Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Side 11
FÖSTUDAGÚR 25. OKTÓBER 1991. 11 Nýr í bransanum Ungur Akureyringur, Ami Valur Árnason, hefur nú bæst í hóp þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem reyna fyrir sér á skemmtistöðum höfuð- borgarinnar um helgar. Árni er einn síns hðs og kallar sig R.M.F. eða Random modilated fre- quency og leikur á svokallaða hljóð- gervla sem nú eru að verða vinsælir út um allan heim. „Nafnið kemur frá tæki sem ég nota og framkvæmir ákveðnar tíðni- bylgjur. Ég get t.d. breytt sama orð- inu á margan hátt og spilað það í ýmsum tóntegundum, klippt það nið- ur og alla vega,“ sagði Árni. Hann sagðist fyrst og fremst spila danstóniist sem byggð væri upp á melódíum og skemmtilegum töktum. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og verið að fikta svona í gegnum árin með aðstoð ýmissa lánsgræja sem ég hef náð í. Ég sem öll lögin sjálfur og fæ hug- myndir alls staðar frá, það er ekkert sérstakt sem þarf að koma til. Ég er kannski að ganga úti á götu og þá dettur mér allt í einu eitthvað í hug og skrifa það niður," sagði Árni. „Ég á það líka til að taka gamlar hugmyndir og endurvinna þær eða raða saman gömlum og nýjum hug- myndum. Svo breytist þetta dag frá degi, bara eftir því sem hugmyndim- ar streyma inn,“ sagði þessi ungi listamaður að lokum. DV-myndirS Níu ára krakkar í Hvassaleitisskóla ásamt þeim Oddi Hallgrímssyni og Kolbrúnu Asgrímsdóttur. Slökkviliðið 200 ára: Níu ára böm í heimsókn „Slökkviliðið heldur upp á 200 ára afmæli sitt á þessu ári og við ákváð- um í tilefni af því að bjóða öllum níu ára börnum á höfuðborgarsvæðinu að koma í heimsókn til okkar," sagði Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs- stjóri. „Við vinnum þetta í samvinnu við Strætisvagna Reykjavíkur sem flytja hingað einn bekk í einu. Krakkamir fá að sjá hvernig slökkt er með handslökkvitæki, þeir fá að handfjatla gallana, fara í stígvélin og íinna hvað þau eru þung, skoða bíl- ana og eitt og annað. Síðan er þeim sýnd Walt Disney-mynd í lokin. Áður en börnin fara er þeim svo gefin handbók til að taka með sér heim. Þar em leiðbeiningar um heimilisbmnavarnir og eyðublað fyrir þau að merkja við hvernig ástand þeirra er á heimilinu," sagði Hrólfur. Bókina senda börnin svo aftur til slökkviliðsins og fá viðurkenningar- skjal í verðlaun. Bjarni Mathiesen sýnir Kolbrúnu Ásgrímsdóttur, kennara barnanna, hvernig slökkva á í potti með eldföst- um dúk. Akademíukvöld á Café Óperu Svokallað Akademíukvöld var haldið á Café Óperu fyrir nokkru þar sem úrslit úr vali Akademíunnar voru kunngjörð. í Akademíunni sitja tíu valinkunn- ir leiðtogar úr íslensku viðskiptalífi og á hveiju ári veita þeir viðurkenn- ingu þeim fyrirtækjum eða einstakl- ingum sem þeir telja að hafl skarað fram úr á árinu. Með því vilja þeir hvetja menn til góðra verka. Að þessu sinni voru það þeir Orri Vigfússon, forsvarsmaður Samtaka um kaup á úthafslaxveiðikvóta, Paul Richardson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sem hlutu viðurkenninguna. Orri fyrir ferskar hugmyndir til verndar villtum laxi í Atlantshafi, Paul fyrir framlag til atvinnuupp- byggingar og Sveinn fyrir átak til heilla íslensku samfélagi. Margt góðra gesta var þama sam- ankominn og góð stemning ríkti yfir átta rétta hátíðarmatseðli og fjöl- breyttri skemmtidagskrá fram eftir kvöldi. Þeir hlutu viðurkenningu Akademíunnar, f.v.: Orri Akademían ásamt þeim sem viðurkenningu hlutu, t.v.: Orri Vigfússon, Paul Ric- Vigfússon, Paul Richardsson og Sveinn Runólfsson. hardsson, Sveinn Runólfsson, Friðrik Pálsson, Hjördis Gissurardóttir, Jón As- bergsson, Magnús Oddsson, Baldvin Jónsson, Valur Valsson og Herluf Clausen. Sviðsljós Þessi mynd var tekin er Árni Valur spilaði á Borginni á laugardags- kvöldið. RÚNARÞÓRERKOMMN YFIRHÆÐ84A KVOLDSTUND MEÐ MEGASI 0G MANNAKORNUM Á DANSBARNUM FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: TÓNLEIKAR + BALL KR. 1.500, BALL KR. 1.00Ö. [M DANSBARINN Mongolian barbecue Ijúffengur kvöldverð- ur, kr. 1.480. ATH. NU ER OPIÐ LIKA I HADEGINU. r r Veitingastaður í miðbæ Kópavogs 32S V. Tilbod vikunmr Rjómalöguð sjávarréttasúpa, nautafillet með piparþrennu og koniahssósu, bökuð kartafla og grœnmeti. Kr. 1.390,- Réttur dagsins virka daga: Kr. jóo Veisluþjónusta Hamraborg 11 — sími 42166 I Ze THERMDS * HITABRÚSAR HEILDSÖLUDR. JOHN LINDSAY HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.