Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Byggðastefnan Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í síðustu viku íjallaði Davíð Oddsson, formaður flokksins, um byggða- stefnuna. Þar varpaði hann fram þeirri hugmynd hvort ekki kæmi til greina að ríkið aðstoðaði fólk við að fmna sér búsetu annars staðar. Orðrétt sagði Davíð: „Vegna þess að sameining og hagræðing hefur ekki átt sér stað og vegna þess að tilteknar byggðir geta tæpast lengur átt rétt á sér, verður að finna úrræði til að hjálpa fólki til að fmna sér búsetu annars staðar á viðkomandi svæði, sem þá mundi eflast.“ Ljóst er að þessi ummæli hafa farið fyrir brjóstið á mörgum. Einkum þeim sem lifa í þeim misskilningi að byggð á hverju bóh sé heilög kýr. Þeir vilja halda sjóða- sukkinu áfram, þeir vilja geta skammtað opinbert fé til gjaldþrota fyrirtækja og þeir vilja halda fólki í heima- högunum með handafli. Þeir vilja lifa í blekkingunni áfram og ausa úr sjóðum ríkisins og koma óorði á byggðapólitíkina. Það er rétt sem Davíð segir að víða er svo komið að byggð á tæpast rétt á sér lengur. Atvinnulíf er í rúst og gengur því aðeins að opinber aðstoð fáist. Fisk- vinnslufyrirtækin í landinu eru of mörg á kostnað hag- ræðingar og framleiðni. Atvinnusvæðin eru of dreifð og of dýr. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá er staðreyndin sú að margt fólk, sem býr í litlum og tiltölulega afskekktum bæjarfélögum, mundi löngu flutt í burt, ef ekki væri fyrir þá sök að eignir þess eru óselj- anlegar. Fólkið getur ekki flutt nema að tapa aleigunni. Stefna ríkisvaldsins hefur verið að viðhalda byggð, hvað sem það kostar. Samt hefur íbúum fækkað ár frá ári í fjölmörgum bæjarfélögum, hvað þá ef til lengri tíma er htið. Á ríkisvaldið að halda áfram að dæla peningum í atvinnuuppbyggingu sem ekki skilar arði? Á að halda áfram að stuðla að dreifðum atvinnusvæðum og ahtof mörgum fiskvinnsluhúsum þegar ljóst er að íslendingar þurfa að gera sérstakt átak th að draga úr offjárfestingu og yfirbyggingu? Er skynsemi í því að leggja átthaga- flötra á íbúa fámennra staða þegar þeir vilja sjálfir flytja sig um set? íslenskir stjórnmálamenn hafa vanið sig á að tala tæpitungu. Þeir telja sig þjóna umbjóðendum sínum best.með því að viðhalda úreltri byggðastefnu og telja það árás á landsbyggðina ef sjóðir eru lagðir niður eða sannleikurinn sagður. Davíð Oddsson á hrós skilið fyrir að þora að fara ótroðnar slóðir; fyrir að þora að segja það sem margur annar hefur hugsað og séð en ekki vhjað horfast í augu við. Hugmynd Davíðs um að aðstoða fólk til að flytjast milh staða á viðkomandi atvinnusvæði er uppnefnd sem hreppaflutningar. Honum er líkt við Ceausescu hinn rúmenska. Hann er atyrtur fyrir að segja sína meiningu. Við eigum þvert á móti að fagna því þegar stjórnmála- foringi vih hugsa upp á nýtt í stað þess að hossa sér í viðteknu fari. Hvað er verra við þá opinberu aðstoð að hjálpa fólki við að koma eignum sínum í verð í stað þess að dæla peningum í atvinnurekstur sem á engan rétt á sér? Hefur það ekki þekkst um árabil að bændum sé hjálpað th að bregða búi? Er það ekki byggðastefna líka að þétta byggð og byggðakjarna í stað þess að neyða fólk th að búa í deyjandi plássum? Það var á sínum tíma byggð á annesjum og afdölum. Sú byggð lagðist niður án þess að nokkur maður teldi í því eftirsjá. Ekkert er nauðsynlegra en að þjóðin fari að hugsa upp á nýtt. Ehert B. Schram Shamir, forsætisráðherra Israels, og James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir einn fjölmargra funda sinna. „Það er óþreytandi eljusemi Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þakka öðru fremur að þessi áfangi hefur náðst...