Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991. 5 LífsstUl DV kannar verð á vetrardekkjum: □ Umfelgun og jafnvægis- stilling hækkar í verði - en sóluð vetrardekk eru á sama verði og í fyrra INGERSOLL-RANP, RAFDRIFNAR LOFT ÞJÖPPUR Nú er kominn tími til að huga að vetrardekkjunum en lögbundinn dagur til að skipta yfir á þau í Reykja- vík er 1. nóvember. Þó er ekki mikið að gera á dekkjaverkstæðum á höf- uðborgarsvæðinu enn sem komið er, enda hefur tíðin ekki gefið tilefni til þess. Nagladekkin virðast vera pöntuð í mun ríkari mæli heldur en naglalaus dekk. Ef eitthvað er þá eykst hlutfall þeirra sem aka á nagladekkjum frá fyrri árum. Verðlag er mjög svipað milli dekkjaverkstæða, bæði hvað varðar tegundir og umfelgun/jafn- vægisstillingu. Flest dekkjaverk- stæðanna bjóða upp á sóluð dekk og Michelindekk, sem eru hvað dýrust á markaðnum, en Michelindekkin virðast njóta almennrar viðurkenn- ingar sem vönduð dekk. Af öðrum algengum tegundum má nefna kór- esk dekk, Kumho og Hankook en þau eru töluvert ódýrari en Michelin- dekkin. Verðmunur lítill milli verkstæða Ef bifreiðaeigendur vilja spara og kaupa ódýr sóluð dekk undir bílinn sinn, án nagla, þá kosta þau tæplega Sólað vetrardekk 165x13 Nýtt vetrardekk 165x13 Umfelgun, skipti og jafnvst. x4 IVýtt dekk + umfelgun x4og jafnvst. Barðinn 2.970 3.880 3.480 19.000 Dekkjaþjónustan 2.969 4.100 3.740 20.140 Gúmmívinnust. 2.950 4.049 3.500 19.696 Hjólbarðahöllin 2.973 4.100 3.640 20.040 Sólning 2.969 4.100 3.740 20.140 12 þúsund krónur. Ef jafnframt er tekin jafnvægisstilling og umfelgun fer veröið upp í um 15.500 að meðal- tali. Á sama tíma í fyrra var sá kostnaður 15 þúsund krónur og er það því rúmlega 3% hækkun miðað við eitt ár. Verð á sóluðum vetrardekkjum er nánast það sama á öllum saman- burðarstöðunum í könnuninni. Ný kóresk vetrardekk kosta 3.880-4.100 krónur. í fyrra voru þau á bihnu 3.660-3.980 krónur. Það er hækkun um um það bil 6% á milli ára. Miche- lmdekkin eru hins vegar á svipuðu verði og í fyrra; þar er hækkunin engin milli ára. Verð á nýjum kóreskum dekkjum án nagla, meö skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu undir allan bíl- inn, sést á töflunni hér á síðunni. Ef miðað væri við Michelindekk væri sá kostnaður tæplega 25 þúsund krónur. Neghng á dekkjum er á bil- inu 900-1200 krónur eftir verkstæð- um. Þvi bætast 3.600-4.800 krónur ofan á fyrrnefndan kostnað ef menn kjósa að fá dekkin negld. Miðað við svör starfsmanna á dekkjaverkstæð- um er það yfirgnæfandi meirihluti manna sem kýs að keyra á negldum dekkjum frekar en ónegldum. Notkun nagladekkja fer aftur vaxandi „Ég myndi segja að hlutfall nýrra, negldra dekkja, sem við í Hjólbarða- höllinni höfum verið að selja, sé um 80% á móti ónegldum. Menn vilja almennt nagla og negling er síður en svo á undanhaldi, nema á borði hjá gatnamálastjóra," sagði Hreinn Vagnsson hjá Hjólbarðahöllinni í samtali við DV. „Gatnamálastjóra varð eitt árið nokkuð ágengt en áróðurinn náði mest th unglinga og eldra fólks sem minnst mátti við því að minnka ör- yggi sitt í akstri. Vertíðin er ekki byrjuð að ráði hjá okkur. Það kom eitthvað af fólki í kuldakastinu um daginn en það hefur verulega dregið úr því undanfarið. Þó er eitthvað um það að við skiptum um dekk á bílum sem eru að fara út á landsbyggðina. -ÍS HEKLA LAUGAVEGI 168 1 SÍMAR 695500 - 695760 ! ÖKUMENN Athugið að til þess að við komumst ferða okkar þurtum við að losna við bilreiðar al gangstéttum Kærar þakkir Blindir og s|ónskertir Blindrafélagið 40 notaðir bííar á gjafverði! tórú . .; á m .:.'.; bílum iim helgina Litil útborgun Lán til allt að Bílaumboðið hf 15-50% afsláttur Opið laugardag kl. 13 -19 og sunnudag kl. 13 -17 Krókhálsi 1,110 Reykjavík Sími 686633 og 676833

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.