Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Síða 11
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991. 11 I>V Útlönd I I I I » I i i Ibúar í Dubrovnik búa við mjög þröngan kost vegna umsáturs júgóslavneska hersins. Allar vistir eru af skornum skammti og menn verða að sækja sér vatn í sérstaka tankbila. Simamynd Reuter Friðarf lotinn til Dubrovnik Friðarfloti lítilla króatískra báta lá við akkeri skammt frá Dubrovnik á Adríahafsströnd Króatíu í nótt af ótta við árásir hersins ef reynt yrði að sigla til hafnar. Vonast er til að bátarnir sigli inn til borgarinnar í dag. Stipe Mesic, forseti júgóslavneska sambandsríkisins, sigldi með flotan- um sem í eru 29 bátar milli herskip- anna sem loka siglingaleiðum til Dubrovnik. Markmiðið er að vekja athygli á bágum aðbúnaði fimmtíu þúsund manna sem komast ekki frá borginni vegna umsáturs hersins. Um borö í bátunum eru einnig vistir og lyf fyrir íbúana. Mesic og að minnsta kosti 340 manns með honum eru um borð í ferju sem varpaði akkerum undan Mljeteyju sem er 30 kílómetra fyrir norðan Dubrovnik. „Litlu bátarnir eru í hættu. Annað hvort kasta litlu bátarnir akkerum sínum hér eða þeir binda sig við okk- ur,“ sagði skipstjóri ferjunnar við áhöfn lóðsbáts. Júgóslavneski sjóherinn hafði stöðvað flotann við Mljet og leitað aö vopnum um borð í bátunum. Sjón- varpið í Belgrad sagði að nokkrum bátum hefði verið snúið við vegna þess að vopn fundust um borð en ekki var hægt að fá þá frétt staðfesta. Sambandsherinn sem Serbar stjórna hefur setið um Dubrovnik í ídag fjórar vikur. Vopnahlé er í gildi um- hverfis borgina en herinn er aðeins í eins kílómetra fjarlægð frá borg- armúrunum. Á leið sinni til borgar- innar hefur hann skilið eftir sig slóð eyðileggingar í nærliggjandi þorp- um. Barist var annars staðar í Króatíu í gær og voru m.a. gerðar loftárásir á bæinn Vukovar í norðausturhluta lýðveldisins. Einnig var ráðist á bæi í miðhluta Króatíu. Talið er að milli eitt og fimm þúsund manns hafi fall- ið í bardögunum í Króatíu frá því lýðveldið lýsti yfir sjálfstæði í júní. Reuter I D Atkvæði talin aftur í pólsku þingkosmngunum: Tölvurnar biluðu við talninguna Úrslit eru enn ekki að fullu ljós í pólsku þingkosningunum vegna þess að tölvurnar biluðu við talninguna. „Við þurfum að telja allt aftur,“ sagði Andrzej Zoll, formaður yfirkjör- stjórnar. Hann sagði að tölvur hefðu brugðist við úthlutun á þingsætum af svokölluöum landslista. Um er að ræöa 69 sæti. Það er í fyrsta lagi síðar í dag sem hægt veröur að gefa út endanlegar niðurstöður. Nokkrar breytingar geta orðið á þingstyrk stærstu flokk- anna því sætum af landslista er út- hlutað eftir kjörfylgi yfir landið allt. En hver sem niðurstaðan verður er ljóst að stjórnarkreppa er í landinu. Flokkar, sem tengdir eru verkalýðs- hreyfmgunni Samstöðu, taka dræm- lega í hugmyndir Walesa forseta um aðhannleiðinýjastjórn. Reuter Nauðungaruppboð lausafé Eftir kröfu Árna Halldórssonar hrl. fer fram nauðungaruppboð á vörubifreið- inni U-2800, Mercedes Benz, árg. 1975, og festivagninum G.T. 0018, árg. 1984, fast nr. TB-047, eign Vökvavéla hf., að Miðási 18-20, Egilsstöðum, fimmtudaginn 7. nóvember 1991 kl. 16.00. Ofangreint verður selt I því ástandi sem það er þegar hamar fellur og ber kaupandi ábyrgð á hinu selda frá þeim tíma. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshald- ara. Greiðsla við hamarshögg. Eskifirði 21. október 1991 Uppboðshaldarinn í Suður-Múlasýslu Sigurður Eiríksson GOODfYEAR VETRARHJÓLBARÐAR GOODfYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT m HEKLA F0SSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363 I I I Sýknaðuraf nauðgunará- kærueftirtíu ár Skotinn John McGranaghan hefur verið látinn laus úr fangelsi eftir að hafa setíð þar í tiu ár fyr- ir fjölda af grófum nauögunum og líkamsárásum. Mál hans var tekið upp að ný fyrir skömmu og þá sýndi réttarlæknir fram á aö John var ekki ofbeldismaðurinn. Hann er því sýkn saka. John var dáemdur í lífstíðar- fangelsi fyrir nauðganimar sem þóttu óvenju hrottafengnar. Þeg- ar gögn i málinu voru skoðuö aftur kom í Ijós að hann gat ekki veríð sá seki því að nauðgarinn var af öðrum blóðflokki. Mál þetta er enn eitt áfallið fyr- ir breskt réttarkerfi. Frægasta málið er dóraurinn yfir hinum svokölluðu Birmingliam-sex- menningum sem var sleppt úr haldi fyrr á þessu ári eftir að hafa setið á annan áratug i fang- elsi. Reuter Danska kóngafólkið lokaðist inni í lyftunni Nokkrir úr dönsku konungsfjöl- skyldunni fengu að finna fyrir því á þriðjudagskvöld að Konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn er gömul og duttlungafull bygging. Þegar Friðrik krónprins, Ingiríður drottning, Benedikta prinsessa og Ríkharöur prins ætluðu aö taka lyft- una niður af stúkuhæðinni eftir há- tíðarsýningu vildi ekki betur til en svo að hin konunglega lyfta festist mfili hæöa. Ekki þurfti kóngafólkið þó að bíða lengi. Fimm mínútum eftir að ýtt var á neyðarbjölluhnappinn voru menn frá slökkviliðinu komnir á staðinn og drógu lyftuna niður með handafl- inu einu saman þar sem rafkerfi hennar var bilað. Engumvarðmeintaf. Ritzau 15-50% afsláttur Opið laugardag frá kl. 10.00 tsölunni lýkur á laugardag Lítil útborgun Lán til allt að 24 mánaða Bílaumboðið hf Krókhálsl 1,110 Reykjavík Sími 686633 og 676833

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.