“ Símamynd Reuter Friðarspor sem aldrei verður aftur tekið Þau tíðindi að samkomulag hefur náðst um friðarráðstefnu um mál- efni Miðausturlanda og hún mun hefjast innan fárra daga í Madríd eru svo ótrúleg að menn víðast hvar hafa ekki meðtekið þau til fulls. Þetta boðar slík umskipti aö Miðausturlönd verða aldrei söm og áður, jafnvel þótt ekkert marktækt komi út úr þessari ráðstefnu fyrst í stað. Ráðstefnan i Madríd er að- eins fyrsta skrefið á löngu ferli en úr því málin eru komin í þennan farveg verður þróuninni ekki snúið við. Allir aðilar hafa þegar breytt afstöðu sinni í grundvallaratriðum og þeirri afstöðu er ómögulegt að breyta aftur. Þaö eitt að nágranna- ríki ísraels, sem hingað til hafa meira að segja neitað að taka sér nafn ísraels í munn en talað þess í stað um hernám zíonista í Palest- ínu, hafa nú fallist á að semja við ísraelsmenn augliti til auglitis er gjörbylting. Eftir að forystumenri arabaríkjanna hafa einu sinni tekið í hönd fjandmanna sinna frá ísrael geta þeir aldrei ógilt það handa- band. Þaö er einmitt það sem mun gerast, sá ókleifi múr haturs og íjandskapar, sem komiö hefur í veg fyrir allar raunverulegar viðræð- ur, hefur veriö brotinn niður, að vísu ekki jafnaður við jörðu en hann er ekki ókleifur lengur. Eljusemi og ósveigjanleiki Það er óþreytandi eljusemi Bak- ers, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, að þakka öðru fremur að þessi áfangi hefur náðst en grund- vallarástæðan er vitaskuld breytt- ar forsendur í Miðausturlöndum. Þær forsendur breyttust í stríðinu viö írak, við það uppgjör röskuðust valdahlutfólhn verulega og nýr sannleikur blasti við sem ekki varð umflúinn. í ljósi nýrra aðstæðna var hægt að hnika aðilum deilunn- ar nógu mikið frá áratugagömlum .fordómum og kreddum og í ljósi nýrra aðstæðna var hægt að beita þrýstingi sem dugði. Undir lokin strandaði mest á ósveigjanleika núverandi forystu í ísrael en jafn- vel þeir menn, með Shamír í broddi fylkingar, gerðu sér grein fyrir að ef þeir létu besta tækifærið, sem um getur í sögu ísraels, sér úr greipum ganga í þetta sinn mundi staða þeirra í heiminum og hjá vemdurum þeirra og ómissandi bakhjarli, Bandaríkjunum, aldrei bíða þess bætur. Þrýstingur frá umheiminum, fyrst og fremst Bandaríkjunum, átti sínn stóra þátt í að ráðstefnan í Madríd varð að verule'ka. Staða Sýrlands En annar veruleiki, ekki síður mikilvægur, var breytt staða Sýr- lendinga, ósveigjanlegustu fjand- manna ísraelsmanna hingað til, eftir • ósigur íraks. Eftir ósigur Kja]]ariiin Gunnar Eyþórsson fréttamaður Saddams Husseins, helsta keppi- nautar Assads Sýrlandsforseta um forystu fyrir Baath-hreyfingunni í arabaheiminum, og eftir að írak hætti að vera hernaöarleg ógnun er það Sýrland undir stjóm Hafez Assads sem er ótvírætt forysturíki fjandmanna ísraels. Svo vill til að Sýrland tók þátt í stríðinu við írak og fékk í sigurlaun nær óskoruð yfirráð yfir Líbanon sem Sýrlend- ingar