Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBBR 1991. 33 Afenæli Jónas Bergsteinn Bjömsson Jónas Bergsteinn Björnsson, skrifstofu- og vigtarmaður, Hverfis- götu 8, Siglufirði, er sjötíu og fimm áraídag. Starfsferill Jónas fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann stundáði nám við Héraðsskólann a Laugarvatni 1936 og 1937. Jónas starfaði lengst af sem vigt- armaður við Siglufjarðarhöfn og jafnframt sem skrifstofumaður hjá skattstofu Noröurlandskjördæmis vestra á Siglufirði eða frá 1963-90. Jónas hefur ætíð búið á Siglufirði og gegnt þar ýmsum félags- og trún- aðarstörfum, s.s. fyrir Leikfélag Siglufjarðar og Sjálfstæðisflokkinn auk þess sem hann söng í Karla- kórnum Vísi og Kirkjukór Siglu- fjarðarumárabil. Fjölskylda Jónas kvæntist 31.3.1945 Hrefnu Hermannsdóttur, f. 25.6.1918, hús- móður. Hún er dóttir Hermanns Jónssonar og Elínar Lárusdóttur að Ystamó í Fljótum í Skagafirði. Börn Jónasar og Hrefnu eru Björn, f. 4.6.1945, sparisjóðsstjóri á Siglufirði, var kvæntur Guðrúnu Margéti Ingimarsdóttur, f. 4.3.1945, d. 30.4.1976, og er dóttir þeirra Ra- kel, f. 2.9.1965 en seinni kona Björns er Asdís Kjartansdóttir, f. 4.1.1948, kennari við Grunnskóla Siglufjarð- ar; Guðrún, f. 25.2.1948, starfsmaður hjá Sparisjóði Sigluíjarðar og er dóttir hennar Jóna Hrefna, f. 16.7. 1983; Halldóra Ingunn, L 2.5.1955, fjölskylduráðgjafi hjá SÁÁ, gift Gunnari Trausta Guðbjörnssyni, f. 14.1.1953, prentara og auglýsinga- teiknara, og eru dætur þeirra Edda Rósa, f. 24.10.1972, og Bettý, f. 2.6. 1976; Hermann, f. 27.5.1957, fram- kvæmdastjóri á Siglufirði, kvæntur Ingibjörgu Halldórsdóttur, f. 28.4. 1958, læknaritara, og eru börn þeirra Helga, f. 1.4.1976, og Halldór, f. 22.4.1984. Systkini Jónasar: Þórhallur, f. 19.11.1912, fyrrv. kaupmaður á Sigluflrði, dvelur nú á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund, var kvæntur Hólmfríði Guðmundsdóttur, f. 11.4. 1911, d. 30.10.1982, og er dóttir hans Anna Laufey, f. 21.11.1944; Svavar, f. 17.2.1914, d. 13.4.1962, kaupmaður í Reykjavík, var kvæntur Valborgu Jónsdóttur, f. 8.9.1920, og eru börn þeirra Björn, f. 7.7.1942, Jónas, f. 2.5.1947, Herdís, f. 2.9.1951 og Hanna, f. 7.9.1955; Ásgeir, f. 22.1. 1925, kaupmaður á Siglufirði, kvæntur Sigrúnu Ásbjarnardóttur, f. 18.10.1927, og eru börn þeirra Jón- ína Gunnlaug, f. 17.2.1949, Gunnar Björn, f. 12.8.1960, Ásbjörn Svavar, f. 13.4.1963 ogRósa Ösp, f. 25.5.1967; Anna Laufey, f. 1924, dó í barnæsku. Foreldrar Jónasar voru Björn Jónasson, f. 23.6.1886, d. 19.2.1966, keyrari og verktaki á Siglufirði, og Guörún Jónasdóttir, f. 20.12.1885, Jónas Bergsteinn Björnsson. d. 14.10.1954, húsmóöir. Jónas tekur á móti gestum á af- mælisdaginn milli klukkan 15.00 og 18.00. Annas Kristmundsson Annas Kristmundsson, fyrrv. stýrimaður, Engjavegi 34, ísafirði, er áttræðurídag. Starfsferill Annas fæddist að Höfða í Skutuls- firði, ólst upp í Ytri-húsum í Arnar- dal til tíu ára aldurs en síðan á Svarthamri í Álftafirði. Annas er með skipstjórnarréttindi frá Sjó- mannaskólanum á ísafirði frá 1933. Hann var til sjós í fimmtíu og eitt ár, ýmis sem skipstjóri, stýrimaður eða háseti. Eftir að hann hætti til sjós vann Annas hjá Netagerð Vest- fjarða. Fjölskylda Annas kvæntist 25.12.1940 Frið- gerði Guðnýju Guðmundsdóttur, f. 1.2.1919, húsmóður. Hún er dóttir Guðmundar Guðmundssonar, b. að Gelti í Súgandafirði, og Sigríðar Magnúsdóttur húsfreyju þar. Börn Annasar og Friðgerðar eru Steinunn, f. 4.3.1941, bankastarfs- maður í Bolungarvík, gift Halldóri Benediktssyni skrifstofustjóra og eiga þau fimm börn og eitt barna- barn; Vilhelm, f. 9.3.1945, skipstjóri í Reykjavík, kvæntur Særúnu Ax- elsdóttur fóstru og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn; Ásgerður, f. 21.12.1946, skólaritariáísafirði, gift Ómari Ellertssyni skipstjóra og eiga þau þrjú börn; Bergþóra, f. 3.1. 