Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGÚR 25. OKTÓBER 1991. Útlönd DV Börnin horfðu á gestina mat- reiðaforeldrana Lögreglan í Nizhni Tagil f Úral- íjöllum fékk grun um að sitthvað misjafnt gengi á í íbúð þar í borg- inni. Þegar hún réðst til inngöngu snarkaði í hjörtum húsráðenda á pönnu í eldhúsinu, aðrar líkams- leiíar þeirra voru á víð og dreif um íbúöina og blóð upp um alla veggi. Börn þeirra tvö, þriggja og fimm ára, urðu vitni að voða- verkunum. Lögreglan telur aö einhverjir gestir, boðnir eða óboðnir, hafi verið þama að verki. Þeir voru á bak og burt þegar að var komið. „Gestanna" er nú ákaft leitað enda grunar lögregluna að um skipulagt mannát sé aö ræða. Skæruliðinn Carioseignast barn í Sýrlandi Carlos, sem talinn er einn hættulegasti hermdarverkamað- ur sögunnar, hefur eignast barn í Damaskus í Sýrlandi með þýska borgarskæmliðanum Magdalena Kopp. Franska blaöið Le Nouvel Observateur telur sig hafa ömgg- ar heimildir fyrir þessu en til þessa hefúr ekki verið vita&hvar þau skötuhjú em niðurkomin. Carlos er ættaður frá Venesúela og heitir réttu nafni Byich Ram- irez Sanchez. Frægasta verk hans var rániö á ráðherrum OPEC í Vínarborg árið 1975. Magdalena Kopp var í Rauðu herdeiidunum í Þýskalandi á áttunda áratugn- um og eftirlýst um alian heim. Borgarstjóri Nuuk látinn Kunuk Lynge, borgarstjóri í Nuuk, er látinn 59 ára að aldri. Hann var danskur að uppruna, sonur Auge Lynge, kennara og þingmanns á danska þinginu. Lynge var embættismaður hjá stjórn Dana á Grænlandi frá 1955 til 1962 þegar hann sneri sér að stjórnmálum. Ferli hans sem stjómmála- manns lauk áriö 1976 og þá var hann dómari í Nuuk um skeið eða allt til þess að hann varð borgar- stjóri á siðasta ári. Hann var einn af leiðtogum Siumut-flokksins og sat fyrir hann í bankaráði Græn- iandsbanka. Málgagn breskra kommúnista hættirað komaút Breskir kommúnistar hafa ákveðið að hætta útgáfu á tima- ritinu Marxism Today um næstu áraraót. í 34 ár hefur það verið höfuðrit hreyfingarinnar en nú segir ritstjórinn að skeið þess sé mnnið á enda og engin ástæða til að halda þvi úti öllu lengur. Útbreiðsla ritsins hefur dregist saman síðustu tvö árin en samt segir ritstjórinn að pólitískar ástæður ráði meim en fjárhags- legar um að dagar ritsins eru taldir. Styttuaf Palmestolið Brjóstmynd af Olof Palme, fyrr- um forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur verið stolið úr garði í Ank- ara í Tyrklandi. Garðurinn var heitinn eftir Palme. í Tyrklandi er talið aö pólitískar ástæður liggi að baki ráninu en kosningar standa fyrir dyrum í landinu. Reuter og Ritzau Króatiskir varðliðar hlaða fallstykki til að svara árásum Serba í bardögunum í Króatíu í gær. Símamynd Reuter Enn eitt vopnahlé rofið í Króatíu: Sprengjum rignir áfram á Dubrovnik Júgóslavneski herinn hélt áfram að varpa sprengjum á Dubrovnik í gær þrátt fyrir að samið hefði verið um vopnahlé. Vesturlönd gagnrýndu umsátrið um Dubrovnik harðlega en borgin er á lista Sameinuðu þjóðanna yfir ménningarverðmæti. „Vopnahléið var stutt,“ sagöi Sim- on Smits, yfirmaður eftirlitssveita Evrópubandalagsins í Júgóslavíu. „Sprengjum hélt áfram að rigna eftir klukkan fimm, einkum utan af sjó. Sprengjur féllu þó ekki á gmla bæinn heldur í nágrenni hans.“ Vopnahlé milli júgóslavneska hersins og Króata átti aö ganga í gildi klukkan fimm í gær eftir að harðir bardagar geisuðu undir 16. aldar virkisveggjum borgarinnar. Herinn hafði áður ráðist á strandbæi fyrir suðaustan Dubrovn- ik með sprengjuvörpum, stórskota- liði og skriðdrekum. Tanjug-fréttastofan sagði að báðir aðilar hefðu tekið þátt í bardögunum við Dubrovnik eftir að vopnahléið átti að ganga í gildi. Ekki var vitaö hvort um var að ræða smáskærur eða alvarlegt brot á vopnahléinu. Bandaríkjastjórn bar fram mót- mæli gegn árásunum á gamla bæjar- hlutann í Dubrovnik við sendiherra Júgóslavíu í Washington og sagði að þær væru óréttlætanlegar. Menning- armálastofnun Sameinuðu þjóö- anna, UNESCO, ætlar að senda sendinefnd til Dubrovnik til að reyna aö forða gömlum byggingum og menningarfjársjóðum frá eyðilegg- ingú. Frakkar og aörar vestrænar þjóðir mótmæltu árásunum einnig. Barist var víða um Króatíu í gær og beitti herinn öflugum vopnum, flugvélum og stórskotaliði, í árásum sínumábæiogborgir. Reuter Eyðnihneykslið í Frakklandi verður umfangsmeira: % Fjármál blóðbankans eru í miklum ólestri Eyðnihneykslið