Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Verkamannasambandið: Erlent verka- fólklæri íslensku ÞingvaUasveit: Vðrubfll ók á vagn og valt Vörubíll valt eftir aö hafa ekiö á kyrrstæðan dráttarvélarvagn sem stóö í vegkantinum á þjóðveginum í Þingvallasveit skammt frá Heiðarbæ í gærkvöldi. Ökumaður og farþegi í vörubílnum voru fluttir slasaðir á sjúkrahús í Reykjavík. Bæði vagninn ogbíllinnhöfnuðuutanvegar. -ÓTT Söngkonan Crystal Waters: Gaman að syngja fyrir íslendinga LOKI Vonandigengur Portúgölum beturað læra íslensku en Dönum! Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991. { ályktun um fræðslumál á þingi Verkamannasambandsins er skorað á viðkomandi stjórnvöld hér á landi að sjá til þess að erlent verkafólk sem ráðið er í vinnu til íslands fái ís- lensku kennslu svo það geti gert sig skiljanlegt um brýnustu atriði. Einn- ig að það fái nauðsynlega uppfræðslu um réttindi sín og skyldur, Á það er bent að komið hafi upp dæmi um ótrúlegar misgerðir gagn- vart erlendu verkafólki sem verið hefur varnarlaust hér vegna mál- leysis og fáfræði um réttindi sín og möguleika. Bent er á að á Norður- löndunum er þaö skylda og til þess ' séð af opinberum aðilum að erlent fólk læri tungumál viðkomandi þjóða ef það á að fá vinnu. I þessu sambandi er bent á að hér á landi sé töluverður fjöldi af erlendu verkafólki, sumt komið til stuttrar dvalarenannaðtilaðvera. -S.dór „Ég hélt að ísland væri síðasta landið sem ég ætti eftir að koma til,“ sagði bandaríska söngkonan Crystal Waters sem kom hingað til lands í morgun til að syngja fyrir íslenska aðdáendur á skemmtistaðnum Epl- inu í kvöld. Lagið Gypsy Woman hefur tryllt , dansunnendur á diskótekum beggja vegna Atlantsála undanfarnar vikur en Crystal sagði að hún hefði ekki haft hugmynd um að lagið væri spil- aö hér. „En svo var mér sagt að lagið væri vinsælt hérna þannig að þaö verður gaman að syngja fyrir íslend- t inga. Þetta verður gott kvöld og það ‘er aldrei að vita nema einhveijar óvæntar uppákomur verði." -ns ✓ 1 • / / Eldurinn kom vaðandi á móti vélstjóranum • V * I • / 6 manna áhöfn á rækjubátnum Röst SK17 þurfti á tímabili að haf- ast við úti á þilfari i nótt þegar eld- ur logaði í vélarrúmi skipsins norð- ur af Skagagrunni. Rækjubáturinn Nökkvi frá Blönduósi var með Röstina í togi í morgun og er gert ráð fyrir að bátarnir komi til Sauð- árkróks síðdegis í dag. „Ég var í koju þegar eldurinn kviknaði. Þetta var um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Vakthafandi vélstjóri var nýkominn inn þegar brunakerfið fór í gang. Þegar vél- stjórinn ætlaði að fara niður aftur var það ails ekki hægt. Þar var allt fullt af reyk og eldurinn kom vað- andi á móti honum. Þaö voru allir ræstir út og við lokuðum síðan öll- um loftrásum og hurðum að vélar- rúminu,“ sagði Eyþór Einarsson, vélstjóri um borð í Röstinni, í síma- viðtali við DV í morgun. „Reykurinn fyllti líka brúna þannig að við komumst ekkert inn lengi og urðum aö vera úti á þilf- ari. Ég stend núna í brúnni en hér er sót yfir. Það komst lítill reykur i íbúðirnar og þær eru ekki skemmdar. Það er hins vegar eng- inn hiti um borð og dálítið kalt,“ sagði Eyþór. Nærstödd skip héldu að Röstinni. Rækjubáturinn Nökkvi frá Blönduósi tók Röstina í tog um klukkan hálffimm í nótt. Þá var slökkvistarfi lokið. 2 menn voru fiuttir yfir i Nökkva. Áhöfnin á Röstinni er öll heil á húfi og eru mennimir væntanlegir tíl Sauðár- króks klukkan fimm í dag. -ÓTT Bandaríska söngkonan Crystal Waters kom til isiands i morgun með danshópnum Making happy. Hún ætlar að syngja vinsældalistalagið Gyspy Woman og fleiri lög fyrir íslendinga í kvöld. DV-mynd Ægir Már Veðrið á morgun: Svaltfyrir norðan og vestan Á morgun- verður fremur hæg suðaustanátt eða austanátt. Rign- ing eða þokusúld verður sunnan- og austanlands og sæmilega hlýtt þar en fremur svalt veður um landið norðan- og vestanvert. Slydduél suðvestanlands, snjóél fram eftir degi norðaustanlands en líklega þurrt á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi. Loðnukvótinn: 240 þúsund lestir í Hafrannsóknastofnun leggur til við sjávarútvegsráðherra að leyft verði að veiða 240 þúsund tonn af loðnu. Hér er um bráðabirgðakvóta að ræða þar sem fiskifræðingar hafa enn ekki náð að mæla allt loðnusvæðið, eins og fram kom hjá Jakobi Jakobssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvergs- ráðherra sagði í samtali við DV að hann myndi halda fund með hags- munaaðilum í loðnuveiðum í dag. Síðan þyrfti að ræða við Norðmenn og Grænlendinga, en þessar þjóðir eiga hlut í kvótanum. Hlutur íslend- inga í heildarloðnukvótanum er tæp 80 prósent. Búist er við að loðnuveiðarnar hefj- ist um leið og sjávarútvegsráðherra hefur formlega gefið út veiðileyfi. -S.dór Bruninn í Heiðmörk: Hafajátaðaðild að íkveikjunni RLR leggur í dag fram kröfu um gæsluvarðhald yfir þremur mönnum um tvítugt sem sterklega eru grunað- ir um aöild að íkveikju í sumarbú- stað í Heiðmörk á miðvikudag. Þeir voru handteknir í gær. Deildarstjóri hjá RLR vildi í morg- un ekki tjá sig um hvort þremenning- arnir hafi viðurkennt aðild að íkveikjunni. DV hefur heimildir fyrir því að a.m.k. 2 af mönnunum hafi í gær játað aðild sína að verknaðinum. -ÓTT Fíkniefnamisferli: Krafa um varðhald Lögreglan á isafirði mun í dag fara fram á úrskurð um framhald á gæsluvarðhaldi vegna manns og konu um tvítugt sem grunuð eru um innflutning og dreifingu á fíkniefn- um. Parið var handtekið á Suðureyri þar sem það er búsett og hefur verið í haldi frá því á síðastliðinn laugar- dag. Fleiri eru taldir tengjast málinu sem lögreglan á ísafirði hefur verið með í rannsókn á síðustu dögum. -ÓTT Snjókoma í morgun Hálka var á Hellisheiðinni í morg- un vegna snjókomu, svo og í þeim borgarhlutum í Reykjavík sem standa hæst. Á Vesturlandi var einn- ig hálka á fjallvegum. Að sögn Vega- gerðar ríkisins var færð að öðru leyti góðálandinuímorgun. -ÓTT ÖRUGGIR-ALVORU payi PENINGASKAPAR VARI - ÓRYGGISVORUR VARI 0 91-29399 Allan sólarhringinn Öryggisþjónusta síðan 1 9ó9 4 TVOFALDUR1. vinnmgur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.