1950, garðyrkjufræðingur á Þing- eyri, gift Kristjáni Eiríkssyni skip- stjóra og eiga þau þrjú börn; Guðný Anna, f. 4.7.1951, d. 2.4.1952; Sig- mundur, f. 19.8.1953, húsasmíða- meistari í Reykjavík, kvæntur Ag- nesi Karlsdóttur viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn; drengur, f. 21.10.1954, d. 22.10.1954; Guðný Anna, f. 30!5.1958, fóstra á ísafirði, gift Sigurjóni Haraldssyni og eiga þau sex börn; Dagný, f. 23.5.1961, kennari í Noregi, gift Húnboga Vals- syni netagerðarmanni og eiga þau tvö börn. Annas átti sex alsystkini sem öll eru látin. Þau voru Jakob Krist- mundsson; Guðrún Kristmunds- dóttir; Þórunn Kristmundsdóttir; Páll Helgi Kristmundsson; Jón Kristmundsson; Steingrímur Krist- mundsson. Foreldrar Annasar: Kristmundur Loftsson, f. 22.12.1860, d. 27.6.1921, bóndi frá Litlu-Ávík í Trékyllisvík á Ströndum, og kona hans, Anna Annas Kristmundsson. Jónsdóttir, f. 13.8.1868, d. 1911, hús- freyja, frá Ósi í Steingrímsfirði. Fósturforeldrar Annasar voru Ásgeir Helgi Kristjánsson að Svart- hamri í Álftafirði og Hinrikka Sig- urðardóttir húsfreyja. Annas ólst alfarið upp hjá fóstur- foreldrum sínum en móðir hans lést nokkrum dögum eftir fæðingu hans. Ásgeir Helgi og Hinrikka áttu sjálf sjö börn en ólu auk þess upp fimm fósturbörn. Annas verður heima á afmælis- daginn. Reynir Helgi Schiöth Reynir Helgi Schiöth bóndi, Hóls- húsum, Eyjafjarðarsveit, er fimm- tugurídag. Fjölskylda Reynir Helgi er fæddur á Akur- eyri og ólst upp þar og í Eyjaíjarðar- sveit. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Laugum í Reykjadal 1958 og fékkst við verslunarstörf á Akureyri 1961-65 en hefur verið bóndi að Hólshúsum frá síðastnefnda árinu. Reynir Helgi lék í danshljómsveit- um umárabil. Reynir Helgi kvæntist 9.6.1962 Þuríði Jónu Einarsdóttur, f. 29.6. 1943, matráðskonu í Hrafnagils- skóla. Foreldrar hennar: Einar Thorlacius, b. og síðar starfsm. í Mjólkursamlagi KEA, og Hrund Kristjánsdóttir en þau eru búsett á Bjarmastíg 11 á Akureyri. Reynir Helgi og Þunður Jóna eiga tvo syni. Þeir eru: Einar Axel, f. 29.10.1962, verktaki, maki Ásdís Bragadóttir sjúkraliði; Helgi Hinrik, f. 16.5.1964, bifvélavirki, b. í Hóls- húsum, maki Auður G. Ingvadóttir, þau eiga tvo syni, Brynjar Gauta, f. 11.11.1987, og Hafsteinlnga, f. 24.10. 1989. Reynir Helgi á tvær systur. Þær eru: Margrét Anna, f. 7.4.1945, rit- ari, maki Árni Sigurðsson, þau eru búsett á Húsavík og eiga þrjú böm og þrjú barnaböm; Valgerður Guð- rún, f. 30.8.1949, húsmóðir að Rif- kelsstöðum í Eyjafjarðarsveit, maki Gunnar Jónasson, þau eiga fjögur börn. Foreldrar Reynis Helga eru Helgi Schiöth, f. 21.11.1911, b. og lögreglu- maður, og Sigríður Schiöth, f. 3.2. 