
sem á einn son með sambýlismanni
sínum; Báru Kristínu, f. 17.10.1972,
sem á einn son með sambýlisman.ú
sínum; og Höllu Eyberg, f. 28.3.1978;
Helgi Steinar Sæmundsson, f. 14.2.
1951, prentari, kvæntur Guðbjörgu
Harðardóttur, f. 14.6.1956 og eiga
þau þrjú börn, Hörð Guðna, f. 14.8.
1974, Sæmund Breiðfjörð, f. 25.3.
1978, og Evu Dögg, f. 12.8.1980.
Foreldrar Sæmundar voru Helgi
Kristján Guðmundsson, f. 10.11.
1882, d. 22.4.1973, lengst af b. á
Svínanesi, og kona hans, Steinunn
Helga Guðmundsdóttir, f. 9.5.1893,
d. 14.12.1984.
Ætt
Helgi Kristján var sonur Guð-
mundar, b. á Þórisstööum í Gufu-
dalssveit, Jónssonar, b. í Reykja-
firði, Árnasonar. Móðir Guðmundar
var Helga Jónsdóttir, b. í Djúpadal
í Gufudalssveit og á Hallsteinsnesi,
Arasonar. Móðir Helga Kristjáns
var Þórunn Ingibjörg Þórðardóttir,
hreppstjóra í Djúpadal, bróður Þor-
steins, verslunarstjóra og síðar b. í
Æðey, ættföður Thorsteinssonætt-
arinnar og bróður Þorsteins yngra,
kaupmanns og alþingismanns á
ísafirði. Þórður var sonur Þorsteins,
prests í Gufudal, Þórðarsonar,
prests í Ögurþingum, Þorsteinsson-
ar. Móðir Þórðar hreppstjóra var
Rannveig Sveinsdóttir á Kirkjubóli
í Skutulsfirði Sigurðssonar. Móðir
Þórunnar Ingibjargar var Guðrún
Jónsdóttir.
Steinunn Helga var dóttir Guð-
mundar, hreppstjóra á Svínanesi,
Sæmundur Breiðfjörð Helgason.
Guðmundssonar, Guðmundssonar,
b. á Skálanesi, Jónssonar, Einars-
sonar, í Svefneyjum, Sveinbjarnar-
sonar, á Látrum, Gíslasonar, á Látr-
um, Sveinbjarnarsonar, á Látrum,
Árnasonar, prests á Látrum sem
talinn var fjölkunnur, Jónssonar.
Sæmundur verður að heiman á
afmæbsdaginn.
Hanna Sigríður Jósafatsdóttir
Hanna Sigríður Jósafatsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og húsmóðir,
Hæðarseli 13, Reykjavík, er fertugí
dag.
Starfsferill
Hanna Sigríður fæddist í Nes-
kaupstað og ólst þar upp og í Laug-
amesinu í Reykjavík. Hún starfaði
hjá Heildverslun Jöhns Lindsey um
skeið en hóf síðan nám við Hjúkrun-
arskóla íslands 1968 þar sem hún
lauk prófi í hjúkrunarfræði 1973.
Hanna Sigríður var hjúkrunarfor-
stjóri á Sjúkrahúsi Hvammstanga
1973-75. Hún var hjúkrunarfræð-
ingur og síðar hjúkrunardeildar-
stjóri á Kleppsspítala 1975-77 er hún
hætti þar störfum og sneri sér að
húsmóðurstörfunum sem hún
sinnir enn, auk þess sem hún starf-
ar fyrir KFUK í Seljahverfi. •
Fjölskylda
Maður Hönnu Sigríðar er Hannes
Freyr Guðmundsson, f. 16.7.1951,
kennari. Hann er sonur Guðmundar
Lámssonar og Sunnevu J. Jónsdótt-
ur.
Börn Hönnu Sigríðar og Hannesar
Freys eru Ólöf Þóranna Hannes-
dóttir, f. 27.12.1972, nemi, og á hún
eitt bam; Guðmundur Ragnar
Hannesson, f. 16.3.1974, nemi; Sigur-
björg Guðdís Hannesdóttir, f. 10.9.
1976; Pétur Hannesson, f. 28.7.1978;
Þórey Hannesdóttir, f. 24.11.1979;
Sigríður Ósk Hanriesdóttir, f. 20.11.
1987; Sunneva Ósk Hannesdóttir, f.
20.11.1987.
Hanna Sigríður á sex bræður. Þeir
eru Atli Már Jósafatsson, f. 23.7.
1953, og á hann tvö böm; Karl Hin-
rik Jósafatsson, f. 7.11.1956, kvænt-
ur Hrafnhildi Steinsdóttur og eiga
þau þrjú börn; Birgir Þór Jósafats-
son, f. 27.2.1957, kvæntur Jóhönnu
Harðardóttur og eiga þau þrjú börn;
Smári Jósafatsson, f. 19.4.1959, og á
hann eitt barn; ívar Trausti Jósa-
fatsson, f. 12.6.1961; Friðrik Jósa-
fatsson, f. 12.8.1962, kvæntur Sig-
rúnu Blomsterberg og eiga þau eitt
barn.
Hanna Sigriður Jósafatsdóttir.
