Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991.
Fréttir
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins:
Fundur sóknar og samstöðu
útiloka ekki nýja ríkisstjóm á næstu mánuðum
Steingrímur J. Sigfússon varaiormaður og Ólafur Ragnar Grimsson, formað-
ur Alþýðubandalagsins, takast í hendur eftir kjörið á landsfundi flokksins.
DV-mynd JAK
„Þetta var sterkur landsfundur
með mikilli samstöðu," sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður Alþýöu-
bandalagsins í gær eftir að 10. lands-
fundi Alþýðubandalagsins lauk í
fundarsal ríkisins aö Borgartúni 6,
Rúgbrauðsgerðinni svonefndu. Ólaf-
ur var endurkjörinn formaður
flokksins, samhljóða. Hann fékk ekk-
ert mótframboö og var einn í kjöri.
„Það er margt sem stendur upp úr
á fundinum. Auðvitað eru það mikil
tíðindi að Alþýðubandalagið eignast
nýja stefnuskrá, framsýna stefnu-
skrá jafnaðarmannaílokks. Mér
finnst mér mjög dýrmætt að flokkur-
inn hafi svo einróma samþykkt þá
stefnuskrá. Flokkurinn er orðinn
forystuílokkur íslenskra jafnaðar-
manna.“
Breiðfylking jafnaðarmanna
Ólafur segir ennfremur að Alþýðu-
bandalagið sé að verða breiðfylking
jafnaðarmanna og félagshyggjufólks
í stjórnmálum. Áberandi sé ungt og
nýtt fólk.
„Flokkurinn hefur farið í gegnum
miklar breytingar og reynslu, glímt
við erfiö verkefni og sýnt að hanií
ræður við þau. Hann hikar ekki við
að taka nýjar ákvarðanir."
Forystan kosin í almennum
kosningum framvegis
Á fundinum um helgina ákvað Al-
þýðubandalagið að formaður og
varaformaður flokksins skuh í fram-
tíðinni kosnir í almennum kosning-
um allra flokksmanna á kjörstöðum
í öllum byggðarlögum landsins.
„Þetta eru mikil tíðindi. Alþýðu-
bandalagið er fyrst allra íslenskra
stjórnmálaflokka að taka þessa að-
ferð upp við kjör á forystu flokksins.
Stjómmálaflokkar á íslandi hafa
hingað til kosið forystusveit sína
mjög þröngt. Þess vegna ér þetta
mikil breyting.
Við stígum hér risavaxið skref í átt
til lýðræðislegrar uppbyggingar
stjórmálaflokka með því að breyta
lögunum með þessum hætti. Ég tel
að ef aðrir stjómmálaflokkar fylgdu
fordæmi okkar yrði eðhsbreyting á
íslenskum stjórnmálum."
Ólafur ekki gagnrýndur
- Ólafur, þú varst gagnrýndur af
eigin flokksmönnum fyrir aö sýna
of mikla hörku sem fjármálaráð-
herra, til dæmis í kjarasamningum
og skattamálum. Kom þessi gagnrýni
fram á fundinum?
„Nei, það gerði hún ekki.“
- Hvað um gagnrýni Ragnars Stef-
ánssonar jarðskjálftafræðings?
„Ragnar kom og flutti ræðu í upp-
hafi og fór svo. Hann sást ekki meira
og sat því ekki fundinn síðustu tvo
dagana."
- Þúhefurekkiveriðgagnrýndur?
„Ekki af þessu tagi sem þú ert að
nefna. Ég held nú að kjörorð fundar-
ins sem var jafnframt kjörorð okkar
í kosningunum: Flokkur sem getur -
fólk sem þorir, hafi sýnt það að Al-
þýðubandalagið þorði að taka á erflð-
um og óvinsælum málum. Við þorð-
um að grípa til efnahagsráðstafana
haustið 1988 sem voru erflðar. Eitt
af stóru einkennum þessa fundar er
að Alþýðubandalagið lýsir sig reiðu-
búið til að taka við landsstjórninni á
ný.“
- Ert þú að segja að þátttaka Al-
þýðubandalagsins í síðustu ríkis-
stjórn hafi styrkt flokkinn?
