Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991. Fréttir Fæst allt fyrir ekkert? Bankar | Tryggingar Fiskvinnsla | Óbein aöild Atvinna Búseta Útlendingar geta keypt íslenska hluta- félagabanka eða opnað útibú hér. Ekkert hindrar er- lenda eignaraðild frekar en að öðrum fyrirtækjum. Geta opnað útibú. Erlend eignaraðild bönnuð að fyrir- tækjum í frum- vinnslu: frystingu, söltun og niðursuðu # Óbein eignaraðild að sjávarútvegsfyrir- tækjum ekki leyfð, þ.e.a.s. í gegnum þriðja aðila. Allir innan EES mega saekja um at- vinnu á íslandi. Búseta háð því að viðkomandi hafi at- vinnu. Ef ekki er honum vísað úr landi. Laxveiöiár Sömu takmarkanir við kaup á laxveiði- ám og við jarða- kaup. Verktakar Erlendir verktakar sitja við sama borð og íslenskir. Öll stærri verk útboðs- skyld. Fjölmiðlar Útlendingar mega kaupa íslenska fjöl- miðla séu þeir til sölu. Jaróakaup Lög og reglur, sem tor- velda kaup útlendinga á íslenskum jörðum, í smíðum. Sveitarfélög geta sett sérreglur um nýtingu jarða. Matvara Vöruflutningar Verslunarkeójur Innflutningur örfárra . grænmetis- og blóma- i tegunda leyfður. Inn- 1) flutningur landbúnað- arvara rædduráfram án skuldbindingar. Erlendum vöruflutninga- fyrirtækjum frjálst að hasla sér völl hér. Standa jafnfætis inn- lendum varðandi útboð. Erlendar verslunar- keðjur mega opna hér verslanir eða kaupa íslensk verslunarfyrir- tæki. Sumarhús Setja má lög sem tak- marka sumarbústaða- eign útlendinga hér. Frelsið nær ekki til frí- tíma. DVJRJ Réttur íbúa annarra landa evrópska efnahagssvæðisins á íslandi: AIH fyrir ekki neitt? A sama hátt og áhugi er fyrir aö vita um ýmsa praktíska hluti, er tengjast íslenskum fjölskyldum þeg- ar samningurinn um evrópskt efna- hagssvæði, EES, tekur gildi, 1993, vilja menn vita um möguleika er- lendra fyrirtækja og einstaklinga til að athafna sig hér á landi. Þannig geta erlend fyrirtæki keypt hlutabréf í hérlendum fyrirtækjum. Reyndar olh lagabreyting um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi, sem sam- þykkt var á Alþingi í vor, straum- hvörfum í þeim efnum. Fyrirtæki í flutningum geta yfirtekið íslensk fyr- irtæki eða hafið starfsemi hér og framvegis standa erlendir verktakar jafnfætis íslenskum hvað varðar út- boð á verkefnum. En lítum á einstaka þætti í samskiptum erlendra fyrir- tækja og einstaklinga og íslendinga. Matvara í samningunum um EES tókst ís- lendingum að veijast innflutningi hreinna landbúnaðarvara og iðnað- arvara úr landbúnaði. Þar eru und- anskildar örfáar blóma- og grænmet- istegundir sem flytja má tímabundið inn til landsins. Innflutningur á landbúnaðarafurðum mun ekki breytast nema íslensk stjómvöld sýni áhuga á því. Þessi viðskipti verða í umræðunni en engin tíma- mörk né skuldbindingar hafa verið nefndar í því sambandi. Hlutabréfakaup Erlend stórfyrirtæki geta keypt hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum, aö sjávarútvegsfyrirtækjum imdan- skildum. Engin tæknileg hindmn er í veginum. Gildir þetta um banka, tryggingafélög, flutningafyrirtæki og öll önnur fyrirtæki sem hafa hluta- bréf til sölu. Breytingin verður sú að eignaraðild, til dæmis að banka, verður ekki lengur takmörkuð viö 25 prósent eignaraðild. Þannig getur þýski bankinn Deutsche Bank keypt allan íslandsbanka sé hann til sölu. Erlendir bankar og tryggingafélög geta einnig sett upp skrifstofu hér á landi eða ráðið sér umboðsmann. Vitaö er um einn franskan banka sem hafði áform um opnun skrifstofu á öllum Norðurlöndum en hætti við hér á landi vegna smæðar markaðar- ins. Sjávarútvegur Erlendir aðilar mega ekki fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um og mega ekki eiga kvóta hér. Lög, sem nú eru í gildi um þetta, frá í mars 1991, em nægjanleg til aö verj- ast sókn erlendra fjárfesta. Til sjáv- arútvegsfyrirtækja teljast öll fyrir- tæki er stunda frumvinnslu, það er söltun, frystingu og niðurlagningu. Útlendingar