Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 6
6 KÖSTUDAC'UR 25. OKÍ’ÓtíÉR 1991. Viðskipti IngvarGíslason: Efasemdir umnýtt dagblað „Ég hef míuar efasemdir um aö hægt sé aö koma þessu blaði á fót á svo skömmum tíma,“ sagði Ing- var Gíslason, ritstjóri Tímans, er DV ræddi við hann hugmyndir sem uppi eru um stofnun nýs dagblaðs. „En auðvitað óska ég því velfamaðar, takist að koma því af stað.“ Ingvar sagöi að staða málsins væri nákvæmlega sú að búið væri að segja öllum starfsmönnum Tímans upp. Væri þaö óháð þvi hvort nýtt dagblað hæfi göngu sína. „Annars er þaö útgáfustjóm Tímans sem fer með þessi mál þannig að ég vil ekki spá neinu um hvað úr þessu verður.“ Aðspurður hvort þeir sem undir- byggju nú útkomu nýs dagblaðs heíðu boðið honum starf ritstjóra þess sagði Ingvar ekki svo vera. ,T>að hefur ekki komiö til tals, enda ákaílega vafasamt aö ég myndi nokkuð gefa mig að því.“ -JSS Lögbann á geðfatlaða? Úrskurður eftir helgi „Úrskurðar í lögbannsmáli á sambýh geðfatlaðra við Þverársel verður kveöinn upp næstkom- andi þriðjudag. Gangi úrskurður- inn gegn sambýlinu veröur at- hugaö með aö áfrýja honum til Hæstaréttar," sagði Jóhann Pét- ur Sveinsson, lögmaður svæöis- stjómar um málefni fatlaðra. Þrjátíu og einn húseigandi við Þverársel hefur farið fram á lög- bann á sambýli geöfatlaðra. Er fyrirhugað að sambýlið verði aö ÞverárseU 28 í Breiðholti. Telja íbúamir aö hverfið hafi veriö skipulágt sem hreint íbúðahverfi og eigi þar hvorki hehna atvinnu- né þjónustustarfsemi. Lögmaöur svæðisstjórnarinnar bendir hins vegar á að heimUið muni ekki á nokkurn hátt verða frábrugðið öörum heimUum í hverfinu. Einnig bendir hann á að nú þegar séu tíu atvinnufyrir- tæki skráð i ÞverárseU og ná- grenni og aö sambýlið breyti enguþarum. -JSS Þrír nýir vegarkaflar ínotkun Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyrí: Þrír nýir vegarkaflar á leiðinni trá Akureyri til Reykjavikur eru nú tilbúnir til umferðar, Þessir kaflaj; eru í Hörgárdal, Öxnadal og á Öxnadalsheiöi og eru sam- tals um 16 km langir. Tveir þessara kafla hafa þegar veriö opnaðir. Fyrst ber aö nefha 3-4 km kafla á Öxnadalsheiöi þar sem vegurinn fer hæst. Þar hefur vegurinn verið færöur mun neö- ar, sett ný brú á Reiðgil og þeirri slysagildm, sem vegurinn var þarna, þvi verið rutt úr vegi. í Öxnadal er búið aö taka í notk- un 3,7 km langan kafla sem Uggur um Öxnadalshóla, frá Þverá aö Engimýri. Þar var vegurinn afar slæmur, mikið um bUndliæðir og erfitt yfirferðar. Loks má nefna þriðja kaflann og þann lengsta. Það er 9 km langur kafU frá Bæg- isá í Hörgárdal að Þverá. Að sögn Sigurðar Oddssonar, umdæmis- tæknifræðings Vegagerðarinnar á Akureyri, er þessi kafli enn mjög grófur og verður ekki tek- inn í notkun í vetur nema mjög snjóþungt veröi. AlUr þessir þrír vegarkaflar eru enn með malaryfirborði. Setja á bundið slitlag á þá næsta sumar. Dómur Hæstaréttar í máli framkvæmdastjóra heildsölu í Kópavogi: Fangelsisdómur og sekt fyrir söluskattssvik - einiiig sakfelldur fyrir skilasvik og bókhaldsbrot Hæstiréttur hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra heildsölunnar S. Magnússon hf. í Kópavogi í 6 mánaöa skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 750 þúsund krónur í sekt fyrir söluskattssvik. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir skhasvik og brot á bókhaldslögum. Hæstiréttur mildaði dóm sakadóms Kópavogs í málinu en þar var maðurinn dæmdur í 6 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, og til greiöslu einnar milljónar króna í sekt. Bú heildsölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar 1988. Manninum var gefið að sök að hafa ekki staðið skil á söluskatti á tímabU- inu 25. nóvember 1987 til 25. janúar 1988 að upphæð 753 þúsund krónur. Framkvæmdastjórinn taldi að skha- skylda hefði hvílt á endurskoðanda hlutafélagsins á þessu tímabiU en þá var í gUdi greiðslustöðvun hjá félag- inu. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að greiðslustöðvun tak- markaði í engu lagaskyldur stjóm- anda fyrirtækisins og var því sak- felldur af þessum ákæruUð. Það torveldaði rannsókn málsins að bókhald félagsins var ekki fært fyrir árin 1986 og 1987 og gögn um reksturinn því alls ekki fuUnægj- andi. Eftir gjaldþrotaskiptin var gerð könnun á vörukaupum félagsins og vörusölu í heildsölu og smásölu. Þar kom fram aö vörukaup voru tæplega 5 mhljónir króna umfram vörunotk- un. Hæstiréttur taldi ekki sannað að fyrirtækið hefði selt vörur fyrir óhæfilega lágt verö né að fram- kvæmdastjórinn hefði skotið undan vörum eða gerst sekur um óeðUlega mikla eyðslu. Framkvæmdastjórinn var því sýknaður af þessum sakar- giftum. Á hinn bóginn þótti sannað að óeðlilega mikil aukning skulda hlutafélagsins heíði orðið þegar framkvæmdastjóranum átti að vera það ljóst aö til ófarnaðar horfði og veruleg hætta á aö kröfuhafar í þrotabúiö yrðu fyrir fjártjóni. Vegna þess kafla ákærunnar, sem snerist um bókhaldsbrot, var fram- kvæmdastjórinn sakfehdur fyrir að hafa fargað fylgiskjölum. Hann viö- urkenndi að hafa safnað notuðum tékkheftum fyrirtækisins í kassa en síðan hent þeim „sennilega um ára- mótin 1986-1987“ eins og hann sagöi í yfirheyrslu. Einnig kom fram að strimlar úr sölukössum höfðu mis- farist. Framkvæmdastjórinn var samkvæmt þessu sakfehdur fyrir brot á bókhaJdslögum, einkum meö tílhti th stórfelldrar vanrækslu á færslu lögskipaðs bókhalds hlutafé- lagsins. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson og Harald- ur Henrysson og Jónatan Þórmunds- son prófessor og Guðmundur Ingvi Sigurösson hæstaréttarlögmaður. -ÓTT Þeir Kjartan og Stefán Friðrik hefðu betur látið rafgeymana vera, þvi þeir fengu sýru á sig og gjöreyðilögðu buxurnar. DV-mynd Þórhallur Rafgeymar á opnu svæði eyðileggja föt bama: Strákarnir komu heim í gjörónýtum buxum Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Safnhaugur með rafgeymum á opnu svæði í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki freistaði tveggja átta ára drengja í síðustu viku. Sam- kvæmt upplýsingum hehbrigðisfuh- trúa hefði átt að vera búiö að tæma sýruna af geymunum en epgu að síð- ur komu strákarnir heim í gjörónýt- um buxum þar sem sýra hafði brennt göt á þær. Um er að ræða stærðarhaug á veg- um Sauðárkróksbæjar þar sem geymum er safnað saman til endur- vinnslu fyrir Stálfélagið. Gámur er á svæðinu en ennþá hafa geymamir ekki verið færðir í hann. Sveinn Guðmundsson heilbrigðisfulltrúi sagðist hafa lagt th að safnhaugur fyrir rafgeyma yrði á brotajáms- haugunum við Gönguskarðsá. Þar með yrðu þessi mál leyst fyrir aht héraðið. Ekki hefði verið farið að hans óskum. „Þarna hefur það gerst sem við ótt- uðumst að krakkar kæmust í þetta. Og sýra í augun er það sem viö erum langhræddastir við,“ sagöi Sveinn. Hann sagðist hafa sent viökomandi aðilum á svæðinu bréf í byrjun sept- ember en það hefur að geyma leið- beiningar um forgun rafgeyma, svo sem að sýru verði tappað af áður en þeim verði komið á safnhauga. Sýran veröi sett í plasttunnur og hún hlut- leyst með vítissóta. Sveinn telur tvíbent að girða svæði sem þessi af. Ef sýran sé fjarlægð af geymunum megi þess vegna geyma þá í opnum gámi, því þá sé einungis um þaö að ræða aö málmarnir sem í þeim eru geti mengað umhverfi. Nýr forseti bæjarstjórnar Hiynur Þór Magnússon DV ísafiröi: Ákveðið hefur veriö aö Einar Garð- ar Hjaltason (D-Usta) taki við emb- ætti forseta bæjarstjómar ísafjarðar af Ólafi Helga Kjartanssyni, fyrrver- andi skattstjóra, sem beðist hefur lausnar úr bæjarstjóm eftir að hann var skipaður bæjarfógeti á Isafirði og sýslumaður í Isafjarðarsýslu. Einar Garðar Hjaltason er 36 ára. Hann rekur Sund hf„ lítið fiskvinnslu- fyrirtæki á ísafirði, jafnframt því sem hann veitir Fiskmarkaði ísafjarðar forstöðu. Eiginkona hans er Bergljót Hahdórsdóttir. Þau eiga 3 böm. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst immlan överðtryggð Spðrisjóðsbækur óbundnar 3,5-4 Allir nema Sparisjóðir Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 4-6,5 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 5-7,5 Sparisjóöirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 4-7 Landsbanki VlSITÖLUBUNONfR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3,0 Allir 1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6,5-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki ÖBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki Óverötryggð kjör, hreyfðir 8-8,5 Sparisjóðirnir SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantimabíls) Vísitölubundnir reikningar 4-8 Landsbanki Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör 10,5-11 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadalir 3,75-4,1 Sparisjóðirnir Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-7,8 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst útlAn ÖVERÐTRYGGÐ Almennir víxlar (forvextir) 16,5-19 Sparisjóðirnir Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf 17-20 Sparisjóðirnir Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 20-22,5 Sparisjóðirnir útlAn verðtryggð Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki AFURÐALÁN Islenskar krónur 16,5-19,25 Sparisjóðirnir SDR 9-9,5 Islandsbanki, Landsbanki Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir Sterlingspund 12-12,75 Landsbanki Þýsk mörk 11 Allir Húsnœöislán 4,9 Lifeyrissjódslán 5-9 Dráttarvextir 30,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf september 21,6 Verötryggö lán september 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóvember 3205 stig Lánskjaravísitala október 31 94 stig Byggingavísitala október 598 stig Byggingavísitala október 187 stig Framfærsluvísitala september 158,1 stig Húsaleiguvísitala 1,9% hækkun 1. október V6RÐBRÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF Gengl bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 5,985 Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Einingabréf 2 3,191 Ármannsfell hf. 2,33 2,45 Einingabréf 3 3,931 Eimskip 5,70 5,95 Skammtimabréf 1,996 Flugleiðir 2,00 2,20 Kjarabréf 5,615 Hampiöjan 1,80 1,90 Markbréf 3,013 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10 Tekjubréf 2,131 Hlutabréfasjóður VlB 1,00 1,05 Skyndibréf 1,745 Hlutabréfasjóöurinn 1,64 1.72 Sjóösbréf 1 2.869 islandsbanki hf. 1,66 1.74 Sjóðsbréf 2 1,940 Eignfél. Alþýðub. 1,65 1,73 Sjóðsbréf 3 1,983 Eignfél. Iðnaöarb. 2,43 2,53 Sjóðsbréf 4 > 1,735 Eignfél. Verslb. 1,72 1,80 Sjóösbréf 5 1,189 Grandi hf. 2,75 2,85 Vaxtarbréf 2,0222 Oliufélagið hf. 5,10 5,40 Valbréf 1,8956 Olís 2,05 2,15 Islandsbréf .1,251 Skeljungur hf. 5,65 5,95 Fjórðungsbréf 1,134 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05 Þingbréf 1,248 Sæplast 7,33 7,65 öndvegisbréf 1,229 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,269 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90 Reiöubréf 1,215 Fjárfestingarfélagiö 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17 Auðlindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 ’ Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.