1914, söngstjóri. Þau bjuggu lengst Reynir Helgi Schiöth. af í Hólshúsum en eru nú búsett í Þórunnarstræti 130 á Akureyri. Reynir Helgi tekur á móti gestum á afmælisdaginn á heimili sínu. Kristín Sigvaldsdóttir Kristín Sigvaldsdóttir húsmóðir, Uppsalavegi 8, Húsavík, er áttatíu ogfimmáraídag. Starfsferill Kristín fæddist að Gilsbakka í Öxarfirði og ólst þar upp. Hún lauk almennri barnaskólamenntum og vann síðan almenn sveitastörf til tvitugsaldurs á ýmsum bæjum í Öxarfirði. Eftir að Kristín gifti sig bjuggu þau hjónin á Svínadal í Kelduhverfi 1926-36 og í Þórunnarseli í sömu sveit 1936-66. Kristín missti þá mann sinn og flutti til Reykjavíkur þar'sem hún var búsett til 1987 en frá þeim tíma hefur hún átt heima á Húsavík. Fjölskylda Kristín giftist 20.7.1926 Jóni Páls- syni, f. 29.8.1900, d. 2.3.1966, bónda. Hann var sonur Páls Jónssonar, b. í Svínadal, og Þorbjargar Hallgríms- dótturhúsfreyju. Kristín á fimm böm sem öll eru á lífi. Kristín eignaðist ellefu systkini og eina fóstursystur en sjö þeirra eru látin. Foreldrar Kristínar voru Sigvaldi Sigurgeirsson, f. 1871, d. 1922, b. að Gilsbakka í Öxarfirði, og Sigurlaug Jósefsdóttir, f. 1874, d. 1959, hús- freyja. Kristín tekur á móti gestum að Kristin Sigvaldsdóttir. Uppsalavegi 8, Húsavík, laugardag- inn 26.10. nk. 85 ára Anna Hall- dórsdóttir (á afmæli 28.10.) Hraunbúðum, Vestmanna- eyjum. Agnes Marinósdóttir, Glaðheimum 6, Reykjavík. Þöra Benediktsdóttir, Brautarholti 9, ísafirði. Maria Kr istj ánsdóttir, Háaleiti 3d, Keflavík. Þórgunnur Inga Sigurgeirsdóttir, Sæborg, Grýtubakkahreppi. 75ára 50 ára Guðfmna Axelsdóttir, Ytri-Neslöndum,Skútustaðahreppi. Helga Egilsdóttir, Vesturbraut 5, Keflavík. 70 ára Hafliði H. Albertsson, Birkihlíð 24, Vestmannaeyjum. Marinó Bóas Karlsson, Stuðlaseli 1, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn á heimili sínu eftir kl. 17. Örn Sveinsson, Rauðalæk 26, Reykjavík. Þórður Einarsson, Sigtúni 35, Reykjavík. 40ára 60ára Kittý J1 Óskarsdóttir, Mýrargötu 21, Neskaupstað. Gunnhildur Hilmarsdóttir, Heiðarlundi 7g, Akureyri. Sofflu Sveinsdóttir, Barðavogi 17, Reykjavík. Leiðréttingar í grein um Aðalstein Jörgensen, sem birtist mánudaginn 21.10. sl., láðist að geta um stjúpfóður hans. Stjúpfaðir Aðalsteins og eiginmaður móður hans, Áslaugar Hafsteins- dóttur, er Kristinn Sigurður Daní- elsson Hörðdal, f. 15.5.1933, vélvirki. Villur hafa slæðst í grein um Axel Thorarensen sem birtist 24.10. sl. Þær eru hér með leiðréttar. Sonur Benedikts Sveinsbjörns- sonar og Sigríðar Lindu Ólafsdóttur er Sveinbjörn Ólafur Benediktsson, ekki Sveinbjörn Ólafsson. Meðal barna Sjafnar Benjamíns- dóttur og Kristjáns Hermannssonar er Gísli Kjaran, ekki Gísli Kjartan. Meðal sona Steinunnar Thorar- ensen og Ólafs GrétarsÓskarssonar er Ólafur Agnar, ekki Ólafur Amar. Kamilla Thorarensen er fædd 24.2. 1943, ekki 1942. Bridge Minningamiót Einars Þorfinnssonar Minningarmót Einars Þorfinns- sonar var spilað laugardaginn 19. október á Hótel Selfossi. Alls mættu 38 pör til leiks og þar á meðal mörg af sterkari pörum landsins. Keppni um efstu sæti var jöfn og spennandi fram í síðustu umferðir en Sigurður B. Þorsteins- son og ísak Öm Sigurðsson tryggðu sér sigurinn með mjög góð- um endaspretti. Keppnisstjóri á mótinu var Hermann Lárusson. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Sigurður B. Þorsteinsson - ísak Örn Sigurðsson 268 2. Páll Valdimarsson - Ragna Magnússon 224 3. Sigfús Örn Árnason - Jón Hjaltí son 193 4. Sverrir Ármannsson - Matthía Þorvaldsson 190 5. Ólafur Steinason - Guðjón Eir arsson 163 6. Hjalti Elíasson-Páll Hjaltaso 114 7. Bernódus Kristinsson-Geor Sverrisson 103 8. Guðlaugur Sveinsson - Magnú Sverrisson 100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.