Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 7
Ep,§TyRA<3tríU5. OKTORER 1991r 7 Fréttir Engar sölur í Bretlandi í höfn er samningur viö EES. Ekki er vafi á að íslenskur sjávar- útvegur á eftir að hafa mikinn hag af þessum samningi. Sjávarútvegsmenn virðast ánægðir með það sem fengist hefur þótt þeir hefðu eins og fleiri auðvit- að viljað sjá meira. Mjög mikils virði er fyrir saltsíld- arframleiðendur aö fá tollfríðindi fyrir síldarflök en eftir er þó að fá tollfrjálsa aðra framleiðslu af síld. Þeir sem að þessum samningi stóðu, svo sem utanríkisráðherra, eru mjög ánægðir með hann. Aðrir virðast í vafa um að allt sé eins gott og menn vilja vera láta en þá fara menn að tala um önnur við- skipti við EES og sýnist þar vanta nokkuð, t.d. um fjárfestingar er- lendra hér á landi. Utanríkisráð- herra sagði að sett yrðu lög sem tryggðu hag íslendinga að fullu. Nú veit ég ekki hvort hægt er að breyta íslenskum lögum okkur í hag gagnvart mótaðila en ekkert fullyrði ég um það. Fari svo að allur fiskur verði seldur innaniands er nauðsynlegt að teknar verði upp sömu aðferðir við fisksöluna og gilda i EES en fyrr hefur verið minnst á þær hér í þessum þáttum. í Danmörku er það svo að hægt er að selja um borð en þá verður að flokka fiskinn eftir stærð og teg- undum og ef ekki reynist rétt flokk- að kemur það á seljandann að kosta endurflokkun. Sölur erlendis Eftirtalin skip hafa selt afla sinn erlendis að undanfómu: Bv. Vigri seldi í Bremerhaven alls 199 tonn fyrir 24,2 millj. kr. Meðalverð 122,30 kg. Bv. Már seldi í Bermerhaven alls 177 tonn fyrir 21,6 millj. kr. Meðal- verð 121,45 kr. kg. Þorskur seldist á 118,11 kr. kg, ýsa 166,47, ufsi 101,17, karfi 135,54, koh 135,54, grá- lúða 149,94 ogblandað 111,88 kr. kg. Bv. Viðey seldi í Bremerhaven alls 301,9 tonn fyrir 30,2 millj. kr. Meðalverð 100,00 kr. Þorskur seld- ist á 117,99 kr. kg, rúm 200 kg seld- ust á 179,69 kr. kg, ufsi á 98,69, karfi á 101,91 og blandað á 41,70 kr. kg. Ekkert skip seldi í Bretíandi í síð- ustu viku og ekkert mun selja í þessari. Gámasölur í Englandi dagana 18.10. sl. voru ahs 585 tonn fyrir 93,3 millj. kr. Meöalverð 159,53 kr. kg. Þorskur seldist á 175,55 kr. kg, ýsa 173,07, ufsi 95,53, karfi 100,10, koli 137,78, grálúða 151,55 og bland- að 170,50 kr. kg. Noregur Loðna: Loðnuveiðinni á þessu sumri er nú lokið í Barentshafinu. Ekki voru veiddir nema 300.000 hl. Heimild var fyrir 1,5 mihj. hl. Ekki er búist við að skip fari héð- an af á loðnuveiðar. Alls voru veitt- Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson ar veiðiheimildir th 40 skipa en 18 skip tóku þátt í veiðunum. Hvert skip mátti veiða 40.000 hl og þau fiskuðu aðeins 300.000 hl samtals. Því sem eftir var af sumarloðnu- kvótanum verður bætt við vetrar- loðnukvótann. Talið er að aðalá- stæðan fyrir því að ekki veiddist upp í kvótann sé sú hversu seint var tekin ákvörðun um veiðarnar. Vetrarkvótinn verður meiri en í fyrra en mikil vonbrigði voru hjá fiskimjölsframleiöendum með endalok loðnuveiðanna. Rækja: í júlí var búið að flytja út 6.591 tonn af frystri og pillaðri rækju og var það 10% meira en á sama tíma í fyrra. . Aðalmarkaðurinn var Sviþjóð með 2.069 tonn ( + 10%), England með 2.112 tonn (-14%), Finnland 1.046 tonn ( + 6%), Danmörk með 679 tonn ( + 46%) og Bandaríkin með 209 tonn (-39%). Ahs voru flutt út 927 tonn af óskelflettri rækju. Aðalmarkaður- inn var Svíþjóð með 682 tonn (+3%), Danmörk var með 198 tonn, sem er 18% minna en 1990. Flutt voru út 3080 tonn af frosinni rækju með skel sem er 24% minna en í fyrra. Aðalmarkaðurinn er Japan með 2.830 tonn ( + 36%). Útflutn- ingsverö var ahs 627 mhlj. n. kr. sem er (-7%) frá síðasta ári. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! yujLcw, Það voru ekki allir sem kættust við þau ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að hugs- anlega mætti hjálpa mönnum að flytjast brott frá vonlitlum sjávarþorpum. Þannig sér Ævar Einarsson teiknari hreppaflutningana fyrir sér. GRUBIDIG Þýsk hágæða litsjónvörp - frábært verð 5 ára ábyrgð á myndlampa ■j JL i Xlan u, mboi s > ■ . ismenn um alltland. - Opið laugardag kl. 10-12 SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF Síöumúla 2 - sími 68-90-90 NYISLENSK KLASSÍK íDigítéÉ&^- Einn færasti píanóleikari Islands leikur á þessum vandaöa diski sónötur, fantasíur og rondó eftir C.P.E. Bach. Tekiö upp stafrænt (digital) í Leyon í Frakklandi fyrr á árinu. Ekkert verkanna hefur verið gefiö út áöur leikiö á píanó. Flest verkanna hafa aldrei veriö gefin út yfirhöfuö. Eiguleg plata fyrir unnendur klassískrar tónlistar. • Sónötur-Fan^ ^^endsdóW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.