„Tvímælalaust. Hún var hin mikla
eldskírn breytinganna fyrir flokk-
inn. Hann kom standandi og sjálfsör-
uggur niður. Sækir núna fram og
mælist með um 20 prósent fylgi allra
kjósenda. Hann er orðinn forystu-
flokkur íslenskra jafnaðarmanna og
safnar að sér nýju fólki í stórum stil
og ætlar sér stórt hlutverk í íslensk-
um stjórnmálum og er reiðubúinn
nú þegar að axla þá ábyrgð sem er
því samfara. Við erum reiðubúin til
að mynda nýja ríkisstjórn."
- Hvert er helsta baráttumál Al-
þýðubandalagsins núna?
„Það er lífskjarajöfnun í landinu.
Ný sókn í atvinnumálum og að
mynda breiða samstöðu um lands-
stjórnina á þeim erfiðu tímum- sem
fram undan eru.“
Ég útiloka ekki nýja
ríkisstjórn á næstunni
- Sérð þú fram á að núverandi rík-
isstjórn springi áður en kjörtímabil-
inu lýkur og að Alþýðubandalagið
komist í stjórn?
„Ég útiloka ekkert að undanhald,
aðgerðarleysi og flótti þessarar ríkis-
stjórnar geti leitt til þess á næstu
mánuðum að hér verði mynduð ný
ríkisstjóm. Þess vegna lýstum við
því yfir á landsfundinum aö við erum
reiðubúin nú þegar til viðræðna við
aðra stjómmálaflokka og önnur
samtök um að mynda nýja ríkis-
stjórn.“
-JGH
Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalagsins:
Betra samkomulag í forystu f lokksins
„Fundurinn var jákvæður og
kraftmikill. Það var mikil samstaða
um menn og málefni," sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, varaformaður
Alþýðubandalagsins. Steingrímur
var endurkjörinn varaformaður lá
landsfundinum um helgina.
Steingrímur segir að á fundinum
hafi að sínu mati nýja og nútímalega
stefnuskrá flokkins boriö hæst. Þá
hafi umhverfismál verið áberandi og
að þeim hafi verið gefið stóraukið
vægi í stefnuskrá flokksins.
„I stefnuskránni eru einnig settar
fram miklu nútímalegri hugmyndir
um hagkerfl og sambúð markaðs og
samkeppni annars vegar og félags-
legra sjónarmiða hins vegar."
- Þú hefur verið kenndur við svo-
nefnt flokkseigendafélag innan
flokksins sem hafi veriö í andstöðu
viö stefnu og hugmyndir Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, formanns flokksins.
Er deila þessara tveggja arma í félag-
inu búinn?
„Ég er ekki fulltrúi neins flokkseig-
endafélags og hef aldrei verið. Þessi
skilgreining var nú úrelt og vitlaus
á sínum tíma og er ennþá fráleitari
í dag.“
Steingrímur segir ennfremur að
flokkurinn hafi styrkst eftir veru
Alþýðubandalagsins í síöustu ríkis-
stjórn.
„Ég er sannfærður um að fundur-
inn nú er haldinn í jafn jákvæöu
andrúmslofti og raun ber vitni vegna
þess að flokkurinn hefur styrkst. Það
er betra samkomulag og meiri sam-
staða í forystu flokksins. Hún endur-
speglaðist í einróma kosningu okkar
forystumanna hans.“
-JGH
I dag mælir Dagfari___
Rassabumbusláttur
Um síðustu helgi var ítarlegt viðtal
í DV við nýja manninn í utanríkis-
þjónustunni, Jakob Frímann
Magnússon. Hann er okkar maður
í London. Hefur verið ráðinn sem
sérlegur fulltrúi íslenskrar menn-
ingar og er þar á vegum utanríkis-
ráðuneytisins, vegna þess að það
fannst enginn starfsmaður í því
ráðuneyti sem kann til verka. Jak-
ob fannst, vegna þess að svo heppi-
lega vildi til aö Jakob er í sama
flokki og utanríkisráðherra og þeir
hittust fyrir tilviljun á flokksfund-
um, Jón Baldvin og Jakob Frí-
mann, og Jakob gat sagt Jóni að
ef hann vantaði mann í London
sem kynni til verka, þá væri hann
rétti maðurinn í það djobb.
