Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER-1991. 36 Merming Leiksoppar öriaganna Þegar skoðaöar eru ritaðar heimildir frá liðnum öld- um veröa oft á vegi manns smábrot af örlagasögu ein- staklinga sem komast varla á blað nema fyrir ein- hveija einskæra hrekki forlaganna. Það er bæði heillandi og ögrandi verkefni að reyna að spá í slík brot og gera sér grein fyrir fyllri sögu þessa fólks og þeim kringumstæðum sem sköpuðu því örlög. En þar veldur öllu, hver á heldur. Engum, sem sér hið nýja leikrit Björns Th. Björnssonar, Ljón í síðbux- um, dylst firnagóð þekking hans á baksviði og tíðar- anda þeirra atburða sem hann velur sér að yrkisefni auk þess sem hann hefur glöggt auga fyrir sammann- legum þáttum og dramatískum vendingum. Málfar og smáinnskot um samtíðaratburöi negla verkið niður í tíma og Björn spinnur framvinduna haganlega. Leikurinn gerist í Kaupmannahöfn á 18. öld. Ríkismarskálksfrú, María Tómasína, fær í hús sitt einn auman þrældómsfanga, íslendinginn Guömund Pantaleónsson, sem sæta skal lífstíöarstraffi fyrir blóö- skömm. Sú sakargift þykir að vísu harla langsótt í dag en sýnir vel hvað lítilmagninn var varnarlaus gagn- vart ósveigjanlegu dómskerfi og misvitrum, jafnvel illgjörnum ráðamönnum. María Tómasína, sem veröur ekkja um svipað léyti og Guðmundur gerist húsþræll hennar, verður hrifin af honum og reynir allt hvað hún getur til þess aö fá hann náðaðan. Ekki er rétt aö fara lengra út i sjálfan söguþráðinn, en endalokin eru nokkuö fyrirsjáanleg. Rauði þráðurinn í verkinu er þannig örlagasaga aðal- persónanna tveggja en fleiri koma við sögu og byggja upp grátbroslega mynd af tvískinnungi, skinhelgi og hræsni samtíðar þeirra. Þetta kemur bæði fram í illræmdri löggjöf þessa tíma og þá ekki síður í viðhorfi fólks til þeirra, sem í kring- um það eru. Það er smjaðraö misunnarlaust fyrir þeim, sem hærra eru settir, en traðkað á hinum sem minna mega sín. Og þá gildir einu hvar í mannfélagsstiganum maður er staddur. Ljón í síðbuxum er prýðilega skrifað leikhúsverk. Helstu persónur eru dregnar ákveðnum dráttum og framvindan heldur athyglinni allan sýningartímann. Leiklist Auður Eydal í seinni hlutanum gætir þó spennufalls eftir að hvörf verða í verkinu og þá er ekkert verið að orðlengja hlutina heldur máliö snarlega afgreitt og settur punkt- ur. En það er þó úrvinnsla leikhússins í þessari sýn- ingu, sem styrkir verkið í alla staði, og blæs í það hin- um endanlega lífsanda. Þar er hver þáttur þaulunninn og sýningin í heild nær þeim samhljómi sem bar hana fram til sigurs í gærkvöldi undir styrkri stjórn Ásdís- ar Skúladóttur leikstjóra. Hún hefur næmt auga jafnt fyrir heildarmynd sem smáatriðum og vinnur úr efni- viðnum af röggsemi og innsæi. Mikill stuðningur er að sviösmynd Hlínar Gunnars- dóttur sem er bæði frumleg og falleg. Hún nýtist vel og styrkir framvinduna með því að koma í veg fyrir að atburðarásin brotni upp, þegar skipt er milli atr- iða, enda fullkomin tækni hússins nýtt út í hörgul. Sviðslausnirnar voru margar einkar vel heppnaðar. Tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar var hreint afbragð og styrkti stíl og tíðaranda sýningarinnar. Og þá voru búningarnir, sem Hlín Gunnarsdóttir hannaði líka, ekki af verri endanum, htasamsetningar og efnisval augnayndi og hönnunin undirstrikar gam- ansaman tón verksins. Að öðrum ólöstuðum var Margrét Helga Jóhanns- dóttir stjarna kvöldsins. Rödd hennar er blæbrigöarík og hljómmikil og hún lék Maríu Tómasínu eins og hlutverkið hefði verið skrifað að hennar forsögn. Ást og girnd, yfirlæti og ráðríki, örvænting og styrkur, allt komst þetta til skila en þó fyrst og fremst skýr og Höfundurinn Björn Th. Björnsson ásamt leikstjóra og leikurum. sannferðug mynd af þessari konu sem er hneppt í viöj- ar siðvenjanna og verður að lifa samkvæmt þeim regl- um sem samfélagiö setur henni eftir stétt og standi. Er hún ekki þegar allt kemur til alls jafnófrjáls og dæmdu fangarnir? Helgi Björnsson leikur Guðmund, því sem næst þög- ult hlutverk. Mér fannst Helgi ekki ná þeirri útgeislun og innri