Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SiMI (91 )27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. — Helgarblað 150 kr. Sögulegur samningur Því hefur verið haldið fram með gildum rökum að samningurinn við Evrópubandalagið um evrópska efna- hagssvæðið sé merkasti og sögulegasti samningur ís- lendinga frá því lýðveldið var stofnað. Um það má deila. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar 1 tvö hundruð mílur var auðvitað mikill samningasigur fyrir þjóðina og hafði gífurlega þýðingu á sínum tíma. Ennfremur var inn- ganga íslands í Atlantshafsbandalagið mikilvægt skref í öryggis- og varnarmálum. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið jafnast vissulega á við þessa tvo tíma- mótasamninga í sögu þjóðarinnar. Með honum erum við að feta okkur inn í nýja tíma og inn í nýja veröld. Enn á eftir að staðfesta samninginn á Alþingi en varla getur það orðið meira en formsatriði. Mikill meirihluti alþingismanna hefur stutt þá stefnu sem hér er byggt á og þau efnisatriði sem um er samið. Væntanlega mun einhverju andófi verða haldið uppi og vafalaúst má finna ýmislegt það sem raskar hagsmunum einstakra hópa. í meginatriðum hafa hins vegar náðst fram samningar sem íslendingum eru hagstæðir og skiptir þar mestu tollfrelsið á sjávarafurðum okkar. Vert er að hrósa íslensku samningamönnunum fyrir góða frammistöðu. Aðgangur okkar að Evrópumark- aðnum opnast án þess að opna fiskimið okkar á móti og án þess að útlendingar fái heimildir til Qárfestinga hér á landi. Þrjú þúsund tonn af karfaígildi eru léttvæg fórn sem varla tekur að nefna. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra hefur leitt málið af hálfu íslend- inga í tveim ríkisstjórnum og hefur haft af því póhtísk- an sigur. Ekki hefur það gengið þrautalaust fyrir sig en framganga ráðherrans hefur verið skýr og skilmerki- leg og hann á lof skilið þegar samningarnir eru í höfn. Aðalsamningamaður íslands í þessum viðræðum hef- ur verið Hannes Hafstein sendiherra. Það er varla létt verk eða lipurt að fást við skrifstofubákn Evrópubanda- lagsins og þann marghöfða þurs en Hannes Hafstein hefur verið réttur maður á réttum stað og hlutur hans er mikill sem og samstarfsmanna hans. Sú vinna sem embættismennirnir lögðu af mörkum skal ekki vanmet- in þótt aðrir beri þar pólitíska ábyrgð og taki við fagnað- arlátunum. Ekki má heldur gleyma hlut Norðmanna. Þeir þurftu að gefa meira eftir til að EB-EFTA samkomulagið kæm- ist í höfn og það skulum við muna og meta að Norð- menn létu Islendinga ekki gjalda fyrir þótt þeir þurfi að taka á sig óþægindi sem við njótum góðs af. Tollfrelsið fæst ekki á morgun. Það kemur í áfóngum á næstu árum. íslendingar hafa því tíma til að aðlaga sig breyttum markaði og nýjum vinnubrögðum. Það er spennandi verkefni en það hlýtur líka að fara nokkur keppnishrollur um íslendinga að standa frammi fyrir Evrópumarkaðnum; við innganginn að nýjum heimi. Við erum komnir með annan fótinn inn fyrir og þeim réttindum fylgja margar kvaðir og skyldur. Einangrun- in er rofm, laga- og reglugerðarbreytingar fylgja með í kaupunum og fjölþjóðleg áhrif munu aukast í stjórn- sýslu, viðskiptum og samskiptum öllum. Tollfrelsi í út- flutningnum og frjálsari innflutningur, einn íjármagns- markaður og búsetu- og atvinnufrelsi. Aht þetta mun hafa gífurlega möguleika í för með sér og um leið vanda sem Islendingar verða að axla. Við erum komnir inn á Evrópumarkaðinn án þess að ganga í Evrópubandalagið og án þess að hlíta neinum afarkostum. í því er sigurinn fólginn. Ellert B. Schram „Vsustofninn stækkaði þegar mjög stór árgangur kom inn i veiðistofninn, einmitt á þeim tíma sem fastar meðalþyngdir voru notaðar ...“ Falsar Haf- rannsókna- stof nun tölur? í riti Einars Árnasonar, „Rýnt í skýrslur Hafrannsóknastofnunar- innar“, er stofnunin borin mörgum sökum. Sakargiftir eru misþungar, frá kvörtunum um aukastafi í töfl- um upp í dylgjur um talnafólsun og aö mæliskekkjur hafi valdið bjöguðu stofnmati. Þessum dylgj- um hefur verið vísað á bug í fjöl- miðlum og í skýringarplaggi er sýnt fram á rökvillur þær sem leiða greinarhöfund að röngum niður- stöðum. Svo virðist þó sem svörin hafi ekki náð til allra sem vilja láta sig málið varða. Hér veröur leitast við að varpa ljósi á þær ásakanir sem eru alvar- legar. Svarað verður fullyrðingum um að tilbúnar tölur séu notaðar og að rangar reikniaðferðir hafi brenglað mat á hrygningarstofn- um. Ekki verður reynt að eltast við aðrar ásakanir enda skiptir fjöldi aukastafa í töflurn ekki máh hvað varðar ráðgjöf stofnunarinnar. Blaðamaður DV fékk handrit að þessari kjallaragrein áður en hann ritaði