í Frakklandi varð enn umfangsmeira í gær þegar það upplýstist að fjármál blóðbanka landsins væru í hinum mesta ólestri og hann væri skuldum vafinn. Fyrrum yfirmaöur blóðbankans og tveir aðrir háttsettir embættismenn hafa þegar verið ákærðir fyrir glæp- samlega vanrækslu fyrir að leyfa notkun eyðnismitaðs blóðs í hundr- uð þúsunda blóðgjafa á árunum 1984 Og 1985. Franska dagblaöið Libération birti síðan í gær úr opinberri skýrslu þar sem fram kemur að stjórnendur blóðbankans hafi ekki verið starfi sínu vaxnir og að þeir hafi stefnt stofnuninni í stórskuldir. Libération sagði að í skýrslunni Mitterrand Frakklandsforseti hefur lofað fórnarlömbum eyönihneykslis- insfébótum. Simamynd Reuter kæmi fram að yfirmenn blóðbankans hefðu reist sér fjárhagslegan hurðar- ás um öxl og ekki alltaf skilið hvaö þeim var fyrir bestu. Tap blóðbankans við lok síðasta fjárhagsárs var rúmlega 120 milljón- ir franka og skammtímaskuldir rúm- lega 150 milljónir eða sem svarar rúmum einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Mitterrand forseti blandaði sér í málið á miðvikudag með því að lofa endurbótum á blóðbankanum og skaöabótum til þeirra sem fengu smitað blóð við blóðgjafir. Talið er að um 200.manns hafi látist vegna blóðgjafanna, ýmist af eyðni eða lifr- arbólgu. Reuter Ukraínumenn vilja halda öllum kjarnavopnum sínum „Öll kjarnavopn á úkraínsku landi eru undir stjórn Sovétríkjanna, eða þess sem eftir er af þeim. Við Úkra- ínumenn gerum kröfu til að ráða nokkru um hvernig þeim verður ráð- stafaö," segir í yfirlýsingu, samþykkt var með yfirgnæfandi meirihæuta á þingi lýðveldisins í gær. Þetta þýðir að Úkraínumenn verða ekki við kröfum Rússa aö þeir einir ráði yfir kjarnavonum Sovétmanna. í yfirlýsingu þingsins sagði að Úkra- ína ætti í framtíðinni aö vera án kajrnavopna og að stjórn landsins væri reiðu búin til að ræða við „alla hlutaðeigendur um málið“ eins og það var orðað. Þing Úkraínu hefur einnig ákveðið að koma á fót her fyrir lýðveldið. Innan hans á að vera flugher, floti og landher. Áætlað er að í herliðinu verði um 420 þúsund menn undir vopnum. Þeir hafa lofað að gæta allra kjarnavopna vel þar til samkomulag hefur náðst um framtíðarskipan mála. Reuter Fellirföti fangabúðum Hún Margrét frá Síberíu hefur fundið ráð til að lifa af í efnahags- þrengingum Sovétborgara. Dag hvern heldur hún til fangabúða nærri heimabæ sínum í Krasnoj- arsk og felli þar föt fyrir fang- ana. Hún segjr að þetta sé rakinn gróðavegur því afrakstur dagsins geti nutnið allt að 100 rúblum. Algeng mánaðarlaun í Sovétríkj- unum eru 300 rúblur. Fangarnir hafa alltaf einhverja peninga milh handa og nota þá til að launa Margréti fyrir þjónustuna enda fátt til aö kaupa í búðunum. Margrét segist ætla að hækka gjaldskrána síðar í haust og segir þaö eðlilega ráðstöfun á þessum verðbólgutímum. Castroerúr- valskokkur Fidel Castro er mikill ræðumað- ur en enn betri kokkur. Teikning Lurie Fidel Casto, einvaldur á Kúbu, varð þreyttur á fundahöldum með leiðtogum þriggja Ameríku- ríkja i Mexíkó og brá sér í eldhús- ið á fundarstaðnum og sýndi snilli sina í eldamennsku. Hann hafði með sér að heiman 12 kíló af hitabeltiskarfa og grillaði fyrir starfsbræður sína. Beatrice Rangel, ein úr fylgd- arliði forseta Venesúela, sagði eftir matinn að hún hefði aldrei bragöað betrí fisk. Húnn sagði að Castro hefði fátt notaö af kryddi en sýnt snilldarhandtök við grill- ið. Enginn annar árangur varð af fundi leiötoganna. Imeldafæraft- ur skóna og skotheldu brjóstahöldin Imelda Marcos, fyrrum forseta- frú á Filippseyjum, getur fengið aftur alla skóna sína og skotheldu brjóstahöldin þegar húnn snýr aftur til heimalandsins úr útlegð á Hawaii. Munir þessir eru nú á safni í Manilla, höfuðborg Filippseyja. . Þegar forsetahjónin flúðu frá Filippseyjum árið 1986 skildi Imelda eftir 1200 pör af skóm og um 6000 eintök af hvers kyns tískuvarningi öðrum. Þá varð hún og að skilja eftir skotheld brjóstahöld sem hún annars not- aði á hættustundum. Villekki 30 milljónir f yrir nauðgunarsögu Konan, sem William Kennedy Smith á að hafa nauðgað á sveita- setri öldungadeildarþingmanns- ins frænds sína í Flórída um síð- ustu páska, hefur hafnað tilboði um 500 Bandaríkjadali fyrir sögu sína af atburðum næturinnar. Það svarar til 30 milljóna ís- lenskra króna. Kvikmyndafyrir- tækið Paramount átti tilboðiö. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.