hafa stefnt að leynt og ljóst allt frá því Líbanon fékk sjálfstæði 1943. Jafnframt tókst Assad að rjúfa einangrun Sýrlands sem hafði á Vesturlöndum verið flokkað með Líbýu sem útlægt ríki sem styddi við bakið á hermdarverka- starfsemi. Sýrland var tekiö í sátt og segja má að Sýrlendingar hafi ásamt írönum hagnast allra þjóða mest á ósigri íraks. Jafnframt hafa Sovétríkin, verndarar og bakhjarl Sýrlands, leyst upp sem kunnugt er og þar með er ekki frekari hern- aöaraöstoðar þaðan að vænta. Sýr- lendingar sjá sér ekki lengur hag í að leiða andstöðuna og baráttuna gegn ísrael því að þeir eygja þann möguleika að fá fram sitt eina raunverulega hagsmunamál sem eftir er, nú þegar þeir hafa náð Lí- banon, það er að endurheimta Gol- an-hæðirnar. Það verður eitt af meginmálum ráðstefnunnar og ekki það erfiðasta því að Golan- hæðirnar hafa hernaðarlega þýð- ingu eingöngu. Án hernaðará- stands við Sýrland er ekki ástæða fyrir ísraelsmenn aö halda þeim. Breytt afstaöa Sýrlendinga gerði ráðstefnuna mögulega en það eru önnur vandamál sem verða erfið- ari úrlausnar. Þrír erfiðir áfangar Það sem ráðstefnan mun vitan- lega eiga að snúast um, eftir að hernaðarlegt öryggi ísraels og frið- ur við nágrannana hefur verið bundið í sáttmála, er framtíð íbúa hernumdu svæðanna og landa- mæri þeirra svæöa. Þar er þrautin þyngri en grundvöllur að lausn þeirra mála mun liggja fyrir eftir að stríðsástandi við nágrannaríkin hefur verið aflýst með tíð og tíma. Þess er ekki aö vænta að strax miði þar í áttina en þau mál eru alls ekki óleysanleg þótt síðar verði. Ráðstefnan í Madríd mun taka langan tíma og skiptast í þrjá áfanga sem nú hafa verið sam- þykktir. Fyrsti áfangi er einfald- lega að koma ráðstefnunni á fót með pomp og prakt í Madríd. Ann- ar áfangi á að verða beinar tvíhliða viðræður ísraelsmanna við Líban- on, Sýrland og sameiginlega sendi- nefnd Jórdaníu og Palestínumanna frá hernumdu svæðunum. Þessar viðræður við næstu nágranna fara fram í þrennu lagi. í þriðja lagi eiga síðan önnur Arabaríki, sem ekki eiga landamæri að ísrael, svo sem Saudi-Arabía og Persaflóaríkin, að koma til viðræðna um mál eins og vatnsréttindi, aöstoð við flóttafólk, efnahagsþróun og fleira í þeim dúr, sem mun að miklu leyti snúast um efnahagsaöstoð við sjálfstjómar- svæði Palestínumanna, sem mun óhjákvæmilega verða að vera í mjög nánum tengslum við Jórdan- íu. Framar öllu er hætta á að allt standi fast á austurhluta Jerúsal- em, þriðju helgustu borg múslíma, sem ísraelsmenn hafa innlimað alla. Hernámssvæðin munu áreið- anlega ekki fá sjálfstæði en þau gætu fengið sjálfsstjórn sem eih- hvers konar vemdarsvæði Jórdan- íu. Þetta er þó mjög vandasamt í samningum. ísraelsmenn munu áreiðanlega einnig skera mjög af þeim svæðum sem þeir ætla að af- henda. Enginn býst við öðru en löngum, ströngum og á stundum hávaðasömum samningum. En öllu máli skiptir að grundvöllurinn að samningum hefur veriö lagður og úr því sem komið er verði aldrei mögulegt að snúa aftur til þess ástands sem áöur var. Gunnar Eyþórsson „Þaö sem ráðstefnan mun vitanlega eiga aö snúast um, eftir aö hernaðar- legt öryggi ísraels og friður við ná- grannana hefur verið bundið í sátt- mála, er framtíð íbúa hernumdu svæð- anna og landamæri þeirra svæða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.