Foreldrar Hönnu Sigríðar eru
Jósafat Hinriksson, f. 21.6.1924, for-
stjóri Vélaverkstæðis J. Hinriksson-
ar, og Ólöf Þóranna Hannesdóttir,
f. 25.3.1932, húsmóðir.
Högni Pétursson frá Ósi
Kristján Högni Pétursson, fyrrv. b.
á Ósi, til heimilis að Hafnargötu 7,
Bolungarvík, er áttræður i dag.
Starfsferill
Högni fæddist í Bolungarvík og
ólst þar upp. Hann var fjögur ár í
Bamaskólanum í Bolungarvík.
Hann byrjaði snemma að hjálpa foð-
ur sínum við fjárstörfm og fór ungur
til sjós. Högni reri á bátum frá Bol-
ungarvík þar til hann eignaðist eig-
in bát, Sigrúnu, og síðar bátinn
Nóa. Hann var tfi sjós tfi 1943 er
hann keypti jörðina Ós í Bolungar-
vík og hóf búskap með konu sinni.
Þau byggðu upp j örðina af miklum
myndarskap þrátt fyrir erfiða tíma
og var oft margt um manninn á
heimili þeirra. Högni og kona hans
brugðu búi 1987 og fiuttu þá að Hafn-
argötu 7 í Bolungarvík.
Á búskaparárum sínum átti Högni
sæti í stjórn Mjólkursamlags ísfirð-
inga, stjórn Kaupfélags ísfirðinga í
Bolungarvík, landbúnaðamefnd
hreppsins og var um langt árabfi
forðagæslumaður. Hann hefur um
áratugaskeið verið vitavörður Ós-
hólavita og gegnir því starfi enn,
auk þess sem hann var í mörg ár
aðstoðarmaður við snjómokstur á
Óshlíðarvegi.
Fjölskylda
Högni kvæntist 18.6.1944 Ebbu
Sigurbjörgu Þórðardóttur, f. 18.6.
1926, d. 15.2.1991, húsfreyju að Ósi.
Foreldrar hennar voru Þórður
Pálmason kaupfélagssfjóri og Helga
Ámadóttir húsfreyja en þau vom
bæði ættuð úr Skagafirðinum.
Dóttir Högna og Ebbu er Guð-
munda Ólöf, póstafgreiðslumaður í
Bolungarvík, gift Jóni Magnúsi Eg-
ilssyni sjómanni og eiga þau þijú
böm og fimm barnaböm sem öll em
búsett í Bolungarvík.
Högni átti þrjá bræður og eina
systur en á nú einn bróður á lífi.
Bræður hans, Guðmundur og Ólaf-
ur, fómst með mb. Baldri á stríðsár-
unum ásamt mági þeirra, Óskari,
en systir Högna var Jóhanna sem
lést 1962. Bróðir Högna á lífi er Jón-
as, vélvirki á ísafirði.
Foreldrar Högna vom Pétur Ól-
afsson, sjómaöur í Bolungarvík, og
kona hans, Þorsteina Guðmunds-
dóttir húsmóöir en þau létust 1963.
Kristján Högni Pétursson.
Högni tekur á móti gestum á heim-
ili sínu eftir klukkan 16.00 og fram
eftir kvöldi á afmælisdaginn.
Til hamingju
með afmæliö
23. október
85 ára
Tómas Sigurþórsson,
Skipholti 26, Reykjavik.
Katrin Sigurðardóttir,
Ljósheimum 9, Reykjavík.
80ára
Gísla Kristjónsdóttir
(áafmæli 29.10),
Teigi, Hvammshreppi.
Hún tekur á móti gestum 26.10. í
Laugaskóla í Dalasýslu kl. 15-18.
Þórhallur Einarsson,
Sunnubraut 6, Grindavík.
75 ára
Einar Ögmundsson,
Grímshaga 3,
Reykjavík.
Kona hans er
Margrét
Bjarnadóttir
ogeigaþau
íjögurbörn.
Einar var
form. Lands-
sambands vörubiireiðastjóra, sat
i miöstjórn ASÍ og var borgarfull-
trúiíReykjavík.
Aldís Eyrún Þórðardóttir,
Kleppsvegi 134, Reykjavík.
70 ára
Sigríður Guðmundsdóttir,
Eskihlíð 22, Reykjavik.
60 ára
Hanna Halldórsdóttir,
Skólavörðustíg 41, Reykjavík.
Oddur Halldórsson,
Suðurbraut 28, Hafnarfirði.
Þorbjörn Tómasson,
Borgarholtsbraut 54, Kópavogi.
50ára
Margrét S. Jóhannsdóttir,
Hagamel, Grenivik.
Sigmundur Öm Arngrímsson,
Grandavegi 38, Reykjavík.
40ára
Guðrún Sigríður Sumarliða-
dóttir,
Mávabraut 6f, Kefiavik.
Kjartan Gunnarsson,
Birkigrund 1, Kópavogi.
Rósalind Kristin Ragnarsdóttir,
Hólabraut4b, Hafnaríirði.
Sólveig Hjá lmarsdótt ir,
Mundakoti 1, Eyrarbakka.
Kristinn Eiríkur Bóasson,
Rein, Eyjafiarðarsveit.
Ásgeir Pálsson,
BeyMhlið 11, Reykjavík.