Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991. LAUGARAS___ RESTRICTEO ZZ' 101« W Rioumis ACC0MPRR1IRC PRRINT 0R RDUII CURRDIRR Frumsýning er samtímis í Los Angeles og í Reykjavík á þessari erótísku og dularfullu spennumynd leikstjórans Wolfgang Petersen (Das Boot og Never Ending Story). Það er ekki unnt að greina frá söguþræði þessarar einstöku spennumyndar - svo óvæntur og spennandi er hann. Aðalleikendur: Tom Berenger (The Big Chill). Bob Hoskins (Who Framed Roger Rabbit), Greta Scacchi (Presumed Innocent) Joanne Whalley-Kilmer (Kill Me Again - Scandal) og Corbin Bernsen (L.A. Law). Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. Dauðakossinn Æsispennandi mynd um stúlku sem leitar að morðingja tvíburasystur sinnar. Matt Dillon og Sean Young Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Heillagripurinn Frábær spennu- og gamanmynd Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. frumsýnir föstudaginn 25.10. 1991 hina mögnuðu spennumynd &B07 arsms Slóg hjartans aukast við rafmagnaða spennuna David Sheehan mmt aii Utlönd Dínósárar og önnur forsöguleg dýr eru talin hafa dáið út vegna loftsteins sem féll á jörðina fyrir 65 milljónum ára. Risaloftsteinn drap dínósárana Jarðvísindamenn lögðu fram í gær bestu sannanir til þessa um að risa- stór loftsteinn hefði fallið í Karíba- hafiö fyrir 65 milljónum ára og gert jörðina óbyggilega með þeim afleið- ingum að dínósárar og margar aðrar dýrategundir dóu út. Nýju sannanirnar, sem fundust í setlagi í þergi í Mexíkó og í sýnum af þotni Karíbahafsins, styðja þá kenningu að það hafi verið stór loft- steinn og mikil flóðbylgja í kjölfar hans en ekki eldgos sem útrýmdi miklum fjölda forsögulegra dýrateg- unda. • Nicola Swinburne, jarðfræðingur við Kaliforníuháskóla í Berkeley, og félagar hennar leiða að því getum að loftsteinn, sem var tíu kílómetrar í þvermál, hafi fallið til jarðar og or- sakað sprengingu sem var tíu þús- und sinnum öflugri en öll kjarna- vopn nútímans gætu orsakað og skil- ið eftir sig 190 kílómetra þreiðan gíg undan strönd Yucatanskagans í Mexíkó. Vísindamennirnir telja að spreng- ingin hafi myndað eldkúlu sem hafi breytt andrúmslofti jarðar með þeim afleiðingum að meira en helmingur dýra og jurta heimsins hafi drepist. Ummerki þess að 'loftsteinn hafi feUið til jarðar fyrir 65 milljónum ára hafa einnig fundist á Ítalíu, Nýja Sjá- landi og í Danmörku. Vísbending- arnar i Karíbahafinu eru hins vegar þær fyrstu sem benda til þess hvar loftsteinninn féll. Stuðningsmenn eldgosakenningar- innar létu hins vegar ekki að fullu sannfærast. Reuter Shamir, forsætisráöherra ísraels: Enginn friður án samningaviðræðna Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, segir að friðarráðstefnan um Miðausturlönd, sem verður sett í Madríd í næstu viku, geti leitt af sér „byltingarkenndar brcytingar" . í viðtali, sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í morg- un, segir Shamir að það sem fram- undan sé verði þæði erfitt og flókið. „Það veröa mörg ljón í veginum í þessum samningaviðræöum. En viö veröum að byija af því að eitt er vist: Án samningaviðræðna kemst ekki á friður," sagði Shamir. Shamir hefur ákveðið að fara sjálf- ur fyrir sendinefnd ísraelsmanna á ráðstefnunni og þykir það benda til þess að harðlínumenn ætli sér ekkert að gefa eftir. Shamir neitar því ekki en segir að það þýði ekki að hann ætli sér að koma í veg fyrir árangur. Stjórnvöld í Saúdí-Arabíu sögðu í gær að þau ætluðu að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Frelsis- hreyfingu Palestínu, PLO. Öllum tengslum við hreyfinguna var slitið á meðan á Persaflóastríðinu stóö. Utanríkisráðherra Saúdí-Arabíu og háttsettur leiðtogi PLO hittust í Damaskus á Sýrlandi eftir fund ara- baríkja í gær þar sem reynt var að móta sameiginlega stefnu fyrir frið- arráðstefnuna í Madríd. Fundur PLO og Saúdí-Araba var hinn fyrsti í eitt ár sem svo háttsett- ir embættismenn sitja eða frá því PLO lýsti yfir stuðningi sínum viö íraka í Persaflóastríðinu. Einn leiðtoga PLO sagði eftir fund- inn að arabaríkin gætu nú hætt að hafa áhyggjur af sundurlyndinu sem skapaðist í Persaflóastríðinu og ein- beitt sér að lausn vandamála Palest- ínumanna. Utanríkisráðherrar Sýrlands, Egyptalands, Jórdaníu og Líbanons ásamt fulltrúa PLO sögðu eftir fund- inn i Damaskus að þeir hefðu orðið sammála um að þrýsta á um brott- flutning ísraelsmanna frá herteknu svæðunum og að landnámi gyðinga þar verði hætt. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.