Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR '25; OKTÓBÉR 1991. Evrópa ekki rétta svæðið til efnahagstengsla segir Bjami Einarsson: Vil ekki selja minn hlut í f ullveldinu á 20 þúsund „Eg met það svo aö EES-samning- urinn feli í sér mjög verulega skerð- ingu á fullveldi íslands. Að mínu mati er Evrópa heldur ekki rétta svæðið fyrir okkur til að tengjast, enda fyrirsjáanlegt að þar verður ekki hagvöxtur á næstu árum. Þá er alveg ljóst að EES-samtökin munu verða ákaflega skammlíf og það er mitt mat að þetta gulltryggi það að við lendum inni í Evrópubandalag- inu. Það get ég undir engum kring- umstæðum sætt mig við því þá hverf- um við sem þjóð,“ segir Bjarni Ein- arsson, framkvæmdastjóri Byggða- stofnunar. Bjarni, sem hefur verið talsmaöur þeirra sem hvað haröast hafa barist gegn þátttöku íslands í myndun Evr- ópsks efnahagssvæðis, segir EES- samstarfið vera annað og meira en það samstarf sem ísland hefur haft til þessa við önnur ríki. Um sé að ræða inngöngu í samfélag en ekki bandalag á borð við Nató eða alþjóða- samtök eins og Sameinuðu þjóðimar. Hann segir ljóst að ef í ljós komi að íslensk lög brjóti í bága við reglur EES verði hægt að kæra íslendinga fyrir dómstóli í Luxemburg.-Hann geti dæmt Alþingi til að fella viðkom- andi lög úr gildi. Þetta telur Bjarni dæpji um mikla fullveldisskerðingu. „Þetta er til dæmis ólíkt mannrétt- indadómstólnum í Strasborg. Hann hefur ekkert vald til að framfylgja dómum sínum. Margir þeirra sem þar hafa tapað málum hafa ekki farið Bjarni Einarsson: Þetta gulltryggir að við iendum í Evópubandalaginu. eftir niðurstöðu hans. Ólíkt mann- réttindadómstólnum getur EES- dómstóllinn beitt okkur efnahagsleg- um refsiaögerðum." Að sögn Bjarna er meiri hagvöxt að finna í Austur-Asíu og Norður- Ameríku heldur en í Evrópu. Land- fræðilega sé ísland miðpunkturinn milli stærstu markaðssvæða heims og þann kost beri þjóðin að nýta sér. Hann segir sameiningu Þýskalands vera helstu ástæðuna fyrir htlum hagvexti í Evrópu næstu árin. „Vestur-þýskalandi er orðið bumb- ult af þvi sem það gleypti. í ljós hefur komið að Vestur-Þjóðverjar verða að hreinsa upp í Austur-Þýskalandi og leggja í gífurlega ijárfestingu áður en þeir geta vænst þess að fá arð. Þannig er Þýskaland orðið að bremsu í stað þess að vera mótorinn í efnahagslífi Evrópu. Þetta hefur mikil áhrif á allt Evrópusamfélagið." Bjami segir að íslendingar láti mikiö fyrir lítið í EES-samningun- um, gagnstætt því sem utanríksráð- herra og aðrir fylgjendur samnings- ins hafa haldið fram. Hann segir að það kæmi sér á óvart ef hver íslend- ingur fengi meira en 20 þúsund krón- ur í sinn hlut á ári að teknu tilliti til kostnaðarins. „Fullveldisskerðingin er ekki til sölu fyrir þennan pening, alla vega ekki hvað mig varðar," seg- ir Bjarni. -kaa Hrafnkell A. Jónsson kynnir sér fréttir DV á þingi Verkamannasambandsins. Hann ætlar að gefa kost á sér i embætti varaformanns sambandsins. DV-mynd GVA Formannskjör á Verkamannasambandsþingi í dag: Jón Kjartansson fram á móti Birni Grétari Friörik Sophusson fj ármálaráðherra: Vörugjald getur komið í stað innflutningstolla - sanrningurinn hefur engin áhrif á tekjur ríkisins „EES-samningurinn þarf í raun engin áhrif að hafa á tekjur ríkis- sjóðs. Þótt það verði einhverjar breytingar á innflutningstollum þarf það ekki að þýða tekjutap. Við höfum alla möguleika til að setja vörugjald á móti hvað varðar þær vörur sem ekki eru í samkeppni viö innlenda framleiðslu. Hins vegar má búast viö að samkeppnisaðstaða útflutnings- greina batni, hagnaður þessara fyrir- tækja aukist og tekjur ríkissjóðs auk- ist að sama skapi,“ segir Friörik Sop- husson íjármálaráðherra. Friðrik segir líklegt að í kjölfar EES-samningsins komi atvinnulífið til með að fara fram á breytingar á sköttum þannig aö þeir verði sam- bærilegir við það sem gerist annars staðar í Evrópu. Hlutfallslega muni því tekjuskatturinn lækka eitthvað en þá lækkun hljóti ríkissjóður hins vegar að bæta sér upp annars staðar. Hann segir meiri óvissu vera um aðstöðugjöld sveitarfélaganna. Friðrik segir EES-samninginn á engan hátt skuldbinda ísland til að lækka innflutningsgjöld af