Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 3
) ► ) > > \ i i ► í i i i i i .!(t7 SlffÖTHO c" nöDf d'jffiöí FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991. DV Evrópska efnahagssvæðið: Sautján að þýða reglu- gerðirnar 20 milljónir renna til þýðinganna á næsta ári Sautján manns hjá Orðabók Há- skólans hafa þann starfa að þýða lög og reglur Evrópubandalagsins og hafa unnið að því undanfarið ár. Þessi hópur er að búa sig undir að þýða samninginn um evrópskt efna- hagssvæði sem samið var um í Lúx- emborg aðfaranótt þriðjudags. Jörgen Pind er forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Hann sagði í samtali við DV að búið væri að þýða Rómarsáttmálann sem er grundvall- arsamningur eða lög Evrópubanda- lagsins. Hann verður væntanlega gefinn út á næstunni. Lög og reglur Evrópubandalagsins eru settar á grundvelli sáttmálans. Nánar tiltekið er þar um að ræða reglugerðir, tilskipanir og ákvarðan- ir sem EB sendir frá sér. Þar af eru tilskipanir langfyrirferðarmestar. Oft er talað um lög og reglur banda- lagsins sem lagagerninga en þeir munu vera um 1400 talsins. Jörgen sagði að þýðing þessara lagagerninga væri endalaust verkefni þar sem allt- af er verið að gefa út nýja. Loks kemur sjálfur samningurinn um evrópskt efnahagssvæði sem er 700-800 síður. Áðurnefndar reglu- gerðir, tilskipanir og ákvaröanir eru fylgiskjöl við þann samning. Jörgen sagðist ekki yita enn í hve mörg þess- ara fylgiskjala er vitnað í EES- samningnum og því óvíst hve mikið af þeim samningi þarf að þýða ná- kvæmlega. Jörgen sagði að þýðingar EB-skjala væru vandasamt verk. Gætu þýð- endur þurft að liggja lengi yfir ein- stökum lagaparagröfum. „Það er sérstaklega vandasamt og tímafrekt að samræma þýðingarnar þar sem margir eru að vinna við þetta. Það þarf að vera heildarsvip- mót á öllum þessum lagatextum," sagði Jörgen. A fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 17 milljóna króna framlagi til EB-þýðinga en 20 milljónum á fjár- lagafrumvarpi næsta árs. „Þarna er um minnkun að ræða sem þýðir að starfsfólki mun fækka um áramótin," sagði Jörgen. -hlh Rlkisútvarpið á Akureyri: Ólga á meðal starfsmanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ólga er meðal starfsmanna Ríkis- útvarpsins á Akureyri og er ekki fjarri lagi að segja að ástandið sé eins og í púðurtunnu sem geti sprungið þá og þegar. Ástaeðan er sú að Helgu Haralds- dóttur, sem hefur starfað í innheimtu- deild útvarpsins nyrðra síðan um ára- mót, hefur verið gert að hætta því starfi um næstu mánaðamót og taka viö störfum í auglýsingadeild þar sem hún starfaði áður. Við starfi Helgu tekur kona sém áður annaðist inn- heimtu fyrir útvarpið nyröra. Helga leit þannig á þessa ráðstöfun að henni hefði verið sagt upp og gekk út. „Það er óhætt að segja að ástandið hér innan dyra sé afar slæmt. Málið hefur verið kynnt stjórnendum út- varpsins syðra. Þá hafa allir starfs- menn hér rætt vö Bjarna og lýst yfir óánægju sinni með málsmeðferð hans,“ sagöi einn starfsmanna út- varpsins á Akureyri í samtali við DV. „Viö starfsmenn, allir nema Bjarni og auglýsingastjórinn sem tengist þessu máh, áttum fund í vikunni og ræddum hvernig við getum brugðist við ef ekki verður leyst úr málinu á viðunandi hátt. Við höfum farið fram á að þessi ákvörðun verði endur- skoðuð. Verði það ekki gert íhugum við mjög alvarlegar aðgerðir." Fulltrúi Bjarna hefur tilkynnt að hann muni segja upp starfi sinu um mánaðamótin í mótmælaskyni. Bjarm Sigtryggsson: Verður ekki breytt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Af hálfu stofnunarinnar hefur ekkert gerst í málum Helgu Haralds- dóttur annað en það aö hún hefur síðan um áramót unnið við inn- heimtustörf en sú breyting var gerð í síðustu viku aö innheimtustörf og auglýsingar voru aðskilin og Helga fer þá aftur í auglýsingastörf," sagði Bjarni Sigtryggsson deildarstjóri. „Það hefur verið fyllilega eðlilega staöið að þessu máli og þessi ákvörð- un verður ekki endurskoðuð. Þetta er eins og hver önnur tilfærsla á verkefnum innan sömu stofnunar og það er búið að ákveöa hana. Þetta snertir tvær manneskjur og það hef- ur verið rætt viö þær báðar. Ég er hissa á þeim viðbrögðum starfsfólks- ins sem ég hef orðið var viö en hér hefur engum verið sagt upp starfi. Það var sérstaklega tekið fram þegar Helgu var kynnt þessi breyting." Helga Haraldsdóttlr: Á bak við útvarpsstjóra Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég vil ekki segja mikið um þetta mál á þessu stigi. Eg hef átt fund með útvarpsstjóra og hann vissi ekkert um máliö þannig að þaö hefur verið unnið á bak við hann,“ sagði Helga Haraldsdóttir við DV í gær. „Útvarpsstjóri baö mig aö hefja vinnu aftur á meðan unnið væri að lausn málsins, og ef ég geri það þá er það einungis fyrir hans orð. Ég vil hins vegar ekki gera þetta að blaðamáli eins og málin standa.“ Fréttir Hjá Orðabók Háskólans hafa 17 manns atvinnu af því að þýða lög og reglur EB yfir á íslensku en það er vanda- samt verk. Þessi hópur er hluti af mjög stóru liði EB-þýðenda. í Brussel eru að jafnaði 1500 þýðendur sem hamast við að þýða lagagerningana yfir á EB-tungumálin. DV-mynd GVA OG DYNUR Rúm mcö dýnum, náttboróum og rúmteppi. Verö aðcins kr. möbelfikta EXCLUSIYE cr mjúk dýna mcð tvöfaldri fjöörun. Yfirdýna er úr bómull sem cr bruna- teljandi og má þvo vió 40“ C. Stærð 90x200 cm Kr. 43.500.- LYX er meðalstíf dýna meó tvöfaldri fjöórun. Yfirdýna er úr bómuil sem er brunatcfjandi og má þvo við 40° C. Sticrð 90x200 cm Kr. 22.500,- EXCELLENT cr stíf dýna með tvöfaldri fjöðrun. Yfirdýna er úr bómull sem cr bruna- tefjandi og má þvo við 40° C. Stærð 90x200 cm Kr. 33.500,- ROYAL cr cxtra mjuk dýna með tvöfaldri fjöðrun. Yfirdýna er úr bómuil scm er bruna- tefjandi og má þvo við 40“ C. Stærð 90x200 cm Kr. 45.500,- FAST er meðalstif dyna með einfaldri fjöðrun. Yfirdýna fylgir og er úr polyester, er bruna- tefjandi og má þvo við 40“ C. Stærð 90x200 cm Kr. 12.900,- Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-18 Laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 14-17 TM • HUSGOGN SIÐUMÚLA 30 SIMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.