Það er auðvitað dapurleg stað-
reynd ef menn eru svo andmenn-
ingarlegir í utanríkisþjónustunni
að það verði að ná í landsþekkta
poppara til að rífa upp menninguna
í útlandinu og það jafnvel þótt tug-
ir manna starfi í utanríkisþjón-
ustunni og hafi gert það lengi, bæði
hér heima og erlendis. Eitthvað
hafa diplómatamir verið að agnú-
ast út í þessa ráðningu Jakobs en
Jakob kann svar viö því:
„Ég held að ég geti alveg fullyrt
- áð þaö er enginn í utanríkisþjóm
ustunni í dag sem hefur þá reynslu,
bakgrunn, þekkingu og getu sem
þarf til þess aö gera það sem ég
ætla mér að gera hér, með fullri
virðingu þó fyrir mörgum hæfum
manneskjum sem þar starfa,“ segir
Jakob í DV viðtahnu og bætir við:
„Auðvitað á að ráða fólk og reka
í utanríkisþjónustunni eftir getu
þess og engu öðru. Það hefur því
miður verið landlægt í íslenskum
opinberum stofnunum alltof lengi
að fólki líðist að sitja og horfa í
gaupnir sér.“
Þeir taka þetta til sín sem eiga!
Enda þótt Jakob hafi að eigin
sögn þessa miklu yfirburði í
reynslu, þekkingu og getu umfram
aðra þá sem vinna hjá hinu opin-
bera, getur hann þess í lítillæti sínu
að það sé óþarfi að kalla sig menn-
ingarfulltrúa. Sönnu nær væri að
hta á sig sem „útbreiðslustjóra hins
íslenska vitundariðnaðar".
Útbreiðslustjóri vitundariðnað-
arins hefur þegar hafist handa.
Hann er undir eins búinn að setja
upp vitundariðnaðarsýningu i Lon-
don. Ekki hefur komið fram hvað
þar er til sýnis, umfram það menn-
ingarframlag, sem frægt er orðið,
að þar hangir uppi mynd af þrem
konum.. _Ein . mun _ yera - nákin - i
miðju en hinar tvær strjúka henni
eða beija létt á hinn nakta íslenska
englakropp og hefur Jakob útskýrt
það fyrir enskum að myndin sýni
þann gamla íslenska siö að konur
séu slegnar á rassabossann til að
ná fram takti. Þetta er nokkurs
konar bumbusláttur, rassabumbu-
sláttur, og vekur að vonum mikla
athygh hjá Lundúnabúum sem
ekki hafa séð svona aðfarir fyrr.
Þeim þykir þetta nýstárlegt og hafa
hringt í íslenska utanríkisráöu-
neytið til að afla frekari upplýsinga
um þessa menningu eða þennan
vitundariðnað þjóðarinnar.
í utanríkisráðuneytinu hefur
verið fátt um svör. Ráðuneytistjór-
inn jafnt sem aðrir óbreyttir hafa
færst undan að veita svör um þessa
uppákomu í London og er þeim
vorkunn. Þar á bæ er enginn sem
hefur vit á menningu og kemst
ekki með tæmar þar sem Jakob
hefur hælana í reynslu, þekkingu
eða getu. Hann er yfirburðamaður,
hann Jakob, eins og utanríkisráð-
herra var búinn að gera sér grein
fyrir af margra ára starfi með Jak-
obi í Alþýðuflokknum. Þess vegna
hafa þeir í ráðuneytinu enga hug-
mynd um þennan íslenska vitund-
ariðnað, sem nú er til sýnis af hálfu
útbreiðslustjórans í London.
Það skemmir ekki fyrir að Jakob
gat notað eiginkonu sína til aö berja
rassabossann á beru konunni en
kona Jakobs er ástsæl söngkona
og þekkt fyrir góðan takt og ljúfan
hljóm. Hún hlýtur að hafa næmt
eyra fyrir því sem rassaslátturinn
framkallar í þágu hins íslenska vit-
undariðnaðar.
Af þessu máh er ljóst að utanrík-
isráðuneytiö er að hasla sér vöh á
nýjum vettvangi. Þar sitja menn
ekki lengur og horfa í gaupnir sér.
Jakob Frímann er meira að segja
svo klár að hann hefur fundið upp
nýja menningu í vitundariðnaðin-
um sem enginn vissi að væri th.
Hann lætur verkin tala. Hann
klappar á rassinná menningunni.
Þetta lofar góöu.
Dagfari