eldi sem nauðsynleg eru til þess að hlutverk- ið fái jafnmikið vægi og því er ætlað. Þetta var þó misjafnt eftir atriðum en í heild fannst mér Helgi of hlutlaus og allt aö því utangátta stundum. En í úthti passaöi hann prýðilega í hlutverkið. Árni Pétur Guðjónsson og Guðmundur Olafsson ná alveg fullkomlega tökum á þeim persónum, sem þeir leika, Árni, sem heimilisþjónn frúarinnar og Guð- mundur sem Vilhelm greifi. Afbragðs úrvinnsla og túlkun í mikilvægum hlutverkum. Tvískinnungur og skinhelgi betri borgaranna kemur vel fram í skondnu atriði þar sem þrjár konur tala saman um hið hneykslanlega ástand á heimili frú Maríu Tómasínu. Þar er ekki töluð nein tæpitunga. Guðrún Ásmundsdóttir fer á kostum í hlutverki Soffie og nýtur góðs meðleiks þeirra Sögu Jónsdóttur og Ragnheiðar Tryggvadóttur. Og ekki má gleyma Sigurði Karlssyni, sem spilar óspart á kómísku nótunum i hlutverki hins brenglaða Friðriks konungs fimmta, en fer þó hvergi yfir strikið. Þórey Sigþórsdóttir var skínandi góð í hlutverki Sine. Steindór Hjörleifsson og Jón Sigurbjörnsson fóru líka létt með hlutverk skrifara og liðsforingja og Jakob Þór Einarsson lék Guðmund ísafold ágætlega. Ljón í síðbuxum er í senn vönduð og fjörleg leiksýn- fng, byggð á vel heppnuðum lausnum. Frumsýning á nýju verki gefur leikstjóra, leikmyndahönnuði og öll- um sem að henni standa mjög frjálsar hendur. Hand- ritið er grunnurinn og engar fyrirmyndir að frekari úrvinnslu. Hér tókst að vinna athyglisverða og metn- aðarfulla sýningu. Hæfileg blanda af svolítið hrekkjalegri kímni og al- varlegum undirtón veldur því að gaman og alvara vega salt í verkinu. Fyrri hlutinn er allur léttari en eðli málsins samkvæmt er ekki langt í harkalegan raunveruleikann sem tekur yfir í seinni hlutanum. Þau meinlegu örlög, sem fjallað er um í verkinu, eiga sér eins og fyrr sagði stoð í skrásettum heimild- um. Þetta gefur leikritinu auka vægi og væri auðvelt að nota miklu meira pláss en hér gefst til að velta vöngum yfir skírskotun til samtímans og hvaða lær- dóm megi draga af því. En það getur auðvitað hver gert fyrir sig eftir að hafa séð sýninguna. Borgarleikhúsiö sýnir á Stóra sviöinu: LJÓN í SÍÐBUXUM Höfundur: Björn Th. Björnsson Leikstjóri: Ásdis Skúladóttir Leikmynd og búningar: Hlin Gunnarsdóttir Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Lýsing: Lárus Björnsson Myndgáta Andlát Karitas María Hjaltadóttir lést á Hrafnistu 24. október. Salvör Jónsdóttir, Skúlaskeiði 36, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi mið- vikudaginn 23. október. Jarðarfarir Leifur Finnbogason, Hitardal, lést að heimili sínu 17. október. Útfórin hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hann hvílir í heimagrafreit. Enika Hildur Enoksdóttir frá Bol- ungarvík, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala 15. október. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Guðmunda Jóna Jónsdóttir frá Hofi í Dýrafirði, lést 21. október. Jarðar- förin fer fram frá Þingeyrarkirkju 26. október kl. 14. Valgeir Haukdal Ársælsson sendi- herra verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 28. október kl. 15. Gíslína Bjarney Guðmundsdóttir, Dalbraut 10, Bíldudal. verður jarð- sungin frá Bíldudalskirkju laugar- daginn 26. október kl. 14. Ragnar Elíasson, Hátúni 8, Reykja- vik, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í dag, föstudaginn 25. okt- óber, kl. 13.30. Ti3kyimingar Safnaðarkvöld í Laugarneskirkju Mánudaginn 28. október, kl. 20.30, veröur almennt safnaðarkvöld í safnaðarheimili kirkjunnar. Gestur kvöldsins verður Grétar Sigurbergsson geðlæknir en hann mun ræða um breytingaskeið kvenna og karla. Eftir fyrirlesturinn verður gefmn kostur á fyrirspurnum. Þá mun Lárus Sigurðsson leika einleik á gítar. Boðið verður upp á kaffiveitingar en samver- unni lýkur með helgistund í kirkjunni. Fundir %V" ■w ©/6^ -'WV- -EVÞöi^—A- Myndgátan hér að ofan lýsir karlkynsorði. Lausn gátu nr. 163: Stingur í stúf ing þátttakenda er hjá Gunnhildi, s. 71887, Ruth, s. 71516, Sigrúnu, s. 71395, og Lilju, s. 71606. Hagkerfi heimilanna - hugarburður eða veruleiki? Landssamtök heimavinnandi fólks kynna ráöstefnuna „Hagkerfi heimil- anna - hugarburður eöa veruleiki?" sem haldin verður laugardaginn 26. október í Gerðubergi, Breiðholti. Heiðursgestur ráðstefnunnar verða forseti íslands, rík- ■ isstjórn íslands, biskup íslands, land- læknir og borgarstjórinn í Reykjavík. Sérstakur gestur ráðstefnunnar veröur Anita J. Jörgensen frá Danmörku en hún hefur verið ötull talsmaður jafnræðis á heimilum og velferðar fiölskyldunnar og fengið viðurkenningar fyrir störf sín. Fjölmargir fyrirlesarar verða á ráðstefn- unni sem hefst kl. 10. Fjallaö verður um félags- og skattamál, með hvaða hætti viðurkenna megi þau störf sem unnin eru innan veggja heimilanna, sálfræðilega þætti, tryggingamál og annað sem varðar velferð heimilanna. Allir eru hvattir til að koma og taka þátt í þvi að gera hug- myndina um „hagkerfi heimilanna" að veruleika. Ráðstefnugjald er kr. 1500 og er innifaliö ráðstefnugögn, kaffi og há- degisverður. Bamagæsla veröur á staðn- um. Að ráðstefnunni standa: Landssam- tök heimavinnandi fólks LHF, landlækn- isembættið, biskupsembættiö, Slysa- varnafélag íslands, Sjómannafélag Reykjavíkur, Farmanna- og fiskisam- bandið, Reykjavíkurborg og Vélstjórafé- lag íslands. Landráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Geröubergi laugardagirm 26. október og hefst kl. 10 um morguninn. Kl. 13.30 verður rætt um mengun af her- stöðvum og munu þeir Einar Valur Ingi- mundarson umhverfisverkfræðingur og Jón Oddsson hrl. flytja framsöguerindi og svara fyrirspumum. Að því loknu hefst starf umræðuhópa en þeir munu fjalla um ýmis mál tengd baráttunni og skipuleggja starf næsta árs. Ráðstefnunni lýkur kl. 18. Leikhús Mígrensamtökin halda fræðslufund mánudaginn 28. okt- óber, kl. 20.30, í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, Reykjavík. Grétar Guömundsson taugalæknir fiallar um mtgreni, einkenni og lyfjameöferð. Ráðstefna um geðheiibrigðismál á Austurlandi Austurlandsdeild Hjúkmnarfélags ís- lands gengst fyrir ráðstefnu um geðheil- brigöismál á Austurlandi. Markmiðið með ráðstefnunni er að opna umræðu um geðheilbrigðismál í fjórðungnum og að greind verði þörf geðverndar og vandi geðsjúkra og ættingja þeirra verði ljós- ari. Einnig að bent verði á úrræði og hvernig hægt verði aö nálgast þau. Ráð- stefnan verður að Hótel Valaskjálf á Eg- ilsstööum fóstudaginn 1. nóvember og hefst kl. 10. Nánari upplýsingar og skrán- LEIKFELAG REYKJAVÍKUR DUFNAVEISLAN eftir Halldór Laxness. 13. sýnlng laugard. 26. okt. 14. sýning föstud. 1. nóv. 15. sýning fimmtud. 7. nóv. 16. sýnlng laugard. 9. nóv. LJÓN í SÍÐBUXUM eftir Björn Th. Björnsson. Leikmynd og búningar: Hlin Gunn- arsdóttlr. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson. Leikstjórl: Ásdis Skúladóttir. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Gunnar Helgason, Guðmundur Ól- afsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Helga Þ. Stephensen, Helgi Björns- son, Jakob Þór Einarsson, Jón Sig- urbjörnsson, Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Saga Jónsdóttir, Sig- uröur Karlsson, Steindór Hjörleifs- son, Þórey Slgþórsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson o.fl. 2. sýning i kvöld. Grá kort gilda. Fáelnsætl laus. 3. sýnlng sunnud. 27. okt. Rauð kort gilda. 4. sýning miðvikud. 30. okt. Blá kort gilda. 5. sýning fimmtud. 31. okt. Gul kort gilda. Litla svið: ÞÉTTING eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson í kvöld. Laugard. 26. okt. Uppselt. Sunnud. 27. okt. Miövikud. 30. okt. Fimmtud. 31. okt. Föstud. I.nóv. Allar sýningar hefjast kl. 20. Leikhúsgestir, athugið! Ekki er hægt aö hleypa inn eftir að sýning er hafin. Kortagestir, ath. aö panta þarf sér- staklega á sýningar á litla sviðið. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miða- pantanir í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Sími 680680. Leikkw^l ínan ískíiobob Lelkhúskortin, skemmtileg nýjung, aöeinskr. 1000. Gjafakortin okkar, vinsæl tæklfærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.