Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUÐA'GUR '2S OKTÓBFR1991. 15 Hvað réttlætir byggð á íslandi? Enn hefur forsætisráöherra vak- ið eftirtekt, nú með því að gera að umræðuefni búsetu í krumma- skuðum og rokrössum úti á landi. Er eftir honum haft við setningu flokksráðsfundar Sjálfstæðis- flokksins á Hótel Sögu að vissar byggðir úti á landi eigi tæpast rétt á sér lengur og kanna þurfl úrræði til að hjálpa fólki að finna sér bú- setu annars staðar. Athuga þurfi „hvort launum manna - og þjón- ustu á vissum stöðum - sé haldið niðri“, eins og það er orðað, „vegna þess að fyrirtækin séu óhagkvæm og byggðin of smá“. Kjarkmenni Margt má um ráðherra núver- andi ríkisstjórnar segja. En eitt mega þeir eiga. Þeir eru óhræddir að berjast fyrir því sem þeir telja til hagsbóta. Jón Baldvin vill að ísland tengist nánum viðskipta- böndum ríkjum innan EB enda þótt fullveldi þjóðarinnar sé lagt að veði, Sighvatur Björgvinsson sker upp velferðarkerfið sem flokksmenn hans komu á, Ólafur G. Einarsson beitir sér fyrir að taka upp kennslugjöld í skólum, Jó- hanna Sigurðardóttir heldur til streitu nýju húsbréfakerfi sem þeg- ar hefur gengið sér til húðar og Jón Sigurðsson hefur lagt allt undir til að koma upp álbræðslu á Suður- nesjum þótt álbræðslan geti aldrei greitt kostnaöarverð fyrir rafork- una. Og nú hugmynd forsætisráð- herra að hjálpa fólki að finna sér búsetu annars staðar en heima hjá sér. Hver á ísland? Deilan um eigarréttinn og arðinn KjaJkrinn Tryggvi Gíslason skólameistari af vinnunni skipti fólkið áður í tvær meginfylkingar. Nú er ekki í tísku að taia um slíkt. Þó get ég ekki varist þeirri hugsun að nokk- urt óréttlæti eða misskilningur að ég segi ekki þekkingarleysi og skammsýni búi að baki því þegar sjávarpláss úti á landi eru talin byrði á íslensku þjóðinni. Með því að gera lítið úr því starfi sem unn- ið er við fiskverkun og landbúnað er grafið undan því sem veitir okk- ur lífsbjörg í þessu landi og það hefur lengi verið til skammar að borga fiskverkunarfólki lægst laun allra. Hreppaflutningur Hreppaflutningur á sér sinn sess í íslenskri menningarsögu. Austur í Sovét, í Rúmeníu og Kína - og víðar hefur fólk ekki verið spurt hvort það vildi flytja heldur það flutt hreppaflutningi. Sá yfirgang- ur leiddi af sér hörmungar fyrir einstaklinga og ógæfu yfir þjóðirn- ar sem seint verður bætt. Ekki svo að skilja að ég haldi að á íslandi verði menn fluttir nauðungarflutn- ingi. En hugsunin er hin sama. Og það vekur undrun að formaður flokks, sem kennir sig við einstakl- ingsfrelsi og einstaklingsframtak, gerist málsvari þessara hugmynda. Við framkvæmd slíkra hugmynda verður að beita ríkisforsjá og ríkis- valdi, sem áður var kennt við kommúnista og sósíalista eða jafn- vel framsóknarmenn. En með því að ráðherrar tala nú tæpitungu- laust verður auðveldara að ræða „Þegar forsætisráðherra lætur þau orð falla að viss byggðarlög eigi ekki rétt á sér er komið að kjarna málsins. Það er nefnilega með sömu hagfræðikenn- ingum unnt að færa að því rök að ís- land eigi tæpast rétt á sér lengur.“ „ ... það hefur lengi verið til skammar að borga fiskverkunarfólki lægst laun allra.“ það hvert menn vilja halda og hvers vegna menn vilja halda þangað sem stefnt er. Línur eru því ef til vill að skýrast í íslenskum stjórnmálum eftir moðsuðu sem einkennt hefur íslensk stjórnmál undanfarin ár. Evrópa í upplausn Evrópa er í upplausn og ekki fór- um við varhluta af breytingum úti í hinum stóra heimi. En ekki er ljóst hvar þetta allt endar. Undir- búningur er hafinn að aðild íslend- inga að Evrópusamfélaginu, þar sem raunar ekkert pláss er fyrir okkur, og nú er hafin umræða um að finna úrræði til að hjálpa fólki úti á landi til aö finna sér búsetu annars staðar en heima hjá sér. Þessi umræða á eftir að draga dilk á eftir sér áður en lýkur. Þegar forsætisráðherra lætur þau orö falla að viss byggðarlög eigi ekki rétt á sér er komið að kjarna málsins. Það er nefnilega með sömu hagfræðikenningum unnt að fajpa að því rök að ísland eigi tæpast rétt á sér lengur. Úti í hinum stóra heimi eru menn sem vilja finna úrræði til að hjálpa því fólki sem hér býr við að fá sér bú- setu