grein í DV 18. október sl. Ekki sá blaðamaður ástæðu til að geta skýringa sem hér koma fram né annarra. Ekki nefndi blaðamað- ur heldur fréttatilkynnmgu um að rit Einars mætti ekki túlka sem álit Líffræðistofnunar Háskólans né að rektor HÍ óskaði eftir að skýr- ingarplagginu yrði dreift með rit- inu. Blaðamaðurinn (S.dór) end- urtók staðlausar fullyröingar Ein- ars Árnasonar og tilvitnun hans í skýringarplaggið er í eina af örfá- um setningum þar sem fullyrðing- ar Einars eru ekki hraktar. Falsaðar tölur? Einar fullyrðir að í skýrslu stofn- unarinnar frá árinu 1990, töflu 43, séu villandi gögn og að ekki liggi neinar mælingar að baki sumum tölum í töflunni. Taflan sýnir með- alþyngd ýsu á árunum 1970-1990, en fyrstu árin (1970-1979) eru not- aðar fastar meðalþyngdir, t.d. er gert ráð fyrir að meðalþyngd fjög- urra ára ýsu sé 1,41 kg þau ár. Þetta eru rök höfundar fyrir því að töl- urnar séu tilbúnar og án mælinga, þ.e. falsaöar. Þetta eru að sjálfsögðu rakalaus ósannindi þvi að öll þessi ár voru ýsur mældar hér við land. Árlegar íslenskar mælingar voru lagðar fyrir fund vinnunefndar Alþjóða- hafrannsóknaráðsins um það leyti sem landhelgin var færð út í 200 mílur en gögnin þóttu ekki nægileg til að meta meðalþyngd fyrir hvert ár. Fyrir hvern aldursflokk var því reiknuð ein meðalþyngd og sú tala notuð fyrir öll árin. Þannig eru það staðlausir stafir að þessar tölur séu KjaUarinn Gunnar Stefánsson tölfræðingur á Hafrannsóknastofnun ekki byggðar á mælingum. Fullyrð- ingar í svipuðum dúr um kyn- þroska og meðalþyngdir birtast oft- sinnis í skýrslu Einars en að sjálf- sögðu hggja alltaf mæhngar að baki. Vitanlega er æskilegast að 'nafa sem besta meðalþyngd hvert ár enda breytast þær í takt við fæðu- framboð og aðra umhverfisþætti. Þó þarf að meta hvort breytileiki mhli ára sé minni heldur en breyti- leikinn í mælingum hvers árs.flá- ist of fá sýni á tilteknu ári getur verið nákvæmara að nota nokk- urra ára meðaltal heldur en að reikna hvert ár fyrir sig. Þetta á kennari í tölfræði viö Háskóla ís- lands að vita. Brenglað stofnmat? í framhaldi af þessum hugleið- ingum setur höfundur fram dylgjur um að hinar miklu breytingar á stærð ýsu- og ufsastofnanna geti stafað eingöngu af mæhskekkjum og hugsanlega hafi engar breyting- ar á stofnstærðum orðið. Þetta sé tilbúningur innan veggja Hafrann- sóknastofnunarinnar og stafi af brengluðum eða breyttum mæling- um. Nægir að taka eitt dæmi th að hrekja þessa vitleysu. Ýsustofninn stækkaði þegar mjög stór árgangur kom inn í veiðistofninn, einmitt á þeim tíma sem fastar meðalþyngdir voru notaðar (mæliaðferðir breytt- ust ekki). Þannig þurfti engar fals- anir til aö stækka ýsustofninn því að hann sá um það sjálfur. Alvarlegustu dylgjurnar eru þó að rangar aðferðir hafi leitt til van- mats á stofnstærð þorsks. Er full- yrt að best sé að nota langtímameð- altal til að spá um meðalþyngd. Þetta er þó hálfgerð mótsögn því að á öðrum stöðum í ritinu er slíku meðaltali líkt við fólsun. Hverju barni ætti að vera ljóst að langur og þungur þorskur verður ekki stuttur og léttur á næsta ári og taka verður tillit til þessa þegar spáð er um meðalþyngd á næsta ári. Má sérstaklega nefna 1984-árganginn, en í honum er talsvert magn Græn- landsgöngu. Fiskur frá Grænlandi er mun léttari en sá sem hefur haldið sig á íslandsmiðum og er 1984-árgangurinn sem heild tals- vert undir meðalþyngd. Því væri fásinna að spá um meðalþyngd á næsta ári án þess að taka tillit til meðalþyngdarinnar nú, eins og höfundur leggur þó th. Ekki er ljóst hvar shk líffræði er numin. í öhum hamaganginum hefur fundist nákvæmlega ein vhla í skýrslum stofnunarinnar en árið 1990 slapp vitlaus tafla um kyn- þroska grálúðu í prentun og ber að harma það. Ef dæminu er fylgt eft- ir og htið er á hrygningarstofn grá- lúðunnar kemur í ljós að hann er metinn af svipaðri stærð árin 1990 og 1991 þó að röng tafla hafi farið í prentun fyrra árið. Áhrifin á ráð- gjöfina voru því engin. Niðurstaðan, eftir nákvæman lestur fjölrits Einars Árnasonar, er sú að hér eru á ferðinni óvenjulega htt vönduð vinnubrögð enda er það lágmarkskrafa að kannaöar séu forsendur áður en fordæming hefst. Öðrum gagnrýnendum skal bent á að til er ágætistæki sem sími nefnist. Með notkun hans má koma í veg fyrir írafár af þessu tagi. Gunnar Stefánsson „Alvarlegustu dylgjurnar eru þó að rangar aðferðir hafi leitt til vanmats á stofnstærð þorsks. Er fullyrt að best sé að nota langtímameðaltal til að spá um meðalþyngd. Þetta er þó hálfgerð mótsögn því að á öðrum stöðum í ritinu er slíku meðaltali líkt við fölsun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.