geta hins vegar sett upp verksmiðju sem framleiðir fiskrétti úr fiskblokk, örbylgjurétti eða til- búna síldarrétti úr saltsíld. Hvenær verður fyrirtæki erlent? Skýrar reglur eru um eignaraðild að sjávarútvegsfyrirtækjum. Tökum dæmi: Ef stórfyrirtækið Unilever keypti Sjóvá-Almennar yrðu Sjóvá- Almennar aö losa sig við öll ítök í Granda - nema stjómvöld gæfu und- anþágu. Sem stendur er verið að brjóta lög ef erlendur aðili á í ís- lensku sjávarútvegsfyrirtæki. Atvinna og búseta Fólk innan EES getur komið hing- að og sótt um vinnu. Þaö fær land- vistarleyfi í þrjá mánuði til að leita sér að vinnu. Fái það ekki vinnu má vísa því úr landi. Þannig er búsetu- réttur ekki sjálfvirkur, hann er háð- ur því að atvinna fáist. Útboð Erlendir verktakar öðlast sama rétt og innlendir verktakar þar sem útboð eru annars vegar, hjá opinber- um aðilum og einkaaðilum. I reynd Fréttaljós Haukur L. Hauksson er frjálsræði þegar rikjandi í stærri útboðum hérlendis. Ríkiö mun nú skuldbinda sig til að taka hagstæð- asta tilboði og þannig skuldbinda sig til að spara. Ekki er kvöð að bjóða út öll smærri verkefni sem eru undir ákveðnum mörkum. Opinberir aðil- ar, til dæmis ráðuneyti, geta ráðið fólk sérstaklega til þeirra eða séð um þau sjálfir. Ef útboð fer hins vegar fram verður að tilkynna það til bandalagsins sem aftur sér um kynn- ingu þess í aðildarlöndum EES. Jarðakaup í landbúnaðarráðuneytinu eru í undirbúningi lög og reglur sem nauðsynleg eru til að hindra megi kaup útlendinga á íslenskum jörð- um. Sveitarfélög munu einnig geta sett reglur um hvernig jarðirnar á þeirra svæði eru nýttar, hve mikið fer undir sumarbústaði eða bújarðir. Slíkar reglur eða lög brjóta ekki í bága við EES-samninginn. Vilji bóndi selja útlendingi jörðina sína er hægt að setja almenn skilyrði um búsetu sem gera það síður fýsilegt að fjárfesta. Ef varasamt þykir, af einhverjum ástæðum, að útlending- ur eigi ákveðna jörð getur ríkið hreinlega keypt jörðina. Sömu ákvæði gilda um laxveiöiár. Sumarbústaðir Eins og Svíar og fleiri geta íslend- ignar sett lög er banna útlendingum að kaupa hér sumarbústaði. Þaö stangast ekki á við lög og reglur EES þar sem frelsi manna er takmarkað við atvinnurekstur, efnahagslega þáttinn, nær ekki yflr frítíma fólks. Þessar hömlur hafa verið gagnrýnd- ar innan bandalagsins. Samgöngur Varðandi flugsamgöngur hafa Flugleiðir meiri hag af aó fljúga Lon- don-Glasgow en erlend flugfélög Reykjavík-Akureyri. Aukið frelsi varðar aðallega milliríkjaflug og leiguflug en ekki innanlandsflug. Því er ekki líklegt að Lufthansa fljúgi frá Reykjavík til Akureyrar. Hins vegar geta erlend flugfélög keypt hlutabréf í Flugleiðum, Eimskip eða landflutn- ingafyrirtækjum. Viðkomandi fyrir- tæki verða þá að losa öll ítök sín í sjávarútvegsfyrirtækjum, séu þau fyrir hendi. Erlendar verslunarkeðjur Engin hindrun er í vegi erlendra verslunarkeðja eins Marks og Spenc- ers í Englandi og Aldi í Þýskalandi að heija hér verslunarrekstur eða kaupa verslanir. Matarinnflutningur ferða- manna Erlendir ferðamenn eiga að lúta sömu reglum og gilda um matarinn- flutning íslendinga. ÁTVR haggast ekki Erlendar verslunarkeðjur eða aðil- ar, sem sérhæfa sig í viðskiptum með vín, geta ekki haslað sér völl hér þar sem áfengiseinkasala er við lýði. Hún stangast ekki á við EES-samninginn. Hins vegar geta umboðsaðilar mögu- lega átt eitthvað af vínum í tollvöru- geymslu án þes að ÁTVR bæti við sölulista sinn. ÁTVR getur ekki neit- að mönnum um að flytja inn áfengi. Einkasölugjald veröur innheimt eftir sem áður, áfengi lækkar ekki í verði. Fjölmiðlar Fjölmiðlarisinn Murdoch getur komið hingað og keypt íslensk fjöl- miðla- og útgáfufyrirtæki ef þau eru til sölu á annað borð. Hvort erlend stórfyrirtæki hlaupa upp til handa og fóta vegna aukinna möguleika þeirra á íslenskum mark- aöi er hins vegar allt önnur saga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.