annars staðar og laun manna og þjónusta við fólk sé óviðunandi vegna þess að fyrirtæki séu óhag- kvæm og byggð of fámenn á ís- landi. ísland er í augum sumra útlend- inga ekki annað en afskekkt veiöi- stöð á sæbarinni klettaeyju. Þeir vita auðvitaö ekkert um landið og líf og sögu þjóðarinnar sem hér býr. Þeir vita ekki að þessari fá- mennu þjóð með forna menningu sína hefur tekist að feta leiö til framfara eftir margra alda erlenda áþján vegna dugnaðar síns og vegna þess að við erum sjálfs okkar ráðandi og vegna þess að hver ein- staklingur hefur fengið að njóta sín. En áður en lengra er haldið í þessari umræðu um að hjálpa fólki til að finna sér búsetu annars stað- ar en heima hjá sér vona ég að for- sætisráöherra, ríkisstjórn og Al- þingi svari þeirri spurningu skýrt og skorinort hvað réttlæti byggð í þessu landi. Ef horft er sömu aug- um á ísland og forsætisráðherra horfir á vissar byggðir úti á landi er nefnilega unnt að komast að þeirri niðurstöðu að ísland eigi ekki rétt á sér lengur og leita ætti úrræða til að finna okkur bústaði annars staðar en heima hjá okkur vegna þess að fyrirtæki eru hér óhagkvæm og byggð of fámenn. Tryggvi Gíslason Nagladekkin undir strax Það er árviss atburður að alvar- leg bílslys verða þegar fyrsta hálk- an á hausti kemur á götur og fjall- vegi. Þá missa menn stjórn á bif- reiðum sínum og stoppa oft ekki fyrr en utan vegar. A móti þessu verður að vinna og ætti að vera einn liður í baráttunni við slysin, en þau eru of mörg. Um það ættu allir að vera sammála að fækka verður slysum. Nagladekkin Besta vörnin í hálku er að setja snjódekk með nöglum undir bílinn. Það breytir öllu um stjórn á hon- um. Hann fýkur t.d. ekki til í vindi og lendir á öðrum bílum eins og dæmi eru um eða hann hreinlega fýkur út af þótt vindur sé ekki mik- ill. Nagladekk eru þarna mikil vörn. Einnig má nota keðjur og það gerir lögregla og sjúkrabílar. Umferðarlög Við höfum lög sem íjalla um og setja okkur reglur varðandi notkun bifreiða. Þessi ákvæði laga stuðla öll að auknu öryggi og reynt er að forðast ýmsar þær hættur sem við vitum öll að eru samfara notkun bíla. Umferðarlög segja að bílstjóri beri ábyrgð á „að stjórntæki og hemlar verki vel og örugglega...“. Undir þetta ákvæði fellur að setja beri nagladekk undir áður en von KjaUaiinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður. er á hálku á haustin. Það er beinlín- is bannað að aka bifreið ef ekki er hægt að stjórna henni örugglega. Bifreið á sumardekkjum í hálku er ekki hægt að stjórna „örugglega" en umferðarlög banna notkun bíls- ins ef hann veldur óþarfa hættu. Slysin Nýlega var skýrt frá því í blöðum að slys á þessu ári væru orðin jafn- mörg og allt árið í fyrra. Þetta eru of mörg slys enda var í fréttinni aðallega átt við dauðaslys. Fyrir utan þetta eru slysin þar sem ein- ungis er um tjón á bílum að ræða en minnka má slík tjón um hundr- uð milljóna króna ef varlega væri farið. Tryggingafélögin í blöðum og sjónvarpi eru oft fréttir og hvatning frá tryggingafé- lögum þar sem unnið er á móti slys- um í umferðinni. í þennan áróður „Umferðarlög segja að bílstjóri beri ábyrgð á „að stjórntæki og hemlar verki vel og örugglega...“. Undir þetta ákvæði fellur að setja beri nagladekk undir áður en von er á hálku á haust- ín. „Besta vörnin í hálku er að setja snjódekk með nöglum undir bílinn." vantar að mínu mati meiri hvatn- ingu til bílstjóra um að aka gæti- lega í hálku. Einnig skortir mikið á að almenn löggæsla líti til með og banni akstur bíla sem illa eru búnir í hálku. Hvernig væri að stööva bíla sem ætla að aka Reykja- nesbraut þegar hált er? Ef bifreiðin er ekki búin til aksturs í hálku á að beina henni frá og sekta öku- mann. Lokaorð Það er niðurstaða þessara skrifa að líta beri betur eftir útbúnaöi bíla þegar hált er. Slys af völdum illa útbúinna bíla eru of mörg. Nema ber úr gildi reglugerð sem takmarkar notkun nagladekkja og veldur með því slysum. Það er mitt álit að þaö sé brot á umferðarlögum að aka bif- reið í hálku án þess að hún sé til þess búin t.d. með nagladekkjum. Hér breytir einhver reglugerð engu um. Lúðvík Gizurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.