bifreið- um. í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði tæplega 1,6 miUj- örðum. Varðandi tolla af einkasölu- vörum á borð viö áfengi og tóbak segir Friðrik að samningin-inn breyti engu fyrir íslendingá. í ijárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir að þessir tollar skih ríkissjóði rÚlega 6,8 miUj- örðum. Hvað varðar gjöld af sölu erlends gjaldeyris segir Friðrik að EES- samningurinn sem slíkur hindri ekki slíka gjaldtöku. Á næsta ári er áætlað að hún skih ríkissjóði um 400 mUlj- ónum í tekjur. Friörik telur þó lík- legt að fljótlega verði breytingar á peningastofnunum landsins í kjölfar þessa samnings og í tengslum við það hljóti gjaldtakan að verða endur- skoðuð. „Um leið og samkeppnin eykst þarf ugglaust að taka gjaldeyrisskattinn til endurskoðunar. Með aukinni samkeppni koma fyrirtæki hér á landi til með að krefjast sömu fyrir- greiðslu og fæst í samkeppnislönd- unum,“ segir Friörik Sophusson. -kaa - Guðmundur J. gefur kost á sér í stjómina sem meðstjómandi Shppstöðin á Akureyri: Um 50 af 170 starfs- mönnum sagt upp Stjórnarkjör á þingi Verkamanna- sambands íslands fer fram í dag. Það er búist við spennandi kosningu því í það minnsta tveir veröa í framboði bæði til formanns og varaformanns. Jón Kjartansson úr Vestmannaeyj- um hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns gegn Birni Grétari Sveinssyni frá Höfn. „Það hefur verið lagt að mér að gefa kost á mér og ætli ég slái ekki tU,“ sagði Jón Kjartansson í samtali við DV í gær. Þá ætlar Hrafnkell A. Jónsson frá Eskifirði að gefa kost á sér á móti Jóni- Karlssyni frá Sauðárkróki til varaformanns. Það hefur verið lagt mjög hart að Guðmundi J. Guðmundssyni að gefa kost á sér áfram í stjórn Verka- mannasambandsins og hefur hann faUist á að taka sæti meðstjórnanda. „Já, ég hef samþykkt aö taka sæti í stjórninni sem meðsijórnandi ef fólk vill kjósa mig til þess og góðir varamenn verða kjörnir," sagði Guð- mundur J. Guömundsson, fráfarandi formaður Verkamannasambandsins í samtali við DV í gær. í gær héldu konur á Verkamanna- sambandsþinginu með sér fund. Þær eru ákveðnar í að ein úr þeirra hópi komi inn í stjórnina í stað Rögnu Bergmann sem ekki gefur kost á sér áfram. Um tíma í gær voru sumar konurnar að tala um að fá tvær kon- ur inn í stjórnina en sennilega verður ekki af því að þær reyni það. Sú sem líklegust er talin tU að fara í stjórnina í stað Rögnu er Karitas Pálsdóttir frá ísafirði. Hún er mjög reynd félags- málamanneskja og aUir sem DV ræddi við á þinginu í gær sögðu að hún myndi fljúga inn gæfi hún kost á sér. Margir voru á því í gær að hvorki Jón Kjartansson né Hrafnkell A. Jónsson næðu að sigra þá Björn Grétar og Jón Karlsson. Sumir höfðu þó á því fullan fyrirvara. Fari svo að þeir Bjöm og Jón nái kjöri er taliö að framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins verði þannig skipuð: Björn Grétar Sveinsson formaður, Jón Karlsson varaformaður, Karitas Pálsdóttir, Guðmundur J. Guð- mundsson, Hervar Guðmundsson, Halldór Björnsson og þeir Sigurður Ingvarsson, Bjöm Snæbjörnsson og Guðmundur Frímannsson. Þeir eru sjálfkjörnir í stjórnina sem formenn hinna þriggja deilda innan Verka- mannasambandsins. Stjórnarkjörið hefst um klukkan 14 í dag. -S.dór Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: „Menn eru auðvitað uggandi um sína framtíð hjá fyrirtækinu enda er það að verða árviss atþurður að verkefnastaða þess sé þannig á vet- umar að grípa þurfi til svona að- gerða,“ segir Hörður Stefánsson, formaður starfsmannafélags Slipp- stöðvarinnar á Akureyri, en í gær var boðað að um 50 manns af 170 starfsmönnum stöövarinnar verði sagt upp nú um mánaðamótin. Um 40 eru iðnaðar- og verkamenn. Hinir eru í stjómunarstörfum. Höröur sagði að auðvitað færi sí- fellt í burtu verkþekking með hverj- um starfsmanni sem leitaði á önnur mið eftir vinnu. „Ef menn ráða sig annað í vinnu er það ekki gefið að þeir komi aftur næsta vor þegar verkefnastaða Slippstöðvarinnar batnar," sagði Hörður. Forsvarsmenn Slippstöðvarinnar segja að með uppsögnunum sé stöðin að tryggja sig enda sé verkefnastaðan framundan afar slæm og ekkert ný- smíðaverkefni sé fyrirsjáanlegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.